Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 Q99 ATLAIMTA '96 MORGUNBLAÐIÐ Masterkova hló Mutola kvartaði undan kulda að öllu saman SVETLANA Masterkova réð sér ekki af kæti eftir sigur í 800 metra hlaupi kvenna, og hljóp sigurhring eins og um kapp- hlaup væri að ræða. Barnsleg gleði hennar braust og oft út á verðlaunapallinum eftir hlaup- ið. Þó Masterkova hafi unnið brons á EM innanhúss í Stokkhólmi sl. vetur og ekki tapað hlaupi í sum- ar töldu sérfræðingar, að hún myndi ekki lenda á verðlaunapalli. Þar bjuggust flestir við Mariu Mutolu frá Mózambík, Ana Fidelia Quirot frá Kúbu og Kelly Holmes Bret- landi. Mutola hafði ekki tapað 800 metrum frá 1992 en sagðist eftir hlaupið hafa þjáðst af kvefi og kann það að skýra hvers vegna enda- spretturinn var ekki jafn kröftugur og venjulega. En Masterkovu var sama þótt sér- fræðingar klóruðu sig í kollinum, hún brosti að öllu saman, alla leið á verðlauna- pallinn, gleði hennar var innileg. Með töfrandi hlaupi réð Masterkova lögum og lofum í hlaupinu og naut aðstoðar löndu sinnar Jelenu Afanasjevu, sem hafði forystu fram- an af. Masterkova ____________ tók við eftir um 200 metra og reyndi einhver að ógna henni eða komast upp að hlið henn- ar jók hún hraðan. Holmes gerði slíka tilraun þegar 200 metrar voru eftir en eyddi of miklu púðri í það og féll úr öðru sæti í það fjórða á síðustu 20 metrum. 800 IVI HLAUP KVENIMA Með töfrandi hlaupi réð Masterkova lög- um og lofum í hlaup- inu og naut aðstoð- ar löndu sinnar Jelenu Afanasjevu RUSSNESKA stúlkan Svetlana Masterkova með forystu í 800 metra hlauplnu. Fast á hæla henni kemur Ana Fidelia Quirot frá Kúbu, sem varð í öðru sæti, og breska stúlkan Kelly Holmes, sem varð í fjórða sæti. MARIA Mutola frá Mozambique lenti í þriðja sæti í 800 metra hlaupi kvenna og sagði að kuldinn hefði komið í veg fyrir að hún ynni til gullverðiauna en hitinn var um 28 gráður þegar hlaupið fór fram í fyrrakvöld. Rússinn Svetlana Masterkova sigraði óvænt og heimsmeistarinn Ana Quirot varð í öðru sæti en Mozambique fagnaði fyrstu verðlaun- unum á Ólympíuleikum. „Fáir vita að ég kvefað- ist illa í liðinni viku og ég hef verið með mikinn hósta,“ sagði Mutola, sem er 23 ára og varð heims- meistari í Stuttgart 1993 en lenti í fjórða sæti á Ólympíuleikunum í Barc- elona 1992. „Mér Ieið strax betur daginn fyrir hlaupið en var ekki búin að ná mér 100%.“ Mutola náði besta tím- anum í undanrásum en hafði ekki kraft í Ma- sterkovu og Quirot síðustu 200 metrana í úrsUtunum. „Ég reyndi að forðast vandrseði því ég vissi að það yrðu pústrar í þvög- unni en ég hljóp ekki vel,“ sagði stúlkan en á HM í Gautaborg í fyrra var hún dæmd úr leik í undarásum fyrir að stiga á linu. Þá hafði hún sigrað 42 sinn- um i röð í 800 metra hlaupi og hún hafði ekki tapað á þessu ári. Mutola á öll landsmet í 200 m til 3.000 m hlaupi í Moz- ambique en hún þykir líka góð knattspymukona og þurfti að telja henni trú um að hætta í fótboltanum til að geta einbeitt sér að hlaupunum. Reuter Komin á ný eftir slæmt slys Með sigrinum er Masterkova fyrsta sovétkonan eða Rússinn til að vinna greinina frá því Tatjana Kazankína vann gullið á heimsmeti í Montreal fyrir 20 árum. í því hlaupi varð þjálfari hennar, Svetl- ana Styrkína, fimmta. „Ég óttaðist Mutola og Quirot, bjóst við að þær myndu vinna. Ég undirbjó mig vel fyrir leikana, æfði mjög mikið og stíft, ég elska að æfa,“ sagði hún. Quirot var ánægð. „Silfur er jafn mikilvægt og gull,“ sagði hún en í Barcelona vann Quirot brons. „Stjórnvöldum í löndum okkar kem- ur ekki saman, en hér virðast allir þekkja mig og biðja um eiginhand- aráritun. Það snertir hjarta mitt,“ sagði hún. Svetlana i Masterkova Rússlandi Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi kvenna. Aldur: 28 ára, fædd í Moskvu. Persónulegt met: 1:56.76 - 1993. Fyrri árangur: Áttunda í 800 metrunum á heimsmeistaramótinu ‘1991 - Þriðja í 800 metrunum á Evrópumeistaramótinu 1991 Önnur í 800 metrunum á heims- meistaramótinu innanhúss 1993 - Þriðja í 800 metrunum á Evrópu- meistaramótinu innanhúss 1996. ■ Þjálfari Svetlönu Masterkovu er hin góðkunna hlaupakona Svetl- ana Styrkina, sem komst í úrslit í 800 metra hlaupinu á Ólympíu- leikunum í Montreal 1976. Ma- . sterkova eignaðist barn fyrir tveimur árum og hefur sökum þess ekkert keppt síðan þá en hún er nú komin aftur á fulla ferð, greini- lega með góðum árangri. ALLIR vita að hæfileg hreyfing er holl. Ana Fidelia Quirot tekur dýpra í árinni og segir að hreyfing hafi bjargað lífi hennar. Þess- ari 33 ára gömlu kúbönsku hlaupadrottningu, sem varð önnur í 800 metra hlaupi kvenna, var vart hugað Iff fyrir þremur árum þegar hún brenndist illa, en hlaup áttu hug hennar allan og það var stórsigur fyrir hana að komast á verðlaunapall í Atlanta. Quirot varð í þriðja sæti í 800 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og hafði þar með skapað sér nafn meðal sterkustu hlaupakvenna heims. í janúar næsta ár kviknaði í heima hjá henni eftir að frumstæð eldavél, sem hún var að vinna við, sprakk í loft upp. Hún brenndist mjög illa og var vart hugað líf enda var hún í 20 daga í gjörgæslu. Pedro Perez Duenas, fyrrum heims- methafi í þrístökki, bjargaði lífi hennar, en ekki tókst að bjarga barni hennar, en hún var komin sjö mánuði á leið þegar slysið varð. „Hún mun lifa, en það er óvíst að hún geti nokkum tíma hlaupið aft- ur,“ var Castró forseta sagt þegar hann heimsótti hana á sjúkrahúsið þar sem hún lá meðvitundarlaus, en millinafn hennar er í höfuðið á forsetanum. „Ójú, ég mun hlaupa á ný,“ umlaði hún þá og Kastró tók gleiði sína á ný. Þeir voru margir sem töldu að hún myndi aldrei geta hlaupið aft- ur, alla vega ekki komist í fremstu röð á nýjan leik. En hún var á öðru máli og um leið og hún var úr lífs- hættu hóf hún að skipuleggja æf- ingar sínar og má segja að hún hafi verið gripin þráhyggju; svo ákveðin var hún í að komast í fremstu röð á ný. Æfði á sjúkrabeð „Eftir að ég var úr lífshættu notaði ég tímann á sjúkrahúsinu til að æfa,“ sagði hún fréttamönnum eftir verðlaunaafhendinguna í fyrri- nótt. „íþróttirnar hjálpuðu mér mik- ið og þrátt fyrir hrakspár margra var ég ákveðin í að komast aftur þar sem ég var í 800 metra hlaup- inu áður en slysið varð. Flestir töldu það sjálfsagt ógerlegt en ef ég hefði ekki haft þetta markmið og farið að hlaupa aftur er ég viss um að ég hefði ekki lifað þetta af,“ sagði Quirot. Hún segir að það sé mikill sigur fyrir sig að hafa komist á verð- launapall, alveg sama úr hvaða málmi verð- launapeningur- inn væri gerður. „Það er eins og draumur hafi ræst. Að vera aftur á Ólympíu- leikum og gera betur en á síð- ustu leikum er frábært og fyrir mér er þetta eins og að fá gullverð- laun,“ sagði Quirot sem var talin ein af þeim sem gæti sigrað. Það liðu ekki nema átta mánuð- ir frá því hún lenti í slysinu þar til hún tók þátt í fyrsta mótinu. Læknar hennar voru ekki ánægðir með þetta enda kom í ljós að hún hafði byrjað of snemma og varð að fara í enn frekari aðgerðir, sér- staklega til að græða skinn á hand- leggi, háls, brjóst og maga. „Ég er búinn að missa tölu á þeim að- gerðum sem ég hef farið í,“ segir Quirot, en sjúkrahús hennar segir þær 21 talsins. „Eftir eina mjög sára aðgerð lofaði ég sjálfri mér tvennu; að keppa hér í Atlanta árið 1996 og að eignast annað barn síðar meir.“ í fyrra mætti hún síðan á alþjóð- leg mót á nýjan leik. Quirot segir að hún verði að fara í aðgerð síðar meir, þegar hún hætti að keppa, en hún telur sig vera komna með 99,9% hreyfigetu og með því að fara í eina aðgerð í viðbót mun hún ná fullum bata. Á Castro forseta og bylting- unni mikið að þakka Quirot tileinkaði silfurverðlaunin kúbönsku byltingunni og foringjan- um Fidel Castro enda segir hún að hefði byltingin ekki verið gerð á sínum tíma væri hún ekki á lífi. „Án byltingarinnar AIMA FIDELIA QUIROT „Hún mun lifa, en það er óvíst að hún geti nokkurn tíma hlaupið aftur" hefði ég aldrei orðið íþrótta- maður og hefði ég ekki verið íþróttamaður hefði ekki verið gert svona mikið fyrir mig eftir slysið," segir hlaupadrottn- ingin og bætir við að hún hafi ekki átt von á svona góðum móttök- um frá bandarískum áhorfendum. „Móttökurnar komu mér á óvart og ég er mjög ánægð með þær, það var klappað fyrir mér hér eins og gert er heima og það þykir mér vænt um.“ Karlatímaritið Playboy útnefndi Quirot fegurstu íþróttakonu heims fyrir nokkrum árum og bauð henni gull og græna skóga fyrir að sitja fyrir hjá ljósmyndurum blaðsins. Hún var tíður gestur á baðströndum Havana, oftast í litlu rauðu bikin. En hún hafnaði tilboði Playboy enda var hún vinsæl í sínu heimalandi og Fidel Castro gerði meðal annars alltaf hlé á fundum sínum þegar hún var að keppa til að geta fylgst með kenni. Kærastinn hennar, heimsmethafinn í hástökki, Javier Sotomayor, kallaði hana gyðju og öll þjóðin tilbað jörðina þar sem hún hljóp um. Horfi í hjarta fólks, ekki andlit þess Sögusagnir hafa gengið um að hún haldi við forseta Kúbu og einn- ig hefur því verið haldið fram að þegar slysið varð hafi hún verið að reyna að svifta sig lífi vegna þess að Sotomayor, sem er giftur, hafi sagt henni upp þegar hann frétti að hún væri ófrísk. Dagblað í Atl- anta bendir hins vegar á það í gær að hún og Sotomayor búi í sama herbergi í ólympíuþopinu. Hvort sem þessar sögusagnir eru réttar eða ekkýþá er eitt víst: Qui- rot er hetja Ölympíuleikanna. Á meðan íþróttamennirnir tala um sársaukamörk, hitan og slæmt skipulag, þá er á meðal keppenda 33 ára gömul kúbönsk stúlka sem notaði hálfa klukkustund fyrir framan spegilinn fyrir hvert hlaup, stúlka sem vaknaði dag einn og komst að því að hún gat ekki lyft hendinni til að greiða sér. „Ég græt ennþá yfir því að hafa misst barnið sem fékk ekki tæki- færi til að lifa. Ég vildi óska að ég gæti klæðst tískufatnaði og að ég gæti farið á stöndina, en á sama tíma eru milljónir manna í heimin- um sem eiga í miklu meiri erfiðleik- um en ég. Ég lít fólk öðrum augum í dag en ég gerði fyrir slysið. Ég horfi í hjarta þess, en ekki andlit. Þegar einhver varð ástafanginn af mér í „gamla“ daga var það sjálf- sagt vegna útlitsins, en næst þegar einhver verður ástfanginn af mér er það vegna þess hvernig ég er, ekki vegna útlitsins," sagði þessi mikla hlaupakona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.