Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Stefán Jón Hafstein ráðinn ritstjóri nýja dagblaðsins - Dags-Tímans Byggt verður á reynslu starfs- fólks blaðanna STEFÁN Jón Hafstein hefur verið ráðinn ritstjóri hins nýja dagblaðs Dags-Tímans og hefur hann þegar hafið störf. Hann kom á fund starfs- fólks Dags á Akureyri í gær. Stefán Jón sagði að þrátt fyrir víðtæka reynslu af ýmsum fjölmiðl- um hefði hann aldrei unnið á dag- blaði áður og myndi því nota fyrstu dagana í að ræða við og hlusta á starfsfólk. Mikil uppsöfnuð reynsla væri fyrir hendi hjá starfsfólki blað- anna og á henni yrði byggt. Blaðið á erindi á íslenskan blaðamarkað Mikil vinna væri framundan við að móta hið nýja dagblað sem að stórum hluta yrði unnið á Akureyri en væri fyrir landsmenn alla. „Þetta nýja starf leggst vel í mig, það er afar áhugavert og heillandi, en jafn- framt veit ég að það verður mjög krefjandi," sagði Stefán Jón. „Við ætlum að sýna íslenskum fjölmiðia- heimi að það er hægt að gera betur á þessum vettvangi en gert hefur verið undanfarin ár.“ Stefán Jón sagðist þess fullviss að þörf væri fyrir nýtt dagblað með því svipmóti sem fyrirhugað væri að gefa út og hann hefði trú á að því yrði vel tekið á blaðamarkaðnum. „Við teljum að þörf sé fyrir slíkt blað og að það eigi fullt erindi," sagði hann, en blaðið og ýmislegt sem því viðkemur verður kynnt á blaðamannafundi á Akureyri í dag. Stefán Jón nefndi á fundi með starfsmönnum að hann væri ættað- ur að norðan, en afi hans, Júlíus Hafstein, var lengi sýslumaður á Húsavík. Það legðist vel í sig að starfa fyrir norðan. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að aðal- vinnubækistöð blaðsins yrði á Akur- eyri, hann yrði þar sem vinnan yrði, en ekki væri endilega nauðsynlegt að flytja búferlum þar sem tæknin gerði mönnum kleift að stunda störf sín hvar sem væri. Fimm vinnuhópar starfandi Eyjólfur Sveinsson formaður stjórnar Fijálsrar fjölmiðlunar sagði að vinna færi nú í fullan gang við undirbúning hins nýja dagblaðs, en þegar hefðu nokkrir vinnuhópar verið starfandi. Þeir hafa fjallað um dreifíngu, tölvukerfi, tæknimál, markaðs- og sölumál, en sá síðasti, sem Ijallar um efnisumfjöllun og umbrot, hefur störf í dag. Eyjólfur sagði að ekki yrði ná- kvæmlega gefið upp hvenær fyrsta blaðið liti dagsins ljós, en miðað hefði verið við að það yrði í kringum miðjan ágústmánuð. Nýr ritstjóri Dags-Tímans STEFÁN Jón Hafstein, nýráðinn ritsljóri Dags-Tímans, er 41 árs gamall fjölmiðlafræðingur, fædd- ur í Reykjavík 18. febrúar 1955. Hann er með háskólapróf í fjölm- iðlafræði og boðskiptafræði. Stefán Jón hefur lengi starfað á Ríkisútvarpinu, sem fréttaritari bæði í London og Bandaríkjunum, frétta- og dagskrárgerðarmaður, deildarstjóri dægurmáladeildar og dagskrárstjóri Rásar 2. Hann var stundakennari við HI 1987- 1989, starfaði sem sendifulltrúi Rauða kross Islands erlendis 1985- 1991 og hjá Alþjóðsambandi Rauða kross-félaga í Genf um tíma 1985. Þá hefur Stefán Jón starfað sem dagskrárgerðarmað- ur hjá Stöð 2. Maki hans er Guð- rún Kristín Sigurðardóttir hönn- uður. STARFSFÓLK Dagsprents á fundi í gær. Fremst f.v. Guðjón Heimir Sigurðsson, Guðmundur Þorsteinsson og Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir. Fyrir aftan þau silja Baldur Ellertsson, Óskar Þór Halldórsson, Frímann Frimannsson og Svavar Ottesen. Morgunblaðið/Kristján ÓSKAR Þór Halldórsson ritstjóri Dags ræðir við Stefán Jón Hafstein, nýráðinn rit- stjóra Dags-Timans. Fyrir aftan þá stendur Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri Dags. Uppsögn ritstjóra Dags tengist ekki ráðningri nýs ritstjóra Trúnaður við stjórn Dags- prents brostinn NÚVERANDI ritstjórar Dags, bræðumir Jóhann Ólafur og Óskar Þór Halldórssynir, munu gegna störfum sínum þar til nýtt sameinað blað kemur út. Þeir sögðu upp störf- um á mánudag. Jóhann Ólafur sagði að uppsagn- ir þeirra tengdust á engan hátt nýjum ritstjóra, Stefáni Jóni Haf- stein sem tók til starfa í gær. „Við bjóðum Stefán Jón af heilum hug velkominn til starfa og teljum gott af fá jafn fjölmiðlareyndan mann til starfa á Akureyri,“ sagði Jóhann. Aðgerðin aldrei borin undir okkur Um ástæður uppsagnarinnar sagði hann að þeir bræður hefðu metið það svo að trúnaðarbrestur hefði orðið þegar menn hefðu farið út í þessar stóru aðgerðir, að Dagur keypti Tímann og ætlunin væri að smíða nýtt dagblað á grundvelli rit- (<WÍj Hótel Havpa Akureyri Gisting við allra hæfi. Þú velur: Fjörið í miðbænum. Friðsældina í Kjarnaskógi eða lága verðið á gistiheimilinu Gulu villunni gegnt sundlauginni. Sími 461 1400. stjórnarstefnu Dags. Eðlilegt hefði verið að ritstjórar fengju að fylgj- ast með framvindu mála og jafnvel spurðir álits, en svo hefði ekki verið. Fram kemur í upsagnabréfi Jó- hanns Ólafs og Óskars Þórs að Kaupfélag Eyfirðinga og Kaffi- brennsla Akureyrar, sem eru meiri- hlutaeigendur Dagsprents, hafi kosið að gera samkomulag við Fijálsa fjölmiðlun um að fyrirtækið kæmi inn í rekstur Dagsprents sem meirihlutaeigandi að lokinni hluta- fjáraukningu. Sameina ætti Dag og Tímann og rætt um að sú samein- ing ætti að vera á grundvelli Dags og hið nýja blað yrði undir ritstjórn- arstefnu þess. „Þessi aðgerð hefur af hálfu meirihlutaeigendanna aldrei verið borin undir okkur sem ritstjóra blaðsins og aðila sem starfað hafa inni í fyrirtækinu og verið í beinum tengslum við lesendur sjálfa. Sá trúnaður sem fram til þessa hefur ríkt milli okkar sem ritstjóra blaðs- ins og eigenda og hefur verið lykill- inn að mjög bættum hag Dags- prents hf. er þar rrieð brostinn," segir í bréfi ritstjóranna. Þeir nefna einnig að rekstraraf- gangur sem náðst hefði að undan- förnu mætti þakka trúverðugri rit- stjórnarstefnu og einhug sem ríkt hefði meðal starfsfólks. „Það fólk á allan heiður skilinn fyrir ósér- hlífni í þágu lesenda blaðsins og mikla þolinmæði á undanförnum átta árum þegar fyrirtækið gekk tvisvar í gegnum fjöldauppsagnir og tvær greiðslustöðvanir." Þá segja þeir að ekki hafi verið haldinn fundur með starfsfólki til að upp- lýsa um stöðu mála fyrr en viku eftir að tilkynnt var um breyting- arnar og sá fundur hefði verið hald- inn að beiðni ritstjóra blaðsins. Stór hluti starfsfóiks hefði einungis haft fregnir af málinu gegnum fjölmiðla. Stjórnendur fyrirtækisins hafi mar- goft ítrekað við stjórnarmenn að upplýsingaflæði yrði bætt, enda ljóst þegar breytingar verða á fyrir- tækjum að stjórn beri að tryggja starfsfólki upplýsingar um fram- kvæmd mála, ella sé langt í frá tryggt að starfsöryggi sem það sækist eftir sé tryggt. Langt í frá sársaukalaust „Vegna aðdraganda þeirra breyt- inga sem nú er verið að gera og þess hvernig á málum hefur verið haldið er það niðurstaða undirrit- aðra að segja upp störfum. Sú ákvörðun er langt í frá sársauka- laus, sérstaklega vegna samstarfs- fólks í Dagsprenti og ekki síður vegna þeirra velvildar sem við höf- um mætt hjá fjölda lesenda blaðs- ins,“ segir í uppsagnabréfi ritstjóra Dags. Á fundi stjórnar Dagsprents í gær var uppsögn ritstjóranna hörmuð. OPNUM A MORGUN á Akureyri •SUB l® Hluthafafundur í Dagsprenti 1 dag Hlutafé verður aukið um helming HLUTHAFAFUNDUR í Dagsprenti verður haldinn síðdegis í dag, fimmtudag, en tilefni fundarins er að taka afstöðu til tillögu um aukn- ingu á hlutafé félagsins. Það er nú 23,5 milljónir króná og verður aukið um helming, í 47 milljónir. Hlutafjáraukningin verður að hluta til notuð til kaupa á útgáfu Tímans og að hluta til í rekstur vegna aukinna umsvifa og endurnýj- unar á tækjabúnaði. „Stjórnin telur að þær fyrirætlan- ir að sameina útgáfu Dags og Tímans skapi enn betri grundvöll til útgáfu á fijálsu og óháðu dagblaði, sem leggja mun áherslu á að sinna málefnum landsbyggðarinnar með vönduðum og góðum fréttaflutningi auk þess að fiytja fréttir af málum líðandi stundar og sinni áfram því hlutverki sem Dagur gegndi sem áhrifamikið dagblað á Norðurlandi," segir í fundarboði til hluthafa. Telur stjórnin að með þessum breytingum sé einnig möguleiki á að auka verðmæti hlutabréfa Dags- prents, enda sé ætlunin að stefna að því að fá hlutabréf Dagsprent skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Ný stjórn Ný stjórn verður kjörin á hlut- hafafundinum og er gert ráð fyrir að nýir eigendur, Fijáls fjölmiðlun, eigi þijá menn í stjórninni, einn komi frá Kaupfélagi Eyfirðinga sem áfram mun eiga um 25% í Dags- prenti og þá verður líklega einn stjórnarmanna úr röðum þeirra sem komu að endurskipulagningu félags- ins fyrir um tveimur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.