Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI í’TMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 13 Morgunblaðið/Kristján INGVI Þór Björnsson rafvirki tekur niður merki Vöruhússins. Merki Yöruhússins tekið niður MERKI Vöruhúss KEA hefur verið tekið niður en eins og fram hefur komið er KEA að hætta rekstri verslunar í Vöruhúsinu. Tölvutæki Bókval hefur tekið húsnæði Vöruhússins á leigu til 10 ára og auk þess keypt hljóm- deild KEA. Fyrirtækið tekur við rekstri hljómdeildar í dag 1. ág- úst. Kaupfélag Eyfirðinga hefur rekið verslanir í húsnæði sínu í Hafnarstræti frá því að flutt var þar inn árið 1930.1 ársbyrjun 1973 var gerð sú breyting að öll verslun í húsnæði félagsins að Hafnarstræti 91-95 skyldi fram- vegis rekin sameiginlega sem eitt deildaskipt Vöruhús. Undan- skilin voru þó matvöruverslun og lyfjabúð. Undir Vöruhúsinu voru því á þessum tíma járn- og glervörudeild, vefnaðarvöru- deild, skódeild, herradeild, teppadeild, rit- og leikfangadeild og hljómdeild. -----♦ ♦ ♦--- Tuborgdjass Hilmar og Jim Black leika nýjan djass HILMAR Jensson gítarleikari og Jim Black trommuleikari leika nýj- an djass á Tuborgdjassi Listasum- ars og Café Karolínu í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 1. ágúst og hefjast þeir kl. 21.30. Þeir félagar léku þar síðasta sumar ásamt saxófónleikaranum Chris Speed við góðar undirtektir. Þetta er í fimmta sinn sem Jim Black sækir Íslendinga heim, en hann er búsettur í New York. Hann hefur komið fram á öllum helstu djasshátíðum Bandaríkjanna og Evrópu. Hilmar sendi frá sér geisla- disk síðastliðið haust og er nú á leið til New york til tónleikahalds og upptöku á nýjum diski. Sumartónleikar á Norðurlandi Danskur fiðluleikari á ferðinni í FJÓRÐU tónleikaröð Sumartón- leika á Norðurlandi kemur góður gestur frá Danmörku, fiðluleikarinn Elisabeth Zeuthen Schneider. Hún heldur tónleika í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn laugardaginn 3. ágúst kl. 21 og Akureyrarkirkju næst- komandi sunnudag, 4. ágúst kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Sergeij Prokofíew, Áskel Másson, Andres Nordentoft og J.S. Bach. Elisabeth Zeuthen Schneider nam við Det. Kgl. Danske Musik- konservatorium í Kaupmannahöfn og var við framhaldsnám í Banda- ríkjunum. Hún hefur verið einleik- ari með helstu hljómsveitum Dan- merkur frá árinu 1981 og hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir leik sinn. Hún leikur á fiðlu sem smíðuð er árið 1701, af Giovanni Grancino í Milanó. Sumartónleikar á Norðurlandi eru nú haldnir tíunda sumarið í röð og verða tónleikarnir í Reykjahlíð- arkirkju hinir fertugustu í tónleika- röðinni í Mývatnssveit. -----♦■■■♦—♦-- Hafnarframkvæmd- ir í Ólafsfirði Heimamaður átti lægsta tilboð FIMM tilboð bárust í hafnarfram- kvæmdir í Ólafsfirði, sem boðnar voru út á vegum Hafnasamlags Eyjafjarðar nýlega. Tilboðin voru opnuð í vikunni og það lægsta átti heimamaðurinn Árni Helgason. Framkvæmdin sem hér um ræðir nefnist; „Brimvörn - sjóvörn - flóðavörn“ og í verkinu felst m.a. að endurraða tæplega 6.000 m3 af gijóti og framleiða og raða um 10.670 m3 til viðbótar. Bæði er um viðgerð og nýframkvæmd að ræða. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 23,5 milljónir króna en tilboð Árna var upp á rúmar 15,7 milljón- ir króna eða um 67% af kostnaðar- áætlun. Rögnvaldur Árnason á Sauðárkróki bauðst til að vinna verkið fyrir tæpar 15,8 milljónir króna og Jarðverk hf. á Dalvík bauð rúmar 18,2 milljónir króna. Tvö tilboðanna voru yfir kostnaðar- áætlun. Samkvæmt útboði skal verkinu lokið eigi síðar en 15. nóvember nk. Tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot ÞRÍTUGUR karlmaður hefur í Hér- aðsdómi eystra verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðis- brot. Maðurinn var ákæður fyrir að hafa frá miðju ári 1987 og fram á siðari hluta árs 1990 á þáverandi heimili sínu margsinnis farið hönd- um um kynfæri dóttur sambýlis- konu sinnar, sem fædd er árið 1983. Jafnframt að hafa látið hana fara höndum um getnaðarlim sinn, aðal- lega á heimili þeirra en einnig í eitt skipti við útihús í eigu afa og ömmu stúlkunnar. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa farið frám á við félaga sinn að hann bæri ranglega fyrir lögreglu og dómi að hann hefði ekið bíl á leiðinni frá Dalvík áleiðis til Akureyrar. Lögregla hafði af- skipti af ákærða í bifreið sinni í tiltekið skipti. Skýlaus játning ákærða fyrir dómi, sem var í samræmi við önnur gögn málsins, eins og vitnafram- burð, taldi dómurinn sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá hátt- semi sem honum var gefin að sök. Brot mannsins eru alvarlegs eðlis, segir í dómi og þegar til þess er litið að hann m.a. misnotaði aðstöðu sína og trúnaðartraust ungs sam- búðarbarns þótti refsing hans hæfi- lega ákveðin 12 mánaða fangelsi. Þá var ákærða gert að greiða allan sakarkostnað, saksóknaralaun í rík- issjóð, 100 þúsund krónur og máls- varnarlaun til veijanda síns, 100 þúsund. uu|ui114 ipunpfs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.