Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 37 SARA DÖGG ÓMARSDÓTTIR + Sara Dögg Ómarsdóttir fæddist í Reykjavík 5. febr- úar 1982. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kveldi 17. júlí síðastliðins og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 25. júlí. Fréttin um andlát Söru Daggar kom svo óvænt og snöggt. Ég trúði þessu vart í fyrstu. Það er skammt milli lífs og dauða. Hún var svo ung, aðeins 14 ára. Við erum harmi slegin. Við kynntumst Söru Dögg þegar hún var rúmlega fjögurra ára. Við bjuggum í sama stigagangi og hún var með dóttur okkar í leikskólanum Vesturborg. Vináttan óx og dafn- aði, stúlkurnar stækkuðu og byij- uðu í grunnskóla. Alltaf stóð Sara Dögg upp fyrir vinkonu' sína og saman stóðu þær stöllurnar. Hún var hugrökk stúlka, opin og kostum góðum gædd. Alltaf gat hún séð spaugilegu hliðar lífsins og jafnan var stutt í brosið. Oft kom hún með frumlegar lausnir þegar vandamál skutu upp kollinum. Sara Dögg var barngóð og röggsöm, hún var líka sannur vinur vina sinna. Fjölskyldur stækkuðu og fluttu en alltaf hélst sambandið milli vin- kvennanna þótt heimsóknirnar væru ekki jafn tíðar, þá var alltaf eins og hún hefði verið hér í gær. Það var gaman að fá hana í heim- sókn, ætíð glatt á hjalla, mikið spjallað og spekúlerað þegar hún var annars vegar. Svo kom áfallið — hún var dáin — svo ung og átti allt lífið framund- an. Eftir lifir minningin um yndis- lega stúlku. Það var skammt stórra högga á milli því bróðir hennar lést fyrr á árinu og ég veit að hann og faðir þeirra systkina taka vel á móti henni og umvefja hana kærleika og hlýju. Mikill er missir ykkar, elsku Alla mín, og litlu drengjanna þinna. Við getum bara beðið Guð um að gefa ykkur styrk til að ganga í gegn um þetta. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Hinsta kveðja. Elín Lóa, Kjartan og börn, Danmörku. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú, í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. (H. Pétursson.) Ég mun alltaf muna Söru sem bestu vinkonu mína, sem stóð upp fyrir mig og varði mig, eins og móðir ver barnið sitt. Hún var yndislega góð í sér. Hún var alltaf tilbúin að hlusta á mig og vita mínar tiifinningar alveg frá því ég man eftir mér. Ef eitthvað var að fór ég til henn- ar og hún leysti vandamálið strax. Ég hef alltaf litið á hana sem stóru systurina sem ég aldrei átti. Ég vona að hún sé hamingjusöm á staðnum sem hún er á núna, Óli og Ómar taka henni opnum örmum. Hún mun alltaf eiga stað í hjarta mér. Guð varðveiti ykkur á þessum erfiðu tímum. Vinir að eilífu, Lísa vinkona. Það var fimmtudaginn 18. júlí sem við fréttum að fyrrverandi skólasystir okkar og vinkona, hún Sara Dögg, væri dáin. Ha, Sara dáin? Það getur ekki verið! Síðast þegar við hittum hana var hún svo full af lífi. Við trúðum því ekki að hún væri dáin og lengi vel bjugg- umst við við því að einhver segði að þetta væri ekki Sara. Við höfðum verið með henni í skóla síðan í Breiðó, og það var skrítið að hugsa til þess að við myndum ekki hitta á hana í Kringlunni, eða kannski á unglingaskemmtunum. Síðan hún hætti í Réttó var alltaf svo gaman að hitta hana og fá fréttir af því hvað hún væri að gera. Þessir fund- ir munu ekki verða fleiri. Við vitum að tilfinningin sem vaknaði þegar við fréttum að hún væri dáin, dofn- ar smám saman, en minningin lifir áfram, minningin um Söru. Við samhryggjumst Öllu og strákunum innilega og viljum til- einka þeim þetta ljóð eftir Babro Lindgren; Gráttu ekki af því að ég er dáin ég er innra með þér alltaf þú hefur röddina hún er í þér hana geturðu heyrt þegar þú vilt. Þú hefur andlitið líkamann. Ég er í þér. Þegar þú vilt. Allt sem er eftir af mér er innra með þér. Þannig erum við alltaf saman. Linda Björk, Lilja Sif og Júlíana, skólasystur úr Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla. Elsku Sara. Þegar mamma hringdi í mig í sveitina og sagði mér hvað hefði gerst þá fannst mér það ótrúlegt og svo ósanngjarnt. Af hveiju þú, þú sem ert svo ung alveg eins og ég? Ég hef hugsað mikið um það sem við spjölluðum núna í vor eftir að Óli bróðir þinn var nýdáinn. Þínar mestu áhyggjur voru af mömmu þinni, hvað henni liði illa og hvort hún ætti eftir að ná sér og hvað þú gætir gert til þess að henni gæti liðið betur. Ég þekkti svo vel sorgina sem þú varst að ganga í gegnum og líka reiðina. Það var svo gott að tala við þig. En nú ert þú dáin og hittir Óla og pabba þinn. Ég kveð þig, elsku Sara mín, og bið Guð um að gefa mömmu þinni styrk og kjark í sinni sorg. Þín vinkona, Jónína Guðný Kristmundsdóttir (Dúa). Ég sakna Söru. Ég vildi óska að við gætum hist aftur. Ég sakna þess að hún segi mér að fara í aðr- ar buxur, greiða hárið upp í loftið og ekki kaupa þetta heldur hitt. Mér fannst Sara mjög ákveðin. Hún réð miklu í okkar sambandi en mér fannst það samt gaman og ég varð hrifnari af henni með hvetjum deg- inum. Það var gaman að vera með þér, Sara. Ég hef fundið það, að frá því ég sá þig seinast vantar einhvern til að halda í hægri höndina á mér. Ég veit að ég mun minnast þín alla mína ævi og varðveita allar minn- ingar um okkur. Ég vona að þér líði vel og að við sjáumst aftur. Guð blessi þig. Þinn, Steindór. Heimsins vegur hulinn er huga manns og vilja, enginn þarf að ætla sér örlög sín að skilja. (S.B.) Þetta er svo einkennilegt. Nú síð- ast er ég settist niður til að eiga svona skrif, þá sat hún Sara hjá mér. Hún var óörugg, vissi ekki „hvernig á eiginlega að skrifa svona minningargreinar" - en samt viss - hún ætlaði sér að skrifa um hann bróður sinn. Þetta var í vor. Nú sit ég ein við skriftir. Ég verð að reyna að nota sömu hvatningarnar mér til handa, eins og ég hvatti þig, Sara mín, til að vita hvað þú vildir skrifa: Hvað kemur upp í hugann? Hvernig var okkar samvera? Hvað vildi ég helst segja, ef ég hefði hana Söru Dögg, heila og kraftmikla, hér fyrir fram- an mig? Það er svo margt. Mér hefir þó mest, á síðustu dögum, orðið hugs- að til þess hvað þú kenndir mér mikið, Sara. Helst af öllu yiidi ég mega þakka þér fyrir það. Ég gerði það víst aldrei. Kannski sá ég það ekki þannig fyrr. Þetta er allt af- stætt - hver á að kenna hveijum - hvað? Það var sterkur kjarni í þér, stelpa. Þú varst skýr. Þú gast verið þver og erfið. Vissir þú að ég virti þig fyrir það? Ég sá þig sem efni í sterka konu, gott efni, bæri þér gæfa til að stýra þeim styrk á góða stigu. En, eins og er um allt ung- viði, var þroski þinn óráðinn og um leið gat brugðið til beggja vona. Við vissum það báðar. Eg hefi ein- hvern tímann horft á ungan hest, ótamið tryppi, hlaupa og ærslast við skurðbrún. Það var öruggt í ungæðishætti sínum, ögrandi gagn- vart lífi og dauða, fallegt og sterkt eins og vorið. Og ég var á nálum um að það færi sér að voða niður í skurðinn. Kannski var það ekki ósvipað með þig. Hvað gat maður annað gert en að fylgjast með, styðja þig þegar þú vildir það, haft trú á þér - (og reynt að girða fyrir skurð- bakkana sem urðu á vegi þínum)? Eftir allt er hvers manns líf þó hans eigið verkefni. En við megum hjálpa og þiggja hjálp. Og við tvær, við töluðum mikið saman um líflð og tilveruna. Þú varst hlý, réttsýn og yndisleg þegar þér leið vel. Ég þakka þér kærlega fyrir allt, Sara mín. Það er hart að þú skulir þurfa að fara svona snemma og svona sviplega. En þú lifir í minningunum, Sara. Við vorum vinkonur. Hver dapr skiptir sköpum böls og gleði því skilur enginn dauðans miklu völd en þar sem áður yndi dagsins réði er autt og tómt við harmsins rökkurtjöld. Að kvöldi voru hallir dagsins hrundar og húmið lokar útsýn fram á veg þó sjáum við að örlög einnar stundar þau eiga meira vald en þú og ég. Að harmsins boði horfna gleðistundin við hljóða kyrrð í tómi sorgarlags í nýrri mynd er minningunni bundin og merkt í svip og línur þessa dags. (Sveinbjörn Beinteinsson.) Ég vil votta móður Söru, bræð- rum hennar og öllum ættingjum, vinum og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Hallgerður. Ég trúi því ekki að þú sért farin. Ekki þú líka. Það er ekki satt. Ég vil ekki trúa því. Það er svo stutt síðan Óli bróðir þinn var tekinn frá okkur. Ég lít inn í herbergin ykkar, allt er eins og þið skilduð við þau og ég hugsa: Jæja, hvenær ætli Óli og Sara komi heim? Ég vil ekki trúa þessu. Þetta er ekki sann- gjarnt. Hvað gerðuð þið rangt? Eða þá við? Nei. Það þarf enginn að segja mér að svona sé lífið, enginn. Þetta er ekki réttlátt. Tvö svona ung og saklaus systkini rétt að byija lífið. Svipt þeim réttindum að fá að lifa eins og við hin. Hver stjórnar þessu eiginlega? Ég er svo reið, hrædd og sár, allt í einum hrærigraut. Ég veit ekki hvað ég á að segja, halda eða hugsa. Hvað er að ske? Þetta er ekki í lagi. Það var sárt að heyra að Óli væri farinn en þegar þú fórst óx sá sársauki meira og meira. Þegar Lena systir hringdi í mig um kl. tíu þetta hræðilega miðvikudagskvöld, þar sem ég og Gulla frænka sátum og vorum að kjafta, vissi ég strax að eitthvað var að, því Lena grét svo mikið að það eina sem hún gat sagt var að það væri ekki í lagi með Söru. Þá tók indæl kona við símanum af henni og spurði hvort ég væri frænka þín, Sara min. Já, sagði ég. Þá sagði hún að þú hefð- ir fengið hjartastopp og það næðist ekki í Halldóru, móður mína, þar sem móðir þín var ekki á landinu. Hún sagði að það væri sjúkrabíll á leiðinni. Ég varð svo hrædd að mig langaði til að öskra. Ég hugðist fara beint niður á spítala en ég skalf svo mikið og var svo rugluð að ég vissi ekki í hvora áttina ég átti að fara. Áður en ég fór hringdi ég í Óla afa og Hallgerði og sagði þeim hvað hefði gerst og bað þau að koma á spítalann því að ég og Gulla treystum okkur ekki til að vera þar einar. í því brunuðum við á spítalann. En biðin var löng en á endanum fengum við að heyra það sem enginn vildi heyra, að allt væri búið, það var sárt — alveg hræði- lega sárt. Ég held að yfir alla þessa sorg komist maður aldrei, alla vega ekki ég. Ég þakka bara fyrir hversu ánægð þið voruð þegar þið fóruð. Þú rosalega ástfangin af Steindóri, nýkomin úr 14 daga göngu um Hornstrandir og allt gekk svo vel. Og aldrei komið neitt í ljós að þú hefðir verið veik. Allt á uppleið og þá þetta. Af hveiju þú svona ung, því ekki gamla veika fólkið sem vill fara, bíður bara og bíður en fær ekki að fara. Það er ekki sanngjarnt. Það er víst erfitt að kveðja þig, elsku Sara mín, en af því verð ég að koma þótt ég vilji það ekki. Ég veit að Óli og pabbi þinn taka vel á móti þér þarna hinum megin og ég óska þér þeirrar hamingju að geta sleppt tökum á liðnu lífi og byijað nýtt líf hinum megin ásamt bróður þínum og pabba og ef ég gæti gefíð ykkur eitthvað myndi ég kjósa ykkur frið og kyrrð innst við hjartans rætur, svo þið megið vera örugg og róleg í áframhald- andi lífi á nýjum stað. Minning þín og ykkar beggja mun verða mér ávallt efst í huga. Þó aðalsmark á enni og brúnum barst, svo björt á svip og hrein og sönn þú varst, eg veit að ein eg verð ei um þann dóm, að við þig aldrei festist nokkurt gróm. Eg minnist þín, er sól í heiði hló, er hamingjan þér gleði og farsæld bjó. Þú barst af flestum, ung og íturfrið, hve unaðsleg var sú hin liðna tíð. Eg minnist þín við margan gleðifund, eg man þig vel á beiskri reynslustund, hve stóðst þú tigin, stór í þungri sorg, hve stór þú varst - en barst ei harm á torg. Ó, vina kær, eg sáran sakna þín, en samt eg veit að ávallt hjá mér skín þín minning fögur, göfug, hrein og góð, sem gimsteinn lögn í minninganna sjóð. (Margrét Jónsdóttir.) Elsku Alla, Hörður Freyr og Ar- inbjörn, ég votta ykkur dýpstu sam- úð og óska ykkur alls góðs í fram- tíðinni. Ef ég gæti myndi ég hlífa ykkur við öllum vonbrigðunum og sársaukanum sem fylgja því þegar hamingjan snýst skyndilega gegn ykkur. Ástarkveðja, Jóna Mjöll Grétarsdóttir. reyna að takast á við það og lifa með því. Sár söknuður, sorg, hlýja og þakklæti fylla huga minn þegar þessi lífsglaða og tilfínninganæma unga stúlka er svo snögglega hrifin úr blóma lífsins og lífi okkar allra. í mínu hjarta myndast mikið tóm og það er eins og það vanti stórt og mikið í mitt líf. Ég hitti þig tveimur tímum áður en þú varst svo snögglega hrifin burt og þá þann sama dag varstu að koma hingað aftur í bæinn eftir tveggja vikna ferð með hálendis- hógnum. Ég hafði ekki í langan tíma séð þig svona káta og hressa síðan Óli bróðir þinn lést. Mér þykir vænt um að þú áttir tvær yndislegar vikur áður en þú lést. Megi Guð geyma þig, elsku Sara Dögg mín. Ég votta Aðalbjörgu, móður Söru, og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Sara Rún. Ég var stödd úti á Benidorm þegar ég fékk þessar sorgarfréttir að systurdóttir mín væri látin, 'nún Sara Dögg. Ég trúði þessu ekki, þetta gat ekki verið satt. Óli bróðir hennar lést fyrir aðeins þremur mánuðum, hvernig geta m. svona hlutir gerst? Ég minnist þess svo innilega þeg- ar ég eignaðist dóttur mína, Thelmu Dögg, 5. febrúar 1991, þegar hún Sara Dögg, sem þá var aðeins 11 ára gömul, kom stolt í heimsókn með mömmu sinni á fæðingarheim- ilið. Ég rétti henni smáaur að gjöf en hún sagði þá: Heiðrún mín, nei, þetta vil ég ekki, þú ert búin að gefa mér flottustu og æðislegu af- mælisgjöfina, litla frænku, enda skýrði ég dóttur mína Thelmu Dögg1 í höfuðið á Söru Dögg. Elsku Sara mín, ég og Thelma Dögg söknum þín mikið, þetta er rosalega sárt. Hún Thelma Dögg litla grætur af söknuði vegna þess að hún man hvað þú varst alltaf góð við hana þegar þú passaðir fyrir mig. Elsku Alla, Hörður Freyr,' Arin- björn, Steindór, ömmur, afar og aðrir aðstandendur. Guð veri með ykkur á þessari sorgarstundu. Blessuð sé minning Söru Daggar. Heiðrún móðursystur, Thelma Dögg. Þegar kveðja á hinstu kveðju góða vinkonu er eins og mann vanti orð. í nútímaþjóðfélagi finnst varla nýtilegt orð. Tómleikinn heltekur mann og erfitt reynist að skilja það sem gerðist. Það eina sem ég get gert er að Reykjum ekki við stýrið! \ yUMFERÐAR RÁÐ Islenskur efniviður Islenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar. minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. KftiufN OlK'UV ... M Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. ai S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.