Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 33 MtAWÞAUGL YSINGAR Dagsljós Sjónvarpið óskar eftir að ráða umsjónarmann við dægur- og menningarmálaþáttinn Dags- Ijós sem verður á dagskrá í vetur. Umsækjendur þurfa að hafa umtalsverða reynslu af blaðamennsku eða sjónvarpi og góða almenna menntun. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Sjón- varpsins, Laugavegi 176. Umsókn skal fylgja 2-3 mínútna myndbands- upptaka eða Ijósmynd. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 12. ágúst nk. C++ forritarar - grafískir hönnuðir Fjarhönnun ehf. óskar eftir að ráða duglegt og framsækið fólk til að starfa að gerð grafísks hugbúnaðar til útflutnings. í boði eru mjög áhugaverð störf við C++ forritun í Windows. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í C++ og Windows forritun - reynsla af Visu- al C++ er kostur. Góð laun og fyrsta flokks vinnuaðstaða hjá litlu en framsæknu fyrir- tæki. Þeir, sem hafa áhuga, skili inn skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 7.ágúst nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Fjarhörmun ehf., Skútuvogi 1D, Reykjavík. Menntamálaráðuneytið Tímabundin störf við námskrárgerð Menntamálaráðuneytið óskar að ráða fólk til tímabundinna starfa við að endurskoða aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla. Um er að ræða fullt starf faglegra umsjónar- manna með vinnuhópum sem sjá um endur- skoðunina. Starfstími er frá 1. september 1996, eða sam- kvæmt samkomulagi til 1. september 1997. í starfinu felst einkum að: - Taka þátt í stjórn verkefnisins í samráði við verkefnisstjóra. - Skipuleggja og stýra starfi vinnuhópa. - Vinna að námskrárgerð á tilteknum námssviðum. - Taka þátt í og útfæra stefnumótun við endurskoðun á námskrám. - Annast gagnaöflun, úrvinnslu gagna og alþjóðlegan samanburð á námsgreinum og námssviðum. Umsækjendur skulu hafa áhuga og þekkingu á menntamálum, reynslu af stjórnun eða verkefnabundinni vinnu og góða skipulags- hæfileika. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið háskólaprófi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf, berist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. ágúst næstkomandi merktar: Mermtamálaráðuneytið, endurskoðun aðalnámskráa, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir ráðuneytið í síma 560 9573 virka daga milli kl. 14 og 16. Nemi í snyrtifræði Snyrtifræðinemi óskast á snyrtistofuna Hrund, Grænatúni 1, Kópavogi, sími 554 4025 og heimasími 553 8429. F élagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Húsvörður Laus er til umsóknar staða húsvarðar við félags- og þjónustumiðstöð aldraðra við Vita- torg, Lindargötu 59. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september nk. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu félags- og þjónustumiðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður, Edda Hjaltested, í síma 561 0300. F élagsmálas tofnun Reykj avíkurborgar Forstöðumaður Laust er starf forstöðumanns á sviði málefna fatlaðra hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar. Um er að ræða afleysingu frá 1. september 1996 til 31. ágúst 1997. Starfsmaður þarf að geta hafið störf að ein- hverju leyti í ágústmánuði. Starfið felur m.a. í sér ýmis konar skipulags- vinnu, ráðgjöf til fjölskyldna og starfsmanna og undirbúning að flutningi málefna fatlaðra frá ríki til Reykjavíkurborgar. Krafist er félagsráðgjafarmenntunar eða há- skólamenntunar á félagsvísindasviði og reynsiu í starfi með fötluðu fólki og aðstandendum. Nánari upplýsingar gefur Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, forstöðumaður á sviði mál- efna fatlaðra, í síma 588 8500. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. og skal umsóknum skilað á skrifstofu Félagsmála- stofnunar í Síðumúla 39. UTBOÐ F.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur er auglýst forval vegna fyrirhugaðs útboðs á leigu 100 ein- menningstölva fyrir sjúkrahúsið. Forvalsgögn fást afhent á skrifstofu vorri. Skilafrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 9. ágúst 1996. shr 119/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 OO - Fax 562 26 16 TILKYNNINGAR Lokað fimmtudag og föstudag, 1. og 2. ágúst, vegna sumarleyfa starfsfólks. Menntamálaráðuneytið. Netasalan ehf. Auglýsing vegna upp- sagna heilsugæslulækna Auglýsing vegna takmarkaðrar heimilis- læknaþjónustu eftir 1. ágúst nk. Þar sem meirihluti starfandi heilsugæslu- lækna hefur sagt upp störfum frá 1. ágúst nk., má gera ráð fyrir að veruleg röskun verði á læknisþjónustu. Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið og landlæknir vekja því athygli á eftirfarandi: Allar heilsugæslustöðvar verða opnar á hefðbundnum opnunartíma. Á sumum þeirra verða áfram starfandi læknar, sem ekki hafa sagt upp störfum, eða afleysinga- læknar/læknanemar. Nánari upplýsingar um framangreint, svo og hvert annað fólk getur leitað, ef læknar eru ekki til staðar á viðkom- andi heilsugæslustöð, verða gefnar á hverri stöð. Utan opnunartíma verða upplýsingar veittar á símsvara. Upplýsingar um þjónustu verða einnig veittar á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Almenningur er hvattur til að taka tillit til aukins álags á starfandi lækna eftir 1. ágúst nk. og æskilegt er að einungis verði leitað til þeirra með erindi sem ekki þola bið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. _____________Landlæknir.___________ NAUÐUNGARSALA Lausafjáruppboð Eftirtalið lausafé verður boðið upp við Sjávarbraut 9, Bolungarvík, miðvikudaginn 7. ágúst 1996 kl. 15.00: 160 fiskkör, 80 flokkarrammar og blokkarhrærivél. Sama dag kl. 15:15 verður boðin upp við Aðalstræti 12, Bolungar- vík, bifreiðin (-2342, Lada, árgerð 1986. Greiðsla við hamarshögg. Bolungarvík, 29. júlí 1996. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, Jónas Guðmundsson. Smd ouglýsingar Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. /ffh SAMBAND ÍSLENZKRA $3pS KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20:30 í Kristniboössalnum. Sigurjón Gunnarsson flytur ferðaþátt frá Eþíópiu. Hugleiðing: Haraldur Jóhanns- son. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Ferðafélagsins Miðvikudagur 31. ágúst kl. 20.00: Skógarstígar i Heið- mörk. Létt kvöldganga. Verð kr. 600. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Fjölbreyttar ferðir um verslunarmannahelgina 2.-5. ágúst kl. 20.00: Landmannalaugar - Eldgjá -Skælingar M.a. verður ökuferð í Eldgjá og hún skoðuð og gengið að sér- stæðu gervigígasvæði við Skaftá (Skælingum). Góð gisting í sælu- húsinu Laugum (nýuppgerður salur og eldhús). 2.-5. ágústkl. 20.00: Laugar - Hrafntinnusker - Strútslaug Ný gönguferð með gistingu í húsum og tjöldum. 2.-5. ágústkl. 20.00: Þórsmörk og Fimmvörðu- háls Gist í Skagfjörðsskála Langadal. Hægt að dvelja í Mörkinni við gönguferðir, en einnig er í boði dagsganga yfir Fimmvörðuháls á laugardeginum. Heimkoma sunnudag eða mánudag eftir vali. Næg tjaldstæði, bæði í Langa- dal, Stóra- og Litlaenda, með góðri aðstöðu á öllum stöðum. 2. -5. ágústkl. 18.00: Austurdalur - Hildarsel Sþrengisandur, Nýidalur, Vest- urdalur, Austurdalur. Spennandi óbyggðaferð, m.a. farið á slóðir Bólu-Hjálmars í tilefni þess að 200 ár eru frá fæðingu hans, Fararstjóri: Dr. Eysteinn Sig- urðsson. 3. -5. ágúst kl. 08.00: Álftavatn - Fjallabaksleið syðri Gist í sæluhúsinu við Álftavatn. Göngu- og skoðunarferðir um fjölbreytt fjallasvæöi. Uppl. og farmiðar á skrifst. í Mörkinni 6. Pantið tímanlega. „Laugavegurinn11 Laus sæti í 5 og 6 daga göngu- ferðir á næstunni. Snæfell - Lónsöræfi 7 daga ferðir með brottför 3. og 10. ágúst. Pantið strax Grænlandsferð Mjög góð ferð á söguslóðir á Suður-Grænlandi 6.-13. ágúst. Aðeins þessi eina ferð. Farið í Bröttuhlíð, Narsaq, Julianeháb, til Hvalseyjar, Garða o.fl. Ferð fyrir alla. Pantið og takið farmiða strax. Takmarkað pláss. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.