Morgunblaðið - 31.07.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 31.07.1996, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA / QQP 1996 CARL Lewis hefur verið ósigrandi í langstökki á Ólymp- íuleikum síðan 1984 en hann fagnaði sigri í greininni i Atlanta í fyrrinótt. Hann stökk lengst 8,50 metra en með sigrinum vann Lew- is níunda ólympíu- gull sitt og hefur þar með jafnað met finnska hlauparans Paavo Nurmi. Lewis jafnaði einnig met bandaríska kringlu- kastarans A1 Oert- ers, sem sigraði í sömu greininni ferna leika í röð á sjötta og sjöunda áratugnum. Lewis var ekki valinn í sveit Bandaríkjanna í 4x100 m hlaupi en sagði í gær að hann væri tilbúinn þó hann réði engu um valið. MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ BLAÐ Lewis/D6 Reuter Knútur ÍFH KNÚTUR Sig- urðsson hand- knattleiksmaður ætlar að skipta í FH á nýjan ieik en hann lék með Vik- ingum siðasta vet- ur. Knútur sagði ástæðuna fyrst og fremst að hann vildi leika í 1. deild. „Félögin eiga eftir að ræða saman en ég held að þau hljóti að komast að sam- komulagi,“ sagði Knútur í gær- kvöldi. Hann sagði að FH-ingar væru að hefja æfingar á ný eftir sumarfri og menn biðu spenntir eftir fyrstu leikjum því margir leikmenn væru farnir frá félögunum og því ekki vitað um styrk Iiðanna. Sextíu í leik- bann AGANEFND Knattspyrnusam- bandsins dæmdi í gær 60 knatt- spyrnumenn í leik- bann, allt frá 4. flokki og uppí eldri flokk karla. Af þessum fjölda voru þrír þjálfar- ar, Kjartan Más- son, þjálfari Kefl- vikinga, Kristinn Atlason, aðstoðar- þjálfari Þróttar í Reykjavík, og Sig- urður Lárusson, þjálfari Völsungs. Félög þessara þjálfara voru dæmd til að greiða kr. 10.000 í sekt hvert um sig. Tveir leikmenn úr 1. deild voru dæmdir í eins leiks bann, Tryggvi Guðmundsson, ÍBV, vegna brott- visunar í fyrra- dag, og Heimir Guðjónsson úr KR vegna fjögurra áminninga. Tryggvi verður því í banni gegn Val á morgun en Heimir í 12. um- ferð þegar KR tekur á móti Val. Guðmundur ekki meira með KR GUÐMUNDUR Benediktsson, markahæsti leikmaður 1. deildar og leikmaður KR, leikur ekki meira með KR í sumar. Hann fór í speglun í gær og þá kom í ljós að fremra krossband í vinstra hné er slitið og liðþófi skemmdur. Þetta þýðir að Guðmundur leikur ekki meira með KR í sumar. „Það kom í ljós við speglunina að krossbandið hafði verið slitið lengi, sennilega frá því ég meiddist í leik á gervigrasinu í fyrravor. Þá rifnaði liðþófi og kannski hefur yfir- sést að skoða krossböndin líka. Ég hef því verið að spila á fullu með slitið krossband," sagði Guðmundur. Hann sagðist ekki reikna með að geta leikið knattspymu meira á þessu tímabili. „Þetta er rr\jög baga- legt því það eru spennandi leikir framundan hjá KR, meðal annars í Evrópukeppninni. En svona er knatt- spyrnan og maður verður að taka þessu eins og hveiju öðru hundsbiti.“ GUÐRÚN ARIMARDÓTTRI: „REYNIAÐ HUGGA MIG VIÐ ÍSLANDSMETK>“ / D12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.