Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 27 AÐSENDAR GREIIMAR Svínvetningabúð á Hveravöllum Munu björtustu vonir skipuleggjenda rætast? SVO SEM marga mun reka minni tií, hafnaði skipulagsstjóri ríkisins þeirri tillögu Svínvetninga um deili- skipulag Hveravalla- svæðisins, sem þeir lögðu fram á liðnum vetri. { því deiliskipu- lagi var gert ráð fyrir stórri þjónustumiðstöð í námunda við hverina, 600-900 fermetra að stærð, svo sem fyrr hafði verið staðfest í aðalskipulagi, en jafn- framt var byggingar- svæði framtíðarinnar aukið um 1500 fer- metra, án þess þó að aðalskipulag heimilaði það. Þessi mikla þjónustu- miðstöð verður hér til hægðarauka kölluð Svínvetningabúð (sbr. t.d. til hliðsjónar Skagfirðingabúð, stór- verslun Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, sem rekin er þar með miklum glæsibrag í mun minni húsa- kynnum en hér um ræðir). Hins vegar kom í ljós m.a., að allar nauð- synlegar umhverfisrannsóknir skorti á svæðinu áður en unnt væri að stað- festa hugmyndir Svínvetninga um að reisa allt að 2400 fermetra stór- hýsi (Svínvetningabúð), jafnvel þótt í áföngum yrði. Var þess krafist, að Svínvetningar létu gera umhverfis- mat á svæðinu, sem tæki til um- hverfisáhrifa á Hveravöllum vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda. Þessi niðurstaða skipulagsstjórnar byggðist á alvarlegum og ítarlegum athugasemdum fjöl- margra aðila, opinberra stofnana jafnt sem fé- lagasamtaka, þar sem hinum stórfelldu bygg- ingaráformum var ein- dregið mótmælt með veigamikum röksemd- um. Þessa dagana vinna nú menn á vegum Svínvetninga af krafti við þær rannsóknir, sem óskað var að gerðar yrðu, og er kostað kapps um að ljúka þeim sem fyrst. Svo skjótt sem unnt er mun nýtt deiliskipulag síðan líta dagsins ljós og verða auglýst til umsagnar. Bíða þess nú margir með nokkurri foi’vitni að sjá hvað þá mun koma á daginn. Lesendum til glöggvunar á kjarna máls, þykir rétt að láta hér fylgja beina tilvitnun í bókun fundar fram- kvæmdastjórnar Ferðamálaráðs Is- lands, sem fram fór 30. janúar s.I., en þar er fjallað um fyrrnefndar byggingarhugmyndir. Lá þessi mik- ilvæga bókun fyrir skipulagsstjórn ríkisins, er hún tók fyrrnefnda ákvörðun sína. Þar segir m.a.: „Það er [...] skoðun framkvæmda- stjórnar að vernda þurfi ímynd há- lendisins sem lítt snortins svæðis og ástæða Sé til að ljúka heildarskipu- lagi á hálendinu áður en farið er að skipuleggja einstaka svæði [...] Framkvæmdastjórnin minnir á til- lögur, sem fram koma í skýrslu sam- gönguráðuneytisins, „Ferðamál á íslandi", útg. apríl 1983 og tekur undir þá tillögu, sem gerir ráð fyrir að þjónustumiðstöðvar verði stað- settar á jaðri hálendisins. Slíkt auð- veldar stjórnun og takmarkar frekar viðveru fólks á hálendinu og hlífir viðkvæmri náttúru ... Þá minnir framkvæmdastjórnin á að á opinni ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs 1991 var eftirfarandi samþykkt: „Nauðsynlegt er að miðhálendi ís- lands verði sett undir eina skipulags- stjórn ’og svæðið skýrt afmarkað og skilgreint. Ferðamálaráðstefnan tel- ur að stefna beri að því að gera hálendið allt að einum þjóðgarði". Með tilliti til þess, er að framan hefur verið sagt, er framkvæmda- stjórn Ferðamálaráðs mótfallin frek- ari uppbyggingu á Hveravöllum sem og öðrum stöðum á hálendinu fyrr en gengið hefur verið frá heildar- skipulagi um framtíðarnýtingu há- lendis Islands." Skoðun þeirra, sem kallaðir eru til formlegrar ábyrgðar á sviði ís- lenskra ferðamála, á áforhium um byggingu Svínvetningabúðar verður vart betur lýst en með framan- greindum orðum. En Náttúruvernd- arráð íslands, sem á að framfylgja náttúruverndarlögum og reglum um friðlýst svæði og hefur um árabil verið samstarfsaðili Ferðafélags ís- lands á Hveravöllum, tók jafnframt afstöðu til deiliskipulagsins. í um- sögn þess er m.a. vísað til fyrri at- hugasemda ráðsins um aðalskipulag Svínvetninga fyrir Hveravallasvæðið frá 1993, en í þeim hafði m.a. verið lögð áhersla á það að „Hveravellir Æl Páll Sigurðsson FRÁ Hveravöllum Það þarf öfluga sam- stöðu, segir Páll Sig- urðsson í þessari fyrstu grein af fjórum um umhverfisvernd og vist- væna ferðamennsku. yrðu einungis áningarstaður þar sem lágmarksaðstaða væri til staðar". Við staðfestingu aðalskipulagsins hafði hins vegar ekki verið tekið mark á fyrrnefndu áliti þess opin- bers aðila, sem lögum samkvæmt fer með yfirumsjón friðlandsins á Hveravöllum. Samvinnunefnd um svæðisskipu- lag miðhálendisins, sem umhverfis- ráðherra skipaði skv. lagaheimild frá 1993, leggur til í umsögn sinni um deiliskipulagið, að uppbyggingu ferðamannaaðstöðu verði haldið í lágmarki á hálendinu og að megin- áhersla verði lögð á uppbyggingu þjónustu á jaðarsvæðum þess. En frjáls félagasamtök - auk Ferðafélags íslands - létu einnig í sér heyra. I athugasemdum sínum við deiliskipulagið hármaði t.d. ís- lenski Alpaklúbburinn þá skamm- sýni, sem felist í tilllögum þeim, er lagðar hafi verið fram um framtíð- arskipulag Hveravalla, og var m.a. bent á, að ferðamenn á leið um há- lendið leiti ekki að stórum þjón- ustumiðstöðvum þar heldur vilji þeir njóta óspillts útsýnis og einfaldra ferðahátta. Þá varaði t.d. ferðafélag- ið Útivist við hugmyndum um um- fangsmiklar nýbyggingar á Hvera- völlum og í næsta nágrenni svæðis- ins en iagði áherslu á að ósnortna náttúru beri að veija sem eina mestu auðlind þjóðarinnar. Þess er að vænta, að framan- greindir aðilar muni af fremsta megni leitast við að framfylgja fyrr- nefndum skoðunum sínum, hver á sínum vettvangi, og þeir mega treysta því, að þær hafi nú áunnið sér öflugt fylgi meðal þjóðarinnar. Þess ættu stjórnmálamenn einnig að vera minnugir. Vera má að enn verði unnt - þótt uggvænlega horfi nú - að koma í veg fyrir að björt- ustu vonir skipuleggjenda um bygg- ingu Svínvetningabúðar á Hveravöll- um komist til framkvæmda á rústum sæluhúsa Ferðafélagsins þar. Til þess þarf öfluga samstöðu meðal þeirra fjölmörgu, sem láta sig varða umhverfisvernd og vistvæna ferða- mennsku. Höfundur er forseti Ferðafélags Islands. Hveravellir - Hafa skal það er samiara reynist AÐ undanförnu hafa nokkur blaðaskrif orðið vegna þeirrar skipu- lagsvinnu sem Svínavatnshreppur er að láta vinna á Hveravöllum. Hafa ýmsar greinar sem birst hafa um þetta merka skipulagsstarf verið ærið neikvæðar og í þeim sumum hefur að mínu mati gætt verulegs misskilnings og ókunnugleika. Vil ég hér á eftir greina frá nokkrum staðreyndum sem varpa ættu ljósi á stöðu mála. Þvi hefur á sumum stöðum verið haldið fram að Svínavatnshreppur ætti ekkert með að skipuleggja land á hálendinu. Því er til að svara að samkvæmt skipulagslögum eru öll sveitarfélög á landinu skipulags- skyld. Þessari skipulagsskyldu hefur Svínavatnshreppur verið að fram- fylgja og var fyrst sveitarfélaga til að láta vinna aðalskipulag inn á miðhálendið. I framhaldi af því var síðan hafist handa við gerð deili- skipulags fyrir Hveravelli. Ljóst er að Auðkúluheiði öll og þar með tald- ir Hveravellir eru innan stjórnsýslu- marka Svínavatnshrepps. Á einhveijum stöðum hefur verið efast um eignarhald heimamanna á Hveravöllum. Eignarhaldið er skýrt. Þann 5. júlí 1918 keyptu Svína- vatns-, Torfalækjar-, og Blönduós- hreppur Auðkúluheiði af landssjóði og undirritaði ráðherra Islands afsal- ið fyrir landssjóðsins hönd. Þar kem- ur fram að Auðkúluheiði er seld „með öllum gögnum og gæðum. Þó eru undanskildir námar í jörðu sem og fossar, sem þar kunna að vera“. Samkvæmt afsalinu eiga heimamenn því Auðkúluheiði ásamt öilum rétt- indum öðrum en þeim sem sérstak- lega eru tilgreind í afsalinu. St'ðan hefur það gerst að Svínavatns-, og Torfalækjarhreppur hafa keypt hluta Blönduóss í heiðinni. í umíjöllun hrepps- nefndar Svínavatns- hrepps um Hveravelli kemur fram að ekki megi ofbjóða staðnum á neinn hátt. Vemdun svæðisins er höfð að leiðarljósi. Einnig að hjálpa náttúmnni við að byggja upp, eins og kostur er, það sem farið hefur aflaga á undan- förnum áratugum. Gert er ráð fyrir að þjónustumiðstöðin verði á einni hæð og að þar verði hægt að hýsa far- þega úr einni rútu. Þá verði í húsinu móttöku- herbergi fyrir ferðafólk, hreinlætisað- staða, eldhús, aðstaða fyrir starfs- fólk, geymslur, þjónusta við tjald- stæði o.fl. Við útreikning á stærð sérhvers þjónustuhlutar í húsinu er miðað við lágmarksstærðir sam- kvæmt gildandi heilbrigðisreglugerð og verður útkoman þá sú að húsið verður um 600 fermetrar. Hveravellir eru sérstakur staður á miðhálendinu. íbúar hér norðan fjalla hafa jafnan litið til staðarins með ákveðinni lotningu og eiga þjóðsög- urnar um Eyvind og Höllu eflaust sinn þátt í því. Hins vegar hafa sum mannanna verk á svæðinu valdið okkur vonbrigðum. Eldra sæluhús Ferðafélags ís- lands var reist í fullri sátt við heima- menn og er óhreyft samkvæmt skipulagshugmyndum okkar. Hins vegar var nýrra húsið byggt án sam- ráðs við okkur og stendur þarna án heimildar, sömu sögu er að segja um snyrtingarnar. Svínavatnshrepp- ur hefur fullar skyldur á staðnum samkvæmt byggingarlögum. Þá sveið mörgum heimamanninum það þegar núverandi bíla- stæði var gert inni á viðkvæmu gróðurlend- inu en ekki sett á gróð- urlausan flatan melinn sem ær þar norðaustan við. Þá varð ákveðið umhverfisslys á Hvera- völlum og munu úrbæt- ur kosta verulega fjár- hæð og tíma. í leysing- um rennur síðan aur af bílastæðinu niður yfir viðkvæmt gróðurlendíð sem notað hefur verið fyrir tjaldstæði. Hveravellir eru og verða í alfaraleið. Þar þarf að taka á móti gestum stáðarins með sóma og þar þarf að vera þjónusta við hæfí sem flestra þeirra er staðinn skoða. Veita þarf upplýsingar um náttúru svæðis- ins og sögu. Gera þarf ráð fyrir að gestir geti fengið einhveijar veitingar þótt eðlilegast sé að reikna með að flestir verði sjálfum sér nægir í þeim efnum. Gæta þarf sérstaklega að því að ekki verði settur „sjoppu“-stimpill á staðinn, það hæfir Hveravöllum ekki. Aðstaða fyrir almenna íslenska ferðamenn sem ferðast á eigin vegum og koma við á Hveravöllum er í raun engin. Þeir fá enga leiðsögn um svæðið og engar upplýsingar um sögu staðarins. Úr þessu þarf að bæta því að íslensku gestirnir eru alltaf þeir mikilvægustu þegar þeir ferðast um eigið land. Uppbygging ferðaþjón- ustu á hálendinu á ekki að vera í þeim dúr að hún miðist að stærstum hluta við utlendinga. Svínvetningar fylgjast vel með störfum nefndar þeirrar sem vinnur að gerð skipulags um miðhálendi ís- lands og við teljum þar unnið að Jóhann Guðmundsson Eignarhald á Hveravöll- um er skýrt, segir Jóhann Guðmunds- son, Auðkúluheiði var keypt „með öllum gögn- um og gæðum“. merku framfaramáli. Það er ljóst að aðalskipulag Svínavatnshrepps og deiliskipulag á Hveravöllum falla vel inn í skipulag miðhálendisins. Nátt- úra Islands í allri sinni tign þarf að vera aðgengileg almenningi. Fólk þarf að eiga þess kost að komast upp til fjallanna og njóta sumarfegurðar- innar eða takast á við myrkur og stórhríðar vetrarins, allt eftir því sem hver vill. Umfram allt þarf þó hálend- ið að vera til handa ókomnum kyn- slóðum, þess vegna þarf að skipu- leggja það og varðveita viðkvæma staði eins og Hveravelli. Það er best gert með því að taka vel á móti gest- um staðanna og hlúa að þeim. Þegar til uppbyggingar kemur á Hveravöllum vona ég að sem flestir þeirra aðila er til hagsmuna kunna að telja á þessum slóðum beri gæfu til að sameinast um þá framkvæmd. Þannig trúi ég að verndun Hvera- valla og ferðamennska um Kjöl verði farsælust. Höfundur er bóndi og oddviti Svínavatnshrepps. Nýju Blomberg háfarnir eru glæsilegir, stílhreinir og sönn eldhúsprýði. Við bjóðum nú 17 gerðir af þessum glæsilegu háfum í stáli eða hvítu. ///' Einar Farestveit&Cohf. Borgartúni 28 S 562 2901 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.