Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 C 5 Létt að draga Gloríu á Hugin VE á loðnunni Tilraunir til veiða á loðnu í troll lofa góðu GUÐMUNDUR Huginn Guð- mundsson, skipstjóri Hugins VE 55, notaði 1.308 metra Gloríu flotvörpu til loðnuveiða á síðustu vertíð. Huginn tók trollið um borð á Seyðisfirði þann 21. janúar og veiddi i það alls 1.900 tonn af loðnu á tíu dögum, en leyft var að veiða loðnu í flottroll frá 1.-31. janúar í tilraunaskyni. Þessar tilraunir voru unnar í samvinnu útgerðar Hugins og Hampiðjunnar, en veiðar á loðnu í troll eru nánast ekkert stundaðar hér. Hins vegar er talið að slíkar veiðar geti gefið betri árang- ur en nótaveiðin við ákveðnar aðstæður. A það einkum við ef loðnan er dreifð eða stendur of djúpt fyrir nótaveiðina. Hampiðjan gerir grein fyrir þessum tilraunum í nýjasta tölu- blaði fréttabréfs síns, Pokahorn- inu. Þar segir meðal annars svo: „Óhætt er að segja að vel hafi gengið að fiska í trollið og gekk áfallalaust að kasta því og hlífa. Þegar hvað best gekk tók alls 100 mínútur að hífa trollið, taka það inn, dæla 100 tonnum og kasta trollinu aftur, sem telja verður mjög gott við flottrollsveiðar." Ekki er allt gamalt gott Við trollið var notaður gamall poki sem kominn var til ára sinna og tafði því nokkuð veiði í fyrri túrnum. „Eftir endurbætur á pok- anum hjá Fjarðarneti á Seyðisfirði gekk mjög vel að dæla úr honum og veiðarnar gengu snurðulaust fyrir sig. Við trollið voru notaðir 90 metra langir grandarar með 20 metra framlengingu á neðri grönd- urum og 8m2 Suberkrub flottrolls- hlerar, 1.200 kg að þyngd. Við hlerana voru soðnar á 4 festingar fyrir Scanmar hleranema og reyn- ist þessi útbúnaður mjög vel í alla staði. Mælarnir sýndu alltaf fjar- lægðina milli hleranna. Fremsti hluti trollsins er úr næloni með polyethylene hlífð- arkápu og eru stærstu möskvar 64 metrar að lengd. Þeir minnka síðan hlutfallslega niður í 8 metra möskva við byrjun smámöskva- belgsins, en þar er stærsti möskvi 4.000 mm og fara þeir síðan smækkandi allt niður í 20 mm loðnuriðil neðst í belgnum, næst pokanurh. í 4.000 og 1.800 mm möskvum er fléttað nælon, en þá tekur fléttað polyethlene aftur að loðnuriðlinum sem er úr snúnu næloni. Lóðrétt opnun trollsins reyndist um 65 til 70 metrar og virtist troll- ið smala loðnunni vel, þrátt fyrir risamöskva fremst. Að sögn Guð- mundar virtist sem hæfileg togferð væri 2,8 mílur. Ef togað var hrað- ar virtist ánetjun aftast í belgnum aukast. Þar komu hin svokölluðu vatnsfötuáhrif í ljós vegna smæðar möskvans í belgnum, sem tak- markar straumflæðið í gegnum netið. Fyrirbærið er alþekkt í smámöskvabelgjum, t.a. í rækjut- rollum, þar sem smæsti leyfilegi möskvinn er 36 mm á móti 19 mm í loðnunni. Stærsta halið varð um 300 tonn eftir fjögurra tíma tog. Sá afli veiddist á 120-150 faðma dýpi á Fætinum. Hlerabil í byijun togs var 111 metrar, en eftir því sem leið á tog- ið minnkaði fjarlægðin og var kom- in í 59 metra þegar trollið var híft. Straummælir, sem festur var neðst á belginn, sýndi 2,8 mílna straum- hraða í byijun togs en hann var kominn í 1 mílu þegar togi lauk. Eflaust hefur það haft sitt að segja að mikill afli var kominn í trollið og hefur töluvert magn af loðnu verið þar sem straummælirinn var festur við belginn. Ekki er óal- gengt að breidd milli hlera minnki þegar mikill afli er kominn í pok- ann, Vantar öflugri og léttari hlera Áhöfn Hugins lét vel af vinnu með trollið og sagði að það væri mun meðfærílegra en troll sem væru eingöngu úr næloni. Einnig er polythylene netið léttara og tek- ur engan sjó í sig, sem leiðir til þess að trollið verður léttara þótt fyrirferð efnisins sé meiri. Þá hefur það mikið að segja að skurður á belg sé ekki mjög krappur. Þá á straumsúlan greiðari leið í gegnum trollið óg auðveldar það fiskinum leið aftur í pokann. Á hinn bóginn vantar hlera við veiðarnar sem skvera betur en þeir sem nú eru á markaðnum. Þar gætu komið að gagni svokallaðir létthlerar með lofthólfum. Þeir létt- ast um helming þegar i sjó er kom- ið, sem auðveldar mjög veiði í grunnu vatni, en þannig háttar oft til við loðnuveiðar, sérstaklega að næturlagi. Vegna léttleika hler- anna er einnig auðveldara að halda bili milli þeirra og einnig að auka víralengd, en unnt er að vera með vírahlutfall allt að 1:7 miðað við togdýpi. J. Hinriksson og Háskóli Islands hafa undanfarið unnið að hönnun létthlera og er gert ráð fyrir að þeir verði prófaðir um borð í RS Árna Friðrikssyni í sumar þegar gerðar verða neðansjávarathugan- ir á vegum Hampiðjunnar og Haf- rannsóknarstofnunar. Létt í drætti Gloría 1408 reyndist hæfa tog- getu Hugins vel. Á 2,7 mílna ferð var átak á hvor vír 7,2 tonn, olíu- notkun 2251/klst. sem svarar til 70% álags á aðalvél, en Huginn er með 2.000 ha. vél. Veður var ágætt, 2-3 vindstig. Áætluð tog- geta Hugins, samkvæmt útreikn- ingum Hampiðjunnar, var 16,8 tonn við 80% álag á aðalvél, þann- ig að niurstaða úr trollhermi Hampiðjunnar reyndist innan eðli- legra skekkjumarka. Til viðmiðun- ar má geta þess að Huginn hefur notað 2.700 möskva Skjervoy og 3.000 möskva Angalang rækjut- roll við rækjuveiðar utan loðnutím- ans. Við þau troll voru notaðir Poly-Ice hlerar nr. 9 og einnig 35“ Thyboron V-hlerar. Endurbætur og lagfæringar Eins og áður sagði veiddust alls 1.900 tonn af loðnu í trollið. Alls var togað í 97 klukkustundir og var afli á togstund í fyrri túrnum 19,8 tonn, en í þeim síðari 23 tonn. Hér að neðan eru þau atriði sem hægt er að endurbæta og laga við flottrollsveiðarnar: • Útbúa 60 metra langan poka sem rúmi a.m.k. 300 tonn af loðnu. • Flottrollstromla verði stækkuð, kjálkar breikkaðir og skilrúm fyrir grandara hækkuð. Áætlað er að setja stærri rótor við tromluna og auka togkraft úr 10 tonnum í 16 tonn. • Kapalspil fyrir höfuðlínukapal verði sett á skipið, sem gegnir jafn- framt því hlutverki að halda við höfuðlínuna í köstun og hífingu. • Gálgar verði færðir aðeins fram- ar á skipið til að hlerarnir komi upp á síðuna, en ekki beint aftan á skut eins og nú. Þetta auðveldar úr- og ílásun hleranna og minnkar álag á togvírinn næst hleranum. • Þegar er búið að kaupa nýja og aflmeiri dælu sem dælir 600 tonn- um á klukkustund. Dæluendinn er snúanlegur og minnkar til muna hættu á snúningum milli dælu og poka. Að þessum endurbótum loknum má gera ráð fyrir að skipið verið ágætlega útbúið til loðnu-, síldar- og kolmunnaveiða með einu og sama trollinu og gæti þetta aukið möguleika loðnuskipanna töluvert til veiða á ýmsum tegundum upp- sjávarfiska.“ LOÐNUBATAR Nafn Stærð Afll SJéf. Löndunarst. ELUÐI GK 445 731 801 1 Síglufjörður I FAXI RE 241 331 973 2 Siglufjörður GULL8ERG VE 2S2 446 891 1 SialufjSrður JÓN SIGURÐSSON GK 62 1013 194 1 Siglufjöröur j SÚLAN EA 300 391 719 1 Sigluljöröur ÍSLEIFUR VE 63 513 1106 1 Siglufjöröur í GUBMUNDUR ÓLAFUR ÓF 31 294 1185 2 Ólafsfjörður } 8ÖRKUR NK 122 711 640 1 Akureyri GUÐMUNDUR VE 29 486 886 1 Akureyri SIGURÐUR VE 15 914 2011 2 Akureyri | BJÖRG JÖNSDÓTTIR t>H 321 499 1343 2 Raufarhöfn DAGFÁRI GK 70 299 1414 3 Raufarhöfn \ HUGINN VE 55 427 597 1 Raufarhöfn SUNNUBERG GK 199 385 430 1 Vopnafjöröur HÁKON ÞH 250 821 2046 2 Seyðisflörður | ODDEYRIN EA 210 335 1314 2 Seyðisfjörður ! SIGHVATUR BJARNASON VE 1B 370 413 1 Seyðisfjörður SVANUR RE 45 334 1377 2 Seyðisfjörður ÞÓRÐUR JÓNASSON EA 3SO 324 1205 2 Seyðisfjörður | BEITIR NK 123 756 1072 1 Neskaupstaöur QLÓFAXt VE 300 243 294 1 Neskaupstaður | ÞORSTEINN EA 810 794 878 1 Neskaupstaöur ÞÓRSHAMAR GK 75 326 1092 2 Neskaupstaður sj BJÁRNI Ói'ÁrSSON ÁK 70 556 978 1 Reyðarfjöröur GRINDVÍKINGUR GK 606 577 979 1 Reyðarfjöröur ANTARES VE 18 480 81Ö 1 Fáskrúösfjöröur 8ERGUR VE 44 266 1009 2 Fáakrúðsfjörður BERGUR VIGFÚS GK 53 280 387 1 Fáskrúösfjöröur GlGJA VE 340 366 748 Lwf-lú Fóakrúðsfjörður HÚNARÓST SF 550 338 741 1 Hornafjörður SIGLA Sl 60 273 530 1 Hornafjörður HUMARBA TAR Nafn Stærð Afll Flskur SJÓf Lðndunarut. í BJÖRG VE 5 123 1111 6 1 Vestmannaeyjar , ARON ÞH 105 76 1* 4 Þorlákshöfn OAIARÖSTÁR 63 .104 3 13 2 Þorlákshöfn EYRÚNÁR66 ~24 ' 2* 2 3 Þorlákshöfn FRÓÐIÁR 33 136 ill 7 ... ... Þoilákahöfn ..j HAFÖRNÁR 115 “72 2* 2 3 Þorlákshöfn [ HASTEINNÁR8 1 Í3 3* 6 Mm Þorlákshöfn jÖhÁNNA ÁR 206 105 3*'" 2 T Þorlákshöfn JÖN TRÁUSTIÍS 78 53 1* 1 3 Þorlókshöfn SNÆTINDUR ÁR 88 102 ’ 2* 2 3 Þorlákshöfn SVERRIR BJARNFINNS ÁR 11 :!f? 54 ' £* ■ 2 • 3Í Þorlákshöfn SÆBERG ÁR 20 102 2* 1 4 Þorlákshöfn i SÆFARIÁR 117 ?T~I 70 3* 12 lliii Þorlókshöfn TRAUSTIÁRÓÍ3 149 1* 2 2 Þorlákshöfn \ GAUKUR GK 660 ’ i 181 1. 14 2 Grindavlk REYNIR GK47 71 1 8 2 Grindavík \ SANDVÍKGK 325 64 1 2 2 Grindavík FREYJA GK 364 68 1 3 2 Sandgerði HAFNARBERG RE 404 74 2 |3 | 2.. Sandgerði 1 JÓN GUNNLAUGS GK 444 105 1 3 - “ 2" Sandgerði UNA ÍGARÐI GKIOO 138 1 2 „„1. Sandgerði ÞÓR PÉTURSSON GK 504 143 2 0 1 Sandgerði SKELFISKBA TAR Nafn Stærö Afll Sjóf.l Löndunarat. HAFÖRN HU 4 20 11 3 1 Hvammstangi Morgunblaðið/Stefán Ólafsson • ÁHÖFNIN á Þinganesi SF 25 hefur veríð að gera það gott á trollinu undanfarið. Á sex vikum hefur verið land- að um 400 tonnum af fiski á Höfn. Uppistaða aflans er ýsa og ufsi. Þeir hafa landað að jafnaði tvisvar í viku og hefur aflinn ýmist farið á markað eða verið fluttur út, einkum ýsan- Að sögn skip- stjórans, Jóns Sigurðssonar, hafa þeir fengið svo stór hol að vandræði hafa skapast. Þeir hafa sprengt trollið og einnig átt í erfiðleikum með að ná því inn fyrir. Skipverj- ar á Þinganesinu eru átta svo Ijóst er að þeir hafa þurft, að takatil hendinni. „Eins gott að það sjáist í budd- unni,“ sagði einn og var kampakátur með góð afla- brögð. Stjómendur NAFCO vilja stofnmælingar í Viktoríuvatnmu A.LLAR grundvallarrannsóknir vantar til að hægt sé að koma á veiðistjórnun á Viktoríuvatni í Afr- íku að mati Júlíusar Sólnes, tals- manns hóps íslendinga sem hyggj- ast reka frystihús við vatnið. Hann segir nauðsynlegt að gerðar verði stofnstærðarmælingar í vatninu sem fyrst. Fyrirtæki íslendinganna, NAFCO, mun væntanlega hefja vinnslu strax í haust en fyrirtækið mun einnig taka á móti fiski úr Kyogavatni sem er norður af Viktoríuvatni. Vinnsla á fiski hefst með haustinu í Viktoríuvatni eru veidd um 500 þúsund tonn af fiski á ári hveiju, aðallega nílarkarfa sem að mestu er fluttur út frystur á Evrópumark- _ að. Margir óttast ofveiði í vatninu og segja að með svipaðri veiði hrynji Nílarkarfastofninn innan fárra ára. Júlíus segir að ítarlegar umræð- ur hafi farið fram við stjórnvöld í Uganda um veiðistjórnun á Vikt- oríuvatni og segist hann sjálfur hafa lagt það til að gerð yrði út- tekt á stofnstærðum í vatninu. „Eg hef meðal annars rætt þessi mál við Hafrannsóknarstofnun og við höfum meðal annars lagt það til að farið verði í stofnstærðarrann- sóknir. Málið er að það veit enginn neitt um stofnstærðir í vatninu og það er ekki um neina auðlinda- stjómun að ræða fyrr en að búið er að rannsaka stofnana. Það vant- ar því allar grundvallarrannsókn- ir.“ Sama og ekkert veriö gert Júlíus segir að Alþjóða matvæla- stofnunin hafi stjórnað viðamiklum rannsóknum á vatninu á árunum í kringum 1970. Þær hafi hinsveg- ar farið í vaskinn þegar að Amin komst til valda enda allt logað í innanlandsóeirðum í tvo áratugi á eftir. „Það hefur sama og ekkert verið gert síðan og þess vegna er lítið vitað um ástandið í vatninu. Þess vegna höfum við stungið upp á því, ásamt fleiri aðilum, að farið verði í stofnstærðarmælingar. Síð- an er hægt að fara út í tillögur um veiðistjórnun." Mismunandi skoðanir á stofnstærðlnni Að sögn Júlíusar er nokkurt samráð og samvinna á milli þeirra þriggja ríkistjórna sem land eiga að vatninu, Úganda, Tansaníu og Kenýa. Þær hafi hins vegar ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna þeim verkefnum á þann vísinda- lega hátt sem þekkist hér á ís- landi. „Þó hafa þessi ríki komið sér saman um að banna öll stærri skip á vatninu og telja að það sé nægjanleg veiðistjórnun. Smábátar komast ekkert út á vatnið og því er allt veitt nálægt ströndum og þá hafa menn haldið því fram að miðbik vatnsins sé nánast friðað. Þær greinar sem um þessi mál hafa verið skrifaðar hafa líka verið mjög misvísandi, ein seg- ir stofninn vera að hrynja vegna ofveiði en önnur segir að út í vatn- inu sé fiskurinn að deyja úr elli. Það vantar bara grundvallarrann- sóknir til að fá botn í þessi mál,“ segir Júlíus. Mlkil velði í Kyogavatni Að sögn Júlíusar er nú verið að flytja tæki og búnað til Uganda og verða þau sett upp í næsta mánuði eða í byijun september og vinnsla hefjast á fullum krafti. Á vegum NAFCO hafa einnig verið stundaðar veiðar í Kyogavatni sem er fyrir norðan Viktoríuvatn. Ky- ogavatn er að sögn Júlíusar mjög lítið veitt og býður upp á gríðar- lega möguleika. „Við höfum komið okkur upp góðri aðstöðu við vatnið en fram að þessu hefur engin hafnarað- staða verið þar, þannig að fiski- mennirnir hafa ekki komið fiskin- um frá sér og á markað. Við höf- um reist stöð við vatnið og erurn að undirbúa móttöku á fiski þar. Þannig að þó að veiði dragist sam- an í Viktoríuvatni þá er mikil veiði í þessu vatni og það gæti verið vænlegt til framtíðar," segir Júl- íus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.