Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 44
•HYUNDJli hAtæknitil framfara m Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Áfengi í nauðgom- artilvika ÁFENGI var með í spilinu í um 80% tilvika meðal þeirra sem leitað hafa sér aðstoðar vegna nauðgunar eða nauðgunartilraunar sl. þijú ár. Þetta hefur komið fram við athugun hjá Neyðarmóttöku vegna nauðg- ana á Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Ljóst er að lagagrein nr. 196, sem kveður á um að enginn hafi rétt til þess að notfæra sér ástand mann- eskju sem gerir hana ófæra um að sporna við kynferðismökum, er oft freklega brotin. Full ástæða er til að brýna fyrir konum að fara var- lega í meðferð áfengra drykkja og sýna gát í umgengni við karlmenn í skemmtanalífinu, núna þegar í hönd fer sú helgi sem einna mest almenn drykkja er ástunduð um allt land af ungum sem öldnum, segir Eyrún Jónsdóttir, umsjónarhjúkrun- arfræðingur á Neyðarmóttöku. ■ Gullvægar reglur/8 ----» ,»_4--- Vætuspá um helgina VEÐURSPÁIN er mörgum hugleik- in nú þegar líður að einni mestu ferðahelgi sumarsins, verslunar- mannahelginni. Útlitið virðist ekki vera sérlega bjart, en að sögn Haraldar Eiríks- sonar, veðurfræðings á Veðurstofu ísiands, getur það þó enn átt eftir að breytast. Haraldur segir að nú sé útlit fyr- ir að regnsvæði fari yfir landið á föstudag, þannig að þá verði lítils háttar rigning í öllum landshlutum. Á laugardag ætti að geta orðið nokkuð bjart og hæglætisveður, en á sunnudag og mánudag séu líkur á rigningu víða um land. Morgunblaðið/Golli ÞAÐ rigndi í höfuðborginni í gær en glennur voru þess á milli. Ritstjórar Dags segja upp störfum RITSTJÓRAR Dags á Akureyri, bræðurnir Jóhann Ólafur og Óskar Þór Halldórssynir, hafa sagt upp störfum við blaðið. Sigurður Jóhannesson, stjórnar- formaður Dagsprents hf., útgefanda Dags, staðfesti í gærkvöldi að upp- sagnarbréf hefðu borist frá ritstjór- unum en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Boðað hefur verið til stjórnarfund- ar Dagsprents í dag en á morgun verður haldinn hluthafafundur vegna fyrirhugaðrar sameiningar Dags og Tímans þar sem tiliaga um aukningu hlutaijár verður borin upp og ný stjórn kjörin. Mun nýja stjórn- in væntanlega ganga frá ráðningu rítstjóra hins nýja blaðs, að sögn Harðar Blöndal, framkvæmdastjóra Dagsprents. Skipí Smug’unni gefast upp SAMA OG engin veiði hefur verið hjá íslensku skipunum í Smugunni frá því að fyrstu togararnir komu þangað í júlíbyijun og ekkert sem bendir til þess að veiði glæðist á næstu dögum. Afli skipanna er að jafnaði um 500 kíló af þorski í hali eftir sex til átta tíma tog. Þeir skipstjórar sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögð- ust ekki vita hvað ylli aflabrestinum en sögðu að hitastig sjávar væri mun lægra en á sama tíma á síðustu árum. í gær voru 32 íslensk skip í Smug- unni en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa að minnsta kosti þijú skip gefist upp á veiðunum og eru á leiðinni heim. ■ Uppgjöf/C4. Árangurslaus 9 tíma sáttafundur í deilu heilsugæslulækna Búist er við mikilli röskun á læknisþjónustu HEILBRIGÐISYFIRVÖLD gera ráð fyrir að mikil röskun verði á læknis- þjónustu ef meirihluti starfandi heilsugæslulækna sem sagt hafa upp störfum gengur út 1. ágúst. Ólafur Ólafsson landlæknir segir að ástand- ið sé mjög alvarlegt og megi undir engum kringumstæðum vara lengi. „Ég vil ekki tala um neyðarástand en aftur á móti getur ástandið orðið mjög alvarlegt og ég vona að með þeim aðgerðum sem eru í gangi og með góðri samvinnu allra verði unnt að sinna skyndi- og bráðatilfellum. Þetta verður aftur á móti mun erfið- ara fyrir marga aðra, sérstaklega eldra fólk með langvinna sjúkdóma, sem þarfnast náins eftirlits," segir landlæknir. Enginn árangur varð af löngum sáttafundi deiluaðila í húsnæði rík- issáttasemjara, sem hófst kl. 10 í gærmorgun og stóð til kl. 19. Undir lok fundarins lagði samninganefnd ríkisins fram hugmyndir að nýju til- boði sem samninganefnd lækna kynnti á fundi heilsugæslulækna í gærkvöldi. Sáttafundi verður haldið áfram í dag. Þórir Einarsson ríkis- sáttasemjari sagði að ekkert hefði gengið saman í gær. 127 heilsu- gæslulæknar, sem sagt hafa upp störfum, ganga að öllu óbreyttu út á morgun, 1. ágúst. Allar heilsugæslustöðvar verða opnar áfram Allar heilsugæslustöðvar verða opnar á hefðbundnum opnunartíma þrátt fyrir uppsagnir lækna. Um 20% heilsugæslulækna hafa ekki sagt upp störfum og starfa áfram á sumum stöðvanna auk afleysingalækna og læknanema. Starfshópur landlæknisembætt- isins, heilbrigðisráðuneytisins og héraðslæknisins í Reykjavík hefur verið í sambandi við heilsugæslu- stöðvar um allt land til að skipu- leggja starfsemina. Þar sem svo háttar til að heilsugæslustöðvar eru reknar í tengslum við sjúkrahús verða áfram starfandi læknar á sjúkrahúsunum og ber þeim þá að sinna skyndjköllum samkvæmt læknalögum. Ástandið er hins vegar viðkvæmara á stöðum þar sem ekki eru sjúkrahús en gengið hefur verið úr skugga um að læknar verða yfir- leitt til staðar í viðkomandi hér- uðum. Hefur landlæknir sent lækn- um bréf og lagt ríka áherslu á að þeir sinni skynditilfellum eins og læknalög mæla fyrir um. Landlækn- ir og heilbrigðisráðuneytið hafa birt auglýsingu þar sem almenningur er hvattur til að taka tillit til aukins álags á starfandi lækna eftir 1. ágúst og beina því til fólks að æski- legt sé að einungis verði leitað til þeirra með erindi sem ekki þola bið. „Auðvitað er þetta ekki nægjan- legt en það fyrsta sem maður hugsar er að forða stórslysum. Það verða allar heilsugæslustöðvarnar opnar og við eigum von á að hjúkrunarfræð- ingar, sem eru vel menntuð stétt, geti vel greint á milli hvort um sé að ræða aivarieg tilfelli eða ekki og kallað á lækni ef eitthvað alvarlegt ber að höndum,“ segir Ólafur. „Ég tel jaðra við ábyrgðarleysi að vísa ekki þessu máli til gerðardóms," sagði landlæknir að lokum. Litríkt skegg TUGÞRAUTARKEPPNIN á Óiympíuleikunum í Atlanta hefst í dag klukkan 13 að ís- lenskum tíma og þá rennur stóra stundin upp hjá Jóni Arnari Magnússyni. Hann hefur undanfarna daga dund- að við að snyrta skegg sitt og ákvað að hafa sem þjóðleg- ast fyrir þessa miklu keppni. ■ Ólympíuleikarnir/Dl-12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.