Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska þetta. uerði/rc osesóu i/)ku. e/o nÚfLQf sk.utum uið ba/ZL njo ta. he.t&ar/nruxr/ Ferdinand Smáfólk I THINK THR0WIN6 ALL THOSE CURVEBALLS PUT T00 MUCH STRAIN ON m ELBOW.. Mér er illt í handleggnum ... ég Ég held að ég hafi reynt of mik- Voru þetta sveigboltar? er ekki viss um að ég geti kastað ið á olnbogann við að kasta öllum í dag... þessum sveigboltum ... BREF TÍL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Minnast séra Haralds Hope Frá Ludvig Jerdal: „BJÖRGVIN", kirkjusöguleg árbók sóknarsambands Björgvinjarbisk- upsdæmisins, hefur að geyma afar forvitnilegt efni um liðna tíma. Ár- bókin fyrir árið 1995, sem út kom fyrir skemmstu, er fjölbreytt að efni. Á 172 síðum hefur ritstjórn- inni, sem Stein Eirik Foss, Ingrid Gjertsen, Nils-Aksel Mjos og Krist- en 0gaard skipa, tekist að safna efni og greinargerðum sem hafa mikið sögulegt gildi. Af fjölbreyttu efni bókarinnar vil ég fyrst nefna greinar um tvo norska presta, sem með störfum sínum sköpuðu sér óbrotgjarnan minnisvarða: Harald Hope, sóknar- prest í Finnás og Ingolf Boge, sókn- arprest í Fjell. Báðir voru áberandi prestar og menn, en svo langt er liðið frá stríðslokum og fyrstu eftir- stríðsárunum að það sem ritað er um þá í árbókinni kallar fram minn- ingar um tvímenningana. Um Harald Hope skrifar sam- tímamaður hans í norsku kirkjunni, Johannes Valle, prófastur, og hr. Sigurbjörn Einarsson, biskup ís- lands. Draga þeir upp mynd af áhrifamiklum norskum presti og miklum hugsjónamanni sem brann af löngun til að vinna fósturjörð sinni gagn, svo og frændþjóðinni íslendingum. Það er rifjað upp hvernig Harald Hope tókst að fá reista minnisvarða við Gömlu kirkju í Moster um þijá svonefnda „Krists- konunga"; þá Ólaf Tryggvason, Ólaf Haraldsson og Grímkel biskup. Frá íslandi er frásögn hr. Sigur- björns af frumkvæði Haralds Hope um að safna gjöfum til að reisa Hallgrímskirkju í Reykjavík, til að endurreisa dómkirkju í Skálholti og lýðháskólann þar og til að styðja skógrækt á íslandi. Minningin um Hope mun lifa lengi á meðal Islend- inga, skrifar hr. Sigurbjörn. Ingolf Boge var einn af mörgum Norðmönnum sem var tekinn hönd- um af Þjóðverjum og sendur í fangabúðir til Þýskalands og hann lét lífið fyrir Noreg. Séra Svenn Martinsen segir frá Boge og byggir á upplýsingum sonar Boge, Dag- finns Boge, rektors, skrifum Boge í kirkjubók og bréfum sem hann skrifaði í fangabúðum. Saman dregur þetta upp sterka mynd af hversu berskjölduð byggðin Fjeli á Sotra var á stríðsárunum. Ingolf Boge var einn þeirra presta sem las „Kirkens grunn“ [Ávarp norsku þjóðkirkjunnar gegn þýska her- námsliðinu] úr predikunarstóli og viku yfirvöld nasista honum úr embætti og þvinguðu hann til að flytja frá prestsetrinu. Stuttu síðar handtók Gestapo hann og sendi hann úr landi. Margt annað má nefna af efni árbókarinnar, t.d. greinar í tilefni 1000 ára afmælis norsku kirkjunn- ar. Ein þeirra er frásögn Trygve Mundal um kristindóm og kirkju í Fjærland í 1000 ár, en hann bygg- ir meðal annars á skrifum sagnarit- arans Snorra Sturlusonar. LUDVIG JERDAL Helgesensgata4, 5003 Bjorgvin Kaupið ekki köttínn í sekknum Frá Áslaugu Sturlaugsdóttur og Vilmu Kristínu Guðjónsdóttur: NOKKUÐ hefur borið á því undan- farið að auglýstir hafa verið til sölu síðhærðir kettlingar undir því yf- irskini að um væri að ræða norska skógarketti. Ástæða fyrir því að fólk hefur komist upp með þetta er þekkingarleysi á útliti þessarar kattategundar. Algengt er að allir kettir sem hafa loðið (síðhært) skott og mikinn feld séu samstundis flokkaðir sem skógarkettir. Þetta er mesti misskilningur og þarf að uppfylla mörg skilyrði til að ná því marki að hægt sé að kalla kött norskan skógarkött. Það fyrsta er að kettlingurinn hafi ættbók sem segir til um hverrar tegundar hann er. Sé ættbók þessi ekki fyrir hendi er fólk að kaupa húskött. Enginn köttur má kallast eða seljast sem norskur skógarköttur hafi hann ekki fengið viðurkenn- ingu á einni af sýningum Kynja- katta né hafi hann ættbók. Þetta á reyndar við um allar tegundir katta. Seljendur sem halda öðru fram tala af ábyrgðar- og þekking- arleysi. Nú dettur okkur ekki í hug að halda fram að hreinræktaðir kettir séu betri en aðrir. Aðalatriðið er að borgi fólk fyrir ákveðna vöru á það að fá þá vöru ósvikna. Fólk á ekki að borga fyrir kött sem það álítur hreinræktaðan til þess eins að vera vísað frá sýningum eða hafna í húskattaflokki ef það lang- ar til að sýna gersemi sína. Að lokum viljum við taka fram að það er óráðlegt að fjarlægja kettlinga yngri en 12 vikna frá mæðrum sínum. Þeim sem vilja aðstoð við kaup á kettlingum eða vilja fá nánari upplýsingar um hvað þarf að varast við kaup á hreinræktuðum ketti er bent á að snúa sér til Kynjakatta, kattaræktarfélags íslands. ÁSLAUG STURLAUGSDÓTTIR, Mosarima 14, Reykjavík, VILMA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Bogahlíð 20, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðiö áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, efekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.