Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Umdæmisstjóri SVFÍ á Suðurnesjum segir sig úr félaginu Tvískinnungur stjórnar o g minna traust fólks Niður í ris og upp í kjallara Morgunbiaðið/Ómar Friðriksson AÐKOMAN að þessu tvíbýlishúsi sem stendur utan í sjávarbakkanum á Húsavík er sannarlega óvenju- leg. Gengið er niður á við að inngangi íbúðar sem er í risi hússins en ganga þarf upp tröppur úr fjörunni til að komast að neðri hæð og kjallara. Húsið ber nafnið Hallandi og var reist skömmu eftir seinustu aldamót. Könnun Félagsvísindastofnunar HÍ vegna forsetakosninganna Tæp 14% gerðu upp hug sinn á kjördag ÓLAFUR Jónasson, umdæmisstjóri Slysavarnafélags íslands á Suður- nesjum, hefur sagt sig úr félaginu. Hann var einn af fyrstu umdæmis- stjórum félagsins og hefur verið virkur í starfi þess í tæp 30 ár. Hann kveðst ekki geta starfað í félagi með stjóm sem viðhefur tví- skinnung og óheiðarleika í vinnu- brögðum og segir að félagið hafi misst tiltrú og traust í þjóðfélaginu. Ólafur segir að framkoma stjóm- enda félagsins gagnvart starfs- mönnum þess hafi ekki verið að sínu skapi. Þá hafi stefnuleysi verið ríkj- andi innan félagsins, t.d. í samskipt- um þess við Landsbjörg. Lokað á umræðuna Hann kveðst andvígur stefnu stjómar SVFÍ um stofnun alþjóðlegs björgunarskóla á Gufuskálum og bendir á að framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins sé sömu skoð- unar. Hann segir mjög skiptar skoð- anir um rekstrargrundvöll slíks skóla og að félagið eigi ekki, sam- kvæmt ýtrustu stefnuskrá þess, að standa í fyrirtækjarekstri. Auk þess starfræki félagið nú þegar tvo björgunarskóla. Einnig gagnrýnir Ólafur framkvæmd á neyðamúmer- inu og þátttöku félagsins í henni. „Ég er þó ekki að hætta í Slysa- varnafélaginu vegna alls þess. Að- alatriðið er að það hefur ekki feng- ist leyfi hjá stjórn félagsins til þess að ræða ágreiningsmálin undanfarin ár á fundum þar sem hinn almenni félagsmaður mætir. Það er lokað á umræðuna. Menn hafa verið reknir og hraktir úr starfi. Þessi mál ætl- aði ég að taka fyrir á síðasta lands- þingi. Þáverandi varaforseti félags- ins og núverandi forseti, Gunnar Tómasson, kom í veg fyrir að ég fengi tækifæri til þess. í okkar samtali þá kom upp mál Herdísar Storgaards slysavamafull- trúa, sem hafði sagt upp starfi sínu hjá félaginu á þessum tíma. Gunnar tjáði mér að Herdís væri svo frek í samstarfí að erfitt væri að eiga sam- starf við hana. Þegar ég kom heim að þingi loknu horfði ég á sjónvarps- fréttir. Þar lýsti Gunnar Tómasson því yfir að allir innan félagsins vilji stuðla að því að Herdís Storgaard verði áfram í starfí. Seinna í sama fréttatíma sagði Ester Guðmunds- dóttir framkvæmdastjóri félagsins að opin umræða væri innan félags- ins um öll slík ágreiningsmál. Þessi ummæli gerðu útslagið um að ég ákvað að hætta í félaginu. Ég vil ekki vera í félaginu undir stjóm sem sýnir af sér slíkan tvískinnung og óheiðarleika,“ segir Ólafur. Hann segir að annað dæmi hafi komið upp á landsþingi á Hornafirði sl. haust. Þá hafi gjaldkeri félags- ins, Garðar Eiríksson, vísvitandi leynt félagsmenn því, eftir að hafa verið spurður um hvort til stæði að reka fleiri en Hálfdán Henrysson, þáverandi deildarstjóra, að þá hafði þegar verið ákveðið að segja upp Guðbimi Ólafssyni, fyrrverandi skrifstofustjóra SVFÍ. „Uppsögn Guðbjöms er lýsandi dæmi um ger- ræðisleg vinnubrögð stjórnar SVFÍ,“ segir Ólafur. Félagið naut álits Ólafur segir að félagið hafi ekki staðið við þá sáttargjörð sem fólst í starfslokasamningi sem gerður var við Háldán Henrysson. Ólafur segir að þrátt fyrir allt j)etta megi ekki líta svo á að SVFI sé alls vamað, þar hafí þrátt fyrir allt margir góð- ir hlutir gerst. „Björgunarskóli sjómanna er mjög góð deild innan félagsins. Þegar skól- inn var stofnaður fyrir tíu ámm var Hannes Þ. Hafstein forstjóri félags- ins. Skólanum óx ásmegin þegar félagið keypti varðskipið Þór af rík- inu fyrir 1.000 krónur. Þá var borin mikil virðing fyrir stjóm félagsins og félaginu sjálfu og það naut álits sem sést best á þessum skipakaup- um. Hannes Þ. Hafstein hélt þannig um stjómartaumana og samskipti hans við aðra aðila vora með þeim hætti að félagið naut álits. Ég stóref- ast um að borin sé jafnmikil virðing fyrir stjórnendum félagsins núna og var áður fyrr. Ég tel reyndar að haldi fram sem horfír verði félagið ekki það afl sem það var eftir 3-5 ár,“ segir Ólafur. Vill bætur Guðbjöm Ólafsson hefur höfðað mál á hendur Slysavamafélaginu vegna meintrar ólögmætrar upp- sagnar úr starfi. Málflutningur hefst 25. september nk. fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. „Ég tel minn ráðning- arsamning hafa verið á þann veg að ég þurfi ekki að þola þetta bóta- laust,“ segir Guðbjöm, í samtali við Morgunblaðið. UMTALSVERÐUR hluti kjósenda í forsetakosningunum 29. júní ákvað sig endanlega á kjördag, eða tæp 14%. 43,2% kjósenda höfðu endan- lega gert upp hug sinn mánuði fyrir kosningar eða fyrr. Þetta kemur fram í könnun Félagsvísindastofn- unar Háskóla íslands um forseta- kosningarnar, sem unnin var fyrir Morgunblaðið. Yngri kjósendur vora markvert óákveðnari fram á síðustu stundu en eldri kjósendur og konur vora einnig talsvert óákveðnari en karlar. 15,9% kvenna gerðu upp hug sinn á kjördag samanborið við 11,2% karla. 48,8% karla höfðu gert upp hug sinn mán- uði fyrir kjördag en 38% kvenna. 13,7% þátttakenda í könnuninni sem sögðust hafa kosið í forsetakosn- ingunum gerðu endanlega upp hug sinn á kjördag. Álíka stór hópur eða 13,2% gerðu upp hug sinn einum til fjóram dögum fyrir kosningar, 9,1% sögðust hafa gert upp hug sinn fímm til sjö dögum fyrir kosningar og 20,9% 8 til 30 dögum fyrir kosningar. 61,3% kjósenda 67 ára og eldri höfðu gert upp hug sinn 30 dögum fyrir kosningar eða fyrr. Hlutfall kjósenda á aldrinum 50-66 ára var 51,2%, kjósenda 30 til 49 ára 40% og 33,7% kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára höfðu endanlega gert upp hug sinn mánuði fyrir kjördag. 18% kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára gerðu ekki endanlega upp hug sinn fyrr en á kjördag. Hlutfall 30 til 49 ára kjósenda sem gerðu upp hug sinn á kjördag var 15,4%, 10,1% kjósenda á aldrinum 50 til 66 ára og 4% kjósenda 67 ára og eldri voru óákveðnir fram á kjördag. Stærra hlutfall stuðningsmanna Alþýðuflokksins vora óákveðnari fram að kjördegi en stuðningsmanna annarra flokka. Nær allir stuðnings- menn Alþýðubandalags vora hins vegar búnir að gera upp hug sinn þegar kjördagur rann upp. 17,2% Alþýðuflokksmanna gerðu upp hug sinn á kjördag, 12% stuðningsmanna Framsóknarflokks, 12,7% stuðnings- manna Sjálfstæðisflokks, 12,5% stuðningsmanna Kvennalista og 4,3% stuðningsmanna Alþýðubanda- lags. 31% þeirra sem ekki kusu voru óánægðir með alla frambjóðendur Svarendur í könnuninni sem ekki neyttu atkvæðisréttar síns í forseta- kjörinu vora spurðir að því, hvers vegna þeir ekki kusu. Flestir sögðust hafa verið óánægðir með alla fram- bjóðendur eða 31%, um 28% sögðust ekki hafa komist á kjörstað, tæp 12% höfðu ekki áhuga á kosningunum, um 9% sögðust hafa gleymt að kjósa utan kjörstaðar og færri svarendur nefndu aðrar ástæður. 13,9% fólks sem ekki kaus Ólaf segja ástæðuna pólitíska fortíð Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvað réð mestu um val þeirra á frambjóðanda og þeir sem ekki kusu Ólaf Ragnar Grímsson, voru spurðir áfram: Hvers vegna kaust þú ekki Ólaf Ragnar Grímsson. 37,8% þeirra sem veittu öðrum frambjóðendum en Ólafi Ragnari atkvæði sitt sögðu að sér mislíkaði hann, 16% leist betur á annan fram- bjóðanda, 13,9% sögðu ástæðuna pólitíska fortíð eða fyrri gjörðir Ólafs Ragnars, 13,3% sögðust ekki vilja stjómmálamann í embættið, 9,2% nefndu óheiðarleika eða að þeir treystu ekki frambjóðandanum og færri svarendur nefndu aðrar ástæð- ur. Könnunin var gerð 16.-22. júlí. Úrtakið var 1.200 manns á aldrinum 18-75 ára. Nettósvarhlutfall var mssm Fasteignasalan Frón auglýsir Opið hús á Bústaðavegi 65 Falleg 95 fm sérhæð í toppástandi. Tvö svefnherbergi og tvær skiptanlegar stofur með fallegu Merbau-parketi. Eldhús er rúmgott með vandaðri inn- I réttingu. Góður garður. Húsið er nýlega klætt að utan. Áhvílandi 4,9 millj. Verð 8,5 millj. Vigdís tekur á móti ykkur í dag á milli kl. 18-21. Hvers vegna kaust þú ekki Óiaf Ragnar Grímsson? Þeir sem veittu öðrum frambjóðendum atkvæði sitt Mislíkar hann Leist betur á annan frambj'oðanda ] Vegna pólitískrar fortíðar/fyrri gjörða Vildi ekki stjórnmálamann Óheiðarlegur/treysti honum ekki Annað ] Hiutfall fer yfir 100% þar sem svarendur máttu nefna fleira en eitt atriði. Hvers vegna kaust þú ekki? (Fólk sem ekki kaus) Leist ekki á neinn frambjóðendanna Komst ekki á kjörstað Hafði ekki áhuga 8,8% Gleymdi að kjósa utan kjðrstaða 4,4% Gat ekkí ákveðið hvern ég ætti að kjósa 4,4% Er á móti embættinu 4,4% Var í útlöndum 2,9% Embættið skiptir mig ekki máli 2,9% Guðrún Pétursdóttir hætti 1,5% Var ekki á kjörskrá 71,7%. Hvenær gerðir þú endanlega upp hug þinn um hvern þú ætlaðir að kjósa Á kjördag Allir ■■ 13,7% Aldur 67 áraog eldri >4,0% 50 til 66 ára ■|10,1% 30 til 49 ára ■■■ 15,4% 18 til 29 ára ■■■ 18,0% 1 til 4 dögum fyrir kosningar ■■ 13,2% 5 til 7 dögum fyrir kosningar iHH 9,1% | 8,0% | 6,0% ■ 10,4% ■ 9,9% 8 tíl 30 dögum fyrir kosningar 120,9% Fyrr 143,2% 51,2% 40,0% 33,7%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.