Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 7
rl MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 D 7 099 ATLAIMTA ’96 Konung ur grínd anna ALLEN Johnson setti Bandaríkjamet í 110 metra grindahlaupi á úrtökumótinu fyrr í sumar, hljóp þá á 12,92 sekúndum sem er næstbesti tími sem náðst hefur en heimsmet Bretans Colin Jacksons frá 1993 er 12,91. Allen, sem er 25 ára, skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann sigraði á HM ífyrra og árangur hans gerði það að verkum að hann var talinn sigur- stranglegastur á Ólympíuleikunum í Atlanta. Hann gaf spá- dómum byr undir báða vængi í undanrásum þegar hann hljóp á 13,10 en Jackson var á 13,17. Sálfræðilegur sigur var í höfn en „aðalatriðið var að tryggja sæti í úrslitum á eins auðveldan hátt og mögulegt var,“ sagði Johnson. „Ég get betur og er 80% viss um að setja þarf heimsmet til að sigra.“ Hann reyndist ekki sannspár en met féll, ólympíumet Banda- ríkjamannsins Roger Kingdomsfrá 1988,12,98, og það var Johnson sem stóð uppi sem sigurvegari á 12,95. Þetta var fyrsti ólympíutitill Johnsons og hann festi sig í sessi sem konungur grindahlaupsins. Mark Crear, landi hans, hljóp á 13,09 og Þjóðverjinn Florian Schwarthoff var á 13,17 og fékk silfrið. Ekki var um fullkomið hlaup að ræða hjá Johnson. Hann felldi nán- ast hveija ein- ustu grind en ein- beitingin leyndi sér ekki. Hann ætlaði að sigra, horfði stöðugt á endalínuna og fljótlega var að- eins spurningin um hvort hann setti met - eftir þriðju grind var hann skrefi fram- ar en næsti maður og krafturinn gífurlegur. „Þetta hefur verið tak- 110 M GRINDAHLAUP Johnson bætti ólympíumet Banda- ríkjamannsins Roger Kingdoms frá 1988 Allen Johnson Bandaríkjunum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson j sigurhring þegar gullið var í höfn og kippti þriggja ótturinni Tristen með. Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi karla. Aldur: 25 ára, fæddur í höfuðborginni Washington D.C. Persónuiegt met: 12,92 sekúndur 1996. Fyrri árangur: Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1995 - Sigurvegari í 60 metra grinda- hlaupi á heimsmeistaramótinu innanhúss 1995 - Sigurvegari á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir Ólympíuleikanna 1996 á öðrum besta tíma sögunnar. ■ Allen Johnson stunaði nám við háskólann í Norður-Karólínu en í dag eiga íþróttirnar hug hans allan og æfir hann undir handleiðslu þjálfarans Curtis Fryes. Johnson reyndi upphaflega fyrir sér í tugþraut en færði sig svo fljótlega yfir í langstökk áður en hann endaði í grindahlaupi. Hann batt endi á langa sigurgöngu heimsmethafans Colin Jack- sons frá Bretlandi á síðasta ári, en Jackson hafði þá ekki beðið ósigur í 44 hlaupum í röð. rjun Bandaríkjamanna næst í röðinni þegar hún á laug- ardagskvöld kom fyrst í mark í 100 metra hlaupi kvenna aðeins fimm þúsundustu úr sekúndu á undan Merlene Ottey frá Jamaíka. Unnusti Gail Devers, Kenny Harrison, krækti sér einnig í gullverðlaun þetta sama kvöld þegar hann setti nýtt og glæsi- legt ólympíumet í þrístökki og skaut þar með köppum á borð við heims- methafann Jonathan Edwards frá Bretlandi og landa sinn Mike Conley ref fyrir rass. Harrison er þó ekki sá eini úr röð- um Bandaríkjamannanna, sem nú þegar hefur sett ólympíumet því þeir Charles Austin, Michael Johnson og Ailen Johnson hafa allir sett ný met hver í sinni grein og tryggt sér gull- verðlaun um leið, Austin í hástökki, Michael í 400 metra hlaupi og Allen .----------------------------------- í 110 metra grindahlaupi. Einn góðkunnur Bandaríkjamaður, sem unnið hefur til gullverðlauna á leikunum í Atlanta, hefur þó enn ekki verið kynntur til sögunnar en það er gamla kempan Carl Lewis, sem á mánudag náði þeim einstæða árangri að fagna sigri í langstökki á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Það má því með sanni segja að fyrri hluti frjálsíþróttakeppninnar hafi verið mikill sigur fyrir banda- ríska íþróttamenn ef undan eru skilin úrslitin í 100 metra hlaupi karla þar sem Kanadamaðurinn Donovan Bai- ley setti glæsilegt heimsmet og Bandaríkjamenn áttu ekki fulltrúa í neinu af þremur efstu sætunum. Nokkrir ætla sér tvö gull Frjálsíþróttakeppnin heidur svo áfram af fullum krafti í dag og munu augu flestra í síðari hluta keppninnar vafalítið beinast að þeim keppendum, sem reyna munu að bæta öðrum gullverðlaunum sínum í safnið til viðbótar við þau er þegar eru í höfn. Ber þar fyrstan að telja Banda- ríkjamanninn Michael Johnson, sem ætlar sér sigur í 200 metra hlaupinu og að verða þar með fyrsti maðurinn í sögu nútímaólympíuleika til þess að fagna sigri í bæði 200 og 400 metrunum, en til þess að svo geti orðið mun hann verða að bera sigur- orð af helsta keppinauti sínum, Namibíumanninum Frankie Fred- erieks. Annar kunnur kappi, sem ætlar sér tvenn gullverðlaun á leikunutn er Eþíópíubúinn Haile Gebreselassie en hann hefur þegar krækt sér í gullið í 10.000 metra hlaupinu og hefur fullan hug á að endurtaka það afrek í 5.000 metrunum. Síðast en ekki síst er það sú sprett- harða Gail Devers, sem hyggst bæta einu gulli til viðbótar í safnið en auk 100 metra hlaupsins keppir hún einn- ig í 100 metra grindahlaupi þar sem hún mun etja kappi við hina geysi- sterku Ludmilu Enquist frá Svíþjóð um sigurinn. Öruggt þykir að gullverðlaunum Bandaríkjamanna í fijálsíþróttum eigi eftir að fjölga enn frekar þegar líður á leikana og hefur þessi mikla íþróttaþjóð nú sýnt það og sannað einu sinni enn að hún stendur keppi- nautum sínum framar á flestum svið- um íþróttanna og státar án efa af flestum afreksmönnum sögunnar. mark mitt í 10 ár,“ sagði hann. „Þegar hlaupinu lauk lagðist ég í grasið, trúði ekki að áfang- anum væri náð og hugsaði til afa sáluga, sem sagði að ég yrði_ að fara —:--------------- á Ólympíu- leika. Ég snerti margar grindur en það eina sem skiptir máli er að halda áfram. Sennilega tapaði ég einum til tveimur hundruðustu úr sekúndu en í raun sá ég ekkert nema beint áfram og hljóp erfiðasta kapp- hlaup ævinnar." Augu manna beindust að Mic- hael Johnson í gærkvöldi og litu margir á grindahlaupið sem for- leik. Allen Johnson sagði það ekki óeðlilegt. „Allir vilja sjá Mike hlaupa. Hann er að reyna að gera það sem engum hefur tekist en það eina sem við getum gert er að fara í skóna og hlaupa eins hratt og hægt er,“ sagði hann og bætti við að allar frjálsíþrótta- greinar væru erfiðar, ekki síst grindahlaupið. „Allir eru góðir en við erum í meiri hættu en aðrir. Við hlaupum á fullri ferð að hindr- unum og eigum á hættu að detta og meiða okkur.“ Mark Crear stóð sig ótrúlega vel með það í huga að liann hand- leggsbrotnaði á æfingu fyrir rúm- um tveimur vikum. „Ég vildi ekki segja neinum frá því en fyrir tveimur og hálfri viku handleggs- brotnaði ég. Þeir vildu setja mig í gifs en ég neitaði. Þetta var vinstri armurinn, armurinn sem ég beiti í hlaupinu. Ég leitaði ráð- legginga hjá Greg Foster en sama kom fyrir hann fyrir nokkrum árum. „Hugsaðu ekki um það,“ sagði hann við mig fyrir hlaupið og mér leið vel. Ég rakst í fjórðu grindina og reyndi síðan að halda taktinum en gat ekki náð Allen. Hins vegar er ég mjög ánægður með silfrið því ég eignaðist dóttur fyrir tveimur vikum og það voru gullverðlaun mín.“ Þjóðveijinn sagði að Allen hefði verið bestur. „Þetta var ekki full- komið hlaup hjá mér en samt mjög gott. Allen sigraði vegna þess að hann einbeitti sér best og var taugasterkari en við hinir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.