Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ormstunga frumsýnd í Skemmtihúsinu Morgunblaðið/Golli HALLDORA Geirharðsdóttir og Benedikt Erlingsson leika öll hlut- verkin í Ormstungu sem frumsýnt verður í Skemmtihúsinu í kvöld. Gleðileikur með tragískum endi LEIKRITIÐ Ormstunga verður frumsýnt í Skemmtihúsinu við Laufásveg 22 í kvöld kl. 20. Um er að ræða fjörugan gleðileik með tragískum endi. Leikarar eru einungis tveir, Benedikt Erlingsson og Halldóra Geir- harðsdóttir, sem einnig sér um allan tónlistarflutning. Leikur- inn, sem byggður er á Gunn- laugs sögu ormstungu, gerist á þjóðveldisöld og segir frá örlög- um ungra íslendinga er þá voru uppi. Verkið er eins konar ein- leikur eða öllu heldur dúett tveggja leikara sem bregða sér í fjölmörg hlutverk og leitast við að færa á svið með öllum meðulum leiklistarinnar, lát- bragði, leik tónlist, myndlist, dansi og söng þessa víðfrægu ástarsögu um þau Gunnlaug, Helgu fögru og Hrafn Önundar- son. Þetta ieikhúsform er íslenskt afbrigði af hinu svo kallaða „Commedia del arte“ leikhúsi og skandinavísku einleiksformi sem sænski leikstjórinn og leikhús- sljóri Peros-leikhússins í Stokk- hólmi, Peter Engkvist, hefur þróað með góðum árangri ásamt leikaranum Roger Westberg en þeir komu með sína margverð- launuðu sýningu Hamlet „stand- up“ á Listahátíð 1992. Peter Engkvist er einmitt leik- stjóri þessarar sýningar og hefur hann tekið sér frí frá leiksljórn í Stokkhólmi til þess að vinna hér í Reykjavík að þessu verk- efni og er hann hingað kominn meðal annars fyrir tilstuðlan Teater og dans i Norden. LISTIR________________ Hljómkviða fyrir leir UM SUMA menn er sagt að þeir geti náð hljóði úr hvaða hlut sem er. Sennilega er Guðni Franzson, tón- listarmaður, einn þessara manna. í kvöld mun hann ásamt nokkrum tónskáldum og hjóðfæraleikurum leika hljómkviðu fyrir leir eftir Guðna á leirverk Kolbrúnar Björgúifsdóttur og Eddu Jónsdóttur í Norræna húsinu. Hluti leirverkanna eru leirskúlptúrar sem verða að hljóðfærum í meðförum tónlistarmannanna, önnur eru í raun hönnuð sem hljóðfæri en fela í sér breytilegar myndir eins og aðrir skúlptúrar á sýningunni. Djúpt, skært og skerandi Guðni segir að þær Edda og Kolbrún hafi haft sam- band við sig þegar þær voru að vinna að sýningunni, með þá hugmynd að hægt væri að spila á verkin. „Ég athugaði málið og sum verkin var hægt að spiia á eins og þau voru en sum hönnuðum við í sameiningu sem hjóðfæri. Ég samdi síðan verk við þessi hljóðfæri og tók upp á geisladisk sem spilaður er hér á sýning- unni. Hugmyndin á bak við þetta var sú að fólk getur séð ytra byrði verkanna á sýningunni og heyrt innan úr þeim iíka, hljóð leirsins þegar annað hvort er blásið í hann eða slegið á hann.“ Hljóðið sem kemur úr leirverkunum líkist því svolít- ið þegar blásið er í flöskustút, í sumum þeirra er mjög djúpt hljóð, í öðrum mjög skært og skerandi og allt þar á milli. Guðni líkir því við hljóðið sem ástralska hljóð- færið Didjeridu myndar. „Það er annars kannski helst af öllu hægt að segja að þetta hljóð komi innan frá Sumartónleikar í Skálholtskirkju Framflutningur á messu eftir Jónas Tómasson fyrra hefti Das Wohltemperierte Klavier eftir Bach, en verkið tekur tvær klukkustundir í flutningi og dreifist því á tvenna tónleika. Sunnudaginn 4. ágúst, kl. 15, verð- ur messa Jónasar endurflutt og kl. 17 verður messa með norrærtum kirkjuverkum leiknum á harðang- ursfiðlu. Kl. 21 leikur Alf Tveit frá Noregi ýmsa dansa fyrir harðang- ursfiðlu úr sinni heimabyggð og kl. 22 syngur Voces Thules náttsöng úr Þorlákstíðum. Mánudaginn 5. ágúst, kl. 15 leikur svo Alf Tveit nýja dagskrá tónverka fyrir harð- angursfiðlu eftir landskunna harð- angursfiðlumeistara í Noregi. Á SUMARTÓNLEIKUM Skálholts- kirkju verður á laugardaginn kemur frumflutt messan „Tibi laus“ eftir Jónas Tómasson sem Margrét Bóas- dóttir, Voces Thules og Bachsveitin í Skálholti á barokkhljóðfæri, flytja undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Bandarískur semballeikari, William Heiles, leikur fyrra hefti Das Wohl- temperierte Klavier eftir Bach, en það mun vera í fyrsta skipti sem það er flutt í heild á íslandi. Norskur harðangursfiðluleikari spilar svo dansa úr sinni heimabyggð, Þela- mörk og náttsöngur úr Þorlákstíðum mun hljóma í Skálholtskirkju í flutn- ingi Voces Thules sönghópsins. sembalverk eftir Bach o g dansar frá Þelamörk Efnisskráin verður eftirfarandi: Laugardaginn 3. ágúst kl. 14 mun Jónas Tómasson flytja forspjall um messu sína „Tibi laus“. Kl. 15 verður frumflutningur á messu Jónasar, í flutningi Margrétar Bóasdóttur sópr- ans, Voces Thules og Bachsveitarinn- ar í Skálholti undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Kl. 17 og kl. 21 mun William Heiles semballeikari flytja Morgunblaðið/Golli GUÐNI Franzson leikur á eitt af leirverkunum. og það kannski smýgur inn í mann líka, maður kemst ekki frá því; það er ekki hægt að gera neitt annað þegar maður hlustar á það.“ Leirsinfónía Hljómkviðan eða spunaverk Guðna tekur um 45 mínútur í flutningi og nefnist Leirsinfónía. Verkið verð- ur flutt í sýningarsölum Norræna hússins innan um sýningargripi Kolbrúnar og Eddu. Meðal flytjenda auk Guðna, verða Sveinn Lúðvík Björnsson, Haukur Tómas- son, Áskell Másson, Hilmar Þórðarson, Ríkharður H. Friðriksson, Einar Kristján Einarsson, Eydís Franzdótt- ir og Kolbeinn Bjarnason. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Hnípiii sál í vanda TONIIST Skálholtskirkja SUMARTÓNLEIKAR J. S. Bach: Kirkjukantöturnar Ach Gott, wie manehcs Herzeleid BWV 162 og Liebster Jesu, mein Verlang- en BWV178; forspil úr kantötunum BWV 18 og BWV 182. Margrét Bóas- dóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurð- arson bassabarýton og Bachsveitin í Skálholti undir forystu Jaaps Schröders á fiðlu og viólu. Skálholts- kirkju, laugardaginn 27. júlí kl. 17. SEINNI tónleikar Sumartónleik- anna í Skálholti á laugardaginn var, hófust á „Sinfóníu" eða for- spili úr kantötunni Gleichwie der Regen und Schnee vom Himmel fáilt frá Weimartíð Bachs, eða kringum árið 1713; meðalhægum andanteþætti í þrískiptum takti, þar sem notkun tveggja blokkflautna bar vott um eldri kantötuhefð. Var forspilið hið þokkalegasta flutt, ut- an hvað únís-strengjakaflamir virt- ust, einhverra hluta vegna, ekki stemma nógu vel. Ekki bar þó á þeim vanda það sem eftir var. Meginefni tónleikanna voru tvær einsöngskantötur frá Leipzigárun- um af svokallaðri samtalsgerð, þar sem ræðast við hnípin mannssálin (sópran) og huggarinn Jesús (bassi). Fyrri kantatan var kórlaus með öllu; í þeirri síðari var aðeins lokakórall. Lýsir kantatan „Æ Guð, hve mörg er næðan stríð“ leiðinni frá hinum stundlegu þjáningum jarðvistar til himneskrar sælu, og virtist „frjálsleg" þýðing Guðmund- ar Óla Olafssonar í tónleikaskrá furðulipur; jafnvel sönghæf. Fyrsti þáttur var dúett, þar sem Margrét Bóasdóttir söng sálarhlut- verkið á löngum cantus firmus lengdargildum sálmalagsins, meðan Ólafur Kjartan Sigurðarson fór með hið viðameira og hreyfanlegra radd- hlutverk Jesú. Tempóið var e.t.v. aðeins of hægt, en vel var leikið, og þau Margrét fóru ágætlega með sitt. Sérstaklega kom Ólafur Kjartan á óvart. Hann hefur hingað til ekki komið mikið við sögu í íslenzku tónlistarlífi, enda mun hann enn í framhaldsnámi erlendis, en óhætt er að segja, að frammistaðan hafi lofað mjög góðu. Bassabarýton- röddin er stórefnileg, hljómfögur og kröftug. í sönglesinu næst á eftir sýndi Ólafur skínandi góða textatúlkun, sem bar vott um góðan ljóðasöngvara, og í lokadúettinum, „Ich hab’ fúr mich ein’ schwere Reis’“, þar sem sama þríhljómsfrum og í E-dúr fiðlukonsertinum góð- kunna reis fagnandi í byijun hvers hljómsveitartuttis, var hann hreint frábær. Breytti engu í meginatrið- um, þó að hann gerðist áberandi óstyrkari í hinni erfiðu einsöngsaríu seinni kantötunnar; Ólafur Kjartan er greinilega á réttri leið, og verður forvitnilegt að heyra í honum, þeg- ar hann lýkur námi. Örlítil athugasemd um hljóðfæra- skipan. Andstætt ríkjandi venju bar- okkmanna að styrkja aðeins tvær efstu strengjaraddir (1./2. fíðlu) og fylgibassa tvíblöðungsblásurum, er í raddskrá Bachs fyrir þessa kantötu einnig gert ráð fyrir „Taille“ með víóluröddinnni, og mun annar hinna tveggja óbóleikara tónleikaskrár hafa gegnt því hlutverki á veiðióbó eins og vera bar, þótt ekki væri þess getið í tónleikaskrá. Á móti vantaði óbóleikara með 2. fiðlu, og er hljómsveit sem kennir sig við upprunalegan flutningsmáta vart sæmandi að halla þannig réttu máli, jafnvel þótt lítið beri á og fjárhagur sé þröngur. í því sambandi mætti hvetja umsjónarmann tónleikaskrár til að geta áhafnar (instrumentar- ium) hverrar kantötu, enda oft býsna ólík hljóðfærskipan í einstökum kantötum, að ógleymdri raddgerð fyrir hvert söngatriði (sópran, bassi o.s.frv.) og flytjendum fylgiradda (obbligati), til aukins hagræðis fyrir áheyrendur. Einnig er óþarfi að láta textahöfund liggja í þagnargildi, jafnvel þótt erlendur sé. Sónatan úr „Himmelskönig, sei willkommen" brúaði bilið að seinni kantötu dagsins. BWV 182 var samin fyrir pálmasunnudag og fjall- aði þar af leiðandi um innreið Jesú í Jerúsalem; yndisleg hjarðsæla í anda „Schafe können sicher weid- en“, er minnti frekar á fæðingu frelsarans en á sigurgöngu, enda sigurinn sem kunngt er ekki unninn fyrr en með upprisunni. Hin fallega blásna einleiksblokkflauta var ef að líkum lætur í höndum Ragnheið- ar Haraldsdóttur (ekki tekið fram í tónleikaskrá) við undirplokk strengja, og leiddi þessi íðilfagri þáttur enn sem oftar hugann að þeim ótæmandi fjársjóð sem hinai 250 varðveittu kantötur Bachs eru að hugviti og makalausri fjöl- breytni. Þvínæst kom að hinni velþekktu „Ljúfi Jesú, lausnin þreyða“ frá 1726. Heittrúarlegar útleggingar textahöfundar byggja á frásögninni um Jesúm í musterinu, og var hlut- ur Margrétar Bóasdóttur nú öllu meiri en í fyrri kantötunni. Söng hún margt geysivel, Rödd hennar er í senn létt og hljómmikil í hæð- inni, en hættir enn til að minnka fullmikið í styrk og jafnvel breyta um karakter á neðra sviði, eins og heyrðist hvað skýrast í námunda við orðin „Wie lieblich ...“ í seinna sönglesinu. Hin mikilvæga inngangsaría var samt glæsilega sungin, og þó að sum stökkin í sönglesi sópransins í fyrri kantötunni hafi verið svolítið óörugg, myndi reynsla Margrétar og hæfileikar óefað fara langt með að tryggja henni sérstöðu í Bach- flutningi á íslandi, um leið og tekst að ná sannfærandi jöfnun milli tón- sviða. Ennfremur risu sumar langar nótur hennar í samsöng við Olaf óþarflega mikið í styrk og minntu á árdaga upprunaflutnings, þegar allt var sett á oddinn, sérstaklega „klukkudýnamíkin" - til stórskaða fyrir pólýfóniskt raddjafnvægi. Sem betur fer hafa menn síðan séð sig um hönd. Flytjendur fylgiradda léku ágæta vel. Peter Tompkins hefur tileinkað sér allt að því elegantan tón á bar- okkóbó og féll einkar fallega að einsöng Margrétar. Rut Ingólfs- dóttir virtist og hafa lítið fyrir hin- um krefjandi obbligato-fiðluparti í aríu Olafs, „Hier in meines Vaters Statte“, þó að tempóið hafi verkað aðeins of rólegt. í heild voru þetta vandaðir og skemmtilegir tónleikar, enda við- fangsefnin í úrvalsflokki, og hlutu áheyrendur óvænt þá ánægju að leikslokum að spreyta sig á fjór- rödduðu kórhlutverki í lokakóraln- um, því nótum hafði áður verið út- býtt við innganginn í sama tilgangi. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.