Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JULI1996 D 9 QQP ATLANTA f96 Fótalaus eftir stórhlaupið HAILE Gebrselessie kvartaði sáran og sagðist vart geta stig- ið í fæturna eftir sigur í 10 kíló- metrunum í Atlanta, stórkost- legu kapphlaupi sem lengi verður í minnum haft. „Mér þykir það miður en ekki veit ég fyrir hverja þessi braut var hönnuð, hún er ekki góð til langhlaupa, er grjóthörð eins og götumalbik. Það er útilokað að hlaupa á henni 25 hringi með góðu móti. Fætur mínir eru sárir. En ég verð að hlaupa 5.000 metrana, ég kom til að keppa í báðum greinum og verð að klára þær,“ sagði Gebreselessie. |eð sigrinum hefur Eþíópíu- maðurinn smái en knái náð fyrri áfanga þess takmarks síns að vinna bæði fimm og 10 km hlaupin og feta þar með í fótsport landa síns Mirus Yifters sem vann tvenn- una í Moskvu 1980, en það afrek varð kveikjan að því að Gebrese- lassie hóf að æfa hlaup. 10 km hlaupið varð að uppgjöri risa langhlaupanna, milli Gebrese- lassie og Kenýumannsins Pauls Ter- gats, sem varð heimsmeistari í víða- vangshlaupum fyrr á þessu ári. Eþí- ópíumaðurinn hljóp taktískt full- komnlega, fylgdi öllum hraðabreyt- ingum eftir og er Kenýumenn skipt- ust á forystu fylgdi hann alltaf eftir og hélt sig hálfu skrefi á eftir þeim sem leiddi. Fyrri hluti hlaupsins var í rólegra lagi, 13:55,22 millitíminn eftir 5.000 metra, en fjör færðist í leikinn er Paul Koech jók hraðann verulega er 10 hringir voru eftir. Hring eftir hring hlupu átta Afr- íkumenn í hnapp en hópurinn splundraðist síðan er Paul Tergat setti í fluggír þegar fimm hringir voru eftir. Vissi hann að eina vonin um sigur væri að þreyta allan mátt úr Gebreselassie áður en að enda- MHLAUP sprettinum kæmi þar sem enginn hefur roð við hon- um á síðasta hring. Gebrselessie hefur Gerði Tergat or- væntingarfullar tilraunir til að hrista Gebresela- isse af sér en heimsmeistarinn hafði hlaupið í hendi sér er hann setti á sprett er síð- asti hringur hófst og setti ólympíumet, náð fyrri áfanga þess takmarks síns að vinna bæði fimm og 10 km hlaupin 27:07,34 mín. Eldra met ið átti Brahim Boutayeb frá Marokkó, 27:21,46, frá í Seoul 1988. Tergat vann silfur, var einnig undir ólympíu- metinu á 27:08,17. „Ég gerði mitt besta en hlaupið var erfitt. Það voru margir góðir að keppa við og ég er sáttur við mitt,“ sagði hann. Bronsið fékk ört vaxandi Marokkómaður, Sala Hissou, sem hljóp á 27:28,59. „Éger ánægð- ur með minn hlut, allir vissu að Gebreselassie er sprettharðastur og enginn stenst honum snúning," sagði Hissou. Meistarinn frá í Barcelona, Khalid Skah frá Marokkó, varð sjöundi, gat ekki haldið í við hópinn er þriðji Kenýumaðurinn, Josphat Mac- huka, jók hraðan eftir sjö km. Hraðinn í hlaupinu var ótrúlegur á lokakaflanum, eða 4:01 mínútur síðustu fjóra hringina og seinni 5.000 metrana hljóp Gebreselassie á 13:12, en það er sami tími og sú vegalengd vannst á í Barcelona. Fyrsti maðurinn í mark utan Afríku var Þjóðveijinn Stephane Franke, sem fæddur er í Versölum í Frakklandi, en hann varð níundi. Haile Gebreselassie Eþíópíu Ólympíumeistari í 10.000 metra hlaupi karla. Aldur: 23 ára. Persónulegt met: 26.43,53 - 1995, sem jafnframt er heimsmet. Fyrri árangur: Heimsmeistari unglinga í 10.000 metrum 1992 - Sigurvegari í 10.000 metrum á heimsmeistaramótinu 1993 - Annar í 5.000 metrum á heimsmeistaramótinu 1993 - Sigurvegari í 10.000 metrum á heimsmeistaramótinu 1995 - Heimsmethafi í 5.000 metrunum - Heimsmethafi í 10.000 metrunum. ■ Haile Gebreselassie fæddist í moldarkofa skammt fyrir utan bóndabæ nokkurn í heimalandi sínu. Fyrirmynd þans er eþíópíski hlauparinn, Miruts Yifter, sem sigraði tvöfalt á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980. Gebreselassie hefur tvisvar fagnað heimsmeistar- atitli og hefur hann fengið að launum tvær Mercedes Benz-bifreið- ar en hann hefur ekki ökupróf og kann ekki að keyra. Hann setti bæði heimsmet sín í fyrra. HAILE Gebrselessie kemur í mark sem sigurvegarl Reuter 10.000 m hlaupi. Podkopayeva stóðst aftur álagið Sherbo kvaddi með fjórum bronsum ÞAÐ léttist brúnin á mörgum Bandaríkjamönnum í fyrra- kvöld á síðari degi á einstökum áhöldum kvenna í fimleikum. Þar tókst heimastúlkum að krækja í ein gullverðlaun og ein bronsverðlaun í viðbót við ein bronsverðlaun kvöldið áður. Voru þessi endalok fimleika- keppninnar mörgum heima- mönnum sárabót eftir iaka frammistöðu í fjölþraut. Það var Sharon Miller heims- meistari 1993 og 1994 sem tókst að vinna inn gullverðlaunapen- ing fyrir heimamenn í æfingum á jafnvægisslá. Hún fékk 9,862 í einkunn. í gólfæfingum var um skemmtilega keppni að ræða en áður en farið var af stað settu margir spurningamerki við það hvers vegna yfirdómarinn væri heimamaður. Ji Lya frá Kína byijaði en hún varð í öðru sæti á síðasta heimsmeistaramóti. Hún sýndi fjörugar æfingar en mislukkað heljastökk með heilli skrúfu dró hana niður auk þess sem hún steig nokkru sinnum út fyrir gólfið sem gerði að verkuin að enn fjölgaði mínus- um hennar. Hún fékk 9,637 og svipaða einkunn fékk næsta stúlka, Gogean frá Rúmeníu, heimsmeistari í fyrra. Vera má að þessar stúlkur hafi goldið fyrir að vera snemma því oft vijja einkunnir hækka er á líð- ur. Þriðja í röðinni var Dina Kotsjetkova frá Rússlandi og sýndi hún vel útfærðar æfingar með kraftmiklum stökkum. Hún hlaut 9,800 í einkunn sem aðeins nægði til 5. sætis þó ótrúlegt sé. Næst út á gólfið var heimastúlk- an Dominique Dawes sem sýndi sömu æfingar og í fjölþrautinni en þær mistókust herfilega þá. En að þessu sinni voru þær mun betur útfærðar og nær hnökra- lausar undir tónum rússnesks þjóðlags. Salurinn ætlaði að tryllast þegar æfingum hennar lauk og einkunnin birtist, 9,837 sem færði henni að lokum brons. Simona Amanar fékk silfur- verðlaunin með góðum æfingum sem innihéldu meðal annars eina erfiðustu stökkseríu sem sést hefur sem hún lauk með tvö- földu heljarstökki með einfaldri skrúfu. Að launum fékk hún 9,850. Næstsíðasta stúlkan sem kom fram á gólfið var Lilia Podkopayeva frá Úkraínu og líkt og í gólfæfingunum í fjöl- þrautinni lék hún við hvern sinn fingur undir miklu álagi. Hún varð að gera vel. Kraftstökkin voru góð, tengingar sqjallar og endirinn, tvöfalt hejjarstökk með tvöfaldri skrúfu, innsiglaði gullverðlaunin. Alexei Memov frá Rússlandi fékk gullverðlaun í stökki og brons- verðlaun í svifrá á lokadegi fimleika- keppní karla og á síðari degi kepn- innar á einstökum áhöldum. Áður hafði hann fengið gullverðlaun í liða- keppni, silfurverðlaun í fjölþraut, auk bronsverðlauna í gólfæfingum og á bogahesti í einstaklingskeppn- inni. Hann er sá fimleikamaður sem þykir líklegastur FIMLEIKAR til að taka við krúnu gull- drengsins frá síð- ustu leikum, Hvít-Rússans Vitalys Scherbos sem nú hefur keppt á sínu síð- asta stórmóti. Eftir að hafa fengið sex gull- verðlaun á síðustu leikum varð hann að láta sér nægja að kveðja Ólympíu- leikana í síðasta skipti með fern bronsverðlaun í farteksinu. Andreas Wecker frá Þýskalandi, heimsmeistari í æfingum á svifrá, lét ekki ólympíugullið sér úr greipum ganga. Vel útfærðar æfingar þess snjalla drengs voru nær hnökra- lausar og einkunnin 9,850 var síst of lág. Hann var annar í röðinni af átta keppenduro með æfingar sínar og eftir að þær höfðu komið fyrir augu áhorfenda var ljóst að engin spenna var í baráttunni um gullið á svifrá. Krasimir Dounev frá Búlgar- íu tókst ágætlega til en það nægði aðeins til silfurverðlauna og Scherbo, Fan Bin, Kína og Nemow urðu að gera sér bronsverðlaun að góðu með 9,800 í einkunn. Þess má Memov er sá sem þykir líklegastur til að taka við krúnu gulldrengsins geta að æfingar á svifrá voru eina greinin sem Scherbo komst ekki í úrslit í á síðastu Ólympíuleikum. Í æfingum á tvíslá komst enginn með tærnar þar sem Rustam Sharipov frá Úkraínu var með hæl- ana, nema ef vera kynni Vitaly Scherbo. Sharipov hefur verið meidd- ur síðustu mánuði og átt erfitt með að ná sér á strik fyrr en nú. Vel útfærðar æfingar sem tókust hið besta, gullið var í höfn, einkunnin, 9,837. Heima- maðurinn Jair Lynch hirti mjög óvænt silfurverð- launin með ein- földum æfingum sem tókust vel, en þóttu vart verð- skulda silfurverðlaun. Hann fékk þau þó og fannst mörgum sem heimavöll- urinn og stuðningur áhorfenda hefðu skipt miklu máli í mati dómara. Vit- aly Scherbo þótti fara á kostum í æfingum sínum er hann bauð áhorf- endum og dómurum einar flóknustu og erfiðustu æfingar sem sést hafa. Þær tókust vel en hlutu ekki náð fyrir augum dómara og varð þessi snjaili íþróttamaður að gera sér að góðu bronsverðlaun fyrir sýningu sína. Einhveija þá glæsilegustu á ferlinum og við hæfi í kveðjuskyni. I stökki var jöfn keppni og ekki munaði nema 0,031 stigum á ein- kunn Nemows sem sigraði og Hong- Chul Yeo er varð annar. Scherbo hlaut síðan enn einu sinni bronsverð- launin 0,032 stigum á eftir Yeo. Þessir vpru í nokkrum sérflokki. Reuter ÞÝSKA stúlkan llke Wyludda fagnar sigri í kringlukasti kvenna, en hún kastaöi kringlunni 69,66 m. Ilke Wyludda Þýskalandi Ólympíumeistari í kringlu- kasti kvenna. Aldur: 27 ára. Persónulegt met: 74,56 metrar 1989. Fyrri árangur: Evrópumeistari unglinga 1985 - Heimsmeistari unglinga 1986 - Evrópumeistari unglinga 1987 - Evrópumeistari unglinga í kúluvarpi 1987 - Heimsmeistari unglinga 1988 - Sigurvegari á Evrópumeistara- mótinu 1990 - Önnur á heims- meistaramótinu 1991 - Sigur- vegari á Evrópumeistaramótinu 1994 - Önnur á heimsmeistara- mótinu 1995. ■ Ilke Wyludda stundaði nám við háskólann í Leipzig en í dag býr hún í borginni Halle. Hún þótti mjög efnileg á sínum yngri árum og varð m.a. Evrópumeist- ari unglinga bæði í kringlukasti og kúluvarpi árið 1987. Hún þurfti síðan að gangast undir skurðaðgerð á báðum hnjám 1993 og í fjögur ár hefur hún ekki náð að kasta yfir 70 metra. Wyludda talar mörg tungumál og er hún jafnvíg á þýsku, rúss- nesku og ensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.