Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 C 3 VIÐTAL Doktorsritgerð Arnars Bjarnasonar um mikilvægi útflutnings sjávarafurða UTFLUTNINGUR eða dauði er ís- lenska þýðingin á nýútkominni bók dr. Arnars Bjarnasonar og byggist hún á doktorsritgerð sem hann lauk við frá Edinborgarháskóla árið 1994, eftir þriggja ára rannsóknir. I bók- inni fjallar Arnar um mikilvægi út- flutnings sjávarafurða fyrir íslend- inga og nauðsynlegar breytingar í útflutningsmálum til að fylgja þeirri þróun sem er að eiga sér stað í heim- inum. En hvers vegna ákvað Arnar að fara ofan í kjölinn á útflutningi ís- lenskra sjávarafurða? „Ég fór nú af stað með ómótaðar hugmyndir í þessa vinnu en það sem ég komst fljótt að, var að í hefðbund- inni þrískiptingu sjávarútvegsins, það er veiðar, vinnsla og útflutning- ur, hefur útflutnings- og markaðsge- irinn lítið verið rannsakaður. Þessu hefur lítill gaumur verið gefinn sem þó er að mínu mati ekki síst það mikilvægasta.“ Miklar breytingar Fullvinnslan er lífsspursmál BREYTA þarf íslenskum sjávarútvegi úr farvegi framleiðslu og útflutnings hráefnis eða hálfunninnar vöru yfír í framleiðslu og útflutning fullunninna matvæla sem seld eru á neytendamark- aði að mati dr. Arnars Bjarnasonar sem skrifað hefur doktors- - ——— N * ritgerð um útflutning íslenskra sjávarafurða. Helgi Mar Arna- son ræddi við Arnar. Arnar segir að áhugi hans á verk- efninu hafi vaknað enn frekar þegar hann hafi skoðað tölur og séð að mikil breyting hafi átt sér stað og frelsi aukist í útflutningi sjávar- afurða. „Hlutdeild stóru sölusamtak- anna hafði minnkað mjög mikið í útflutningi og þegar ég sá þessar miklu breytingar sem átt höfðu sér stað á einum áratug, langaði mig að skoða frekar skipulagið í útflutn- ingsgeiranum og sjá hvernig hegð- Unarmynstrið væri.“ Langstærsti hluti alls útflutnings íslendinga er í höndum svokallaðra umsýslufyrirtækja, að sögn Arnars, það er fyrirtækja sem flytja út afurð- ir fyrir framleiðendur en undir sínu nafni, þó segja megi að varan sé í eigu framleiðandans. Arnar segir að fyrirtækjum sem flytja út sjávarút- vegsafurðir hafi fjölgað mikið fyrst eftir að hömlum í útfiutningi var aflétt, en það.sé eðlilegt þegar opn- að sé fyrir kerfi sem hafi verið lokað og rígbundið. Margar hindranir „Þessi stóru umsýslufyrirtæki töp- uðu ákveðnum hluta útflutningsins til minni fyrirtækja. Þegar ég vann að ritgerðinni spáði ég því nú reynd- ar að það ætti eftir að verða ákveðið fráhvarf yfir til stóru sölufyrirtækj- anna og þau myndu þá aftur eflast og ná meiri hlutdeild. Mér virðist sem það hafi gerst upp á síðkastið." Arnar segir að ís- lensk fyrirtæki mæti margvísiegum hindrun- um í útflutningi sínum, bæði opinberum hindr- unum og ekki síður hindrunum sem ekki eru sýnilegar í lögum eða reglugerðum. „Hindranir geta jafnvel tengst hugsanagangi stjórnenda, menntun þeirra eða bakgrunni. Aðrar hindranir sem útflytjendúr mæta geta líka verið mjög augljós- ar, eins og t.d. lega landsins, smæð fyrir- tækja og hár flutnings- kostnaður, sem er veruleg hindrun, meðal annars í mjöli og lýsi. Kostn- aðurinn vi_ð að flytja mjöl- og lýsisf- arm frá Islandi til Amsterdam er jafnhár eins og frá Amsterdam til Asíu. Þá er ljóst að fjarlægð lands- ins frá mörkuðum og hár flutnings- kostnaður skiptir líka verulegu máli þegar við erum að tala um útflutning sjávarafurða í neytendapakkning- um. Gott dæmi um vandamál tengd útflutningsstarfsemi hjá þeim fyrir- tækjum sem ég ræddi við á sínum tíma voru óformleg tengsl þeirra við framleiðendurna og sú mikla áhersla sem framleiðendur lögðu á að fá jafnan hæsta mögulega útflutnings- verð. Þetta leiddi gjarn- an til þess að þessir litlu útflytjendur gengu frá samningi við erlenda kaupendur en þegar komið var að afhend- ingu vörunnar var framleiðandinn búinn að selja einhveijum öðr- um vöruna, því hann hafði boðið aðeins hærra verð. Ofuráhersl- an á verð hefur orðið til þess að minni áhersla hefur verið lögð á áðra þætti markaðsstarf- seminnar, svo sem dreifileiðir, auglýsingar og kynningar og ýmsa þætti sem snúa að vörunni sjálfri, tii dæmis vöruþróun og gæðamál." Þurfum að breyta hugsunarhættinum Arnar segir að ef útflutningur Is- lendinga sé skoðaður sé hlutfall frum- vinnsluvara af heildarútflutningi svipað og hjá þróunarlöndunum, eða um 80-90%. Hann segir það lífsspurs- mál fyrir íslenskan sjávarútveg að þróa útflutninginn meira í átt til full- unninna afurða. Gríðarlegir hags- munir séu í húfi, bæði þjóðfélagsleg- ir og efnahagslegir. „Það er að mínu mati mjög mikil- vægt að við reynum að þróa sjávar- útveg okkar meira í átt til full- vinnslu. Smæð heimamarkaðarins er reyndar ákveðið vandamál í þróun þessara tilbúnu rétta. Það er stað- reynd að fyrirtæki nota sína heima- markaði til að þreifa sig áfram með vöru sína. Þróunin virðist hinsvegar sem betur fer vera sú að aukin áhersla er lögð á fullunnar afurðir og það hefur orðið mikil breyting á því síðan 1992. Þá voru menn meira hikandi. Fyrir ekki lengra en fimm árum voru blokkin og millilöguð flök allsráðandi í útflutningi okkar. Þá var skortur á fiski í Evrópu og verð- ið hátt og Rússar og Norðmenn voru með brot af því á markaðnum miðað við það sem þeir eru með núna. Við höfðum ákveðin forréttindi og valdið lá okkar megin. Nú hefur þetta snú- ist við. Að mínu mati hefur það allt- af loðað við okkur Islendinga að við þurfum alltaf að ganga á vegginn áður en við áttum okkur, við hugsum of skammt. Veiðimannahugsun- arhátturinn, sem er mjög góður að mörgu leyti, er alltaf að koma okkur í vandræði. Við göngum alltaf beint ofan í tjörnina en virðumst alltaf ein- hvern veginn bjarga okkur á sundi, því við erum ágætir sundmenn. Við þurfum að horfa fram á veginn og taka meira tillit til langtíma sjónarm- iða. Efnahagslegi ávinningurinn af því að fara út í fullvinnsluþróun og þá um leið að við verðum matvælaút- flytjendur í staðinn fyrir hráefnisút- flytjendur, er gríðarlegur. Um leið og menn eru komnir inn á matvæla- markaðinn og fullvinna afurðirnar fyrir stórmarkaðina eða veitingahús- in færast þeir inn í mun jafnara verð- umhverfi. Þær miklu sveiflur sem að við höfum verið að sjá hér í efnahags- lífinu, þar sem alltaf var verið að fella gengið til að rétta sjávarútveg- inn af gagnvart utanaðkomandi sveiflum, hafa verið bæði vegna sveiflna í veiðunum en ekki síður végna verðsveiflna erlendis. Miklar sveiflur eru eðli hráefnismarkaðarins, en á neytendamarkaðnum er verðum- hverfið miklu stöðugra, verðið er fest til langs tíma, enda þýðir ekki að vera með miklar sveiflur á þeim markaði," segir Arnar. Arnar telur að til að þessi þróun geti átt sér stað þurfi ákveðin hug- arfarsbreyting að koma til í sjávar- útveginum í heild. „Það þarf að eyða meiri tíma og fjármunum í vöruþróun og markaðs- Alabændur mala gnll í Hollandi STÆRSTA álaeldisstöð í Hollandi og líklega sú stærsta í Evrópu skipti nýlega um eigendur og stefna þeir að 600 tonna framleiðslu árlega. Var stöðin byggð 1990 með 400 tonna framleiðslugetu en lítið varð úr því og fyrri eigendur lentu fljótt í vandræðum. Nú virðist annað vera uppi á teningnum og talið er, að stöðin græði á tá og fingri. „Fiski í sjónum DR. Arnar Bjarnason rannsóknir. Til dæmis er mín skoðun sú að hlutaskiptakerfi í sjávarútvegi sé í rauninni dæmigert afkastahvetj- andi kerfi veiðmannaþjóðfélagsins sem horfir að stórum hluta framhjá þeirri staðreynd að sjórinn er tak- mörkuð auðlind og að mestu máli skipti að virðisaukinn af hráefninu verði sem mestur. Hlutaskiptikerfið er meginorsök þeirrar áherslu sem framleiðendur og útflytjendur leggja á sem hæst útflutningsverð," segir Arnar Neytendur þekkja ekki íslenskan fisk Arnar segir ímynd íslenskra sjáv- arafurða skipta mjög miklu máli gagnvart kaupendum erlendis og hún sé í flestum tilvikum mjög góð. „Það er engin spurning að frosinn íslenskur fiskur hefur skapað sér sterka stoðu meðal kaupenda, til dæmis í Ameríku. Það kom meðal annars fram í því að menn fengu hærra verð en aðrir og fá væntan- lega ennþá. En það má alls ekki rugla saman kaupendum annarsveg- ar og neytendum hinsvegar. Ég held að íslenskur fiskur sé tiltölulega lítið þekktur meðal neytenda á okkar helstu markaðssvæðum. Það er frek- ar meðal kaupenda sem við högn- umst á þeirri gæðaímynd sem við höfum verið að skapa okkur og það er mikilvægt að við reynum að halda við og byggja upp þessa hreinu nátt- úruímynd." Byggðastefnan hamlar þróun Að mati Arnars verða ekki breyt- ingar í sjávarútveginum nema í gegnum stórar og sterkar einingar. „Ég held að það verði aftur sam- þjöppun í útflutningnum og útflytj- endum eigi eftir að fækka. Framleið- endum á eftir að fækka að sama skapi og stóru fyrirtækin hafa þegar hafið mjög náið samstarf við litlar einingar úti á landsbyggðinni. Ég er þeirrar skoðunar að sú þróun sem á sér stað og þarf að eiga sér stað í sjávarútvegi fer ekki að öllu leyti saman við þá byggðastefnu sem nú er viðloðandi. Litlu frystihúsin úti á iandi passa einfaldlega illa inn í þá þróun sem þarf að eiga sér stað. Menn verða bara að gera það upp við sig hvort þeir ætla að láta skyn- semina ráða eða streitast á móti þeirri þróun sem er í raun óumflýjan- leg. Éf menn ætla með einhverri byggðastefnu að spyrna við fótum eru þeir bara að rýra lífskjör okkar þegar til lengri tíma er litið. Þetta et' mikið vandamál og auðvitað skil- ur maður fólk út á landi sem byggir afkomu sína á þessum fyrirtækjum. En þetta er nú samt bláköld stað- reynd og ráðamenn verða að reyna að finna aðrar leiðir til að bjargá þessum fyrirtækjum en að fella gengi og þannig fram eftir götunum. Það þýðír ekkert að slá hausnum við stein. Annars er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir ntinni,“ seg- ir Arnar að lokum. fjölgar ekki með fjölgun skipa“ Það voru fjórir álabændur í Hol- landi, sem keyptu stöðina, Nijvis í Nijmegen, og fengu hana fyrir lítið að sögn. Er framleiðslan nú þegar komin í 50 tonn á rnánuði og því er spáð, að ársveltan verði komin í 400 millj. ísl. kr. eftir hálft ár. í Nijvis-stöðinni er allt vatn hreinsað og endurnýtt en þegar nýju eigendurnir tóku við var allur állinn sjúkur af völdum sníkjudýrs. Var það fyrsta verkið að endurnýja hreinsikerfið að hluta og nú hefur tekist að kveða sjúkdóminn niður. Góð stjórnun Fyrir eigendaskiptin unnu 12 menn í stöðinni auk rándýrrar yfir- stjórnar og þá var fóðurgjöfin aðeins 1.200 kg á dag. Nú er stjórnun- arkostnaður hins vegar í lágmarki og starfsmennirnir, sent eru helm- ingi færri eða sex, gefa meira en 3.000 kg af fóðri daglega. í Nijvis er állinn alinn í 300 kerum og eigendur leggja áherslu á, að í þessu eldi sem öðru séu það nokkur atriði, sem mestu máli skipti. Meðal annars gott kerfi, sem sé þó ekki of tæknilegt, og góð stjórnun. Eins og í öðrum hollenskum álaeld- isstöðvum er bytjað á því að ala gler- álinn á þorskhrognunt en síðan farið yfir í annað fóður. Gleráll, sem stöð- in fær í febrúar eða mars, er búinn að ná sláturstærð fyrir jól sama ár en rnikið af álnum er þó alið í tvö ár. Meðaltalið er urn 15 mánuðir. Sáttir við verðið Mest af álnum fer á markað í Hollandi en í Þýskalandi er einnig mjög góður markaður fyrir hann. Þjóðveijar vilja hins vegar fá hann sem stærstan en það krefst þess aftur, að færri álar séu hafðir í hveiju keri og fiskurinn að sjálf- sögðu alinn lengur. Þykir það ekki svara kostnaði. Álabændur í Hollandi fá nú um 700 ísl. kr. fyrir kg og eru mjög sáttir við það þar sem þeir áætla, að framleiðslukostnaðurinn við hveil kg sé innan við 400 kr. „NORSKUR sjávútvegur á stöðugt í erfiðleikum. Ymist skortir fisk, eða að ekki næst að selja fiskinn með hagnaði. Síðastliðinn vetur og vor hafa mörg fiskvinnslufyrirtæki í Finnmörku lagt upp laupana. Stjórn- völd því ákveðið að sturta peningum inn í fiskvinnsluna í Finnmörku, en það hefur verið gert svo oft að eng- inn hefur töluna á því lengur. Ástæð- an er líklega sú, að sjá til hvort ein- hver þeirra eigi möguleika. Það er fróm ósk, en sennilega ekki meira, því þessari aðferð hefur verið beitt oft áður með afar takmörkuðum árangri." Það er Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræði við norska Verzlunarháskólann, sem skrifar á þessa leið í grein í norska blaðinu Aftenposten. Þar fjallar hann um afkomu landa og byggðarlaga, sem byggja afkomu sína á botnfiskveið- um og vinnslu og spyr meðal annars þeirrar spurningar hvort Norður- Noregur geti staðið undir íbúafjöld- anum þar. Hann fjallar um tilraunir til að leysa þessi vandantál eins og opin- bera fjárstyrki og segit' svo: „ís- lenzkt fyrirtæki hefur byijað að kaupa ferskan fisk í Finnmörku, flyt- ur hann heim og flakar þar og fryst- ir tii útflutnings. Maður gæti fengið það á tilfinninguna að þessir erfið- leikar séu sérnorsk fyrirbrigði og fyrst og fremst takmarkað við Finn- mörku. Þannig er það þó ekki. Öll þjóðlönd og landsvæði við Norður- Atlantshaf, sem byggja afkomu sína á þorskveiðum, eiga við sarna vand- ann að etja og sum í langan tíma. I stuttu máli snýst þetta um þá stað- reynd að þorskstofninn á þessum svæðum er fullnýttur og rúmlega það. Þessar auðlindir standa ekki und- ir frekari hagvexti í viðkomandi löndum og svæðunv, fiskunum í sjón- um fjölgar ekki með því að sjósetja fleiri og betur búin fiskiskip. Þvert á móti er það óheft sókn með fleiri og öflugri skipum, sem leiðir til of- veiði og hugsanlega útrýmingar fiskistofnanna eins og gerzt hefur við Nýfundnaland. Þegar menn auka afkastagetu skipanna er það til að atika tekjur af þeim og um leið tekjur sjómanna, en eigi í raun að auka tekjur sjó- manna og leggja grunn að betri af- ■ komu, verður að minnka sóknina og fækka sjómönnum. Eigi að auka tekjur á íbúa þeirra svæða, sem eru háð sjávarútvegin- ■ um, verður að skapa atvinnu í öðrum greinum en sjávarútvegi," segir Rögnvaldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.