Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 23 Ferðafélag íslands á Hveravöllum Morgunblaðið/Þorkell ÝMSIR aðilar hafa látið í ljós áhyggur af því að viðkvæm nátt- úra Hveravalla þoli ekki svo viðamiklar framkvæmdir sem áformaðar eru á svæðinu. 60ára starf senn á enda? Deilur um skipulagsmál á Hveravöllum hafa orðið tilefni vangaveltna um eignarhald á hálendi íslands. Ferðafélag íslands hefur látið málið til sín taka, enda er útlit fyrir að félagið þurfi að leggja niður starfsemi sína á Hveravöllum, verði samþykktu aðalskipulagi ekki hnikað. Aðalheiður Inga Þorsteins- dóttir kynnti sér sjónarmið Ferðafélagsins í Hveravalladeilunni. Morgunblaðið/Þorkell FERÐAFÉLAG íslands hefur byggt tvo skála á Hveravöllum og haldið uppi þjónustu við ferða- menn þar undanfarna sex áratugi. í P gfflBMp • }} < ^ 5 sí SMpjy« mn í J : nPitawJMr * * w mBBRS WWMíl u og telja menn ausn la irsson Kristin Á. Ólafsdóttir r fjár- formaður sljórnar lar Sjúkrahúss Rvk Kristín telur ekki sjálfgefíð að sam- vinna eða sameining sjúkrahúsanna verði hagkvæm. Hún segir að skiptar skoðanir séu um ágæti hugmyndanna meðal starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þannig hafi margir af því áhyggjur að ef starfræktur verði aðeins einn stór spítali skorti nauðsyn- legar viðmiðanir. Kristín kveðst ekki vilja kalla það samkeppni en margir séu á þeirri skoðun að það sé hollara fyrir heilbrigðiskerfíð að til séu við- miðanir sem væru hvetjandi á vísinda- iðkun og rekstur sjúkrahúsanna. Aðspurð telur Kristín of langsótt að eitt stórt íslenskt sjúkrahús geti miðað sig við erlendar sjúkrastofnan- ir. Það muni hvorki hafa góð áhrif á þá sem vinna verkin né á þá sem njóta eiga þjónustunnar. Áhersla á sérhæfingu Sturla kveðst hafa miklar efa- semdir um að hagkvæmt sé að slengja saman stóru spítölunum en vill þó ekki útiloka möguleika á sam- einingu. „Ég tel að okkur beri fyrst __________ að sjá betur fyrir endann á a Ernst ^rangrinum af sameiningu .. Borgarspítala og Landakots >9 áður en við leggjum út í unnur næstu sameiningu,“ segir —.....-... hann. Þingmaðurinn telur að fremur eigi að fela stóru sjúkrahúsun- um tiltekin verkefni og stuðla þannig að sérhæfingu og koma í veg fyrir tvíverknað. Hann telur raunar að vel eigi að vera hægt að reka Sjúkrahús Reykjavíkur án þess að sameina stofn- ( anirnar. Sturla kveðst vera þess fullviss að hægt væri að ná meiri hagræðingu með auknu samstarfi stóru sjúkrahús- anna. Hann segir að margir þingmenn séu þeirrar skoðunar að auka beri samstarf sjúkrastofnana á höfuðborg- arsvæðinu með það að markmiði að koma í veg fyrir uppbyggingu sams konar þjónustu á mörgum stöðum. TARFSEMI Ferðafélags ís- lands á Hveravöllum á sér langa sögu. Bílfært varð á Hveravelli árið 1937 og ári síðar reisti Ferðafélagið þar skála. Árið 1958 var gerð laug sunnan við skálann, sem hituð er með vatni úr hveralæknum og FÍ stóð einnig fyr- ir gerð bifreiðastæða við hvera- svæðið. Yngri skáli Ferðafélagsins var reistur árið 1980 á Breiðamel og veitti Náttúruverndarráð leyfi fyrir byggingunni. Árið 1989 fékkst leyfi ráðsins til að flytja skálann niður að bifreiðastæðinu og þar var einnig byggð salernisaðstaða fyrir ferðafólk. Þess má geta að Ferðafé- lagið hefur undanfarin ár kostað veru skála- og landvarða á Hvera- völlum yfir sumartímann, sem sinna þjónustu við ferðamenn. Hverjir eiga hálendið? Árið 1993 var mynduð sam- vinnunefnd um gerð svæðisskipu- lags fyrir miðhálendi íslands. Sam- kvæmt lögum skipa hreppsnefndir þeirra tólf hreppa sem liggja að hálendinu hver um sig einn fulltrúa í samvinnunefndina og formaður hennar er skipaður af umhverfis- ráðherra. Gert er ráð fyrir að nefndin auglýsi lokatillögur um landnotkun á miðhálendinu á næsta ári. Fjölmargir aðilar, og þar á meðal Ferðafélagsmenn, hafa bent á að óeðlilegt sé að leggja fram deili- skipulag um Hveravelli áður en ljóst er hvaða stefna verður mörkuð í svæðisskipulagi miðhálendisins. Einnig hefur Páll Sigurðsson, for- seti Ferðafélagsins, bent á að ýmis mikilvæg sjónarmið, sem ótvírætt varða almannahagsmuni, komist ekki nægilega vel til skila þar sem fulltrúar fjölmennustu svæða lands- ins, þ.á m. höfuðborgarsvæðisins, geti ekki haft áhrif á störf nefndar- innar nema með því að koma fram athugasemdum eftir að grunnvinna hefur átt sér stað. FÍ vill ógilda aðalskipulag Umhverfisráðherra staðfesti í nóvember 1993 aðalskipulag Svína- vatnshrepps til ársins 2012. í aðal- skipulaginu er lagt til að flestar byggingar og mannvirki verði færð út fyrir friðlýsta svæðið á Hvera- völlum. Þess í stað skuli byggja upp bílastæði, þjónustusvæði og tjald- stæði á um þriggja hektara svséði í um 700 metra gangleið frá hvera- svæðinu. Ferðafélag íslands sendi um- hverfisráðherra stjórnsýslukæru á hendur hreppsnefnd Svínavatns- hrepps í nóvember 1995, vegna þess hluta staðfests aðalskipulags Svínavatnshrepps sem lýtur að Hveravallasvæðinu. FÍ fór fram á ógildingu aðalskipulagsins fyrir svæðið, enda hafi það hlotið stað- festingu skipulagsyfirvalda á röng- um forsendum um yfirráðasvæði hreppsins. Hveravellir utan hreppamarka í kærunni kemur m.a. fram að FÍ telur Hveravelli alls ekki innan marka Svínavatnshrepps, heldur sé svæðið utan allra hreppamarka, og því sé hreppsnefnd Svínavatns- hrepps ekki valdbær aðili til að fjalla um aðalskipulag þess. í öðru lagi telur Ferðafélagið að hagnað- ar- og samkeppnissjónarmið hafi haft áhrif á ákvörðun hreppsnefnd- ar um aðalskipulagið. Vanhæfni hreppsnefndar hljóti að leiða til ógildingar skipulagsins, enda hafi hreppurinn sjálfur stefnt að upp- byggingu og gróða af svæðinu, og því verið í mun að losna við sam- keppnisaðila. I kærunni kemur einnig fram gagnrýni á að hreppsnefndin hafi ekki hlutast til um að forsvarsmönn- um Ferðafélagsins yrði gert viðvart um þá miklu eignaskerðingu og aðstöðumissi sem aðalskipulagið hefði í för með sér fyrir félagið, á meðan unnið var að undirbúningi þess. Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra kvað upp úrskurð sinn um málið í byijun þessa mánað- ar. Afstaða ráðuneytisins er sú að Hveravellir falli innan staðarmarka Svínavatnshrepps og hreppsnefnd Svínavatnshrepps fari með stjórn- sýsluvald á Hveravöllum, og hafi því verið valdbær aðili til að fjalla um aðalskipulag svæðisins. Að mati Ferðafélagsins eru ýmsir efnislegir annmarkar og formgallar á úr- skurðinum, og ákveðið hefur verið að kæra niðurstöðu ráðherra til umboðsmanns Alþingis. Jónas Har- aldsson, lögmaður FI, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sín skoðun væri sú að ráðuneytið hefði reynt á klaufalegan hátt að færa rök að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu, sem væri algjörlega óásættanleg fyrir Ferðafélagið. Stórfelldar framkvæmdir áformaðar Svínavatnshreppur hefur enn- fremur lagt fram frumumhverfis- mat og tillögu að deiliskipulagi fyr- ir Hveravallasvæðið, sem lá frammi til auglýsingar til 15. febrúar sl., og byggist á samþykktu aðalskipu- lagi. í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að nýrri skáli Ferðafélagsins verði fjarlægður, ásamt salernishúsi og litlum skúr í eigu Sauðfjárveiki- varna. Þess í stað áformar hreppsnefnd Svínavatnshrepps að byggja 600-900 fermetra þjónustumiðstöð í nánd við hverasvæðið, þar sem ætlunin er að selja veitingar og gistingu. Þess má geta til saman- burðar að yngri og stærri skáli Ferðafélagsins er milli 80 og 90 fermetrar að stærð. Á hinu áform- aða þjónustusvæði er ennfremur gert ráð fyrir 1.500 fermetra við- bótarbyggingarreit fyrir framtíðar- gistirými. Gert er ráð fyrir að eldri skáli Ferðafélagsins fái að standa áfram á sínum stað, enda hafa Svínvetn- ingar látið þá skoðun í ljós að hann geti þjónað sem búningsklefi fyrir gesti heitu laugarinnar, sem er rétt sunnan við hann. Skaðleg áhrif á umhverfið? Ferðafélagið hefur lýst áhyggjum sínum yfir því að svo viðamiklar framkvæmdir sem áformaðar eru gætu haft skaðleg áhrif á viðkvæmt náttúrufar Hveravalla. Ennfremur hefur félagið látið í ljósi efasemdir um að svo viðamikil fjárfesting og rekstur geti nokkurn tíma staðið undir sér á þessum stað. Á vegum FÍ var gerð fagleg út- tekt á frumumhverfísmati og drög- um að deiliskipulagi fyrir Hvera- velli og var Skipulagi ríkisins send niðurstaða hennar í lok janúar sl. í umsögninni lagði Ferðafélagið til við skipulagsstjóra ríkisins að deili- skipulaginu yrði hafnað. í niður- stöðunum segir m.a.: „Bæði deili- skipulagið og frumumhverfísmatið eru illa unnin og tíðum í mótsögn við þær hugmyndir, sem menn hafa um þá starfsemi, sém fram á að fara á hálendinu.“ í umsögninni er m.a. bent á að samkvæmt deiliskipulagi á væntanleg þjónustumiðstöð að rísa innan hins friðlýsta svæðis á Hveravöllum, mörg hundrum metr- um frá þeirri staðsetningu sem gert er ráð fyrir í samþykktu aðal- skipulagi. Einnig er þeirri ákvörðun mótmælt að leyfa húsi Veðurstofu íslands að standa áfram, þó ekki sé gert ráð fyrir því í aðalskipu- lagi, og sé því aðilum á svæðinu mismunað gróflega. Ekki unnt að heimila framkvæmdir Skipulagsstjóri úrskurðaði um miðjan mars að frekara mat á um- hverfísáhrifum fyrirhugaðra fram- kvæmda á Hveravöllum væri nauð- synlegt. Lagt er til að gerðar verði rannsóknir á hvera- og jarðhita- svæðinu, og á umhverfísáhrifum vatnstöku og varmanáms. Einnig er óskað eftir athugun á gróðri, smádýrum og örverum. í umsögn embættisins segir að eignarhald á svæðinu þurfi að liggja ljóst fyrir áður en unnt sé að veita leyfi fyrir framkvæmdum. Er þá vísað til úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. nóvember 1995, í máli Svínavatns- og Torfulækjar- hreppa gegn Landsvirkjun, þar sem ekki þykir sýnt fram á eignarhald hreppanna á Auðkúluheiði. Dómin- um var áfrýjað til Hæstaréttar í byijun febrúar. Ljóst er að þrátt fyrir að um- hverfisráðherra hafí úrskurðað að Svínavatnshreppur hafi skipulags- vald á Hveravöllum, er ekki unnt að heimila framkvæmdir á svæðinu fyrr en dómur Hæstaréttar liggur fyrir, eða Alþingi tekur af skarið hvað varðar eignarhald á hálendinu. Þær raddir eru háværar sem mót- mæla því að Ferðafélagi Islands verði vikið af Hveravöllum, og víst er að þungvæg rök hníga að því að félagið eigi að njóta þess upp- byggingar- og kynningarstarfs, sem það hefur staðið fyrir á svæðinu undanfarna sex áratugi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.