Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 8
FOLK SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1990 „Engin merki ofveiði á Flæmska hattinum“ „ÞAÐ er ekkert sem bendir til þess, að um ofveiði sé að ræða á Flæmska hattinum. Við höfum engin visindaleg rök eða rannsóknir, sem benda til þess. Þvert á móti bendir flest til að nýliðun á svæðinu sé mjög mikil og aflinn nú er ekkert minni en í fyrra,“ segir Ingólfur Sveinsson, útgerðarmaður rækjutogarns Klöru Sveinsdóttur SU, í samtali við Verið. Kristján Gíslason, skipstjóri á Kan BA, tekur í sama treng. Aflabrögð í ár svipuð og í fyrra Kan hefur verið við veiðar á Hæmska hattinum frá því síðasta haust og segir Kristján að þar séu engin hættumerki sjáanleg. Veiðin sé svipuð og í fyrra þrátt fyrir að mun fleiri skip séu nú við veiðarnar. „Það er auðvitað einhver daga munur á veið- unum og það hefur verið kropp á nótt- unni. þetta er svona nuddveiði, sem verður að liggja svolítið yfir til að ná árangri," segir Kristján. Væri gott að hafa rannsóknir ða styðjast við Hann segir enn fremur að rækja sé léleg á þessum árstíma, en svo sé einn- ig á miðunum hérna heima. Sóknin á íslenzku rækjumiðunum sé ekki síður mikil en ytra og þrátt fyrir það hafi aflinn aukizt ár frá ári og engin hætta virðist á ferðinni. Svipuð lögmál ættu líka að gilda á Flæmska hattinum, en vissulega væri gott að hafa einhveijar áreiðanlegar rannsóknir til að styðjast við. AÐ minnsta kosti ekkí verra Klara Sveinsdóttir byijaði veiðar um miðjan febrúar á þessu ári, en um mánaðamótin maí júní í fyrra. „Við fórum okkar fyrsta túr í júní í fyrra og vorum þá með 160 tonn af rækju. 45% aflans fóru í suðu og á Japan og verðmæti aflans var um 32 milljónir króna. Við fórum svo annan túr á nán- ast alveg sama tíma nú og var hann einng jafnlangur og í fyrra. Skipstjór- inn var sá sami og aflinn varð nú 156 tonn og 45% í suðu og á Japan. Alfa- verðmæti varð hins vegar minna eða um 29 milljónir króna vegna þess að verð á iðnaðarrækju hef- ur lækkað. Þetta hlýtur að benda til þess að ástandið í ár sé að minnsta kosti ekki verra en á sama tíma í fyrra,“ segir Ingólfur. Engin merki um ofveiði Ingólfur segir að þessi afli hafi náðst þrátt fyrir að skipin séu mun fleiri en í fyrra og sóknin því meiri. Fleiri skip séu að taka meiri afla samtals nú. Rækjan hafi verið þéttari fyrst þegar veiðarnar voru að byija á hattinum, en nú sé hún dreifð- ari, væntanlega vegna aukinnar sókn- ar. „Það er bæði hægt að fá smáa rækju á grunninu og stærri rækju í köntunum. Islenzku skipin hafa lagt meiri áherzlu á stóru rækjuna, enda er hún mun verðmeiri en sú smáa, en önnur skip vilja heldur ausa þeirri smáu upp. Það er því ekki annað að sjá en viðkoman sé mikil. Jón Kristjáns- son, fiskifræðingur, hefur verið við rannsóknir á svæðinu og hann segir að engin merki um ofveiði séu þar,“ segir Ingólfur. Órökstuddar f ullyrðingar um ofveiði Ingólfur segir að Flæmski hatturinn sé mjög stór, álíka stór og öll íslenzku rækjumiðin, en sóknin þar sé mun minni en hér heima. Hér séu margir tugir skipa að taka rúm- lega 70.000 tonn árlega, en ytra séu skipin færri og afl- inn mun minni, um 25.000 tonn í allt í fyrra. „Það væri lík- lega meiri ástæða til að hafa áhyggjur af gangi mála hér heima en ytra. Lík- lega gilda sömu lög- mál á báðum stöð- um. Hér eykst aflinn ár frá ári þrátt fyrir aukna sókn og mun meiri fiskigengd en fyrir vestan. Er ekki líklegt að það sama eigi sér stað þar? Það væri vissulega gott að fá vandaðar vísindalegar rannsóknir á rækjustofninum á Flæmska hattinum til að hafa eitthvað til að byggja á í stað þess að vera með órökstuddar fullyrðingar um ofveiði, sem byggjast aðeins á tilfinningum manna,“ segir Ingólfur Sveinsson. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Eftirlitsmenn að störfum á Flæmska hattinum. 1 Uppeldið í ísfélaginu nýtist vel kennslunni Kristborg Einarsdóttir • ISFELAGIÐ í Vestman- neyjum getur státað af því að í vor útskrifuðust þijár stúlkur, sem segja má að séu upp- aldar í fyrir- tækinu, sem kennarar. Tvær frá Kennarahá- skólanum í Reykjavík og ein frá Háskólanum á Akureyri. í Reykjavik útskrifuðust Krist- borg Einarsdóttir og Laufey Óskarsdóttir og á Akureyri var það Arnheiður Pálsdóttir. í viðtölum við fréttabréf Is- félagsins, ísfélagsfréttir segja þær frá reynslu sinni og kynnum af ísfélaginu, kenn- aranáminu og framtíðarplön- um. Arnheiður Pálsdóttir út- skrifaðist frá Háskólanum á Akureyri í vor og er hún í fyrsta árgangi kennara sem útskrifast þaðan. „I fyrsta lagi langaði mig ekki sérstaklega til að vera í Reykjavík en til vonar og vara sótti ég um á báðum stöð- um. Þegar ég fékk jákvætt svar frá skólanum á Akureyri var ég ekki lengi að hugsa mig um og sló til. Ekki sist þar sem mér leist vel á uppbyggingu námsins þar,“ segir Arnheiður um ástæðu þess að hún fór í Háskólann á Akureyri. Arn- heiður var komin fram á miðjan táningsaldurinn þegar hún byijaði feril sinn í ísfélaginu. Fram að því hafði hún unnið með skólanum á ýmsum veit- ingastöðum í bænum s.s. Mun- in og Skútanum, sem báðir heyra sögunni til á meðan Isfé- lagið stendur óhaggað. Eftir grunnskóla fór hún í Fram- haldsskólann í Vestmanna- eyjum og útskrifaðist þaðan sem stúdent. Kristborg Einarsdóttir byij- aði 13 ára í ísfélaginu, sem ekki var óalgengt á þessum árum. Það var árið 1986. „Fyrsta árið kom ég lítið ná- lægt fiskinum, var í þvottinum og þvoði alla sloppa sem fólkið í Isfélaginu notar. Þaðan lá leiðin í sjálfa fiskvinnsluna og Laufey Arnheiður Óskarsdóttir Pálsdóttir eitt sumar var ég nokkurs kon- ar miniverkstjóri, stjórnaði krökkunum í humrinum og tvö sumur var ég á skrifstofunni,“ segir Kristborg um feril sinn. innan fyrirtækisins en auk þess segist hún hafa unnið með Framhaldsskólanum. Hún út- skrifaðist sem stúdent frá Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum um jólin 1992 og fór í Kennaraháskólann haustið eftir eða 1993. „Ég var í ísfé- laginu á hveiju sumri meðan ég var í Kennaraháskólanum. Þaðan útskrifaðist ég í vor sem kennari.“ Kristborg hitti stóru ástina í Austurríki þar sem bæði voru við nám í eðlisfræði. Þar kynntist hún sænskum strák, Richard Petersson, sem sjálfur er í kennaranámi við Kennaraháskólann í Karl- stad. „Þangað flytjum við á ágúst. Ég er að reyna að fá vinnu við að kenna íslenskum börnum meðan ég er að kom- ast inn í sænskuna. Annars óttast ég ekki atvinnuleysi því ég er þegar komin með níu til- boð um vinnu. Vantar mig þó ennþá talsvert upp á sænsk- una,“ sagði Kristborg. Laufey Óskarsdóttir útskrif- aðist eins og Kristborg frá Kennaraháskólanum í vor en stúdentsprófi lauk hún frá Framhaldsskólanum í Vest: mannaeyjum vorið 1989. „Ég byijaði í Isfélaginu árið fyrir fermingu en þá var miðað við að krakkar væru fermdir áður en þeir komust að. Ég komst inn í gegnum klíku, pabbi var að vinna í ísfélaginu og svo var ég stór eftir aldri,“ segir Lauf- ey um upphaf sitt hjá fyrirtæk- inu en frá þeim tíma hefur hún unnið í ísfélaginu með skóla. „Ég byrjaði að vinna í humri en þegar hann var ekki vorum við í kola. Þá var stanslaus vinna allt sumarið og við unn- um oft til sjö. Er það ólíkt því sem krakkar eiga að venjast í dag. Fimmtán ára var ég sett á borð í salnum í snyrtingu og vinnu við þunnildin. Sextán fór ég í saltfiskinn og hélt út þar þangað til ég fór í að leysa af á skrifstofunni í byijun júní. Hér verð égtil 1. september," segir Laufey um starfsferil og framan innan fyrirtækisins. Ofnbakaður lax Soðningin LAXVEIÐI sumarsins er nú að ná hámarki og margir veiðimenn með fulla kistu af Iaxi eftir vel heppnaða veiðitúra þó aðrir hafi komið heim með öngulinn á ákveðnum stað. Sigurður Rafn Hilmarsson, matreiðslumaður á Smurbrauðsstof- unni Jómfrúnni við Lækjargötu, býður lesendum Vers- ins upp á ljúffengan og einfaldan laxarétt enda er hann slyngur veiðimaður sjálfur. Auk matseldarinnar fá les- endur Versins að föndra örlítið í leiðinni. 600 gr lax 150 gr smjör 2 stk saxaður laukur Um 10 stk meðalstórir saxaðir sveppir 1 msk saxað dill 1 msk saxaður hvítlaukur Salt, pipar og provence krydd Sletta af hvítvíni Búið til fjóra litla ábakka úr álpappír og passið að hafa þá ekki of stóra því þeir verða að passa á hvern disk ásamt því meðlæti sem fylgir hveiju sinni. Hráefninu er skipt þannig í bakkana: Fyrst smjörið í botninn, þá laxinn, saxaði laukurinn og söxuðu sveppirnir. Kryddið að smekk og gætið þess að provence er nyög bragðmik- ið krydd. Setjið því næst saxaða hvítlaukinn yfir auk hvítvínsslettu. Bakið herlegheitin i ofni við 175 gráður i u.þ.b. 15-20 mínútur. Athugið að álbakkarnir eru cinn- ig stórsniðugir á grillið og tilvaldir fyrir aðrar fiskiteg- undir, s.s. lúðu, kola eða humar og prófið ykkur endi- lega áfram með kryddin. Meðlæti er svo cftir hentugleik- um, salat, kartöflur eða hrisgrjón. VfiMfisíkijfeAgiljlfi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.