Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Grænn dans SARAH Wilder í hlutverki gul- rótar og Michael Nunn sem baun í nýjasta dansverki Twylu Tharp, „Mr. Worldly Wise“ (Herra Sigldur) sem sýnt er í Covent Garden þessar vikurnar. Þetta er fyrsta verkið sem Tharp semur fyrir Konunglega breska ballettinn. Hreyfi- myndaverk í Slunkaríki MAGNÚS S. Guðmundsson 9pnar sýningu í Slunkaríki á ísafirði. laugardaginn 3. ágúst klukkan 16. Til sýnis eru hrey- fimyndaverk unnin á mynd- band. Þetta er 6. einkasýning Magnúsar en hann hefur tekið þátt í fjöida samsýninga heima og erlendis. Sýningin stendur yfir til 16. ágúst og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 16-18. Með fóiki og englum BOKMENNTIR Ljóð f ENGLAKAFFI HJÁ MÖMMU eftir Önnu S. Bjömsdóttur. Útgef- andi: Starkaður Öm. Reykjavík 1996 49 bls. ÞAÐ hefur einkennt bækur Önnu S. Bjömsdóttur hversu vandað er til þeirra bæði hvað varðar inntak og útlit. Er það nokkuð í samræmi við draumkennda mynd- og táknveröld bókanna og er nýútkomin bók Önnu, í englakaffi hjá mömmu engin und- antekning frá þessu. Anna er í mínum huga fyrst og fremst skáld tilfmninga og kennda og tekst stundum að miðla þeim nokkuð vel, en stöku kvæði fínnst mér þó vera of fyrirsjáanleg. Bók sinni skiptir Anna í fjóra hluta og er seinasti hlutinn ljóð ort á dönsku. Bestur þykir mér annar hlut- inn, Að leiðarlokum, sem ortur er eftir dauða móður. í titilljóð bókar- innar dregur skáldkonan upp hug- Ijúfa og eftirminnilega ljóðmynd: Mikið er þetta fallegt lag sagði mamma þegar sungið var um englana á 17. júní. Hún sem var ekki trúuð en sagði jafnframt að guð hefndi fyrir hana. Nú er gamli kaupmaðurinn á horninu líka dáinn. Vonandi er hann núna í englakaffi hjá mömmu. Ég hygg að Anna yrki best þegar hún lætur slíkar myndir standa sjálfstæðar án tákna og annarrar myndnotkunar. Það er líka eins og henni láti betur að yrkja þegar átök, lífsbarátta og jafnvel sálarháski setji mark sitt á kvæðin. Má í því samhengi benda á annað áhrifasterkt ljóð, A lífí. Hins vegar hættir henni stundum til að treysta um of á lýsingarorð til að túlka kenndir sínar og upplifanir, t.d. orðið falleg. Slík orðanotkun er ekki líkleg til að færa þær yfir til lesenda heldur segir okkur einungis skoðun höfundarins. Sömuleiðis fínnst mér Anna nota fullmikið algeng tákn og mikið not- aðar myndir í sama tilgangi þannig að hætta er á að kvæðin verði dálít- ið klisjukennd og færi því lesanda enga Dæmi nýja reynslu. um þetta er kvæðið Djásn, þar sem gríma, djásn, viðjar gærdagsins og morgun- döggin varða veginn. Undir grimunni er vangi þinn þreyttur af sorg. Undir grimunni er barnið blíða að leita að djásnum bak við grímuna eru dagar sem enn hafa ekki tekið enda. Anna S. Björnsdóttir Við þetta vegalausa fólk í viðjum gærdagsins. Göngum á morgundögginni og látum grimuna falla leitum okkur djásna og endalausra i í englakaffí hjá mömmu er þó að mínu mati mun sterkari og persónu- legri bók en seinasta Ijóðabók Önnu. Skáldkonunni tekst víða betur að túlka kenndir sínar og tilfinningar en áður og sum ljóðin eru mjög fram- bærileg. Skafti Þ. Halldórsson. „Á heimaslóð“ MYNDLIST Kirkjuhvoll - Lista- setrió á Akrancsi MÁLVERK, HÖGGMYND- IR, VEFNAÐUR O.FL. Samsýning 11 brottfluttra lista- manna. Opið kl. 14-16:30 alla daga til 4. ágúst; aðgangur kr. 250 Það hefur verið í gangi stöðugt og vaxandi sýningarstarf í lista- setri Akurnesinga síðastliðið ár, þó í fæstum tilvikum hafi það far- ið hátt í fréttum. Haldnar hafa verið einkasýningar og samsýning- ar, sem i sumum tilvikum hafa tengst öðru sýningarhaldi viðkom- andi listamanna eða hópa, og er slík sam- vinna athyglisverður þáttur í menningarlíf- inu víða um land. Vert væri að fjölmiðlar fylgdust betur með slíkum atburðum og kynntu reglulegar en raunin hefur verið til þessa. í þessu glæsilega húsi og fyrrum prests- setri hefur í sumar staðið yfir samsýning verka frá hendi hóps listamanna sem eiga uppruna sinn að rekja til Akraness, en stunda nú list sína annars staðar; sýningunni hefur verið gefín yfirskrift í samræmi við þessa tengingu og kallast „Á heimaslóð". Þennan hóp skipa þau Arndís Guðmundsdóttir, Auður Vésteinsdóttir, Erla Sigurðardótt- ir, -Gyða L. Jónsdóttir, Hjálmar Þorsteinsson, Jónína Guðnadóttir, Sara Björnsdóttir, Sesselja Björns- dóttir, Sigríður Rut Hreinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Vignir Jó- hannsson. Það er mikil breidd í þessum hópi sýnenda, og hefði verið ráð að þrengja hann, því ýmsir sem eru komnir skammt áleiðis eiga hér greinilega litla samleið með þeim, sem hafa náð lengra á vett- vangi. Er helsta hættan við sam- sýningar af þessu tagi að of mikið sé tekið til skoðunar, fremur en að láta það besta njóta sín þeim mun betur. Hér ber hæst verk þeirra Jónínu Guðnadóttur og Vignis Jóhanns- sonar, en auk þess má einnig benda til verka Auðar Vésteinsdóttur og Sesselju Björnsdóttur. Við upp- setningu sýningarinnar hafa verk þeirra verið notuð sem eins konar áherslupunktar í yfirferð um húsið, og njóta þau sín ágætlega í því hlutverki. Jónína hefur undanfarin ár í vaxandi mæli unnið sín leirverk sem eiginlegar höggmyndir, og jafnframt notað til þess önnur efni. Hér sýnir hún nokkur verk á þess- um grunni, og ber þar hæst „Gull- ið sólsetur“ og samsett verk, sem er nefnt eftir hnattstöðum hinna helgu íjalla Keilis á Reykjanesi og Fujiyama í Japan; þessar andstæð- ur austurs og vestur, dags og nætur koma skýrt fram í þeim lit- um, sem hér er að finna. Auður sýnir sex lítil verk úr ull, og er vert að benda á vel heppnað samval lita, einkum í þeim verkum sem hún nefnir „Haustljóð". Ses- selja sýnir fjögur olíumálverk, þar sem myndefnið líkt og birtist und- ir mistri yfirborðs flatanna, t.d. í „Aðeins undir vatnsfletinum". Arndís Guðmundsdóttir er ung kona sem lauk námi í grafískri hönnun á síðasta ári, en hún sýnir hér m.a. hönnun sína á spili og leik sem nefnist „Klakahöllin"; það er skemmtilega gengið frá þessu efni, sem sýnir að grafísk hönnun getur víða notið sín. Loks ber að nefna verk Vignis Jóhannssonar, sem njóta sín vel í því rými sem þeim er ætlað á efri hæð listasetursins. Vignir er kunn- astur sem listmálari en hefur í raun verið afar íjölþreifínn í sinni listsköpun og víða komið við; hér sýnir hann tvö einþrykk og þijár höggmyndir, sem saman mynda heild, sem hann nefnir „Sérstök nánd“. Þessi einföldu en markvissu verk eru unnin í tré og málm, og skemmtilega únnir stöplarnir mynda afar virkan hluta af hveiju verki. Eins og áður segir er það mis- jöfn sýning, sem hér er á ferðinni, en hið besta hér gerir hana vel heimsóknarinnar virði. Er því rétt að benda enn og aftur öllum ferða- löngum sem leið eiga um staðinn að líta inn á listasetrið jafnt sem byggðasafnið á Görðum, sem ber sögu og menningu Skagans gott vitni. Eiríkur Þorláksson LISTASETRIÐ Kirkjuhvoll á Akranesi. Sænska bókmenntaþýð- andanum, Inge Knuts- son, var veittur riddara- kross hinnar íslensku Fálkaorðu í vikunni fyr- Höfundar verða bara að treysta þýðandanum ir störf sín að kynningu á íslenskum bókmennt- um í Svíþjóð. Þröstur Helgason ræddi við Inge í tilefni þessa en hann hefur þýtt' meira en fjörutíu íslensk verk á sænsku á 22 árum. „ÞAÐ VAR í rauninni tilviljun að ég fór að læra íslensku. Ég var að læra bókmenntasögu við háskólann í Lundi í Svíþjóð og í því námi þótti æskilegt að maður læsi Norðurlandamál. Eg tók því meðal annars námskeið í fomíslensku og fannst málið mjög spennandi. Það vildi þá svo vel til að í boði var einnig námskeið í nú- tíma jslensku sem ég sótti. I framhaldi af því keypti ég mér íslensk- sænska orðabók og fyrstu íslensku bækum- ar mínar sem voru Bréf til Lám og í Unuhúsi eftir Þórberg Þórðarson. Ég barðist í gegnum þær með miklum erfíðismun- um, þurfti að fletta upp öðra hveiju orði í orða- bókinni. Hingað kom ég svo I fyrsta skipti árið 1975 og var þá búinn að vera að lesa íslensku í um fimm ár, ég kunni hins vegar lítið að tala málið. Þetta er vafalaust ekki besta leiðin til að læra tungumál eri þetta gekk.“ Þannig lýsir sænski bókmenntaþýðandinn, Inge Knutsson, fyrstu kynnum sínum af ís- lenskri tungu en hann er einn afkastamesti þýðandi íslenskra bók- mennta fyrr og síðar. Ríflega fjörutíu íslensk- ar bækur hafa komið út í Svíþjóð í þýðingum hans á síðustu 22 árum. Fyrsta þýðingin kom út árið 1974 og var Ijóðasafn sem inni- hélt verk eftir sjö íslensk ljóðskáld, Inge Knutsson þeirra á meðal Einar Braga, Þorstein frá Hamri og Hannes Sigfússon. Önnur bókin var svo Guðsgjafaþula Halldórs Laxness sem kom út ári síðar. „Laxness er í miklu uppáhaldi hjá mér og þá sérstaklega bækur hans frá því eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaunin, eins og Brekku- kotsannáll.“ Erfitt að þýða úr íslensku Inge segir það vandasamt að þýða úr íslensku. „Það eru svo mörg göm- ul orð í íslensku en svo er hins vegar ekki um sænskuna. Það má því ekki falla í þá gryfju að fyrna sænskuna þegar maður þýðir íslenskan texta. Ég hef það að leiðarljósi að vera ekki að eltast við öll smáatriði í frum- textanum heldur að reyna frekar að koma honum til skila á sem eðlileg- astri sænsku. í þessum efnum verða höfundar bara að treysta þýðandan- um.“ Aðspurður segist Inge vera að vinna að þýðingu á tveimur íslensk- um skáldverkum sem stendur. „Ég er að þýða skáldsögu Guðbergs Bergssonar, Sú kvalda ást sem hug- arfylgsnin geyma. Guðbergur er geysilega skemmtilegur höfundur og ég vonast til þess að fá að þýða fleiri bækur hans. Svo er ég að þýða bók sem lögð verður fram til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs á næsta ári en eins og gefur að skilja get ég ekki sagt frá því hvað hún heitir á þessari stundu." Mjög stoltur Inge er nú hér á landi til að taka við riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu úr hendi forseta íslands. „Mér þykir mikil upphefð að því að hljóta þessa orðu. I Svíþjóð eru það nánast einungis opinberir starfsmenn og menn úr viðskiptalífinu sem hljóta þennan heiður. Þetta er kannski eitt- hvert séríslenskt fyrirbæri að veita mönnum orðu fyrir störf í þágu menningar og lista. Ég er mjög stolt- ur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.