Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Biskup endurvígir F lateyj arkirkj u Stykkishólmi - HERRA Ólafur Skúlason biskup íslands endurvígði Flateyjarkirkju á Breiðafirði sl. sunnudag eftir gagngerar endur- bætur og þess var einnig minnst að 70 ár eru frá því að kirkjan var reist. Nú hefir verið gengið frá nýju gólfi í kirkjunni og hún öll máluð, gert við bekki og sem sagt allt kom- ið í gott horf og var þessu öllu lok- ið nú fyrir vígsluathöfnina. Veður hefði getað verið betra en það var rigning og kalsi þar til líða tók á kvöldið en fólk setti það ekki fyrir sig, heldur fjölmenntu gamlir eyjabúar, vinir og velunnarar til hátíðarmessunnar, og var hvert sæti kirkjunnar skipað og fjöldi manns stóð. Athöfnin hófst með því að ung- menni og prestarnir gengu inn kirju- gólfið og voru ungmennin með blóm og kirkjugripi. Voru átta vígðir menn mættir. Þar var séra Gísli H. Kolbeins sem fæddur var í Flatey sama ár og kirkjan var byggð og las hann inngönguversið, en prest- amir lásu ritningargreinar. Síðan vígði biskup og blessaði hina fögru og góðu kirkju og flutti einnig stólræðu þar sem hann minntist allra þeirra sem lagt höfðu því lið að þessi dagur skyldi vera haldinn nú. Minntist hann fyrra mannlífs í eyjunum, og seiglu þeirri sem fólkið í eyjunum um árin hefði sýnt bæði í forystu safnaðarmála og andlegs atgervis og þá ekki síst verka þeirra til manndóms, menn- ingar og menntunar sem Flatey hefði verið tengd gegnum árin. Bað hann síðan kirkjunni og öllum bless- unar guðs í komandi framtíð. Við athöfnina var sönghópur, sem við þessa athöfn var samansettur bæði af gömlum eyjabúum og fólki víðar að, sitt úr hverri áttinni, sem söng við stjóm og undirleik Harald- ar Bragasonar tónlistarkennara og organleikara á Reykhólum og vakti kórinn athygli fyrir sérstaklega góð- an söng og hljómmikinn, þótt æfing- ar hefðu ekki verið margar. Ekki messað síðan 1990 Eftir guðsþjónustuna og vígsluna, flutti Jóhannes Geir Gíslason bóndi og sóknamefndarformaður frá Ská- leyjum ræðu, fagnaði þessum fjöl- menna söfnuði og sagði sögu kirkj- Morgunblaðið/Ámi BISKUPINN yfir íslandi, hr. Ólafur Skúlason, við vígsluathöfn FÍateyjarkirkju. Flateyjarkirkja. unnar, en hún var byggð eftir teikn- ingu Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara ríkisins og var hafist handa strax á árinu 1926 og var sr. Hall- dór Kolbeins þá sóknarprestur þeirra eyjamanna, en af honum tók við sr. Sigurður Einarsson í Holti og þjónaði hann þar til Sigurður Haukdal tók við og þegar hann flutti sig um set var sr. Lárus Halldórsson í nokkur ár en seinasti prestur var Sigurvin Elíasson. Nú er Flatey þjónað af Reykhólapresti sr. Braga Benediktssyni. Síðan 1990 hefír ekki verið messað í kirkjunni fyrr en nú. Sandur borinn í poka Jóhannes lýsti því hvernig bygg- ing kirkjunnar fyrir 70 árum gekk og við hvaða erfiðleika var að stríða. Þetta er steinkirkja og varð að afla efnisins víða og jafnvel bera sandinn í pokum á bakinu, en þá var mann- margt og safnaðarmeðlimir hátt í 300 manns. Hann sagði frá því að margt hefði verið gert í sjálfboða- vinnu, og hafí þá sóknargjöld verið aðei'ns 1,25 kr. á meðlim, en marg- ar gjafir hefðu kirkjunni áskotnast. Og eins gat Jóhannes þess að um tíma hefðu verið 40 manns á vinnu- skrá við bygginguna. Þá minntist hann á vinnu Baltas- ars og sagði hann myndskreytingar hans á kirkjunni lýsa mannlífi fyrri aldar og þessarar. Þessar myndir Baltasars hefðu skemmst og nú hefði hann endurnýjað þær á betri hátt en áður. Loks minntist Jóhannes Sigvalda Kaldalóns tónskálds sem hefði verið læknir eyjamanna þegar kirkjan var vígð af séra Bjarna Símonarsyni á Btjánslæk og þá hafi verið í fyrsta sinn sungin hin ódauðiegu lög Sig- valda, Kirkjan ómar öll og Island ögrum skorið, sem hann hefði sam- ið í Flatey og nú voru sungin í messulok. Þá voru afhentar gjafir til kirkj- unnar og má þar til nefna að Sig- valdi Kaldalóns yngri var þarna við- staddur og færði kirkjunni öll söng- lög afa síns og 27 lög eftir Selmu. Jóhannes sagði kostnaðinn við endurbyggingu kirkjunnar 12 millj. en nú væru skuldirnar komnar niður í 3 milljónir og þakkaði hann velunn- urúm kirkjunnar fyrir veitta aðstoð og gjafir sem hún hefði orðið aðnjót- andi. Morgunblaðið/Alfons Hvar er Stebbi hólkur? Ólafsvík - Fyrir tuttugu árum, 9. júlí 1976, var þetta krotsettá annan brúarstöpulinn á Fróðá á Snæfellsnesi en þá fór fram við- gerð á gömlu brúnni. Þeir Bjössi, Stebbi og Gísli hafa verið í brúarvinnuflokknum. Einhver þeirra hefir svo sett nöfn þeirra (og gælunöfn) á stöpulinn. Nú væri gaman að vita hvort þeir eru allir lífs og hvað þeir hafa fyrir stafni. Þeir hafa sjálf- sagt frá mörgu skemmtilegu að segja frá góðviðrissumrinu 1976. Franskir dagar Fáskrúðsfirði - Franskir dagar voru haldnir á Fáskrúðs- firði um síðustu helgi, þar sem minnst var samskipta franskra sjómanna og heima- manna fyrr á öldinni og öldinni sem leið. Dagskráin hófst á föstudag með minn- ingarathöfn í franska grafreitnum þar sem sóknarpresturinn stjórnaði athöfninni, samkór Suðuríjarða söng, ungmenni léku á hljóðfæri. Viðstadd- ur athöfnina var sendiherra Frakka á íslandi og lagði hann blómsveig á minnisvarða í garðinum og auk þess lögðu frönsk ungmenni sem hér hafa dvalið blóm- sveig á minnisvarðann. Að athöfn lokinni var haldið í skrúðgöngu að Búðagrund þar sem tendraður var eldur. Sendiherrann flutti ávarp, síðan var sungið og spilað fram á nótt. Á laugardag voru ýmsar uppákomur, sýningar á frönskum munum og myndum í ráð- húsi og sýning á gömlum munum sem safnað hafði verið í bænum og var þar margt forvitnilegt að sjá. Um kvöldið var stiginn dans í félags- heimilinu Skrúð þar sem var mikið ljölmenni. Morgunblaðið/Albert Kemp í FRANSKA grafreitnum á Fáskrúðsfirði var haldin minningarathöfn í tengslum við franska daga um síðustu helgi. Á sunnudag var hátíðardagskrá í Skrúð þar sem meðal annarra kom fram Guðný Jónsdóttir sópransöng- kona við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar. Þessi franska helgi þótti takast vel og undirbúningsnefnd til sóma. Veðurguðirnir voru hliðhollir og myndaðist skemmtileg úti- stemmning í miðbænum sem lokað- ur var allri bílaumferð meðan á hátíðinni stóð. Fólk sat við borð úti á götu þar sem Hótel Bjarg fram- reiddi kaffi og meðlæti í frönskum stíl. Marga burtflutta Fáskrúðsfirð- inga mátti sjá þessa daga auk þess sem nágrannar komu í heimsókn. Gefið var út sérstakt blað í tilefni hátíðarinnar. Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson GISTIHÚSIÐ Langaholt hefur nú verið stækkað. Aukið gistirými á Langaholti Ólafsvík - Gistihúsið Langaholt á Snæfellsnesi hefir verið stækkað að mun. Nýlega voru tekin þar í notk- un átta rúmgóð herbergi með snyrt- ingu og eru nú tuttugu herbergi í gistihúsinu auk svefnlofts. Hjónin Svava Guðmundsdóttir og Símon Sigurmonsson hafa nú rekið gistihúsið Langaholt í allmörg ár og náð góðum tökum á rekstrinum. Kemur það fram í síaukinni aðsókn að staðnum, jafnt útlendinga sem íslendinga. Það er margt sem dregur fólk á þennan stað. Má þar nefna heillandi fjöru með litfögrum sandi, veiðivötn og glæstan fjallahring. Hæst ber þó að skammt frá blasir við sjálfur „konungurinn“ Snæfellsjökull í allri sinni tign. Þau Svava og Símon segja að jökullinn eigi stærstan þátt í þeirri aukningu sem er í komu ferðamanna á Snæfellsnes ásamt því að sífellt sé verið að auka þjón- ustuna til þess að gera gestum dvöl- ina sem ánægjulegasta. Grunnskóla Suðureyrar færð rausnarleg gjöf GRUNNSKÓLANUM á Suðureyri var færð rausn- arleg gjöf fyrir skemmstu þegar kvenfélagskonur í kvenfélaginu Arsól á Suð- ureyri færðu skólanum 500.000 kr. að gjöf til kaupa á tækjum og búnaði fyrir skólann. Það var for- maður félagsins Ingibjörg Jónsdóttir sem færði Magnúsi S. Jónssyni skóla- stjóra göfina. í þakkarávarpi sem Magnús flutti við það tæki- færi kom fram að Arsólar- konur hafi löngum stutt dyggilega við skólastarfið á Suðureyri með ýmsum hætti. Slíkur stuðningur væri skólanum og byggðarlag- inu mikil hvatning og styrkur og þakkaði Magn- ús kvenfélagskonunum Ljósmynd/Helga Guðný Kristjánsdóttir INGIBJÖRG Jónsdóttir formaður Arsólar færir Magnúsi S. Jónssyni skólæstjóra rausnarlegt framlag Ársólarkvenna til tækjakaupa í Grunnskólann á Suðureyri. sérstaklega fyrir mikið og æskulýðsmála í Súganda- gott framlag til mennta og firði á liðnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.