Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIINIAR FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 29 Sameiníng sjúkra- húsþjónustu Torfi Magnússon A UNDANFORN- UM árum hafa ýmsar ósamstæðar hug- myndir verið á lofti um framtíðarskipan sjúkrahúsþjónustu á íslandi. Nánast allar hugmyndir hafa átt það sameiginlegt að taka eingöngu til af- markaðra þátta sjúkrahúsþjón- ustunnar og oft á tíð- um er lítið hugsað til þess hver áhrifin verða á aðra þætti eða þjónustuna í heild. Oft hefur einn- ig skort á að slíkar hugmyndir taki nægjanlegt tillit til fyrirsjáanlegrar þróunar í læknis- fræði eða hvað þurfí til svo að hrinda megi hugmyndunum í fram- kvæmd. Samþjöppun sérþekkingar Sérhæfing í lækningum eykst sífellt og á mörgum sviðum er vax- andi nauðsyn á sérhæfðum tækja- kosti. Einnig mun sérhæfíng ann- arra starfsstétta en lækna fara vax- andi og í mörgum tilvikum þarf að styðja sérfræðiþjónustuna með sól- arhringsvaktþjónustu sérhæfðra meðferðarteyma. Með aukinni sér- hæfíngu mun vægi sjúkrahúsþjón- ustu í Reykjavík aukast og jafn- framt mun draga úr möguleikum sjúkrahúsa á landsbyggðinni, ann- arra en Fjórðungssjúkrahúss Akur- eyrar, til að sinna sér- hæfðri læknisfræði. Vísindarannsóknir og kennsla heilbrigðisstétta eru hornsteinar góðrar þjónustu við sjúklinga. Sjúkrahúsin í Reykjavík eru þungamiðja í kennslu heilbrigðisstétta og kennsluhlutverk þeirra verður að varð- veita. Vísindarannsóknir byggjast oft upp á náinni samvinnu sérhæfðs starfsfólks og vísinda- rannsóknum á sjúkra- húsum verður ekki sinnt í neinum mæli utan höf- uðborgarsvæðisins. Ef heilbrigðisþjónustan á að dafna á komandi árum er nauðsynlegt að hlúa að þessu mikilsverða hlut- verki, og undirstrikar það enn mikil- vægi sjúkrahúsanna í Reykjavík. Samgöngur fara stöðugt batn- andi og mun til dæmis bygging Hvalfjarðarganga stytta mjög leiðir til Reykjavíkur fyrir stóran hluta landsmanna. Vaxandi þjónusta er í sjúkraflugi og er nú með skömmum fyrirvara hægt að sækja sjúklinga með þyrlu heim að bæjardyrum gerist þess þörf. í framtíðinni má gera ráð fyrir að sjúkrahúsþjónusta við íbúa á Norðurlandi vestra, Vest- urlandi og Suðurlandi verði jafngóð og nú er, þótt öll sjúkrahússtarfsemi á þessu svæði verði flutt til Reykja- víkur. Sennilega er einnig hægt að draga verulega úr sérhæfðri spít- Alexander o g Euphemenes ÞAÐ er sagt, að þá er hinn sæli kóngur Alexander var að stríða úti á Indlandi, að hann varð sem oftar uppi- skroppa með fé til að greiða hernum málann. Þá kom hann að máli við Euphemenes her- foringja sinn, sem hann taldi ríkan, og bað hann að lána sér 400 talent- ur. Euphemenes tók því dræmlega og sagðist ekki vera aflögufær með meira en 200. Alexander þreif þá kyndil og lagði um- svifalaust eld í tjald Euphemenesar og sagðist vildu sjá, hveiju hann þyrfti að bjarga. Eftir það fékk Alexander 800 talentur að láni hjá vini sínum Euphemenesi um 325 f.Kr. Þessi litla saga frá síðustu árum Alexanders hrekur seinni tíma frá- sagnir um að hann hafi verið búinn að tapa skjótleika sínum vegna ólifnaðar. Enda var hann að und- irbúa nýja herför þegar hann var líklega drepinn á stryknini árið 323 f.Kr. Þar lést sá maður 33 ára gam- all, sem hefur orðið frægastur í samanlagðri mannkynssögunni, margslunginn en oft skemmtilegur karakter. Hertækni hans var með ólíkind- um og er enn í dag sígild og kennd við alla herskóla. Atvinnuher hans samanstóð af stórskotaliði, fjar- skiptadeildum, fótgönguliði, bryn- deildum og riddaraliði, verkfræð- ingasveitum, kortagerðardeildum, áróðursdeildum og sagnariturum. Hann lagði til dæmis síma um tugi kílómetra ef svo bar undir með þeirra tíma tækni. Þessi litla saga kom í hugann þegar talsmenn LÍU tilkynntu þjóðinni, að þeir myndu þiggja 30.000 tonna viðbótar- þorskkvótann í haust. Þó að þorskurinn sé sagður þjóðareign frá Alþingi, þá sögðust þeir ekki geta greitt þjóðinni neitt fyrir þessi milljarðaverð- mæti á kvótaþingi. Enda hver vill svo sem borga ef hann kemst hjá þvi fremur en Euphemenes? Halldór Ef að hver íslend- Jónsson ingur fengi senda heim til sín ávísun á svo sem 100 kg af þorskkvóta, þá væri það ávísun á 10.000 króna tekjur á ári eftir því sem núverandi kvótaeig- íslendingur, sem fengi í hendur 100 kg þorskkvóta, yki, að mati Halldórs Jónsson- ar, árstekjur um 10 þúsund krónur. endur verðleggja núverandi þorsk sín á milli. Ef til vill 30-40.000 krónur á meðalfjölskyldu mitt í dýrtíðinni. Sé þessi viðbótar þorskur með öllu verðlaus, eins og talsmennirnir segja, myndi reyna á það, þegar almennir landsmenn kæmu til skjal- anna á kvótaþingi. Þá sæist hvort þeir sægreifar hefðu einhveiju að bjarga eins og Euphemenes forðum. Ótímabært og óraun- hæft er, segir Torfi Magnússon, að leggja í sameiningarferli nú. alaþjónustu á Vestfjörðum og Aust- urlandi án þess að það komi niður á þjónustunni við íbúa þessara landshluta í heildina séð. Verulegur samdráttur hlýtur því að verða í sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu utan Reykjavíkur á komandi árum. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík Að undanförnu hafa endurtekið heyrst raddir um að rétt sé að sam- eina Sjúkrahús Reykjavíkur og Rík- isspítala til að lækka megi útgöld til heilbrigðismála. Nú síðast hafa heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra og fjármálaráðherra tjáð sig um að sameining geti verið æskileg og því hefur verið beint til stjórn- enda Sjúkrahúss Reykjavíkur að huga nánar að samvinnu og verka- skiptingu og jafnvel sameiningu, þrátt fyrir að í stefnu núverandi ríkisstjórnar sé ekki gert ráð fyrir sameiningu spítalanna tveggja. Þeir sem talað hafa fyrir samruna spítal- anna í Reykjavík hafa hins vegar aldrei fjallað um hvernig slíkur samruni gæti átt sér stað. A stund- um virðist jafnvel að talsmenn sam- einingar geri sér enga grein fyrir því, að hér er um stórfyrirtæki að ræða með flókna starfsemi, sem eftir sameiningu yrði risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða, með yfir 5.000 starfsmenn sem tilheyra tæp- lega 30 starfsstéttum. Mikil verkaskipting er nú þegar á milli sjúkrahúsanna í Reykjavík. Þessi verkaskipting hefur þróast á 30 árum og samskipti milli sjúkra- húsanna eru góð á flestum sviðum, þótt ákveðinnar togstreitu og tor- tryggni gæti milli þeirra. Að flestu leyti hefur uppbygging sjúkrahús- anna tekið mið af þróun þeirra beggja og tvöföldun tækjakosts hefur til dæmis nær eingöngu átt sér stað á sviðum þar sem nauðsyn er á fleiri en einu tæki sömu gerðar á höfuðborgarsvæðinu. Vafasamt er því að sameining til dæmis rann- sókna- og myndgreiningadeilda muni draga úr ijárfestingum vegna tækjakaupa. Á báðum sjúkrahúsunum eru reknar sambærilegar deildir m.a. á GÓÐIR ÍSLENDINGAR AKA VARLEGA! yUMFERDAR RÁD sviðum lyflækninga, skurðlækninga og geðlækninga. Hér er um að ræða svið sem sinna fjölda sjúklinga og hafa fulla þörf fyrir þau rúm sem nú eru í notkun. Sameining sjúkrahúsanna myndi því ekki draga úr þörf fyrir sjúkrarúm. Tvöföldun á starfsemi hefur átt sér stað í vissum tilvikum. Til dæm- is hefur móttökudeild verið byggð upp á Landspítalanum á síðustu árum og hafa sumir talið að þar væri um óþarfa fjárfestingu að ræða. Nú er einnig unnið að upp- byggingu endurhæfingardeildar í Kópavogi á vegum Landspítalans og eru skiptar skoðanir á þörfínni fyrir þær framkvæmdir. Óþörf tvö- földun á starfsemi þarf hins vegar ekki að valda vanda því að með markvissri stefnumótun í heilbrigð- ismálum hafa stjórnvöld alla mögu- leika til að stýra uppbyggingu nýrr- ar starfsemi í heppilegan farveg, þótt ekki komi til sameiningar. Forsendur sameiningar Ef hagræðing á að nást með sameiningu Sjúkrahúss Reykjavik- ur og Ríkisspítala er óhjákvæmilegt að sameina meginstarfsemi þeirra undir sama þaki, meðal annars svo að hægt sé að samræma vaktþjón- ustu, einkum vaktir lækna. Samein- ing krefst því mikilla fjárfestinga og ef ekki eiga að hljótast af hörm- ungar fyrir sjúklinga jafnt sem starfsfólk verður að liggja fyrir pólitísk ákvörðun um sameiningu, vilji ráðamanna til nauðsynlegra fjárfestinga og vilji rekstrarlegra og faglegra stjórnenda sjúkrahús- anna til slíkrar sameiningar áður en sameiningarferlið hefst. Áður en hægt er að taka ákvörð- un um sameiningu spítalanna þurfa ýmsar rekstrarlegar, faglegar og félagslegar forsendur að skýrast. Nokkrar augljósar spurningar, sem þarfnast svara, eru: í hveiju er sameining fólgin? Hvar skal megin- starfsemi sameinaðs sjúkrahúss vera? Hvaða fjárfestingar eru nauð- synlegar til að sameining geti tek- ist? Geta mismunandi aðferðir við gagnavinnslu valdið erfiðleikum við sameiningu? Er æskilegt að aðeins sé i rekstri eitt hátæknisjúkrahús á íslandi eða getur einokun leitt til lakari þjónustu? Er pólitísk sam- staða um að sameining sé æskileg og er vilji til að standa að nauðsyn- legri uppbyggingu sameinaðs sjúkrahúss? Eigi að sameina sjúkra- húsin í Reykjavík er óhjákvæmilegt að fyrir liggi pólitísk ákvörðun um sameiningu og mögulegan fram- gangsmáta áður en starfsemi ein- stakra deilda verður samtvinnuð meira en nú er þannig að hægt verði að vinna fumlaust að ákveðn- um markmiðum. Af framansögðu má vera ljóst að ótímabært og óraunhæft er að leggja í sameiningarferli nú. í fram- tíðinni má hins vegar gera ráð fyr- ir hlutfallslegum samdrætti í rúma- þörf vegna sjúkrahúsþjónustu, með- al annars vegna vaxandi möguleika á að sinna sjúklingum án innlagn- ar. Hversu mikill sá samdráttur mun verða er þó ýmsu háð. Til dæmis er óvíst hversu mörg sjúkra- rúm muni þurfa á höfuðborgar- svæðinu þegar bráðaþjónusta á landsbyggðinni dregst saman, og hvernig leyst verður úr vanda öldr- unarþjónustunnar skiptir einnig miklu máli. Gera má þó ráð fyrir að bæði sjúkrahúsin í Reykjavík þurfi að sinna bráðaþjónustu að minnsta kosti næstu 10-15 árin. Verði kalli tímans sinnt og byggð upp aðstaða vegna vaxandi þjón- ustu við göngudeildarsjúklinga og aldraða er hins vegar mögulegt að öll bráðaþjónustan muni rúmast á einu sjúkrahúsi að þeim tíma liðn- um. Lokaorð Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík er hvorki lausn á núver- andi fjárhagsvanda sjúkrahúsanna í Reykjavík né markmið í sjálfu sér, og samruni, sem knúinn er fram með fjársvelti þessara stofnana, mun ieiða til mikils ófarnaðar. Sam- eining er hins vegar valkostur sem vert getur verið að skoða, og ef til vill mun framtíðin bera slíka sam- einingu með sér, en ávinningur fæst ekki án góðs undirbúnings. Ákvarðanirnar um framtíðarskipan sjúkrahúsþjónustu íslendinga þurfa að byggjast á heildarmati á þróun heilbrigðisþjónustunnar, tilvitnanir í yfirborðslega unna skýrslu er- lendra ráðgjafa, eru þar til lítils gagns. Eigi að ná fram rekstrarhagræð- ingu í sjúkrahúsþjónustunni á næstu árum nægir ekki að líta ein- göngu til sjúkrahúsrekstrar í Reykjavík eða á suðvesturhorninu, heldur þarf að taka til skoðunar sjúkrahúsrekstur á landinu öllu. Leiði sanngjörn úttekt í ljós að breytinga sé þörf og móti Alþingi markvissa stefnu í heilbrigðismál- um hlýtur heilbrigðisstarfsfólk jafnt sem aðrir landsmenn að sæt.ta sig við þá niðurstöðu og vinna að henni af heilindum. Sjúkrahúsin í Reykja- vík þola hins vegar enga bið, rekstr- arfé þeirra er þrotið og það verður að auka hið bráðasta svo að heil- brigðisþjónusta landsmanna verði ekki knésett. Höfundur er formaður læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.