Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 7 FRÉTTIR Fræðslumiðstöð Reykjavíkur tekur til starfa Starfssviðið tekurtil 2.200 starfsmanna í DAG tekur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur til starfa í kjölfarið á flutningum grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Starfssvið Fræðslu- miðstöðvarinnar tekur til 2.200 starfsmanna og fjörutíu fræðslu- stofnana. Árleg velta er um fimm milljarðar króna, eða um þriðjung- ur af fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar. Þijátíu grunnskólar eru í Reykjavík með um fjórtán þúsund nemendur. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, segir að hjá borginni hafi verið unnin mikil undirbúningsvinna og að nokkru leyti verða lagðar nýjar áherslur. „Við vinnum að áætlun um einsetningu allra grunnskóla í Reykjavík fyrir árið 2003, leng- ingu skóladagsins og auknu sam- starfi við ýmsa þá sem sinna list- og tómstundastarfi ungs fólks. Einnig verður lögð áhersla á sam- starf við foreldra enda er það mik- ilvægur hluti nýrra grunnskóla- iaga.“ Fræðslumiðstöðin mun sinna starfi sem áður var unnið af Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Fræðsluskrifstofu Reykjvíkur, menntamálaráðuneytinu og fjár- málaráðuneytinu. Starfsemin skiptist í þrjú svið: Þróun, þjón- ustu og rekstur. Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fulltrúi og formaður skólamála- ráðs Reykjavíkur, segist vonast til að hagkvæmni aukist við það að málefni grunnskóla komast á einn stað. „Það er óneitanlegra einfald- ara þegar húsnæðis- og starfs- mannamál skólanna eru á sama stað, en áður skiptust þau mál milli ríkis og sveitarfélaga.“ Sig- rún segir að rólega verði farið í allar breytingar á skipulagi skóla- mála og fyrsta árið verði kannað hvernig nýja fyrirkomulagið reyn- ist. „Þróunarsvið Fræðslumið- stöðvarinnar mun vinna starf sem hingað til hefur vantað, en það er að vinna úr upplýsingum um skólamál og vinna að áætlana- gerð. Nú verður því meira um langtímaáætlanir í skólamálunum en var áður.“ Starfsmönnum Fræðsluskrif- stofu og Skólaskrifstofu var öllum boðin vinna hjá nýju stofnuninni og meirihluti þeirra þáði. Heildar- frjöldi starfsmanna verður nánast sá sami og sá sem áður vann að þessum störfum en yfirmönnum Íkuei 8 SSSI MIÐBÆJARSKÓLINN verður að mestu færður í sama horf og var 1947 en þá voru nokkuð um- fangsmiklar breytingar gerðar. Aðgengi fatlaðra verður nú bætt og eldvarnaskilrúm sett upp. Morgunblaðið/Þorkell SIGRÚN Magnúsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skólamála- ráðs Reykjavíkur, og Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri kanna framkvæmdir í Miðbæjarskólanum og ræða við iðnaðarmenn. fækkar dálítið, að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur. Fræðslumiðstöðin verður til húsa í gamla Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg og deilir þar hús- næði með Námsflokkunum. Nú er verið að gera skólann upp og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 1998. Vegna deilna sem orðið hafa um framkvæmdir við húsið tekur Gerður fram að farið sé með mikilli gát. „Enginn vegg- ur í húsinu verður rifínn, meira að segja hurðarhúnarnir verða í upgrunalegri mynd.“ Á Árbæjarsafni verður í dag opnuð sýning á gömlum munum og myndum úr Miðbæjarskólan- um. Ætlunin er að gamlar ljós- myndir úr skólanum verði síðar í móttökuherbergi Fræðslumið- stöðvarinnar. DRESS MANN FIMMTUDAG FRA 09 - 20. FOSTUDAG FRA 09 - 20. LAUGARDAG FRA 10-14. LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.