Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 8
8 D MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 QRP ATLAIMTA ’96 MORGUNBLAÐIÐ Reuter GULLTÁRIÐ. Bandríkjamaðurinn Michael iohnson táraðist er hann tók við gullpenlngi sínum eftir 400 metra hlaupið. Óþekktur Úganda- maður fékk bronsið ÓÞEKKTUR íþróttamaður frá Úganda, Davis Kamoga, vann bronsverðlaun í 400 metra hlaupi karla í Atlanta í fyrri- nótt — aðeins tveimur árum eftir að hann hóf að hlaupa af alvðru. Kamoga, sem er 28 ára gam- all, keppti nú á öðru stórmóti sínu í frjálsíþróttum, en hann komst í undanúrslit á heims- meistaramótinu í Gautaborg í fyrra. Þetta afrek hans tryggði Ugandamönnum önnur ólymp- íuverðlaun frá upphafl, en hann hefur aldrei haft þjálfara og hóf undirbúninginn fyrir aðeins örfáum mánuðum. „Ég held að ég verði að fá mér þjálfara. Ef til vill læt ég verða af því vegna þess að mér gekk svona vel,“ sagði Kamoga. Bandaríkjamaðurinn Michael Johnson sigraði í hlaupinu á nýju ólympíumeti. Úgandamaðurinn rétt hafði það í gegnum allar undanrásirn- ar og var á eftir flestum öðrum þátttakendum í hlaupinu þegar það var hálfnað, en hann kom eins og öskrandi Ijón á siðustu hundrað metrunum og náði bronsinu. Bretinn Roger Black kom annar í mark og hreppti silfrið. „Það er alltaf erfitt að hlaupa á annarri braut, en ég vissi að allir myndu vera þreyttir á loka- sprettinum nema Michael John- son," sagði hinn nýbakaði bronsverðlaunahafi. „Ég sá að ég átti möguleika. Ég byijaði að elta þá uppi og það tókst“ Kamoga hljóp á 44,53 sekúnd- um og setti landsmet, en hann sagði að hann ætti enga mögu- leika á verðlaunasæti fyrir hlaupið. „Eg var svo þreyttur eftir undanrásirnar og undanúrslit- in. Ég notaði mikla orku, en þetta er yndislegt. Ég held að fólkið heima verði mjög ánægt,“ bætti hlauparinn við. Umboðs- maður Kanoga, ítalinn Enrico Dionisi, sagði að hann hefði byrjað að æfa nokkrum mánuð- um fyrir heimsmeistaramótið í fyrra. Dionisi sá hann hlaupa á litlu móti í Þýskalandi og bauð honum að koma I æfingabúðir nærri Flórens á Italíu til að æfa með fleiri Afríkumönnum, þar á meðal Samuel Matete frá Zambíu og nígeríska 400 metra hlauparanum Sunday Bada. „Hann hafði leikið knatt- spyrnu í Úganda. Ég talaði við hann í fyrra en hann kom til Ítalíu í febrúar og hafði aðeins skokkað örlítið fyrir það. Hann hóf ekki alvöru æfingar fyrr en í mai,“ sagði Dionisi. „Hann hefur meðfædda hæfileika. Að mínu mati væri hann mun betri i 800 metra hlaupi.“ Kamoga var tregur við að tala við þann fjölda blaðamanna sem umkringdu hann eftir úr- slitahlaupið, en Dionisi sagði að hann hefði yfir geysilegri keppnishörku að búa. Eins og áður sagði hefur aðeins einn Úgandamaður unnið til verð- launa á Ólympíuleikum fyrr, en það var John Akii-Bua, sem sigraði í 400 metra grindahlaupi í Munchen 1972. Náði fyrri áfanga með glæsibrag Michael Johnson Bandaríkjunum Ólympíumeistari í 400 metra hlaupi karla. Aldur: 28 ára. Persónulegt met: 43,39 sek- úndur 1995. Fyrri árangur: Sigurvegari í 200 metrum á heimsmeistara- mótinu 1991 - í sigursveit í 4x400 metrum á Ólympíuleik- unum 1992 (heimsmet) - Sigur- vegari í 400 metrum á heims- meistaramótinu 1993 - í sigur- sveit í 4x400 metrum á heims- meistaramótinu 1993 (heims- met og Johnson hljóp loka- sprettinn á 42,91 sek.) - Sigur- vegari í 200 metrum á heims- meistaramótinu 1995 - Sigur- vegari í 400 metrum á heims- meistaramótinu 1995 - í sigur- sveit í 4x400 metrum á heims- meistaramótinu 1995 - Heims- methafi í 200 metrum. ■A bandaríska meistaramótinu í fyrra varð Johnson fyrsti maðurinn til þess að fagna sigri í bæði 200 og 400 metra hlaup- unum síðan 1899. Hann endurt- ók þetta afrek svo á heims- meistaramótinu í Gautaborg í fyrra og varð þar með fyrstur manna til þess að sigra í báðum þessum greinum á sama heims- meistaramótinu. Johnson hefur ekki beðið ósigur í 400 metrun- um í 55 hlaupum í röð frá árinu 1989 en heimsmetið í 200 metr- unum setti hann á úrtökumóti Bandaríkjamanna fyrir Ólymp- íuleikana í júní síðastliðnum. MICHAEL Johnson setti sér það takmark að verða fyrstur til að sigra í 400 og 200 metra hlaupi á sömu Ólympíuleikum eftir að hafa náð tvennunni á heimsmeistaramótinu f Gautaborg ifyrra. Bandaríkja- maðurinn, sem er 28 ára, náði fyrri áfanganum með glæsi- brag í fyrrinótt, þegar hann fagnaði sigri í 400 metra hlaupi í 55. sinn í röð, og að- faranótt föstudags kemur í Ijós hvort draumurinn verður að veruleika. Johnson tapaði síðast í 400 metra hlaupi á bandaríska meistara- mótinu innanhúss í febrúar 1989 og augljóst var fyrir hlaupið í fyrri- nótt að ekkert nema sigur kom til greina. Hann var einbeittur og Morgunblaðið/Kristinn MICHAEL Johnson setti ólympíumet í 400 metra hlaupl í fyrri- nótt, hljóp á 43,49 sekúndum og fagnaði vel og lengi. Flaskan opnuð BRETINN Roger Black varð í öðru sæti í 400 metra hlaupinu, hljóp á 44,41 sekúndu, og var mjög ánægður með það. I viðtali við sjónvarpsstöð talaði hann til Jimmy og sagði honum að nú gæti hann opnað whiskeyflösk- una, en gaf ekki meira út á það. Daginn eftir kom í ljós að hann var að tala til fyrrum þjálfara síns, en hann gaf honum flösku af hinum skoska drykk árið 1988. Þjálfarinn sagðist ekki ætla að opna hana fyrr en Black væri kominn með verðiaunapening úr einstaklingsíþrótt á Ólympíuleik- um um hálsinn. Hann fékk ástæðu til þess í fyrrakvöld, átta árum eftir að hann fékk hana gefins. ákveðinn meðan beðið var eftir að hlaupararnir voru ræstir og síðan var hann sem elding. Þeg- ar hlaupið var hálfnað var ljóst hvert stefndi og maðurinn í gullskónum kom uppréttur og sperrtur í mark á 43,49 sekúndum, sem er þriðji besti tími sögunnar og ólympíu- met. Bretinn Roger Black var á 44,41 og Davis Kamoga frá Úg- anda þriðji á 44,53. Johnson kom brosandi í mark en hann var nálægt því að slá átta ára gamalt heimsmet Butch Reynolds, 43,29. Sigurtími John- sons í Gautaborg í fyrra var 43,39 en nú fagnaði hann sigri í ein- staklingsgrein í fyrsta sinn á Olympíuleikum - matareitrun kom í veg fyrir að hann hlypi í úrslitum 200 m hlaupsins í Barcelona fyrir fjórum árum. Hann ætlar ekki að endurtaka þann leik _en veit að ekkert er sjálfgefið. „Ég er í erf- iðri stöðu vegna þess að mig vant- ar hraða eftir átökin í 400. Ég þarf að vera enn sneggri og miklu ákveðnari." Johnson tileinkaði sigurinn Alice Hawthorne, sem lést í sprengingunni í ólympíugarðinum sl. laugardag, en sagði að það eina sem skipti hann máli á þessum leik- um væri að ná tak- markinu, gullunum tveimur. „Síðan vil ég vinna til eins margra gullverð- launa og kostur er til að komast á stall í sögu Ólympíuleik- anna með mönnum eins og Carl Lewis, þó ég geri ekki ráð fyrir eins mörgum sigrum og hann hefur fagnað. Hins vegar er frábær til- finning að geta sagt að ég hafi fengið gull í einstaklings- grein.“ 400 M HLAUP KARLA Michael Johnson fagnaði sigri í 55. sinn í röð - tapaði síðast 1989

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.