Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 29 GUÐMUNDUR STEINSSON + Guðmundur J. Gíslason, leik- skáldið Guðmundur Steinsson, fæddist í Steinsbæ á Eyrar- bakka 19. apríl 1925. Hann lést í Landspít- alanum í Reykjavík 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 23. júlí. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. (HKL) Þetta brot úr lengra ljóði eftir Laxnes kom í huga minn, þegar ég fór að skrifa þessar línur. Ég kom til fósturforeldra minna árið 1937. Þá var mikið atvinnuleysi og marg- ir voru hissa á því að þau skyldu vara að bæta við sig barni á þessum krepputímum, en svo mikið er víst að aldrei fann ég fyrir þessari kreppu í uppvextinum. Við vorum ekki rík en höfðum alltaf nóg fyrir okkur eins og sagt var. Við bjugg- um við Hringbrautina, nánar til tekið í verkamannabústöðunum. Melarnir voru að byija að byggjast. Þar voru ennþá nokkur býli svo sem Hagi, Mávahlíð og fleiri. Rakel ræktaði línið sitt í Blátúni og hann Jón Þorleifsson maðurinn hennar málaði myndir. Meistaravalla- og Jófríðarstaðatúnin með sóleyjastóð- inu og njólanum heilluðu okkur krakkana. Þarna voru geymdir gamlir bátar og á stakkstæðinu hjá Dverg voru stæður af þurrfiski, sem voru upplagðar til feluleikja. Þá var allur Grandinn óbyggður og síðan var það fjaran út undir Seltjarnar- nes. En það var lítil hrifning ef fréttist að við værum þar á ferð, því þar voru þá sorphaugar Reykja- víkurborgar staðsettir. Allt var þetta lagt undir sem athafnasvæði krakkanna. Strákarnir smíðuðu kajaka, kofa og flugdreka, þeir steyptu tindáta og gengu um víga- iegir í flokkum með skildi og sverð, sem þeir höfðu einnig smíðað. Stundum gerðu þeir strandhögg hjá öðrum hópum og voru þá ærið háv- aðasamir. Þetta voru auðvitað allt KR-ingar í hjarta sínu og sumir spiluðu með félaginu. Guðmundur var í marki, ég man ekki í hvaða flokki. Það var stutt á völlinn og kom það sér vel, því stundum þurfti að hafa hraðar hendur og grafa holur undir bárujárnið, sem umlukti leikvanginn, ef KR átti að keppa, því pyngjan var nú ekki troðin á þessum árum. Fyrir kom að and- stæðingarnir komust að áformun- um og þá voru móttökurnar heldur óblíðar. Stelpurnar voru í þessum hefðbundnu leikjum en auk þess held ég að við höfum verið dálítið á undan tímanum, því við stofnuð- um götuleikhús og sýndum þar ein- þáttunga og söngleiki auk þess höfðum við fímleikasýningar og ballett. Efnið var allt frumsamið á staðnum. í dag mun það kallast spuni! Heldur voru nú hljóðfærin frumstæð, en þetta gekk. Við þurft- um sjaldan að gefa sælgæti til þess að halda í áhorfendur. Ég tala um þetta hér til þess að gefa örlitla mynd af því umhverfi sem við Guð- mundur ólumst upp í. Síðar komu hernámsárin, þá breyttust leikirnir og athafnasvæðið minnkaði. Þetta voru glöð góð og áhyggjulaus ár. Guðmundur var fimm árum eldri en ég og var kom- inn í M.R. meðan ég var enn í barna- skóla. Mér fannst hann svo forfram- aður að ég fylgdist vel með öllu sem hann sagði og gerði. Hann var mjög vinstrisinnaður á þessum árum. Hann gekk í félag Máls og menn- ingar og las mikið ungu skáldin og auð- vitað eldri meistar- ana líka. Kiljan og Þórbergur voru í sér- stöku uppáhaldi hjá honum. Af ljóðskáld- um voru það Steinn Steinar, Tómas og Guðmundur Böðvars- son. Auk verka ís- lensku skáldanna út- vegaði hann sér blöð tímarit og bækur er- lendis frá til þess að geta fylgst með nýj- um straumum í skáldskap. Ég held að þarna hafi hann, ef ti! vill ómeðvitað verið far- inn að feta brautina að ævistarfi sínu. Einhvern veginn tókst honum að vekja áhuga minn á verkum ís- lensku skáldanna og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir það, þó ég væri nú ekki alltaf hrifin, þegar hann vildi fara að ræða efni bók- anna, sem ég hafði lofað að lesa og það verður að segjast að eitt og annað sem ég las á þessum árum fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Ég má ekki gleyma ljóðaþýð- ingum Magnúsar Asgeirssonar, en Guðmundur hélt mikið upp á þær. Hafði bróðir minn stundum gaman af því þegar hann heyrði börnin mín síðar vitna í þessar ljóðaþýðingar. Ég ætla að kveðja þig Guðmund- ur minn með fyrsta erindinu úr kvæðinu hans Guðmundar Böðvars- sonar sem hann nefndi „í vor“ því mér finnst það táknrænt fyrir ferð- ina, sem þú hófst á vit hins eilífa ljóss þegar almættið umvafði litla landið okkar einhverri fegurstu nótt sumarsins. í nótt urðu allar grundir grænar í dalnum, því gróðursins drottinn kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt. Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin i nótt. Far þú í friði. Ég færi þér kveðjur frá börnun- um mínum sem búsett eru erlendis með virðingu og þökk. Elsku Krist- björg, Þórunn, Guðmundur Steinn, Jens og fjölskylda. Við Einar færum ykkur einlægar samúðarkveðjur og biðjum ykkur Guðs blessunar. Hanna. Það var mannbætandi að kynn- ast Guðmundi Steinssyni. Frá hon- um streymdi íhugul ró, sem fékk mann oft á tíðum til að líta veröld- ina öðrum augum. Ungur hreifst ég af leikritum hans: Forsetaefninu, Sæluríkinu og Fósturmold - seinna gaf hann mér eina byssuna er Jón Gunnar smíðaði fyrir Fósturmold. Þá höfðu góð kynni tekist okkar á milli sem urðu mér mikils virði - og vonandi honum líka. Er sú ákvörðun var tekin í stjórn Leikfélags Þorlákshafnar árið 1975, að hvíla farsana og frumsýna íslenskt nútímaleikrit fundust mér tvö álitlegust: Skírn og Þjóðhátíð eftir Guðmund Steinsson. Skírn fannst mér þó henta áhugaleikfé- lagi betur og var það tekið til sýn- inga undir leikstjórn Sigurðar Karlssonar. Þá kynntist ég vel þeim Guðmundi og Kristbjörgu Kjeld. Sá vinskapur hélst síðan, enda varð samvinna okkar Guðmundar mikil og gifturík - auk þess sem Krist- björg teikstýrði Pókók eftir Jökul Jakobsson hjá LÞ nokkrum árum síðar. Árið 1976 tók ég við útgáfu Lyst- ræningjans ásamt Ólafi Ormssyni og Þorsteini Marelssyni. Við ákváð- um fljótlega að gefa leiklistinni meira rými í tímaritinu, sem fram að þessu hafði fyrst og fremst ver- ið helgað ljóðinu, og í fyrsta tölu- blaðinu er við ritstýrðum birtum við fyrri hluti leikrits Guðmundar, Þjóð- hátíð - seinni hlutinn kom í næsta tölublaði. Vegna þess hve pláss í blaðinu var takmarkað og einnig vegna þess að okkur langaði til að fá lesendur tilað lesa leikrit einsog sögu, settum við leikritið upp í belg og biðu. Guðmundur féllst á að gera þessa tilraun, en þeir er feng- ust við leiklist voru flestir óánægð- ir með uppsetninguna og seinna leikrit Guðmundar er birtist í Lyst- ræningjanum, Sólarferð, var sett upp á hefðbundinn hátt. Auk þessa gáfum við tvö leikrita hans út á bók: Stundarfrið og Garðveislu. Ég hef aldrei átt betra með að læra nokkurn leiktexta en þann er Guðmundur skrifaði. Það var vegna rýþmans - mér fannst textinn sýn- kópíseraður í fjórumfjórðu. Guð- mundur lá yfir leikritum sínum þartil ekki var hægt að breyta staf- krók. Er ég gerði fléttuþætti fyrir unga útvarphlustendur úr helstu fornsögum okkar fékk ég Guðmund til að skrifa leiktextann - því engum treysti ég betur. Fæðingin var löng og ströng. Eitt sinn kom ég til hans og við sátum lengi þöglir á loftinu í Goðalandi þartil Guðmundur seg- ir: „Það er ekki hægt að umorða þennan texta án þess hann verði flatur. Við skerum aðeins úr og bæta örlitlu inn. Það gerði hann síðan svo snilldarlega að yfirlesend- ur þáttanna, Árni heitinn Böðvars- son og Gunnar Karlsson, luku upp einu orði um ágætið. Guðmundur velti íslensku samfé- lagi mjög fyrir sér og kemur það skýrt fram í verkum hans. Eitt sinn varpaði hann þeirri hugmynd fram að við semdum saman bók um ís- lendinginn, atferli hans og eðli, og beittum hvor þeirri tækni er við kunnum besta. Ég segulbandinu, hann pennanum. í erli dagsins varð ekkert úr bókinni og minn hlutur í þjóðarkrufningunni er óunninn, en í öllum verkum sínum hefur Guð- mundur gegnumlýst þessa þjóð, svoog hið vestræna neyslusamfé- lag. Því er hann alþjóðlegastur okk- ar leikhöfunda og ekki vansalaust að aðeins hluti leikrita hans hafi komið á fjalir íslenskra leikhúsa. Að leiðarlokum þakka ég mikils- verð kynni og sendi Kristbjörgu og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vernharður Linnet. Við fráfall Guðmundar Steins- sonar sækja á hugann myndir og hugsanir sem erfitt er að færa í orð, en þó öðru fremur þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Guðmundur var um margt t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okk- ar, tengdaföður og afa, BORGÞÓRS BJÖRNSSONAR frá Grjótnesi á Melrakkasléttu. Inga Erlendsdóttir, Jóhanna Borgþórsdóttir, Haukur Bjarnason, Baldur Björn Borgþórsson, Erlendur Haukur Borgþórsson, Oddbjörg Friðriksdóttir, Margrét Borgþórsdóttir, Grétar Magnússon og barnabörn. óvenjulegur maður. Sú fáfarna leið sem hann kaus að ganga í gegn um þetta líf var vörðuð listrænum metnaði, sköpunarþörf, ríkri rétt- lætiskennd og hjartahlýju. Hann hafði sterkan persónuleika sem hafði djúp áhrif á þá sem kynntust honum. Andlegt jafnvægi, rósemi og innri styrkur Guðmundar orkuðu á mig eins og segulstál. Maður fór alltaf ríkari en áður af hans fundi. Hugurinn var alltaf opinn og hann var sífellt að koma manni á óvart með því að benda á nýjar og óvænt- ar hliðar á tilverunni. Hliðar sem annars hefðu verið manni lokaðar. Mér þótti t.d. skrítið þegar hann talaði um að maður fyndi hvergi öryggi og vissu nema í vitundinni um hverfulleikann. Seinna sá eg að þetta var alveg rétt. Þegar ég hugsa um Guðmund nú finnst mér að hann hafi verið eins og viti sem stendur á klettóttri strönd. Hann lætur hvorki storm né öldur raska ró sinni. Heldur stendur og lýsir með fordæmi sínu þeim sem framhjá fara í lífsins ólgu- sjó. Guðmundur stóð alltaf beinn og óhagganlegur með fæturna á jörðinni. Líf hans einkenndist af látleysi, hógværð, stillingu og stærð sem hóf hann yfir dægurþrasið sem þjakar okkur flest. Guðmundur var ekki sú mann- gerð sem lét sér á sama standa um hlutina. Hann varð gjarnan gagn- tekinn af því viðfangsefni sem hann var að fást við á hveijum tíma hvort sem um var að ræða vandamál at- vinnuleysis, fíkniefna eða spillingu umhverfísins. Vandamál mannsins í öllum sínum mismunandi myndum komu honum við. í seinni tíð fékk Guðmundur auk- inn áhuga fyrir formi kvikmyndar- innar og var að vinna að áhuga- verðu verkefni á því sviði þar til yfir lauk. Rússneski leikstjórinn Andrei Tarkovskí segir á einun, stað í sjálfsæfisögu sinni að ekkeii sé listamanninum mikilvægara en að skoða og velta fyrir sér spurning- unni um tilganginn með tilvist okk- ar. Þessi spurning er óvíða ágeng- ari en í verkum Guðmundar Steins- sonar. Þó Guðmundur væri alvarlega þenkjandi maður þá var ævinlega stutt í húmorinn. Þegar eg heim- sótti hann á Landsspítalann fyrir rúmu ári, skömmu eftir að hann hafði gengist undir erfiða skurðað- gerð, bauð hann mér að setjast, en sagðist því miður ekki geta boðið mér upp á neitt annað en sitt eigið allsleysi, eins og hann orðaði það. En í þessu sem hann kallaði alls- leysi bjó í raun mikið ríkidæmi. Návist hans var alltaf þroskandi og gefandi. Magnús Valur Pálsson. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögpljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Kæra Kristbjörg, Þórunn, Jens og aðrir ástvinir, við vottum ykkur dýpstu samúð. Óskar S. Gíslason, Kristjana S. Gísladóttir, Steinunn Gísladóttir. • Fleiri minningargreinar um Guðmund Steinsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Útför eiginkonu minnar, BJARKAR RAGNARSDÓTTUR, Hjallalundi 5D, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 1. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Stefánsson. t Dóttir min, BRYNJA REYNDAL HENRYSDÓTTIR, er látin. Bálför fór fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu henni hlýju og vinarhug í veikindum hennar. Sérstakar þakkir til Þórunnar Stefánsdóttur og Péturs Arthúrssonar. Kristín Stefánsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU FRÍMANNSDÓTTUR, Baughóli 11, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks kvensjúkdómadeildar FSA og Sjúkrahúss Húsavíkur. Valborg Aðalgeirsdóttir, Gretar Berg Hallsson, Þorgrímur Aðalgeirsson, Dagmar Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föð- ur okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR RAGNARS BJARNASONAR, Sandgerði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Rósa Dagmar Björnsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.