Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 1
1 BRAMPARAR\ I ÞRAUTIRh Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 31. JUL11996 Ó, Blesi minn LÍTIL stúlka, sem heitir Kristín Ólafsdóttir og á heima í Grafarvogi orti þetta fallega ljóð. Hún er á reiðnámskeiði alsæl með Blesa sinn: Ó, Blesi minn fagri hestur. Þú sem ert mér svo kær og hjartabundinn. Þú ert fagur eins og hafið að næturlagi þegar sólin sest I Penna- vinir KÆRU Myndasðgur. MIG langar að eignast pennavini og -vinkonur frá 9 ára til 11, ég er sjálf 9 ára. Áhugamál sund, dýr, ferðalög, skautar, frí- merki, tónlist og margt, margt fieira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. EF ég get ekki skrifað, sendi ég myndina til baka. Ragnhildur Ýr Jóhanns- dóttir Breiðvaði 1 Eiðaþinghá 701 Egilsstaðir Ólympíuleikarnir í Atlanta ’96 Er lífið ekki dá- samlegt! ÞURÍÐUR Helgadóttir, Beykihlíð 3,105 Reykja- vík, gerði eins og hundruð - stundum þúsund - krakkar gera þegar Myndasögurnar efna til litaleikja; hún sendi mynd í umslagi og umslagið var svo flott, að við stöndumst ekki mátið og birtum mynd af því hér. MOGGINN gefur út mörg sérblöð, eins og til dæmis Myndasögur Moggans. Iþróttablaðið er annað sérblað og það er ekki neitt smá- vegis að gera hjá starfsmönnun- um þar þessa dagana, Ólympíu- leikarnir í Atlanta standa yfír og hver stórviðburðurinn af öðrum gerist þar á hverjum degi. Sigurður Atli Sigurðsson, 8 ára, Lyngrima 13, 112 Reykjavík, fylgist augljóslega með leikunum af gaumgæfni. Hann sendi okkur þessa flottu mynd af fimleika- mönnum frá Rússlandi og Banda- ríkjunum, en Atlanta er einmitt borg í Bandaríkjunum suðaustan- verðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.