Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 21 ERLENT Flokksþing repúblikana Buchanan úr flokknum? Washington. The Daily Teiegraph. TALIÐ er, að Pat Buchanan sé svo reiður því að vera bannað að láta til sín taka á flokksþingi bandarískra repúblikana að hann muni hugsanlega segja skilið við flokkinn og bjóða sig fram í for- setakosningunum í haust. Gerði hann það þá fyrst og fremst til að ná sér niðri á Robert Dole, frambjóðanda Repúblikanaflokks- ins, en þeir eru sagðir vera haturs- menn og talast ekki við. „Heilagt stríð“ Stuðningsmenn Buchanans krefjast þess, að hann fái að láta í ljós skoðanir sínar á flokksþing- inu á besta sjónvarpstíma og segja, að það sé ekki nema sjálf- sögð kurteisi við þann, sem náði öðru sæti í for- kosningunum fyrr á árinu. Það eru hins vegar Dole og banda- menn hans, sem skipuleggja flokksþingið, og minnast hryllingi Buchan- Houston fjórum árum þegar hann talaði um „heil- agt stríð um sálir Bandaríkja- manna“. Mæltist þessi ræða illa fyrir hjá mörgum konum og hófsömum kjósendum og repúblikanar vilja ekki brenna sig á því í annað sinn. Til marks um það er, að meðal helstu ræðumanna á flokksþinginu verða fulltrúadeildarþingmaðurinn Susan Molinari, sem er hlynnt fóstureyðingum, og Colin Powell hershöfðingi. Segi Buchanan skilið við Repú- blikanaflokkinn er talið líklegast, að hann bjóði sig fram fyrir Skatt- greiðendaflokkinn en þar er um að ræða hægrisinnuð samtök, sem hafa tilkynnt þátttöku í kosning- unum í haust í 40 ríkjum. Utilokar ekki úrsögn Buchanan sagði í Washington í gær, að hann myndi ekki styðja Dole nema hann væri ánægður með varaforsetaefni hans og þann boðskap, sem frá flokksþinginu bærist. Hann vildi þó ekki gera mikið úr þeim möguleika, að hann segði sig úr flokknum en aftók hann ekki. stjórnbúnaður Þú finnur j varla betri j lausn. i = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Fjórir frambjóðendur Auðkýfingurinn Ross Perot virðist vera að búa sig undir for- setaframboð í annað sinn og því gæti svo farið, að frambjóðendurn- ir yrðu fjórir. Samkvæmt könnum tæki Perot fylgið jafnt frá Dole og Bill Clinton forseta en Buchan- an eingöngu frá Dole. Reuter LÖGREGLUMAÐUR á verði í höfuðstöðvum Lýðræðisflokksins í Jakarta eftir að lögreglan réðst inn í þær um helgina. Rannsókn á orsökum TWA-flugslyssins miðar hægt Vísbendingar enn ekki nógn miklar Smithtown, New York. Reuter. ÞRÁTT fyrir að tvær vikur séu liðn- ar frá því að breiðþota TWA-flugfé- lagsins fórst skammt undan strönd Long Island, segja rannsóknarmenn að enn hafi ekki fundist nægar vís- bendingar til þess að segja með með vissu til um orsök slyssins. í New York Times í gær var fullyrt að sannanir væru nú fyrir því að sprengja hefði verið um borð í vél- inni en Öryggisstofnun samgöngu- mála (NTSB) vísaði þessum fréttum á bug, sagði að vísbendingarnar væru enn of fáar og of veikar til að segja með vissu til um orsökina. Þá tafði veður fyrir rannsókninni í gær en hvasst var og úfinn sjór. Rannsóknarmenn segja að þeir hlutar vélarinnar sem fundust í vik- unni, séu skemmdir eftir að hafa skollið á haffletinum. Rannsókn á hluta úr hreyfli og svörtu kössunum hefur litlar vísbendingar gefið. í frétt New York Times segir að merki um sprengingu hafi sést á lendingarbúnaði vélarinnar og að sprengjusérfræðingar sem rannsak- að hafi búnaðinn telji að sprenging- in hafi orðið nálægt honum. USS Grapple, björgunarskip bandaríska sjóhersins, er nú notað við leitina og spáði James Kallst- rom, næstráðandi Bandarísku alrík- islögreglunnar (FBI), því að meiri vísbendinga væri að vænta á næstu dögum enda er skipið búið öflugum björgunarbúnaði sem getur náð stórum hlutum úr flakinu á land. Yfii’völd segja hins vegar að þar sem aðaláhersla hafi verið lögð á að finna lík fórnarlambanna, hafi hægt nokkuð á rannsókninni. 181 lík hefur nú fundist. Tafir vegna sprengj uhótana Sú kenning þykir enn einna sennilegust, að sprengja hafi sprungið í fremra farangursrými þotunnar, Það sem styður kenning- una er hvernig hlutar úr flakinu hafa dreifst á tvö svæði. Þá eru lík þeirra sem sátu fremst í vélinni verr farin en hinna sem aftar sátu. Björgunarstarfið gengur hægt og líkja kafarar því við að kafa niður á ruslahaug, svo margir hlutar úr flakinu hafi dreifst um hafsbotninn. Meðal þess sem nú er rannsakað, er hveijir hafi haft aðgang að vél- inni, ekki síst hveijir hafi hlaðið hana og hvað hafi verið í flutnings- rýminu. Auk farangurs og póstpoka má nefna hluta úr velli fyrir keilu- spil, sem setja átti upp i París. Breskur sérfræðingur sem vann að rannsókn flugslyssins yfir Loc- kerbie í Skotlandi, er sprengja grandaði þotu Pan Am-flugfélags- ins, mun aðstoða NTSB við rann- sókn málsins. í gær hafði FBI ekki enn tekið formlega við rannsókn málsins af NTSB en búist hefur verið við því. Tafir urðu í í tvígang í innan- landsflugi í Bandaríkjunum vegna sprengjuhótana á þriðjudag. í hvor- ugu tilfellinu fannst sprengja. * Ottast óeirðir í Jakarta Jakarta. Reuter, The Daily Telegrraph. ÓTTAST er að til óeirða komi í Jakarta í Indónesíu í dag þegar réttað verður í máli sem stjórnar- andstöðuleiðtoginn Megawati Suk- arnoputri hefur höfðað gegn stjóm- inni. Yfírmaður hers landsins sagði að allir sem staðnir yrðu að því að „grafa undan öryggi landsins“ yrðu „skotnir á staðnum". Megawati höfðaði mál gegn stjórnvöldum landsins vegna stuðnings þeirra við félaga í Lýð- ræðisflokknum sem steyptu henni sem leiðtoga flokksins í síðasta mánuði. Megawati er dóttir Suk- arno, fyrsta forseta Indónesíu. Skotvopn ef þörf krefur Líklegt þykir að stuðningsmenn Megawati safnist saman við dóms- húsið og til átaka gæti komið milli þeirra og hermanna, sem hafa fengið fyrirskipun um að beita skotvopnum ef þörf krefur til að hindra mótmæli. Að minnsta kosti fjórir menn biðu bana í óeirðum sem blossuðu upp í Jakarta um helgina eftir að lögreglan réðst inn í höfuðstöðvar Lýðræðisflokksins til að bera út stuðningsmenn Megawati sem höfðu hindrað að bandamenn stjórnarinnar kæmust inn í bygg- inguna. 22 byggingar og 93 bifreið- ar voru eyðilagðar í óeirðunum. V erkalýðsleiðtogi handtekinn Yfirvöld í Indónesíu handtóku í fyrrakvöld verkalýðsleiðtogann Muchtar PakpahFan vegna rann- sóknar á óeirðunum. Fréttaskýr- endur segja handtökuna og stað- hæfíngar yfirmanna hersins um að kommúnistar hafi staðið fyrir óeirðunum til að grafa undan stjórninni geta verið upphafið að allsheijarherferð gegn hvers kyns andófi í landinu. Ertu að fara í feritalag? 0009 00900000 Dráttarbeisli - fyrir aftanívagninn grill bretti húdd stuðarar o.fl. Boddíhlutir ° í' ° I • ÍS€ ° O I : | W- fvrir útsvnið WJ 1 1^ 1 írSS isetning á pústkerfum meóan þú bíðurí j- fyrir þægindin r Pústkerfi Fjöðrin í fararbroddi í 40 dr fyrir hljóðið B^ö^búSin JÖÐRIN. Skeifunni 2 simi: 588-2550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.