Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 1
 Jttorgtttiftliifrfö SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG c PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR31. JULÍ 1996 BLAÐ EFIMI 3 Dr. Arnar Bjarnason Aflabrögð Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Verður „hvítur lax" skæður keppinautur þorsks og ýsu? A FLÆMSKA HATTINUM Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Bátar á sóknardögum fá mínna lánað en hinir Byggðastofnun byrjuð að veita hagræðingarlán til krókabáta í LJÓSI nýrra laga um veiðar króka- báta hefur stjórn Byggðastofnunar samþykkt að veita ki'ókabátum á ný svokölluð hagræðingarlán en stofnunin veitti slík lán síðast fyrir sex árum. Lánveitingar til krókabáta á þorskaflahámarki verða hærri en til báta á sóknardögum þar sem afkomumöguleikar sóknardagabátanna eru taldir lakari. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda telur að allir smábátaeigendur hafi rétt á sömu fyrirgreiðslu óháð því í hvaða veiðikerfi þeir róa. Hagræðingarlánin eru veitt til allt að tólf ára á 7,7% vöxtum og munu einkum ætluð til að greiða eldri lán í bönkum sem eru á hærri vöxtum og til skemmri tíma. Byggðastofnun veitti sambærileg lán til smábáta undir tíu iestum á árun- um 1989-90. Eftir það var tekin upp sú steí'na að lána ekki til smábáta vegna mikillar fjölgunar í smábátakerfinu og menn óttuðust að með því að lána í kerf- ið væri verið að taka þátt í að auka fjár- festingar í smábátaútgerðinni. Lánshlutfall sóknardagabáta 35% af vátryggingarmati Með nýjuni lögum um veiðar smábáta sem samþykkt voru í vor hefur kerfinu verið lokað og enginn nýr bátur kemst inn í það nema annar sé úreltur á móti. í ljósi þess samþykkti stjórn Byggða- stofnunar í júlí síðastliðnum að smábát- ar væru lánshæfir til jafns við aðra og verða þeir metnir á sömu forsendum og önnur lit_.il fyrirtæki og lánveitingar því skoðaðar út frá tekjumöguleikum og fjárhagsstöðu. Þar með verður gerð- ur greinarmunur á krókabátum eftir því hvort þeir munu á næsta fiskveiðiári veiða í þorskaflahámarkskerfi eða sóknardagakerfi. Þorskaflahámarksbátum verður lán- að hærra hlutfall af tryggingaverðmæti bátsins eða 50% á meðan sóknardaga- bátar fá 35% af tryggingaverðmæti. Samkvæml heimildum Morgunblaðsins liggur munurinn á lánveitingunum í spá um hvernig þessi kerfi muni þróast á næstu árum og er tekið mið af útreikn- ingum sjávarútvegsráðuneytisins um sóknardaga á næsta fískveiðiári. Þegar hafa nokkrir sóknardagabátar sótt um lán til Byggðastofnunar en ekki fengið, því endanleg ákvörðun um lánveitingar til þeirra lá ekki fyrir fyrr en í gær. Um 20 Ián hafa þegar verið afgreidd til þorskaflahámarksbáta. Undarleg vinnubrögð Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir mjög miður að Byggðastofnun hafi tek- ið þessa ákvörðun því að hann hafi tal- ið að sömu reglur ættu að gilda fyrir báða hópana. „Við töldum að þetta hefði verið kynnt þannig fyrir okkur að sömu reglur ættu að gilda um alla smábáta. Byggðastofnun var búin að gefa það út að reglurnar væru að lánið yrði til tólf ára og næmi 50% af tryggingarverð- mæti bátanna, og ekki var gerður neinn greinarmunur á því hvaða veiðikerfi smábátar eru í. Þeir aðilar sem völdu sóknardagana eiga að sjálfsögðu að hafa rétt á sömu fyrirgreiðslu og allir aðrir. Mér finnst þetta undarleg vinnu- brögð því að lögin lágu fyrir þegar þess- ar lánveitingar voru ákveðnar í upp- hafi," segir Örn. Fréttir Góður hagnaður IFPL í Grimsby • UM 60 MILLJÓNA króna hagnaður varð á rekstri Ice- landic Freezing Plant Ltd., dótturfyrirtæki Söiumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna í Grimsby, á fyrstu sex mánuð- um ársins. IFPL sameinaðist Faroe Seafood UK í vor þann- ig að nú er um eitt fyrirtæki að ræða, en talsvert tap varð á rekstri Faroe Seafood á sama tíma í fyrra. Agnar Friðriksson, forstjóri IFPL, segir þessa afkomu vera betri en rekstraráætlun gerði ráð fyrir./2 Græða mikið á álaeldinu • STÆRSTA álaeldisstöð í Hollandi og líklega sú stærsta í Evrópu skipti nýlega um eig- endur og stefna þeir að 600 tonna framleiðslu árlega. Var stöðin byggð 1990 með 400 tonna framleiðslugetu en lítið varð úr þvi' og fyrri eigendur lentu fljótt í vandræðum. Nú virðist annað vera uppi á ten- ingnum og talið er, að stöðin græði á tá og fingri./3 Gefast upp í Smugunni • NOKKUR skip hafa nú gefist upp á Smuguveiðunum enda veiði verið afspyrnu léleg frá því að íslensku skipin fóru að tínast þangað í júlíbyrjun. „Menn eru að komast upp í mesta lagi tonn af þorski eft- ir sjö til átta tíma tog," sagði Hilmar Valgarðsson, stýri- maður á Hegranesi SK í sam- tali við Verið í gær. „Það hefur ekkert breyst ástandið hér og ekkert sést ennþá sem gæti bent til þess að veiði glæðist, því miður. Það er mikið líf upp um allan sjó en það er enginn fiskur í því."/4 Engin merki um ofveiði • „ÞAÐ er ekkert sem bendir til þess, að um ofveiði sé að ræða á Flæmska hattinum. Við höfuni engin vísindaleg rök eða rannsóknir, sem benda til þess. Þvert á móti bendir flest til að nýliðun á svæðinu sé mjög mikil og afl- inn nú er ekkert minni en í fyrra," segir Ingólfur Sveins- son, útgerðarmaður rækju- togarns Klðru Sveinsdóttur SU, í samtali við Verið. Krist- ján Gíslason, skipstjóri á Kan BA, tekur í sama streng./8 Markaðir Nýsjálendingar flytja minna út • LÍTILSHÁTTAR sam- dráttur varð á útflutningi sjávarafurða frá Nýja Sjá- landi fyrstu þrjá mánuði ársins. Alls fluttu Nýsjálend- ingar út rúmlega 100.000 tonn umrætt tímabil, en 105.4001 onn á sama t íma- bili í fyrra. Útflutningur á frystum fiski jókst um 9% og 15% aukning varð á út- flutningi á ferskum fiski og samtals jókst útflutningur á botnfiski um 8,4% og varð alls 68.800 tonn. Hlutfalls- lega langmest aukning varð á útflutningi ferskra flaka. Útflutningur á skelfiski og skyldum tegundum dróst hins vegar saman um 25% og nam alls 31.000 tonnum. Sjávarafurðaútflutningur f rá Nýja-Sjálandi magn mmm Pús. toim jan. feb. mars Verðmætin dragast saman Sjávarafurðaútflutningur f rá Nýja-Sjálandi VERÐMÆTI Mlljónir úollara 140- 120- 100- 80- 60- 40 20 0 TtTíÍ94t} 1994 U1995 |1996 jan. feb. mars apr. • VERÐMÆTI útfluttra sjávarafurða Nýsjálendinga þetta tímabil varð uni 15 milljarðar króna, sem er 5,4% samdráttur frá síðasta ári. Botnfiskur skilaði alls um 10,3 milljörðum króna, en verðmætið dróst þó sam- an um 4,7%. Samdráttur á verðmæti útflutts skelfisks varð alls um 7%, sem er nmii mimia en samdrátturinn í magni. Það bendir til þess að verðið á afurðunum hafi farið hækkandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.