Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR > i5&jM(j íkJC>' Láttu hann nú ekki slá þig út af laginu með gamalli sársaukastunu. Þrá úrkomu og aukið vatn VEIÐI hefur yfirleitt gengið nokkuð vel í Dölunum, en vatnsleysi í ám hefur þó sett mark sitt á veiðiskap- inn. Einnig skal á það bent að þær tölur sem hér fara á eftir eru hafðar til samanburðar við tölur - síðasta sumars sem var sérlega slakt. Verulega betra Nú um miðja vikuna var Hauka- dalsá að losa 300 laxa og að sögn Júlíönu bústýru í veiðihúsinu við ána er það allverulega betra en um líkt leyti í fyrra. Benti Júlíana á að allt síðasta sumar hafi aðeins 394 laxar komið á land. Áin er vatnslítil, en hefur betra forðabúr en nágranna- árnar, t.d. Laxá sem er afar vatnslít- il og erfið viðureignar. Á mánudag- inn voru komnir 280 laxar úr ánni, hún er því nálægt 300 fiskum nú. Þetta er svipuð útkoma og í Hauk- unni, en þó er veitt á einni stöng meira í Laxá, 6 á móti 5 í Hauka- dalsá. Bæði Júlíana og Gunnar Metþátttaka í íslandsmóti í hestaíþróttum UNDIRBÚNINGUR fyrir ís- landsmótið í hestaíþróttum er nú á lokastigi. Vallarsvæðið á Varm- árbökkum í Mosfellsbæ er senn að verða tilbúið fyrir mótið. Búist er við metþátttöku að sögn Brynjars Gunnlaugssonar sem sér um skráningar og tölvu- vinnslu. Skráningar eru vel á sjötta hundraðið, en mótið hefst föstudaginn 9. ágúst. Mótið tekur aðeins þrjá daga og munar þar mestu um að þrír keppendur verða inni á velli í senn í forkeppni í stað eins áður. í tengslum við mótið verða haldn- ir árlegir fjölskyldudagar Mos- fellsbæjar þar sem verða algeng- ustu tegundir búfjár og húsdýra. Meðal þess sem getur að líta er hryssan Vorsól frá Laugasteini sem kastaði tveimur heilbrigðum og hraustum folöldum fyrr í sum- ar og sagt var frá í Morgunblað- inu. Björrtsson kokkur í Þrándargili við Laxá sögðu veiðimenn þrá heitt að fá úrkomu og aukið vatn í árnar. Af öðrum markverðum ám á svæðinu má nefna Flekkudalsá sem hefur gefið um 170 laxa. Þar á bæ eru menn hæstánægðir, enda staðan mun betri en í fyrra. Lítið hefur enn veiðst í Búðardalsá, nokkrir laxar þó. Þar er vandinn vatnsleysi, því talsvert er af laxi og því treður hann sér í fáa djúpa pytti á borð við Arnar- foss og tekur illa. Leirvogsá í fluggír Segja má að Leirvogsá beri að vissu leyti höfuð og herðar yfir aðr- ar ár í sumar. I vikubyrjun voru Vonast mótshaldarar til að mikill fjöldi gesta komi á mótið en enginn aðgangseyrir er að mótinu né húsdýragarðinum sem settur verður á laggirnar vegna mótsins og fjölskyldudaganna. Þá verður börnum og fullorðnum gefinn kostur á að komast á hest- bak og hægt að ríða stutta spotta um svæðið. Vaskur hópur úr vinnuskóla Mosfellsbæjar hefur borið hitann og þungann af allri handavinnu á félagssvæði Harðar á Varmár- komnir 274 laxar á land og var þá meðaiveiði á stöng í ánni 4,15 laxar sem er án nokkurs vafa hæsta með- alveiði á landinu þar sem einhver umtalsverð veiði er á annað borð. Jafnt og þétt í Haffjarðará „Það eru komnir um 330 laxar úr Haffjarðará, en síðasta holl lenti í miklum veðursveiflum sem settu mark sitt á veiðina. Einn daginn flóð- rigndi, en næsta dag var Mæjorka- veður. Þriðja daginn var svo loks skaplegt ástand og þá kom í ljós að mikið hafði gengið af nýjum smá- laxi. Það hefur mikið komið með þessum stóra straurni," sagði Páll G. Jónsson í samtali í gærdag. Hann bætti við að menn væru ánægðir með útkomuna í ánni, að- eins væri leyfð fluguveiði og það gerði það að verkum að veiði væri mun jafnari en þar sem annað agn er notað í bland. „Haffjarðará skilar alltaf sínu,“ bætti Páll við. bökkum þar sem íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið í næstu viku. Hafa að jafnaði verið um 30 krakkar að störfum á svæðinu síðustu vikur við að snyrta og lagfæra vellina og næsta umhverfi þeirra. Hér sést hluti hópsins ásamt forráða- mönnum mótsins, frá vinstri Rúnar Sigurpálsson, formaður Harðar, Brynjar Gunnlaugsson framkvæmdanefndarmaður og Einar Halldórsson varaformað- ur. Evrópumót flugfélaga í golfi Blómlegt starf kylfinga hjá Flugleiðum Ólafur Ágúst Þorsteinsson LAFUR Ágúst Þor- steinsson hefur stundað golf í mörg ár og er fram- kvæmdastjóri Evrópumóts flugfélaga í golfi sem fram fer á Grafarhoitsvelli 8. og 9. ágúst. Þar munu um 80 starfsmenn tíu evróp- skra flugfélaga reyna með sér ásamt um 20 starfs- mönnum Flugleiða. Hvernig stendur á því að starfsfólk evrópskra flugfélaga heldur svo við- amikið golfmót? „Starfsfólk evrópskra flugfélaga, sem eru í reglubundnu áætlunar- flugi, hefur með sér fé- Iagsskap sem nefnist ASCA og aðalmarkmið félagsskaparins er að efla samskipti og tengsl starfs- manna flugfélaganna á sviði menningar og íþrótta. Fé- lagsskapurinn var upphaflega stofnaður 1954 og spannar mjög stóran þátt. Má sem dæmi nefna að við hjá Flugleiðum höfum tekið þátt í keppni á skíðum, badmin- ton, körfuknattleik, knattspyrnu, veiðiskap, skvassi og víðavangs- hlaupi, og við héldum einmitt Qöl- mennt mót í víðavangshlaupi ekki alls fyrir löngu. Einnig má nefna samskipti í skák, brids og annað í þeim dúr.“ Þannig að það er rekinn öflugur íþróttaklúbbur hjá Flugleiðum? „Já, og í raun margir. Þetta er þannig uppbyggt að það er félags- skapur um hverja íþrótt fyrir sig, allt eftir því hvert áhugamál manna er. Finni menn sameigin- legt áhugamál koma þeir saman og stofna formlegan klúbb innan Starfsmannafélags Flugleiða (STAFF) sem styður við bakið á íþróttaiðkun starfsmanna með ýmsum hætti. Starfið er sem sagt mjög öflugt og í golfklúbbnum hjá okkur eru um 120 félagar, en það eru um 10% af starfsmönnum fé- lagsins." Er golfklúbburinn íjölmennasti íþróttaklúbburinn innan STAFF? „Ég er ekki alveg viss um það, en ég held þó að við höfum vinn- ingin yfir veiðiskapinn, en það munar örugglega ekki miklu." Eru mikil ferðalög hjá kylfing- um Flugleiða? „Það er talsvert um ferðalög enda njótum við þess að geta ferð- ast ódýrt með félaginu, þó svo menn geti orðið strandaglópar ef vélin heim er full. Það er fastur liður hjá meðlimum golfklúbbsins að fara á Cargolux mótið í Lúxemborg og haustmót í Ameríku. Mótið verður í Balti- more í haust en venju- lega er það haldið í Flórída. Síðan höfum við undan- farin ár farið til Austurríkis þar sem keppt er um Alpabikarinn, en þetta mót er haldið annað hvert ár. Þetta eru þau mót sem við förum reglulega á.“ Nú koma um 80 erlendir kepp- endur, hafa komið fleiri erlendir keppendur á golfmót hér á landi? „Ég hélt ekki, en mér skilst að einu sinni hafi komið 102 erlendir keppendur á Evrópumót á vegum Golfsambandsins, en þetta mót okkar er alla vega eitt af þeim stærri hvað varðar þátttöku er- lendra kylfinga, og þetta verður ►Ólafur Ágúst Þorsteinsson er fæddur í Reykjavík 6. nóvember 1944. Hann er menntaður flugvirki og hefur starfað á tæknideild Flugleiða með hléum frá árinu 1970. Hann er framkvæmdasljóri Evrópumóts flugfélaga í golfi sem fram fer fimmtudaginn 8. ágúst og föstudaginn 9. ág- úst. Hann var um árabil for- maður golfkúbbs innan STAFF (Starfsmannafélags Flugleiða) og um þriggja ára skeið var hann formaður Golf- klúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Hann byrjaði sem stráklingur í golfi en hóf að leika fyrir alvöru árið 1963 og hefur hald- ið sér vel við síðan. Afi hans, Ólafur Gíslason, var mikið í golfi og var meðal annars for- maður GR og forseti GSÍ. nokkuð sterkt mót því þarna verða rúmlega tuttugu kylfingar sem eru með 6 eða minna í forgjöf. Keppendurnir koma frá ellefu flugfélögum í þrettán löndum og keppt er bæði í karla- og kvenna- flokki. Flugfélögin sem senda keppendur eru SAS, Alitalia, Luft- hansa, TAP í Portúgal, Air Lingus í írlandi, Air France, Cargolux, British Airways, Finnair og Swissair auk keppenda frá Flug- leiðum.“ Hversu oft hafa kylfingar I STAFF tekið þátt í móti sem þessu? „Ætli við séum ekki búnir að vera með í Evrópumótinu síðustu tólf árin. Við höfum einu sinni áður haldið svona mót, árið 1987 í Grafarholti, og það tókst einstaklega vel. Margir af þeim sem koma hingað til að keppa vilja nota ferðina til að skoða sig um. Það virðist vera orðið nokkuð vin- sælt hjá útlendingum að koma til íslands því mér sýnist að fólk vilji koma aðeins áður en mótið hefst og vera hér í einhveija daga eftir að því lýkur.“ Eru einhvetjir landsþekktir kylfingar í sveit Flugleiða? „Ég veit ekki hvað á að kalla landsfræga kylfinga, en ætli það sé ekki Þorsteinn Geirharðsson úr Keflavík sem er með lægstu forgjöfína hjá okkur, en hann er með fimm í forgjöf." 80 erlendir kylfingar í Grafarholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.