Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 19þ6 AÐSENDAR GREINAR Um störf þroskaþjálfa á dagdeild Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Sigrún Hansína G. Kristjánsdóttir Skúladóttir TILEFNI þessarar greinar er sú barátta sem þroskaþjálfar á Grein- ingarstöð hafa átt í til þess að fá leiðréttingu á launum sínum og viðurkenningu á sérstöðu við stofnunjna sem þeir áunnu sér 1991. I síðustu kjarasamningum fengu þroskaþjálfar sem starfa hjá ríkinu þriggja launaflokka hækkun en þroskaþjálfar á Greiningarstöð sátu eftir. Mikil vinna var lögð í að ná fram leiðréttingu án árang- urs. Þann 1. júní sögðu allir þroska- þjálfar við síofnunina upp störfum sínum en hafa síðan flestir dregið uppsagnir sínar til baka þar sem bráðabirgðarlausn var fundin á málinu. Samstarfsfólk og yfirmenn hafa sýnt okkur mikinn stuðning í þessari baráttu. Á sama tíma hefur stjórn Félags þroskaþjálfa ekki séð sér fært að taka afgerandi afstöðu okkur til stuðnings. Því miður virðist ekki vera al- mennur skilningur á þeirri sérhæf- ingu og sérstöðu sem á sér stað í starfi þroskaþjálfa á Greiningar- stöð. Dagdeild Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar ríkisins er sérhæfðasta úrræði á Islandi í greiningu á þroskaröskun barna. Um 40 börn koma þangað á ári og dvelja að meðaltali í 4-5 vikur. Þau börn sem koma í greiningu á dagdeild þarfn- ast nákvæmrar þverfaglegrar at- hugunar. Oftast er um að ræða flóknar fatlanir vegna afbrigðilegs vaugaþroska. Á dagdeild starfa 5 þroskaþjálf- ar, þar af einn sem deildarstjóri . Þroskaþjálfar vinna að greiningu, meðferð og ráðgjöf í teymisvinnu með öðrum sérfræðingum s.s. sál- fræðingum, talmeinafræðingum, iðjuþálfum, læknum og sjúkraþjálf- urum. I teyminu eru allir þroska- þættir barnsins athugaðir og í lok- in birta þessir sérfræðingar sam- eiginlegt mat eða niðurstöður. Megináhersla þroskaþjálfa í grein- ingarferlinu er fólgin í úttekt á félagsþroska, leikþroska og sjáls- hjálpargetu barnsins. Auk þess sem hegðun þess er athuguð við mis- munandi aðstæður. Sem dæmi um sérhæfða vinnu á dagdeild má nefna matarmeðferð fyrir börn sem nærast ekki eðlilega vegna ýmissa líffræði- legra orsaka og með- ferð barna með erfið hegðunarvandamá!. Meðferð þessi er að mestu í höndum þroskaþjálfa, þeir taka einnig þátt í þjálfun barna með hreyfíhaml- anir og málörðugleika í samvinnu við aðra sérfræðinga teymis- ins. Mikilvægur þáttur starfsins er ráðgjöf og stuðningur við for- eldra, einnig við með- ferðaraðila barnsins í þeirri þjónustu sem það nýtur annarsstaðar. Á meðan dvöl þarnsins stendur koma með- ferðaraðilar þess s.s. leikskóla- kennarar, þroskaþjálfar, kennarar og stuðningsfulltrúar á dagdeild og fá ráðgjöf um áframhaldandi þjálfun bamsins. í sumum tilfellum á sér stað eftirfylgd á leikskóla og/eða til foreldra barnsins eftir að dvöl á Greiningarstöðinni lýkur. Þroskaþjálfínn þarf að geta sett sig inn í stöðu barnsins og foreldra þess á skömmum tíma og hann þarf að leggja sitt af mörkum til þess að trúnaður og traust skapist. Á þessum tíma em foreldrar yfir- leitt að fá staðfestingu á fötlun bamsins síns og fylgir því oft mik- ill sársauki og álag fyrir þá. Þroskaþjálfar eru í nánu sambandi Satt mælir kjöftugnr MÖNNUM er oft tíðrætt um afskipti stjórnmálamanna af at- vinnulífi landsmanna og þá ekki hvað síst um afskipti þeirra af sjáv- arútvegi. Nýverið lét einn Sam- heijafrændanna, Þorsteinn Már Baldvinsson, þau orð falla í ellefu- fréttum sjónvarpsins, vegna um- ræðu um stóraukinn hagnað í sjáv- arútvegi, að erfíðleikar í sjávarút- vegi á Vestfjörðum væru tilkomnir vegpia of mikiila afskipta stjórn- málamanna. Þar má segja að kjöftugum hafi ratast satt orð á munn, því Vest- firðingar hafa í gegnum tíðina orð- ið fyrir miklum búsifjum vegna afskipta stjómmálamanna. Þar ber hæst pólitískar handar- sveiflur í ráðherratíð Halldórs Ás- grímssonar sem sjávarútvegsráð- herra. Því á þeim tíma áttu sér .stað gífurlegar tilfærslur með handafli á aflaheimildum frá Vest- fjörðum til annarra landssvæða. Nægir þar að nefna tilfærslur á bolfiskkvóta sóknarmarksskip- anna, kvótasetningu grálúðunnar þar sem engin veiðireynsla var höfð til viðmiðunar og síðast en ekki síst kvótasetning úthafsrækj- unnar. í kjölfarið kom síðan gríð- arlegur samdráttur í veiðum á þorski og má segja að samdráttur- inn hafi komið með fullum þunga niður á Vestfirðingum, því kvóta- eign Vestfirðinga var að lang mestu leyti í þorski og því við fátt að styðjast þegar aflaheimildimar voru dregnar saman á nokkurra ára tímabili um nær tvo þriðju. Þær opinberu aðgerðir sem gripið var til vegna þessarar aflaskerðingar vom ekki í neinu samræmi við þær aðgerðir sem stjómvöld höfðu áður gripið til vegna aflabrests í öðrum tegundum, svo sem loðnu, og má því líkja þessum aðgerðum stjórn- valda við tilraun til að setja plástur á svöðusár. Eftir þetta erfíðleika- tímabil er sjálfsagt fáum það eins vel ljóst og Vestfírðingum hvað stutt getur verið milli lífs og dauða í sjávarútvegi. I því sambandi er vert að rifja upp eitt gleggsta dæmið um opin- ber afskipti af íslenskum sjávarút- vegi á liðnum árum. Þar á ég við það þegar Landsbanki íslands ákvað að taka Borgey hf. á Horna- firði upp á arma sína og tryggja stórfellda Iækkun skulda þess með- al annars með sölu eins togara fyr- irtækisins án opinberrar auglýsing- ar. (Það væri verðugt verkefni fyr- ir þá sem standa fremst í sjávarút- vegi í dag að skoða þau vinnubrögð sem bankar og sjóðir hafa beitt við ráðstöfun skipa og aflaheimilda frá fyrirtækjum sem átt hafa í erfið- leikum á seinni árum.) Á sama tíma voru önnur fyrirtæki, þar á meðal á Vestfjörðum, leidd til slátrunar. í dag sjáum við að sjávarútvegsfyr- Hvergi á landinu, segir Steinþór Gunnarsson, hafa orðið eins miklar breytingar í uppbygg- ingu sjávarútvegsfyrir- tækja og á Vestfjörðum. irtækið Borgey er komið á fulla siglingu og því ljóst að sú ákvörðun að hjálpa Borgey á sínum tíma reyndist rétt. Það er því ekki að ástæðulausu að menn velta því fyr- ir sér í dag hvað bjó að baki þess- ari ákvörðun stjórnvalda, sem er eitt grófasta dæmið um opinber afskipti i sjávarútvegi á seinni árum. Síðan þá hafa menn reynt að bregðast við vandanum með ýms- um hætti og má í raun segja að hvergi á landinu hafí orðið eins miklar breytingar í uppbyggingu sjávarútvegsfyrirtækja og á Vest- fjörðum. Mörg fyrirtæki hafa horf- ið alfarið úr bolfiskvinnslu og snúið sér að veiðum og vinnslu á úthafs- rækju. Enn aðrir hafa skipt úr togaraútgerð yfir í bátaútgerð og er nú svo komið að einungis tveir ísfisktogarar eru eftir af ellefu þeg- ar best lét. Allt þetta hefur gerst að frumkvæði harðduglegra heima- manna og algerlega án afskipta stjórnmálamanna. Einnig hafa vestfírsk fyrirtæki haft það að meginmarkmiði að tryggja atvinnu í heimabyggð með veiðum og vinnslu aflaheimilda sinna í stað þess að braska með þær, þó það sé því miður að sönnu ,ábatasam- ari“ útvegur ef svo má að orði komast. Hvað Þorsteinn Már átti ná- kvæmlega við með áðurnefndum orðum sínum ætla ég ekki að leggja mat á, en með sönnu má segja að þar hafi hið fornkveðna ræst „oft ratast kjöftugum satt orð á munn“. Höfundur er ritstjóri landsmálablaðsins Vcsturlands. Dagdeild Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, segir Sigrún Krisljánsdóttir, er sérhæfðasta úrræði á íslandi í greiningu á þroskaröskun bama. við foreldra daglega og verða því að hafa innsæi til að veita þann stuðning sem þarf hverju sinni. Mikilvægt er fyrir þroskaþjálfann að geta síðan skilið við og „af- tengst“ viðkomandi barni og for- eldrum þess því sífellt koma ný börn og í þessu starfi þýðir ekki að vera með hugann við gærdag- inn. Starf á Greiningarstöðinni krefst nákvæmrar þekkingar á ýmsum hliðum fötlunar, afleiðingum þeirra og viðeigandi meðferðar ogþjálfun- arleiðum. Einnig þarf að kunna skil á stöðluðum aðferðum til þess að meta þroska barna á ýmsum sviðum. Til að standast kröfur stofnunarinnar þurfa þroskaþjálfar að vera vakandi fyrir nýjungum og vera sífellt opnir fyrir nýjum og bættum vinnubrögðum. I svona sérhæfðu og viðkvæmu starfi er mikilvægt að stöðugleiki ríki í starfsmannahaldi. Á meðan varanleg lausn á kjaramálum þroskaþjálfa á Greiningarstöð fæst ekki er mikil hætta á að uppsagnir þeirra taki gildi á ný og þar með hverfí sérhæfð reynsla og þekking faghópsins af stofnuninni. Að lokum viljum við hvetja alla þroskaþjálfa til að sýna samstöðu og krefjast launa í samræmi við þá ábyrgð og skyldur sem fylgja starfi okkar með fötluðum. Höfundar eru þroskaþjálfar á dagdeild Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins. Eru prestar trúgjarnir? SUM MÁL eru svo mikilvæg að þau fá menn til að höggva tvisvar, eða oftar í sama knérunn. Svo er mér farið. Það sem er að angra mig er að svokallaðir andans menn skuli eiga í inn- byrðis deilum um völd og áhrif, samhliða því að gera harðvítugar kaup- og hlunninda- kröfur á hendur al- menningi, sem að stór- um hluta er á launum við fátækramörk. Þótt prestar séu launaðir af fólkinu er heimtufrekja þeirra og yfirgangur gagnvart því að verða óþolandi. Á sama tíma og verið er að fjársvelta heilbrigði- skerfið býr kirkjan við allsnægtir. í Langholtskirkju situr söfnuður- inn uppi með óvinsælan bókstafs- trúarklerk sem segist ekki hætta, því engin sókn vilji hann lengur. Lög sem í reynd stuðla að mann- réttindabrotum gera prestinum kleift að kúga fólkið. Skálhoítsbisk- up og formaður prestafélagsins eru meðal bakhjarla hans gegn söfnuð- inum. í Morgunblaðsgrein Vilhjálms Eyþórssonar ritstjóra 19. júlí sl. segir: Hitler var, eins og prestar þjóðkirkjunnar, lýðræðislega kos- inn einu sinni. Síðan sátu menn uppi með hann. Ef ég man rétt segir í Hávamál- um: Deyr fé, deyja frændur, en orðstír deyr aldregi hveim sér góð- an getur. Umhugsunarvert fyrir marga. Meistarinn hlýtur að vera hissa á hvað hinn þröngi stígur er prestunum erfiður. Þeir virðast ekki trúa því sem þeir predika í hans nafni. Muna ekki kyngimagn- aðar setningar eins og: Þeir kasti fyrsta steininum sem saklausir eru. Prestar eru ekki trúverðugir meðan þeir geta ekki leyst eigin vandamál. Ekki meðan þeirra hags- munir eru ofar hagsmunum safnað- anna. Ekki fyrr en þeir skilja merk- ingu orðanna, lítillæti, góðvild, fyr- irgefning og dæm þú ekki. Prestar voru ótrúlega fljótir að snúa baki við biskupi sínum og hef ég reynd- ar aldrei séð neinn mann fá jafn ómannúðlega og ofstækisfulla meðferð — og það þótt sekt væri ósönnuð. Eftir að hafa séð í sjón- varpi, biskup ganga gegnum hóp kvenna, til að komast á presta- stefnu þar sem honum óvinveittir biðu færis, var samúð mín ekki minni með honum en Pálínu. Því öllu má ofgera. Hvernig sem mál Pálínu Ingvadóttur urðu að því moldviðri sem nú er orðið verður martröð hennar og biskups að fá endi. Það er engu líkar en einhveijir púkar helli í sífellu olíu á glæðurn- ar. Ég fæ ekki betur séð en málið allt sé uppfullt. af því sem menn ættu síst að flíka. Enginn ætti að hafa vondra manna ráð að leiðarljósi. Á sama tíma og líf- eyrir er stórskertur til aldraðra og öryrkja eru prestar með kröfur um hærri laun og aukin hlunnindi. Þegar lokað er deildum og vistheimilum fyrir þroskaheft börn fínnst Geir Wagge í lagi að flytja og gera upp ónýta kirkju. Meðan þjóðin þráir alvöru tónlistarhús eru byggðar fjölmarg- ar rándýrar kirkjur sem rykfalla af potkunarleysi. Ég óttast að prestamir hafi kos- ið áframhaldandi ófrið sín í milli og útávið. Með Geir í forsvari ná þeir ekki til fólksins. Hann hefur Prestar eru ekki trú- verðugir, segir Albert Jensen, meðan þeir geta ekki leyst eigin vandamál. nú þegar blásið á beiðni ráðherra og biskups um frið til starfsloka biskups. Hann ásakar Þorstein Pálsson ráðherra, sem sýnt hefur drengskap í málinu. Greinilegt er, að sautjándu aldar presturinn, eins og kvenprestarnir kalla Geir, mis- skilur hlutverk sitt herfilega. Ljóst er að þar fer enginn friðarpostuli. í Langholtskirkju reynir séra Flóki Kristinsson að sparka einum af bestu kórum landsins út. Svo fráleitt sem það er hefur hann vald til að setja söfnuði sínum stólinn fyrir dyrnar. Það sem lýsir mann- innum best er, að hann nýtir sér það. Prestar eiga að segja eigin- girni sinni stríð á hendur og byija á að afsala sér æviráðningu. Hvað er þeim vandara en öðrum með vinnuöryggi? Prestar ættu að hugsa til fólksins í undirstöðuat- vinnugreinunum, sem er m.a. í fisk- vinnslu og fær lægstu launin sam- fara örygisleysi. Prestum er engin vorkunn, nema að hafa glatað tiltrú fólksins. Harðlínuprestunum virðist sama um hinn mikla flótta úr þjóð- kirkjunni. Höfundur er byggingarmcistari. Albert Jensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.