Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Guðný Bjarna- dóttir fæddist í Stapadal, Arnar- firði, Vestur-ísa- fjarðarsýslu, 18. desember 1917. Hún lést í Borgar- spítalanum 23. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 31. júlí. Elsku amma Guðný. Okkur langar til þess að minnast þín í fáeinum orðum. Það verður tóm- iegt og skrýtið að geta ekki skot- ist út til þín í heimsókn þar sem við og allir voru svo velkomnir. Við munum minnast þess hve gott og skemmtilegt var að rabba við þig um daginn og veginn. Hlusta á þig segja frá ýmsum uppátækjum þínum í lífinu. Ýmislegt sem við ætlum að segja börnunum okkar og barnabörnum frá. T.d. þegar þú varst á ferðalagi og komst að uppsprettu Rínar og þú óðst yfir **til þess að geta sagst hafa vaðið yfir Rín! Okkur þótti svo vænt um hve vel þú tókst á móti Bjarna Kalla og „öllu hans fólki“ inn í okkar fjölskyldu. Það var svo mikilvægt fyrir okkur að þú legðir blessun þína yfir gerðir okkar. Listhneigð- ar þinnar verður lengi minnst. All- ir muna eftir tröllun- um þínum og fallegu kertunum. Og ef þú fréttir af einhveijum sem ekki tímdi að kveikja á kertinu sínu, varstu ekki ánægð, „Kerti eru til að kveikja á þeim,“ varstu vön að segja. Þökk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, elsku amma. Þú hafðir svo gott Iag á að gefa. Við þökkum fyrir öll góðu ráðin sem voru gefin af svo mikilli ástúð og alla' hjálp sem þú veittir okkur. Þú baðst aldrei um neitt fyrir þig sjálfa, en gafst okkur allt. Þú varst lífsnautnakona og kenndir okkur að meta það fallega í lífinu. Við munum ætíð geyma minninguna um þig í huga okkar og hjarta. Arný Hulda, Kristinn Agúst og Bjarni Karvel. Hún föðursystir mín er nú geng- in til feðra sinna, og í huga okkar sem eftir lifum geymist minning um góða manneskju. Það eru mörg atvikin gegnum árin sem tengjast þessari stórbrotnu konu. Ég vissi alltaf af henni svona í fjarskanum, en eftir að ég fór í Stýrimannaskól- ann 1970 hófust hin raunverulegu kynni okkar fyrir alvöru. Þá bjó MINNIIMGAR hún í Miðstrætinu rétt ofan við Tjörnina í Reykjavík. Þar átti ég alltaf öruggt skjól, hvort sem var á nóttu eða degi, hvernig sem á stóð. Þar var stóri ísskápurinn á gólfinu, orðinn dálítið lúinn, alltaf svo yfírhlaðinn af allskonar mat að opna varð hurðina með varúð svo ekki færi allt út á gólf. Úr þessum stóra skáp og öllum hinum hirslunum, krukkunum og kirnunum var hún alltaf að miðla einhveijum, enda gestkvæmt og aldrei komið að tómum kofunum. Siggi minn, sagði hún, ég á ekkert að gefa þér að borða nema af- ganga og rusl, en það brást ekki að eftir ótrúlega skamma stund var sest að veisluborði þar sem boðið var upp á allskyns kássur og austurlenska rétti, sem runnu ljúflega niður undir einhverri sög- unni frá henni Guju, eins og hún var oftast kölluð. Alltaf var hún eitthvað að starfa, það voru kertin, handklæðin, jólaskrautið, mála myndir, búa til perlufestar, fígúrur úr ýmsum efnum, eða þá að pijóna. Reyndar man ég ekki eftir Guju öðruvísi en að hún hefði eitthvað fyrir stafni, þótt hún væri fötluð og ætti erfitt um gang og þyrfti að nota hækjur, þá fór hún allt sem hún ætlaði sér og lét alla sjálfsvor- kunn lönd og leið, þó það hafí auðvitað oft verið erfitt. Marga ferðina fór ég með henni á gamla Daf-bílnum reimdrifna, og eitt sinn á leið frá Hveragerði datt púströr- ið undan í heilu lagi, en Guja lét mig þá bara halda á rörinu út um gluggann alla leið til Reykjavíkur og ókum við með miklum drunum. Töluðum við oft um þennan atburð og höfðum gaman af. GUÐNÝ BJARNADÓTTIR x Guja talaði hispurslaust um menn og málefni og lá ekki á skoð- unum sínum, enda ekki eðli hennar að ganga með veggjum. Hún hafði sterka réttlætiskennd og stóð föst á sínu, væri á hana hallað eða hennar vini. Fyrir mig og mína ijölskyldu var Guja eins og klettur í hafinu, alltaf til staðar, beðin um allskonar ráð, allt frá kökuupp- skriftum til þýðinga á erlendum tungumálum. Hún var næstum eins og alheimsorðabók, enda víð- lesin og fróð, hafði búið erlendis og ferðast mikið. Seinna flutti hún í Asparfellið og var þar alltaf jafngott að koma. Allt til reiðu og aldrei neinum ofaukið. Oft sat hún og hrærði í pottunum með annarri hendi, með þýska sögubók í hinni, þetta var hún Guja okkar, alin upp í Stapadal á tímum árabáta og olíulukta. Frá Stapadal sagði hún okkur margar sögur, af lífsbaráttu, leikjum og sínum æskusporum. Þessar sögur geymum við vel og rifjum upp á góðum stundum. Góður Guð blessi minninguna um Guðnýju Bjarnadóttur og styrki ættingja hennar í sorginni. Sigurður Bjarni Hjartarson. Það verður tómlegt að koma heim til íslands og geta ekki farið upp i Asparfell til ömmu, sitja við eldhúsborðið og ræða um alla heima og geima. Hún amma var ekki nein venju- Ieg amma. Það var hægt að tala við hana um allt milli himins og jarðar. Hún gaf alltaf góð ráð og var ósínk á stuðning við aðra. Það verður skrítið og mjög erfitt að sætta sig við að hún er ekki leng- ur á sínum stað þar sem við náum til hennar. Núna er bara einn mánuður þangað til ég og Steinunn flytjum heim aftur eftir sjö ára vist í út- löndum. Ég talaði við ömmu rétt áður en hún fór inná spítalann í síðasta sinn. Hún sagði þá að hún ætlaði að gera sitt besta til að hitta okkur. Því miður gat hún það ekki, þó að hún berðist hetjulega. En hún amma var sú sem aldrei gafst upp. Þó að hún væri fötluð var ekkert sem hindraði hana að gera þá hluti sem hana langaði til að gera. Orð eins og „ég get það ekki“ eða „ég kann það ekki“ fundust ekki í hennar orðabók. Ef einhver sagði að hann gæti ekki eitthvað sagði hún: „Ert þú ekki með hend- ur, fætur eða heila til að hugsa með, hvert er vandamálið?" Þetta var amma. Engin vandamál voru svo stór að það væri ekki hægt að takast á við þau og yfirvinna þau. Það sem kemur þó fyrst fram í hugann þegar ég hugsa til baka, er hve heppinn ég hef verið. Það eru ekki allir sem hafa átt því láni að fagna í rúm þrjátíu ár að hafa haft til skrafs og ráðagerða, konu eins og ömmu. Ég veit að við sem þekktum ömmu Guðnýu munum búa að því allt okkar líf, njóta alls þess góða sem að hún hefur gefið okkur. Hennar þekking og uppbyggjandi „lífsfílósofi" kemur alltaf til með að fylgja okkur. Amma, við þökkum fyrir allar þær góðu stundir sem þú gafst okkur. Helgi Valur Friðriksson, Steinunnn Ingólfsdóttir. - GUÐMUNDUR STEINSSON -4- Guðmundur J. Gíslason, ' leikskáldið Guðmundur Steinsson, fæddist í Steinsbæ á Eyrarbakka 19. apríl 1925. Hann lést í Landspítalanum í Reykjavík 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23.,júlí. Kveðja frá Krýsuvíkursamtökunum _ Við Guðmundur Steinsson hitt- umst fyrst í anddyri Krýsuvíkur- skóla þar sem hann var kominn til að kynnast þeim heimi lífsfirr- ingar og vonleysis er einkennir líf þeirra er ánetjast fíkniefnum. Hann var að skrifa leikritið Stakkaskipti, ég var að koma með einn af skjólstæðingum okkar til innlagnar í Krýsuvík. Við heilsuð- umst og ég bauð hann velkominn til Krýsuvíkur. Hann sagðist kunna vel við sig og hafa fyllst endurnýj- uðum krafti til skrifta; sagðist þurfa koma oftar og fá að ræða við vistmenn um líf þeirra og bak- grunn. Ég bauð honum að dvelja í Krýsuvík eins lengi og hann “■þyrfti. Hann þáði það með þökkum og við tókum nánar tal saman um tengsl leikhússins og samfélagsins. Hann hélt því fram að eitt aðalhlut- verk alvöru leikhúss væri að flytja verk sem ýttu við fólki og fengju það til að hugsa og endurskoða Iíf sitt. Hann óttaðist að Ieikhúsið léti undan þrýstingi fyrir innihaldslitla skemmtun og afþreyingu sem skapaði stöðugleika í rekstri. Ég fann að mér leið vel í návist Guð- mundar Steinssonar og uppgötvaði að hann var að fást við firringu inanneskjunnar og flótta frá raun- verulegum lífsgildum í vitfirrtum heimi lífsgæðakapphlaups, græðgi og sjálfsupphafningar. Ég hafði séð Stundarfrið og nú var skáldið komið út í eyðiipörkina að skoða j höfuðpersónur sínar í ljósi nýrra tíma og þeirra þjáninga sem vist- ~*menn í Krýsuvík þekkja á sjálfum sér og enginn skilur nema sá sem getur þjáðst með þeim. Guðmund- ur Steinsson var mikið leikskáld vegna þess að hann gat þjáðst með öðrum. Hann átti til þann samúðar- skilning með manneskjunni sem byggist á kærleika og þrá eftir betri heimi henni til handa. Hann barðist af hugsjón í leikhúsinu með frábærum leikurum og leikstjórum víða um lönd við að fá áhorfendur til að staldra við og ganga í sig og játa yfirsjónir sínar undan- bragðalaust. Þess vegna komst á gagnkvæmur skilningur og virðing milli leikskáldsins og hinna vega- lausu og þjáðu vistmanna Krýsu- víkur. Þeir fundu að honum var alvara á sinn hægláta og yfirlætis- lausa hátt þegar hann sat með þeim morgunfundi í Krýsuvík og sagðist þurfa á þeim að halda. Hann eignaðist trúnað þeirra og vináttu. Þeir eignuðust bandamann og málsvara í leikhúsinu. Við feng- um að vera þátttakendur í sköpun Stakkaskipta og forstöðumaður okkar og ein vistkona voru leikhús- fólki til ráðgjafar við æfíngar á verkinu. Vistmönnum í Krýsuvík var boðið í Þjóðleikhúsið, mörgum í fyrsta skipti á ævinni. Margir voru djúpt snortnir eftir þá lífs- reynslu. Guðmundur Steinsson fyr- irléit allt „snakk,, og sýndar- mennsku. Hann vildi að orð manna hefðu innihald og það stæði er sagt væri; að samskipti manna væru hrein og bein og án „blað- urs“ og loforðagjálfurs. Er Guð- mundur dvaldi í Krýsuvík uppgötv- aði hann að það gat stundum kóln- að skyndilega í starfsmannahúsinu gamla í Krýsuvík þar sem hann hafði aðsetur. Sérstaklega þegar rigndi eða gekk á með snjókomu og slyddu, en þá kólnuðu gömlu hitaveitupípurnar og skiluðu ekki nægilegum varma inn í húsið. Við höfðum látið bora í gamla borholu í Krýsuvík sem við fengum afnot af þegar við keyptum skólahúsið í Krýsuvík 1986. Þetta mannvirki var nú úr sér gengið og okkar var ráðlagt af ráðgjöfum okkar í hita- veitumálum að kosta ekki meiru til. Þeir ráðlögðu okkur að bora nýja holu ef við vildum tryggja rekstrargrundvöll og búsetu til framtíðar í Krýsuvík. Við gerðum okkur ljóst að slík framkvæmd kostar mikið og fjármagn hefur alltaf verið af skomum skammti í Krýsuvík. Guðmundi rann til rifja að við skildum þurfa að veija um 170 þúsund krónum á mánuði til kaupa á olíu til húshitunar á einu mesta háhitasvæði landsins. Hann hringdi til mín dag nokkurn og ég heyrði að honum var mikið niðri fyrir. Hann tjáði mér að hann væri ekki vanur að blanda sér í svona málefni en sagði að hann gæti ekki sætt sig við þetta ástand í hitaveitumálum okkar og bað um fund um málið. Áhugi Guðmundar og kraftur ýtti við okkur að gera eitthvað róttækt í hitaveitumálun- um minnugir fyrirheita Drottins, biðjið, leitið og knýið á. Við skipuð- um framkvæmdanefnd þar sem Guðmundur settist niður með okk- ur við samningu áætlunar um söfn- un fjár til framkvæmdanna. Við fengum Rás 2 í lið með okkur og söfnuðum um fjórum milljónum króna og fleiri Iögðu okkur lið síð- ar. Guðmundur veitti okkur lið sem hann mátti og framkvæmdir hó- fust með borun niður á 327 metra dýpi sem gaf okkur um 10 MW að hráafli. Þetta nýja mannvirki og orkuöflun mun tryggja rekstr- argrundvöll og uppbyggingu í Krýsuvík á næstu árum. Enn einu sinni gátu hinir vegalausu fagnað sigri í Krýsuvík fyrir tilstyrk og samtakamátt þess fólks á Islandi sem á í hjarta sínu þann kærleika og samúðarskilning sem okkur er svo mikilvægur til að lifa af í Krýsuvík. Neistinn og frumkvæðið kom frá Guðmundi Steinssyni, leik- skáldinu góða. Síðustu dagana sem Guðmundur Steinsson dvaldi hjá okkur í Krýsuvík var ljóst að hverju dró og okkur setti hljóða. Við tók- um eftir að hann gekk upp bratt- ann að nýju borholunni okkar og dvaldi þar dágóða stund eins og hann væri að kveðja þennan stað sem hann unni og hafði gefið svo mikið með anda sínum og hægl- átri nærveru. Við sem kynntumst Guðmundi Steinssyni munum varðveita dýr- mæta minningu um félaga, vin og samheija í baráttunni fyrir betra og innihaldsríkara samfélagi án eftirsóknar eftir vindi. Við biðjum algóðan Guð sem einn er leiðtogi okkar að blessa og varðveita anda Guðmundar Steinssonar og send- um ástvinum þans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Snorri F. Welding. Guðmundur Steinsson vinur okkar er nú farinn í aðra vídd, farinn í ferðina miklu sem fyrir okkur öllum liggur að fara. Fund- um okkar bar fyrst saman á ráð- stefnu Húmanistahreyfingarinnar um heilbrigðismál árið 1993. Þar vakti það áthygli hans, að svo væri komið í heiminum að til þyrfti sérstaka hreyfingu til þess að sinna svo sjálfsögðum hlut eins og húm- anismanum eins og hann orðaði það. Hann starfaði með okkur eft- ir það í Húmanistahreyfingunni og þar skapaðist með okkur einstæð vinátta sem hefur skipt okkur öll miklu máli. Guðmundur var hreinn og beinn og trúr sínu hjarta. Fyrir honum var það einfalt mál að búa þyrfti öllum manneskjum þannig kringumstæður að allir gætu notið sín og hann hafði megna ímigust á öllu því sem drepur á dreif þess- ari meginþörf. Það var Guðmundi lífsnauðsyn að vera sannur maður, hann trúði ákaft á mátt fólksins og rétt þess til þess að móta eigin kripgumstæður. I ritstörfum sínum vann hann á vandaðan hátt og gjörkannaði ætíð þau viðfangsefni sem hann skrifaði um. í leikritinu Stakkaskiptum er meðal annars fjallað um hlutskipti manns sem missir atvinnu sína. Guðmundur talaði persónulega við fleiri tugi atvinnulausra til þess að komast inn í hugarheim þeirra. í sama leikriti er stúlka sem er ólán- söm og fellur fyrir fíkniefnum. Til þess að kynnast slíkum aðstæðum starfaði Guðmundur með ungu fólki sem var í meðferð vegna eiturlylja- neyslu í Krísuvík á vegum Krísuvík- ursamtakanna. Með þessu lifði hann sig inn í hlutskipti þessa unga fólks og gat þannig skrifað á rauns- annan hátt. Er Guðmundur lést var hann að vinna að verki sem hann kallaði hraðleikrit. Þar fjallar hann m.a. um stórvirkjanir á íslandi, þá gífurlegu fjárfestingu og skuldsetn- ingu þjóðarinnar sem af þeim leið- ir, svo og um umhverfisáhrifin. í þessari vinnu safnaði Guðmundur í kringum sig hópi vísindamanna og annarra sem til þekktu og hann treysti, til þess að allt væri byggt á traustum grunni. Eftir að Guðmundur veiktist af þeim sjúkdómi sem síðar dró hann til dauða kynntumst við honum á nýjan hátt. Honum var þegar ljóst að um lífshættulegan sjúkdóm var að ræða en hann missti aldrei jafn- vægið, eins og hann orðaði það. Hann brást við eins og hetja og aldrei varð honum mikilvægara lífsáformið en þá. Honum var enn meira í mun að leggja sig fram til að gera þjóðfélagið að betri stað. Um síðustu áramót sagði hann okkur að læknarnir hefðu sagt honum að hann ætti stutt eftir ólifað. Hann hafði í því sambandi á orði að þetta hefði kallað fram hjá sér eins konar hugljómun, sér væri nú ljóst hversu vænt honum þætti um lífið og að vera lifandi. Þrátt fyrir líkamlega erfiðleika og læknismeðferð, sem tók mikinn toll, vann hann síðustu mánuðina af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Hann lét aldrei bilbug á sér finna og gerði áætlanir fram í tím- ann um miklu meira sem hann vildi koma í verk. Dauða Guðmundar bar að með skjótum hætti þegar hann var í fullu andlegu fjöri og þannig hefði hann sjálfur viljað að það gerðist. Minningin um hann lifir hins vegar áfram í okkur öllum sem vorum honum samferða. Hugrekki hans og óbilandi sannfæring um gildi manneskjunnar og rétt til góðs lífs er ógleymanleg fyrirmynd sem allt- af vakir. Við sendum Kristbjörgu og fjöl- skyldu okkar hugheilustu óskir um styrk og hugarró í því sem þau ganga nú í gegnum. Fyrir hönd vina og félaga í Húmanistahreyfingunni, Júlíus Valdimarsson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Jón Tryggvi Sveinsson og Sigurður B. Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.