Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 D 5 ATLANTA '96 Morgunblaðið/Kristinn MARIE-Jose Perec fagnar sigrl sínum í 400 m hlaupl, með því að lyfta upp franska fánanum. Franska gasellan fagnar samkeppni Olympíumeistarinn í 400 metra hlaupi kvenna, franska stúlk- an Marie-Jose Perec, sagðist fyrir úrslitahlaupið í Atlanta fagna því að fá samkeppni en hún sigraði með yfirburðum í Barcelona. Hún kvaðst þó vera reiðubúin að verja titilinn af hörku og er fyrsta konan sem hefur unnið 400 metrana á tvennum leikum í röð. Mótherjar hennar frá Ástralíu og Nígeríu, Cathy Freeman og Falilat Ogunkoya, hlupu nýverið undir 50 sekúndum í fyrsta sinn. Því fagnaði Perec og sagði: „Ég hef beðið eftir því að einhver hlypi niður að 49 sekúndum. Núna fæ ég einhverja keppni. Eg er tilbúin, úrslitahlaupið ætti að verða fjörugt. Þeir sem ætla sér gullverðlaun verða að hlaupa undir 49 sekúndum. Það get ég,“ sagði Perec, og stóð við það. Mengaður árangur? Besti árangur hennar er 48,83 sekúndur, frá úrslitahlaupinu í Barcelona, en það var fimmti besti tími í 400 metrum frá upphafi og engin kona hefur hlaupið undir 49 fyrr en Freman bættist í hópinn í MARIE-JOSE PERES „Ég hef beðið eftir því að einhver hlypi niður að 49 sekúnd- um. Núna fæ ég ein- hverja keppni“ fyrrinótt. Á sínum tíma sagðist Perec álíta að austur-evrópsku stúlkurnar fjórar sem náð höfðu betri tíma hefðu neytt lyfja til að bæta árangur sinn. Fyrir viku var hún spurð hvort hún teldi að heimsmet Maritu Koch frá Austur-Þýskalandi, 47,60 sek- úndur, væri í hættu. „Nei, ég held við séum ekki þess megnugar að slá það. Til þess þyrfti millitíminn eftir 200 metra að vera 21,7 og svo hratt getum við ekki hlaupið ennþá.“ Perec hefur verið einráð í 400 metrum í fimm ár eða frá því hún vann fyrri af tveimur heimsmeist- aratitlum sínum. Hefur hún aðeins einu sinni beðið ósigur í 400 metr- um. Hún er núverandi Evrópu-, heims- 'og ólympíumeistari í grein- inni.' Marie-Jose Perec fæddist í Guad- eloupe í Karíbahafí og fluttist til Frakklands 14 ára þar sem hún kynntist íþróttum fyrst. Fyrir tveimur árum fluttist hún aftur vestur yfir Atlantsála, nú til Los Angeles þar sem hún hefur notið þjálfunar hins nafntogaða þjálfara John Smiths. Sjálfstraust Perec segir Smith hafa eflt ótta- leysi hennar og sjálfstraust. „Mán- uði fyrir leikana í Barcelona var ég óörugg, mjög hrædd, óviss um hvar ég stóð. Frá því ég byijaði að vinna með Smith hefur færst yfír mig stilling og ró. Sjálfstraustið hefur stóraukist, það er nokkuð sem Smith laðar fram í íþróttamönnum sínum,“ sagði hún. Perec er líka skráð til keppni í 200 metrum og ennfremur er hún í báðum boðhlaupssveitum Frakka en ákvörðun hefur ekki verið tekin hvort hún sleppi einhvetjum þessara greina. Fararstjórar í sumar- fríi í Atlanta PAULINE Dayis frá Bahamaeyjum, sem varð í fjórða sæti í 400 metra hlaupi í fyrrakvöld, húðskammaði fararstjóra liðsins í Atl- anta eftir hlaupið. Hún sagði að þeir skiptu sér ekki af íþróttafólk- inu og litu á dvölina í Atlanta sem sumarfrí. „Dæma ætti þá fyrir föðurlandssvik," sagði hún. „Þeir hafa unnið spellvirki á landslið- inu. Þjálfari minn komst inn á völliun vegna þess að móðir mín gaf honum miða sem hún keypti fyrir mörgum mánuðum. Sambandið skráði hann ekki einu sinni. Fararstjóramir em í frii héraa. íþrótta- menn þurfa á meðferð að halda vegna meiðsla en ekkert er gert til að hjálpa þeim. Ég er þreytt á þessu og hef fengið nóg.“ Sér á stalli 400 M HLAUP KVEIMNA Perec hljóp á 48,25 í áratug Franska stúlkan Maria-Jose Perec stóð við stóru orðin og sýndi í fyrrinótt að hún er á sér stalli í 400 metra hlaupi. Hún hljóp á nýju ólympíumeti, 48,25, og er það besti árangur sem náðst hefur í greininni í áratug. Ástralska stúlkan Cathy Freeman veitti henni helst keppni, eins og gert hafði verið ráð fyr- se|<., besta árangri ír, og kom onnur 1 ^ mark á 48,63 sem er ekki aðeins ástr- alskt met heldur einnig Eyjaálfu- met. Falilat Og- unkoya frá Nígeríu hljóp á 49,10 sem er Afríkumet en alls hlupu sex stúlkur undir 50 sekúndum og slíkt hefur ekki gerst áður. Marie-Jo Perec á frábæran feril að baki og bætti enn einni rós í hnappagatið en tími hennar er sá sjötti besti sem náðst hefur frá upphafí. „Við erum ekki nógu öruggar, ekki andlega til- búnar,“ sagði hún fyrir undanrásimar en í úrslitahlaupinu fór ekki á milli mála að hlutimir vom í lagi. Perec, * sem er 28 ára, sagðist bera mikla' virðingu fyrir Freeman en gaf til/ kynna að tími hennar hefði ekki ver-1 ið kominn. „Þegar um fímmtíu metr-1 ar vom í mark sagði ég við1 sjálfa mig aðr hún væri ung og hefði næg-1 an tíma og' ekkert nema sigur kom til greina.“ Marie-Jose Perec Frakklandi Ólympíumeistari í 400 metra hlaupi kvenna. Aldur: 28 ára, fædd í Basseterre í Guadeloupe. Persónulegt met: 48,25 sekúndur 1996 (á ÓL), sem jafnframt er Ólympíumet. Fyrri árangur: Þriðja í 400 metrunum á Evrópu- meistaramótinu 1990 - Sigurvegari í 400 metmn- um á heimsmeistaramótinu 1991 - Sigurvegari í 400 metmnum á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 - Sigurvegari í 400 metrunum á Evrópumeist- aramótinu 1994 - í sigursveit í 4x400 metra boð- hlaupi á Evrópumeistaramótinu 1994 - Sigurveg- ari í 400 metmnum á heimsmeistaramótinu 1995. ■ Marie-Jo Perec hefur mestan hluta ævi sinnar búið í Frakklandi en fyrir tveimur ámm fluttist hún búferlum til Bandaríkjanna þar sem æfír nú undir handleiðslu hinn kunna þjálfara John Smiths. Hún ætlar sér stóra hluti í tískugeiranum þegar hlaupaferli hennar lýkur. Langþráður sig- urTaimazovs ilkraínumaðurinn Timur Ta- imazov fagnaði sigri í 108 kílógramma flokki í ólympískum lyftingum á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrrinótt og setti um leið nýtt og glæsilegt heimsmet í jafn- höttun. Eftir keppni í snörun vermdi Taimazov annað sætið á eftir Nicu Vlad frá Rúmeníu en frábær lyfta hans í jafnhöttuninni, 236 kílógrömm, kom LYFTIIMGAR honum beint á toppinn og bætti hann þar með eigið heimsmet um 0,5 kílógrömm. Vlad, sem fagnaði sigri í 90 kílógramma flokki á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984, virtist nokkuð sleg- inn út af laginu við þennan ótrúlega árangur Taimazovs og Rússinn Sergej Syrtsov, silfurverðlaunahafi í 90 kílógramma flokknum frá því í Barcelona 1992, náði að skjótast upp fyrir Vlad og krækja sér í sil- frið einu sinni enn. Rúmeninn varð hins vegar að gera sér þriðja sætið að góðu en hann getur þó engu að síður vel við unað sökum þess að með bronsinu varð hann aðeins tólfti maðurinn í sögunni til þess I Barcelona 1992 lenti hann mjög óvænt í öðru sæti að vinna til þrennra verðlauna í' ólympískum lyftingum á Ólympíu- leikum en hann lenti í öðru sæti á leikunum í Seoul 1988. Fyrir Taimazov er sigurinn í Atl- anta afar sætur og ekki síst fyrir þá sök að honum var spáð öruggum sigri á leikunum í Barcelona fyrir fjórum árum en þá lenti hann mjög óvænt í öðru sæti, beið lægri hlut fyrir Rússanum Viktor Tregubov. Taimazov keppti ekkert á síðasta ári en hann var hins vegar upp á sitt besta fyrir tveimur árum þegar hann fagnaði bæði heims- meistaratitlinum í þessari grein og nýju heimsmeti í jafnhöttun - 235,5 kílógrömmum - í Sokolov í Tékk- landi. Það met sló hann sem sagt í fyrrinótt og virðist þessi geðþekki fyrrum heimsmeistari þar með óð- um að ná sér á strik á ný en núver- andi heimsmeistarinn, Igor Razor- enov einnig frá Úkraínu, virðist hins vegar heillum horfínn og varð hann að draga sig úr keppni á mánudag vegna meiðsla, án þess að ná einni einustu lyftu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.