Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Skólastefna Horna- fjarðarbæjar og meint vanhæfi bæjarfulltrúa AÐ undanfömu hafa skólamál í Homafirði verið töluvert tii umijöll- unar í fjölmiðlum vegna þeirrar meginstefnu sem bæjarstjórn hefur markað, að þrískipta grunnskóla- haldi. Hafa umræðurnar m.a. leitt til þess að óskað hefur verið eftir úrskurði félagsmálaráðuneytis á hæfí eða vanhæfi þriggja skóla- manna í bæjarstjóm til að fjalla um og taka þátt í afgreiðslu málsins. Hvomtveggju efnisatriðin, þrí- skipting grunnskólans og meint van- hæfí skólamanna í bæjarstjóm, eru merkileg og mikilvæg, sem full þörf er að Qalla vandlega um; ekki ein- ungis í Hornafírði heldur einnig á landsvísu. Hér á eftir ætla ég að gera í stuttu máli grein fyrir þessum tveimur deilumálum. Rétt er að rifja það upp að Homa- fjörður sem sveitarfélag varð til 12. júní 1994 með sameiningu Hafnar, Nesjahrepps og Mýrahrepps. Á Höfn er gagnfræðaskóli (8.-10. bekkur) og bamaskóli (1.-7. bekkur). í Nesj- um er heimavistarskóli þar sem 1.-10. bekk hefur verið kennt. Á Mýrum er 1.-7. bekk kennt. I. Þrískipting grunnskólans Bæjarstjórn Homafjarðar ákvað á fundi sínum í maí 1995 þá megin- stefnu að skipta grunnskólanum á Homafirði í þrennt. í mars sl. var stefnumörkun þessi ítrekuð með nánari útfærslum og minniháttar breytingum. Þrískipt- ingin þýðir að yngstu bömin, 1.- 3. bekkur, verða í Nesjaskóla, sem er 7 km utan Hafnar. Miðskólastigið, 4.-7. bekkur, verður í Hafnarskóla. Unglingastiginu, 8.-10. bekk, verður kennt í Heppuskóla á Höfn. Kennsla í Mýraskóla verður með óbreyttu sniði. Þessi ákvörðun var tekin eftir mjög ýtarleg- ar umræður í bæjar- stjóm, skólanefnd og á almennum vettvangi á Homafírði og annars staðar í Austur-Skafta- fellssýslu. Umsagna var leitað frá ljölmörgum aðilum, s.s. fræðslu- stjóra, menntamála- ráðuneyti, kennarasam- tökum, samtökunum „Heimili og skóli“, foreldraráðum o.fl. Vissulega em og vom skoðanir skiptar, en niðurstaða fékkst eftir mikla og málefnalega umfjöllun. Markmið þessara breytinga eru margþættar; td.: 1) Að nýta fjármagn. Með þess- ari skipan mála sparast vemlegar fjárhæðir í skólabyggingum. Þeim íjármunum er betur varið í að efla starf skólanna t.d. með betri og öflugri tækjakosti, aukinni kennslu o.s.frv. Skólaakstur, sem er mikill fýrir, eykst nokkuð. 2) Að veita sérhæfíngu. Hver skóli einbeitir sér að þörfum og að- stæðum sinna árganga. Þannig ætti að vera unnt að auka árangur enn frekar. Ég vil þó skjóta því inn hér að árangur grunnskólanna á Horna- firði er góður fýrir. 3) Að einsetja skólana. Með þessu fyrirkomulagi verður allur gmnnskóli á Homafirði einsetinn strax i haust. 4) Að þjóna foreldr- um. Með einsetnum og samfelldum skóla (þar sem tekið er tillit til tómstundastarfa, tón- listarskóla, íþróttaiðk- ana o.s.frv.) fækkar ferðum foreldra með bömin, m.a. í hádeginu, vemlega. Þetta er mik- ilvægt atriði fyrir úti- vinnandi foreldra. Öll bæjarstjórnin, meirihluti og minni- hluti, hefur verið sam- mála um meginstefn- una í skólamálum. Allir bæjarstjómarfulltrúar hafa verið sammála um að efla skólahald á Homafirði eins og verða má. Bæjarstjómin hefur ekki einungis samþykkt fyrrgreindar breytingar á fyrirkomulagi grunnskóla. Samhliða hefur verið ákveðið að heíjast þegar handa við nýja skólabyggingu sem tengd verður Hafnarskóla. Fyrsti áfangi verður tekinn í notkun haust- ið 1997. Verulegu fjármagni hefur verið varið í að bæta umhverfi Nesja- skóla þannig að það hæfi starfsem- inni þar. Ekki má heldur gleyma því að bæjarstjóm hefur samþykkt að taka þátt í að byggja nýtt húsnæði fyrir Framhaídsskóla Austur- Skaftafellssýslu á Höfn og ráðstafað fjármagni til þess í þriggja ára áætl- un bæjarsjóðs. Bæjarstjórn er einhuga og sam- stíga í því að efla skólahald á Homa- fírði. Er þar enginn undanskilinn, hvorki úr meirihluta né minnihluta. Þetta er eftirtektarvert. Bæjar- Sturlaugur Þorsteinsson Nauðsyn þjón- ustumiðstöðvar Góða þjónustumiðstöð þarf við Hveravelli, seg- ir Kristinn Björnsson, o g hún þarf engan veg- inn að verða neitt um- á Hveravöllum DEILT er nú um framkvæmdir á Hvera- völlum. Undarlegt er það, því að augljóst er hvers þar er þörf og er þá bara að ná sam- komulagi, hvemig að því skal staðið, ætti það að verða auðvelt skyn- sömu fólki. Ég ræði málið frá sjónarmiði ferðamanns. Ég kom á Hveravelli á leið að norðan um Kjalveg í hópi 95 eldri borgara sunnudag 7. júlí kl. 15.30. Veður var þá gott miðað við það sem þama er oft, hæg sunnanátt, skúrir af og til, hiti 8 stig. Þá var þar fjöldi ferðamanna auk okkar, bæði íslenskra og er- lendra, a.m.k. jafn margir okkur. Alger vöntun á þjónustu fyrir ferðamenn setur ömurlegan blæ á dvöl á þessum fagra, sérstæða stað svo að fáir kæra sig um að hika þar nema stutta stund. Engar veitingar er þar að fá eða nokkuð matarkyns fyrir þá sem svangir em. Eina aðstað- an er lítið hús með salernum, og við það var stöðug biðröð. Ef veður hefði verið verra hefði þetta aðstöðuleysi komið sér illa fyrir margt ferðafólk. Ferðafélag íslands á tvo skála á Hveravöllum og þar er góð gistiað- staða fyrir þá sem hafa með sér svefnpoka og nesti. Skal það ekki vanmetið. Sjálfur var ég félagi í Ferðafélag- inu í 40 ár, ferðaðist víða með því, gisti m.a. í eldri skálanum á Hveravöllum, gekk inn í Þjófadali og víðar, endur fyrirlöngu. Nú henta mér auðveldari ferðir. Mér þykrr miður, að ekki em ferðir á vegum félagsins sem hentað geta eldri borgumm og því síður fötluðum, en starfið miðast allt við þá sem geta farið í fremur erfíðar göngu- ferðir. Jafnvel má þar heyra þeirri skoðun haldið fram að ekki ætti að leggja bílvegi um ýmsa fagra staði, sem sem Kjöl, Ódáða- hraun og víðar. Með þessu væri eldra fólki og fötluðum gert ókleift að sjá slíka staði. Virðist óþarft að reyna þannig að leggja stein í götu þessa fólks og fleiri, þó að félagið geri nú ekkert fyrir slíka. Það er mikil framför að nú skuli kominn greiðfær sumarvegur um Kjöl og ár brúaðar. Góða þjónustu- miðstöð þarf við Hveravelli. Hún ætti að vera einföld og þægileg. Veitingahús, gistihús fyrir þá sem ekki ferðast með viðleguútbúnað, boðleg snyrting o.s.frv. Ég get ekki skilið að slíkt veit- ingahús sé eitthvert „umhverfisslys“ Krístinn Björnsson hverfisslys. eins og orðað hefur verið. Til þess þyrfti að standa illa að verki. Ékki er heldur líklegt að það verði „gróða- fyrirtæki" nema okra eigi á ferða- mönnum. Ekki virðist 800 fermetra stærð svona miðstöðvar óhófleg, þegar á það er litið að taka þarf á móti stór- um ferðahópum á sumrin og starfs- fólk býr á staðnum. Núverandi þjónusta Ferðafélags- ins er vitanlega jafn nauðsynleg eft- ir sem áður og hana mætti auka, enda er þar þá samkeppnisaðili og jafnframt einfaldari þjónusta fyrir þá sem það hentar. Mínar ábending- ar og niðurstöður eru: 1. Þeir ágætu aðilar, sem nú deila, sættist og geri áætlun um framkvæmdir þar sem hvorugur treður hinum um tær. 2. Byggt verði gott veitinga- og gistihús með allri nauðsynlegri þjón- ustu, þ.á m. aðgengi fyrir fatlaða. 3. Ferðafélagið haldi sínum hús- um og aðstöðu óskertri (einnig Veð- urstofan) því ekki virðist neinn lóð- askortur vera við Hveravelli. Þar eru margir ferkílómetrar lands ónotaðir. 4. Komið allri aðstöðu fyrir ferða- menn við Hveravelli í gott horf hið allra fyrsta. 5. Nokkuð þarf að bæta veginn um Kjöl, svo að þar verði góð leið á sumrin milli Suður- og Norður- lands. En það er önnur saga. Höfundur er sálfræðingur og fv. forstöðumaður Sálfrœðideildar skóla. Væntanlegur úrskurð- ur, segir Sturlaugnr Þorsteinsson, mun hafa verulegt for- dæmisgildi fyrir sveitar- stjómir. stjómarfulltrúar, allir sem einn, heQa sig upp úr hinu daglega póli- tíska þrasi og koma sér saman um heildstæða skólastefnu, vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því að ekkert er mikilvægara eflingu byggðar og mannlífs en aukin og bætt menntun og öflugt skólastarf. Það er raunar bjargfóst trú mín að algjör forsenda efnahagslegra framfara á ísiandi sé að við stöndum dyggan vörð um skólastarf á öllum stigum þess og eflum það eftir því sem nokkur tök eru á. II. Vanhæfi skólmanna í sveitarstjórn Það verður engan veginn auðvelt fyrir félagsmálaráðuneytið að skera úr um hæfi hinna þriggja skólamanna í bæjarstjóm til að fjalla um það mál sem fyrr hefur verið greint frá. Málið varðar almenna skólamála- stefnu, ekki sértæk málefni þeirra skóla sem bæjarfulltrúamir vinna í og veita forstöðu í tveimur tilfellum. Málið hefur því ekki áhrif á persónu- legan hag umræddra aðila. Bæjarstjóm fjaliaði í maí 1995 um hugsanlegt vanhæfi bæjarfull- trúanna og úrskurðaði að þeir væru hæfir. Sex bæjarfulltrúar af níu komust að þessari niðurstöðu. Einn skólamannanna greiddi atkvæði gegn þessu en tveir þeirra sátu hjá. Nú er það svo að úrskurðurinn um hæfí bæjastjórnarmannanna hef- ur ekki áhrif á efnislega niðurstöðu málsins, sbr. það sem fyrr var ritað um samheldni bæjarstjórnarinnar allrar í málinu. Væntanlegur úrskurður mun á hinn bóginn hafa verulegt fordæmis- gildi fyrir sveitarstjórnir og hugsan- lega víðar og afgerandi áhrif ef full- trúarnir verða úrskurðaðir vanhæfir. Skólamál eru langviðamesti mála- flokkur sveitarfélaga. Gera má ráð fyrir að þriðjungur rekstrargjalda Bæjarsjóðs Homafjarðar muni fara í skólamál. í minni sveitarfélögum vega skólamál enn þyngra og em víða eini alvöm gjaldapósturinn. Engan þarf því að undra að skóla- menn, kennarar og skólastjórar, eru fjölmennir í hópi sveitarstjórnar- manna. Verði úrskurður ráðuneytisins á þá leið að um vanhæfi sé að ræða, þýðir það hugsanlega að skólamenn verði í raun vanhæfir til setu í sveit- arstjómum vegna þess að skólamál skipa þann sess sem fyrr er greint frá. Éndalaust má spinna út frá hugs- anlegu vanhæfi. Getur t.d. bóndi orðið landbúnaðarráðherra? Er við hæfi að sjómaður eða útgerðarmað- ur setjist í stól sjávarútvegsráðherra eða í hafnarstjórn sveitarfélaga? Þannig mætti lengi telja. Væntanlegur úrskurður er mikil- vægur og hlýtur að vera vandasamur. Ég tel að hvemig sem úrskurður ráðuneytisins verður, beri að fylgja honum eftir til dómstóla, þannig að enginn vafí leiki á um réttarstöðu í þessum efnum. Höfundur er bæjarstjóri. Selskapsherrar í forsetaveislu KLÆÐNAÐUR fólks er hluti af menningu hverrar þjóðar. Við ýmis tækifæri og á ýmsum stöðum em gerðar strangar kröfur til þess að reglum sé hlýtt að því leyti hvemig menn klæðast. Engin kona fær að ganga inn í Péturskirkj- una í Róm með berar axlir eða á gallabuxum. Enginn karlmaður fær að fara þar inn með hatt á höfði. Þessa er gætt af vörðum páfans, sem eru klæddir í skrautlegan svissnesk- an varðmannabúning. Áður fyrr þótti laganemum viðeig- andi að ganga til embættisprófs í kjólfötum, það var á sinn hátt tákn stúdentsins um virðingu fyrir háskól- anum. Engum hæstaréttarlögmanni dett- ur í hug, að flytja mál fyrir Hæsta- rétti íslands nema í lögmannsskikkju. Þau fáu skipti, sem ég sat sem varamaður á þingi, þótti mér rétt að sýna þinginu þá virðingu, að klæð- ast svokölluðu „city-dress“, í svartan jakka og gráröndóttar buxur. Mér þótti þetta sjálfsagt og vildi á þann hátt gefa þinginu virðulegri blæ og ég held að slíkt sé til þess að auka virðingu fyrir löggjafarstofnuninni og að menn, sem klæða sig í sam- ræmi við þær kröfur, sem þing- mennska gerir, vinni betur. Sumum kann vafalaust að hafa þótt þetta hégómlegt, en það var þeirra mál. í augum sumra er klæðnaður manna fáfengi og hégómi. Það er einmitt hæfilegt skart eða glys á réttri stund, sem gefur lífinu og til- verunni sitt sérstaka gildi, eins og salt í hafragraut. Mér finnst alltaf flott, að sjá karla- kóra halda söngskemmtanir í kjólföt- um, það lyftir stemmningunni. Stundum eru kjólföt einfaldlega vinnuföt, eins og t.d. þegar Sinfón- íuhljómsveitin heldur hljómleika. Nú þegar ríkisstjórnin bíður til veislu í tilefni af inn- setningu forseta Is- lands í embætti og ósk- að er eftir að gestir klæðist viðhafnarbún- ingum, er það gert til þess, að því embætti sé sýnd viðeigandi virðing. Vilji einhver þeirra boðsgesta ekki klæðast kjólfötum, sem þó er auðvelt að fá leigð, vegna þess að hann vilji ekki sýna Ólafi Ragnari Grímssyni og frú Guð- rúnu Katrínu Þorbergs- dóttur virðingu og mæta í jakkafötum, þá er sá hinn sami fyrst og fremst á sinn hátt, að sýna embætti forseta íslands óvirðingu og auðvitað sjálfum sér um leið. Tveir þingmenn hafa boðað slíkt. Ekki veit ég hvað yrði gert í Páfa- garði? Þessir „selskapsherrar" eru á sinn hátt að sýna yfirdrepsskap og að „snobba niður á við“, sem er verst. Þessir „selskapsherrar“ eru á sinn hátt að sýna yfirdrepsskap, segir Gunnlaugur Þórðar- son, og að „snobba niður á við“. Annað gerir það í skjóli þess, að hann heldur að kjólföt tilheyri síð- ustu öld, en sennilega er sá þingmað- ur fastur í fyrri öldum. Hinn gengur alltaf með „smokingslaufu" og á sennilega erfitt með að ganga með annars konar slaufur Innsetning forseta íslands í emb- ætti er athöfn, sem krefst virðingar og er okkur sem menningarþjóð skylt að sýna öðrum þjóðum að við virðum æðsta embætti þjóðarinnar. Höfundur varritari forseta íslands 1945-1951. Gunnlaugur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.