Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 25 LISTIR „FJÖLSKYLDAN" eftir hinn sjálflærða Peter Anderson fékk önnur verðlaun. Portrett á uppleið ÁHUGI á andlitsmyndum, portrettum, hefur aukist mjög í Bretlandi og fyrir skemmstu voru afhent verðlaun í sam- keppni um slíkar myndir. Sig- urvegarinn, James Hague, hlaut sem svarar til einnar milljónar í verðlaun fyrir sjálfsmynd sína. Hún er til sýn- is ásamt öðrum verðlaunaverk- um í National Portrait Gallery í London. Stofnað var til verðlaunanna árið 1980 til að hvetja unga myndlistarmenn til að mála andlitsmyndir en á þeim tíma þótti lítið varið i slika mynd- list. Þetta hefur breyst og segja dómarar að margar mjög góðar myndir hafi verið á meðal þeirra 772 verka sem bárust í keppnina. Búist er við því að mikill fjöldi manns muni skoða sýningu á verðlaunaverk- unum, gestir í fyrra voru 140.000, sem er helmingi meira en árið þar á undan. Þá hefur listas'afnið ekki undan að svara fyrirspurnum frá fólki sem vill láta mála af sér myndir. Ánægjulegast segir formaður dómnefndar þó vera hvernig. Sjálfsmyndin sem hlaut fyrstu verðlaun er eftir James Hague. portrettið hafi þróast en það hafi um áratuga skeið verið fast í því fari og þeirri hefð sem skap- ast hafi á síðustu tveimur öldum. Þessi greinhafi gengið í gegnum ýmsar þrengingar, t.d. í báðum heimsstyrjöldunum en hún hafi ævinlega risið upp úr öskus- tónni. Svo sé einng nú. Tekist á um Britten Deilt um tónlist o g mannkosti Benjamins Brittens HART er nú deilt um hvort heiðra eigi tónskáldið Benjamin Britten með því að reisa af honum styttu í heimabæ hans. Britten bjó um þrjá- tíu ára skeið í bænum Aldeburgh og er grafinn þar. Deilan stendur ekki aðeins um hvort tónlist Britten muni lifa heldur einnig um það hvern mann tónskáldið hafði að geyma, að því er segir í The Independent. Það er Malcolm Williamson, tón- listarstjóri drottningar, sem hefur andmælt hugmyndinni um að heiðra Britten. Williamson bendir á að fimmtíu ár hafi liðið frá dauða Edw- ard Elgar þar til reist var stytta af honum í heimabæ hans, og hafi hann þó verið mun merkara tónskáld en Britten. Segir Williamson að tónlist Brittens muni ekki lifa. Þá telur Williamson að athyglin muni á næstu árum beinast æ meira að einkalífi Brittens og að þar muni ýmislegt ófagurt líta dagsins Ijós. Tveir áratugir eru liðnir frá láti tón- skáldsins og hafa vinir hans reynt að veija minningu hans. Snúist gegn Britten Williamson segir sannleikann að hluta til hafa komið í ljós í ævisögu Brittens sem út kom árið 1992 en þar segir höfundurinn, Humphrey Carpenter, frá því að Britten hafi kysst og faðmað kórdrengi. Segir Williamson að fjöldi bóka um Britten muni koma út á næstu árum þar sem samkynhneigð hans, svo og hneigð hans til ungra drengja, verði umfjöll- unarefnið. Spáir hann því að almenn- ingsálitið muni snúast gegn Britten, enda sé af nógu að taka. Nefnir Williamson, sem var þó einn af vinum Brittens, að tónskáldið hafi dvalið í Bandaríkjunum í heims- styijöidinni síðari til að komast hjá því að vera sendur á vígstöðvarnar. Þá segir hann Britten hafa verið lævísan og leikið tveimur skjöldum; hann hafi verið sér afar góður en einnig ákaflega grimmur. Segir Will- iamson að þegar hann hafi unnið að minningarþáttum um Britten skömmu eftir dauða hans hafi hann mátt taka á honum stóra sínum til að segja ekkert óviðeigandi. Nú sé hins vegar kominn tími til að sann- leikurinn komi í ljós. Til varnar Britten Ummæli Williamsons hafa vakið hörð viðbrögð í Bretlandi og hefur Britten-Pears-stofnunin farið þar fremst í flokki. Henni var komið á fót til að reka eignir Brittens eftir lát hans, en hún heitir eftir tónskáld- inu og sambýlismanni hans, Peter Pears. Stofnunin andmælti útkomu bókar Carpenters fyrir ijórum árum og segir ummæli Williamsons nú vera „sérviskuleg" og röng. Tónlist Britt- ens sé flutt æ víðar um heim og að fullyrðingar um að Britten hafi kom- ið sér hjá herskyldu séu ósannar. Hann hafi snúið aftur til Bretlands er stríðið stóð sem hæst, árið 1942. Lét einn stuðningsmanna Brittens, Alexander Goehr, prófessor í tónlist og tónskáld, hafa það eftir sér að best væri ef menn hættu að fjalla um einkalíf tónskálda og einbeittu sér að tónlistinni einni og sér. / af.vöru | Switchback Fullt verð kr. 36.820 Útsöluverð kr. 22.091 Brúsi, brúsahaldari og stelltaska fylgja , með í kaupum á Switchback. Aita Fullt verð kr. 59.852 Útsöluverð kr. 47.881 20% afsláttur Hilltopper Fulít verð kr. 46.851 Útsöluverð kr. 37.481 20% afsláttur takmarkað maic Sycamore Fullt verð kr. 39.900 Útsöluverð kr. 31.919 20% afsláttur Threshold Fullt verð kr. 29.900 Útsöluverð kr. 20.930 30% afsláttur Maneuver Fullt verð kr. 25.556 Útsöluverð kr. 17.889 30% afsláttur 30% afsláttur af öllum fylgihlutum s.s. brettum, dekkjum, hraöamælum, hnökkum, bögglaberum, brúsahöldurum, demparastömmum, táklemmum ofl Kúji 50% ■__^ afsláttur G.A.PETURSSON ehf Faxafeni 14 • Sími 568 5580 ?• ■ aididuui iJQQO af hjálmum sértilboð á fylqihlutum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.