Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI I DAG JOHANN JÓHANNESSON í dag, 31. júlí, á 90 ára afmæli Jó- hanns Jóhannesson- ar, heiðra Ármenn- ingar, ásamt vinum hans og aðstandend- um, þennan virka fé- laga og íþróttaleið- toga með því að halda honum veislu. Hófið er í félags- heimili Starfsmanna- , félags Rafmagn- sveitu Reykjavíkur, Rafstöðvarvegi, frá kl. 17.00-20.00. Allir velkomnir. Jóhann fæddist í Reykjavík, fluttist út í Viðey er hann var 8 ára og ólst þar upp til 16 ára aldurs er hann kom alkominn til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Um það leyti gerðist hann ötull þátttakandi í íþróttum, knattspyrnu hjá Val og frjálsum íþróttum hjá Ármanni. Jóhann setti mark sitt á íþróttalíf landans á árunum kringum 1930, sérstak- lega í hlaupum, og varð m.a. margfaldur Islandsmethafi. Hann naut tilsagnar sænska þjálfarans Evert Nilson er starfaði hér á landi fyrir væntanlegt mót tengt Alþingishátíðinni. Vann Jóhann þar 800, 1500 og 110 m grinda- hlaup. Upp frá þessu helgaði Jó- hann, eða „Jói Iong“ eins pg hann er venjulega nefndur, Ármanni alla sína krafta og hefur eigi lát- ið öldrun hefta sig allt fram á þennan dag. -kjarni málsins! Bílamarkaöunnn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bflasala Verið velkomin Við vinnum fyrir þig Ford Explorer XLT V-6 (4,0 L) '91, gull- sans., sjálfsk., ek. aðeins 35 þ. km., rafm í rúöum, álfelgur o.fl. Óvenju gott eintak. V. 1.980 þús. Jóhann sat í stjórn Ármanns í fimmtán ár, íþróttaráði Reykjavíkur, Frjáls- íþróttasambandi ís- lands og var formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns í yfir 40 ár. Jóhann hefur verið sæmdur heiðurs- merkjum íþrótta- hreyfingarinnar. Slík störf jafnframt því að sinna fullri at- vinnu hefði Jóhann ekki getað unnið, nema eiga stuðning og samstígan áhuga eiginkonu sinnar Þórnýjar Guðrúnar Þórðar- dóttur. Þórný var stórvirkur Ár- menningur og vann ötullega að málum félagsins, þó sérstaklega tengdum leikfimi. Þau eignuðust þijú börn og ólu upp fósturson. Þórný lést um aldur fram árið 1982. Ég sem rita þessar línur var svo heppinn að kynnast Jóa, fjöl- skyldu hans og Ármanni á mínum unglingsárum og fá að njóta leið- sagnar hans í íþróttum og kynn- ast vináttu, drenglyndi og félags- þroska hans. Jói var okkur sönn fyrirmynd, algjör reglumaður, umhyggjusamur og hjálpfús gagnvart okkur skjólstæðingum §ínum. Heimili þeirra hjóna Þórnýjar og hans stóð öllum opið, félagsmiðstöð þess tíma. Þangað var hægt að leita, ekki aðeins í mat og drykk, heldur til uppbygg- ingar sjálfi ungs fólks. Hví fær ekki slíkur maður fálkaorðuna? Við Ármenningar eigum Jó- hanni margt að þakka, ekki síður konu hans, börnum og mökum þeirra. Megi þau finna virðingu og þakklæti okkar í dag. Jói minn, ég vil þakka þér og þínum vináttu yfir 40 ára. Megi þín heilsa og þor vísa öllu fólki fram á veginn til betra lífs. Eins megi ég sjá þig 100 ára jafn tein- réttan, göngufráan og á skrafi við menn í Sundhöll Reykjavíkur. Þakka þér fyrir „skyrið og fóstr- ið“, vinur. Eyjólfur Magnússon. Vantar þig VIN að tala við? Til að deila með sorg og gleðiF VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 EFTIR EINN - El AKI NEINN -áalltafviö! |) UMFERÐAR RÁÐ VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hóflausar svívirðingar NÚ ER forsetakosningun- um lokið og sem lýðræðis- þjóð tökum við úrslitunum. Hið síendurtekna „skít- kast“ í garð verðandi for- seta íslands eftir kosn- ingasigur hans minnir mig á eina af sögunum um hið stórkostlega og umdeilda skáld Oscar Wilde. Einn af hatursmönnum skálds- ins sendi skáldinu pakka sem var fullur af úldnum fiski. Skáldið sendi sendanda bréf og þakkaði honum fyrir sendinguna. í lok þakkarbréfsins sagði skáldið að í hvert sinn í framtíðinni er hann fyndi lykt af úldnum fiski myndi það minna sig á sendand- ann. Sigurður H. Eiríksson, Víðimel 60. Hjartað eða flaskan NÚ þegar hjartasjúklingar þurfa að bíða eftir skurð- aðgerðum er áfengisdeild Landspítalans með innan við 5% árangur af starfí sínu. Aflyfla hefur þurft fólk eftir vistun þar, bæði í Krísuvík og á Vogi. Þar starfar réttargeðlæknir og þar hefur fólki jafnvel ver- ið haldið í nauðungarvist. Það væri nær að veita hjartasjúklingum meiri að- hlynningu en að reka til- gangslausar stofnanir. Sjálfur hneigðist ég til áfengis eftir slys og mér var lítil bót í vinnubrögðum þeirra lækna er ég leitaði til þar. Jónas Gunnarsson Tapað/fundið Armband tapaðist FÍNLEGT gullarmband, flöt þétt keðja, tapaðist á Reykjavíkursvæðinu sl. föstudag. Hafi einhver fundið armbandið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 569-1323. Gleraugu töpuðust DÖKK gleraugu í brúnu hulstri töpuðust í tívolíinu sl. fimmtudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 552- 9639. GSM-sími tapaðist GSM-sími í svörtu hulstri tapaðist einhvers staðar á leiðinni frá Hagkaup í Kjörgarði og út úr bænum sl. föstudag. Finnandi vin- samlega hringi í síma 562-1175. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA fannst í Breiðholtskirkju sl. laugar- dag. Upplýsingar í síma 553- 1103 eða 555-0300. Jakki tapaðist BLÁR, tvílitur jakki, frá trimmgalla, tapaðist í Hlíðahverfí, sennilega ná- lægt Kringlunni eða Borg- arleikhúsinu, síðdegis sl. föstudag. Finnandi vin- samlega hringi í síma 567-7215 eða 562-3557. Gæludýr SOS GULLFALLEGAN fjög- urra ára collie-hund vantar gott, reyklaust og vinalegt heimili. Upplýsingar í síma 568-5693. Týnd kanína SVÖRT dvergkanína (karl- kyns) hvarf frá heimili sínu (lokuðu búri) Austurgötu 47, Hafnarfírði, aðfaranótt laugardagsins 27. júlí sl. Einnig villtist frá heimilinu grábrún kvenkanína fyrir u.þ.b. mánuði. Kanínurnar eru báðar ómerktar og sárt saknað af ungum og nú kanínulausum kanínu- bónda. Ef þú hefur upplýs- ingar hringdu í síma 565-0447. Kanína óskast KARLKANÍNA óskast. Upplýsingar í síma 555-4324. Köttur í óskilum FRESSKÖTTUR með númerinu R6H084 fannst í Setbergslandi í síðustu viku. Upplýsingar í síma 555-0701 eða 555-1914. orðin kettlingafull og er eigandi hennar beðinn að hafa samband í síma 551-2259 eða þeir sem hugsanlega vildu taka hana að sér, komi eigand- inn ekki fram. Kattholt gefur einnig upplýsingar um læðuna í síma 567-2909. Páfagaukur í óskilum GULUR páfagaukur flug inn um glugga á Kapla- skjólsvegi sl. laugardag. Upplýsingar í síma 551-6203. Viltu eiga mig? FALLEGIR kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 587-2529. Hver á læðuna? HVÍT læða, mannelsk og gæf hefur verið á flækingi í nokkrar vikur á Leifsgöt- unni og hafa nokkrir íbúar þar séð aumur á henni, gefíð henni að borða og reynt að hafa upp á eig- anda hennar. Nú er hún Skotta er týnd SKOTTA er svört og hvít læða sem hvarf frá Ystabæ í Árbæ í Reykjavík 20. júlí sl. þar sem hún var í pöss- un. Hún á heima í Keflavík og gæti því hafa villst. Hafí einhver orðið ferða hennar var er hann beðinn að hringja í síma 421-5026 eða láta vita í Kattholt. SKÁK llmsjón Mar(>eir Pétursson STAÐAN kom upp á bandaríska meistaramót- inu sem var að ljúka í Parsippany í New Jersey. Alþjóðlegi meistarinn Igor Khmelnitsky (2.485) var með hvítt og átti leik, en stórmeistarinn Lev Alburt hafði svart. 25. Dd5+! og Alburt gaf því 25. - Bxd5 26. Bxd5+ — He6 27. Bxe6 er auðvit- að _mát. Úrslit mótsins: 1. Yer- molinsky 9 v. af 13 mögu- legum, 2—3. Gulko og Ka- idanov 8 v. 4. Dmitry Gurevich Vk v. 5. Alexand- er Ivanov 7 v. 6—11. Al- burt, Benjamin, Christians- en, deFirmian, Dzindzind- hashvili og Shabalov 6 v. 12. Tal Shaked 5 'h v. 13—14. Igor Ivanov og Khmelnitsky 5 v. Nöfn keppenda gætu bent til þess að um rússneska meistaramótið væri að ræða. Tíu af fjórtán hafa flust frá fyrrum Sovétlýðveldum á undanförnum árum. Innfæddir bandarískir skák- menn ættu að vera farnir að skilja hvernig indíánunum leið á sínum tíma. HVÍTUR mátar í þriðja leik Víkverji skrifar... TÍVOLÍIÐ innflutta á hafnar- bakkanum hefur orðið ýmsum að umræðuefni upp á síðkastið. Víkverji hallast að því, að þeir séu fleiri sem vilja vilja tívolíið á braut fyrir fullt og fast, en þeir sem vilja að miðborgin sé áfram undirlögð af hávaða og ys frá höfninni þann tíma sem opið er í tívolíinu dag hvern. Raunar munu þeir sem búa í næsta nágrenni hafnarbakkans fara hvað verst út úr hávaðanum sem frá svæðinu stafar, þar sem hann mun færast allverulega í vöxt þegar kvölda tekur og hefðbundinni verslunar- ‘og skrifstofustarfsemi er lokið. Einna verst munu þó kvöld- in um helgar vera, en þá er Vík- verja sagt að hávaðinn verði nánast óbærilegur og þeir sem hafi tök á að flýja heimili sín, t.d. í sumarbú- staði, geri það í auknum mæli. XXX NNAÐ sem kunningjar Vík- veija hafa gert að umkvört- unarefni og tengist tívolírekstrin- um, er verðlagningin á aðgangseyri í tæki og tól. Aðstandendur tívolís- ins láta í veðri vaka, að hver miði kosti „aðeins“ eitthundrað krónur, sem flestum þætti víst alveg nógu há upphæð. En þeim hinum sömu láist á hinn bóginn að geta þess, að aðgangur í hvert tæki kostar ýmist þrjá eða fjóra miða, þannig að það kostar þtjú til fjögurhundruð krónur að prófa hvert tæki. Það þarf ekki mikla reiknikunnáttu, til þess að sjá, hvernig tívolíheimsókn foreldra með tvö til þrjú börn, getur beinlínis gengið nærri heimilisbudd- unni. XXX OFT er þýðendum vandi á hönd- um, eins og dæmin sanna. Víkverji gat ekki að sér gert að staldra við og hugleiða hvað fælist eiginlega í fyrirsögn sem birtist á erlendri fréttasrðu DV í fyrradag, en hún var svohljóðandi: „Bakpoka- morðingi ekki einn að verki". Hér er að mati Víkverja fáránleg fyrir- sögn á ferð, sem vart getur falið annað í sér en að bakpoki eða bak- pokar hafí verið myrtir, sem er auðvitað algjör merkingarleysa. Fréttin vísaði til morðingja í Ástral- íu sem dæmdur hefur verið fyrir að myrða sjö ferðamenn í grennd við Sydney á árunum 1989-1992. Það sem þessir ferðamenn áttu sameiginlegt var að þeir ferðuðust með bakpoka. Nýjustu fregnir eru á þann veg, að hinn dæmdi morð- ingi ferðamannanna er grunaður um að hafa haft annan í vitorði með sér. xxx UM daginn átti Víkvetji leið fram hjá Borgarkringlunni, sem stendur við Kringluna, gegnt höfúðstöðvum Morgunblaðsins. Víkverji sá inn um glugga að fjöldi iðnaðarmanna var að störfum og að jarðhæð Borgarkringlunnar var um stundarsakir orðin að einu alls- herjarrými, því öllum innrétting- um, skilrúmum, tréverki - bókstaf- lega öllu hafði verið rutt út. Vík- verji gat ekki að sér gert að hug- leiða, hversu mikil verðmæti fara í súginn við þessar breytingar hjá Borgarkringlunni. Líkast til er þar um tugi milljóna króna að ræða. Hversu mikil verðmæti skyldu fara í súginn ár hvert, þegar skrifstofu- og verslunarhúsnæði er gert upp með þessum hætti, og öllu sem fyrir er, nýju eða gömlu, beinlínis ekið á haugana?!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.