Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR L ÁGÚST 1996 39 MINNINGAR ■4- Gyða Jóhanns- * dóttir var fædd að Daufá í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði I. júlí 1929. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. júlí síðastliðinn. Foreldrar Gyðu voru Jóhann Jó- hannesson, f. 1903, d. 1992, lengst af bóndi í Sólheimum í Sæmundarhlíð í Skagafirði, og Sæ- munda Jóhanns- dóttir, f. 1891, d. 1964, sem framan af ævi stundaði ljós- móðurstörf í Skagafirði. Gyða átti sex yngri hálfsystkini, sam- feðra, sem öll eru á lífi. Gyða giftist Torfa Eysteinssyni 1951, en hann lést 1954. Gyða og Torfi eignuðust tvö börn, Ey- stein Sölva, f. 1952 og Höllu Mig langar með nokkrum orðum að kveðja elskulega tengdamóður, hana Gyðu mína, og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Fyrir tæpu ári vorum við farin að hugleiða hvert halda skildi nú í sumar, en heilsubrestur gerði allar áætlanir að engu. Alltaf dáðist ég að því hve minnug hún var og þekkti vel til staðhátta þegar við ferðuðumst saman um landið. Jafn- góður ferðafélagi og Gyða var, er vandfundinn. Ekki aðeins sem ferðafélagi í venjulegu sumarleyfi, heldur sem persóna í sameiginlegri ferð okkar gegnum lífið. Með sökn- uði minnist ég margra ágægjulegra + Hringur Jóhannesson fædd- ist í Haga í Aðaldal 21. des- ember 1932. Hann lést í Land- spítalanum 17. júlí síðastliðinn. Hringur var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 25. júlí. Hörmulegt er að heyra um and- lát vinar míns Hrings Jóhannesson- ar. Ég hitti hann síðast á Óðinsgöt- unni í maí, hressan og hýran, rétt eins og alltaf. Ég var nýkominn frá Húsavík og þar sögðu menn með eftirvæntingu að nú væri von á Hring norður eftir tvær vikur. Mitt fyrsta námskeið í myndlist í Reykjavík, haustið ’58, var í Hand- íðaskólanum hjá Hring. Hann vann þá alla daga hjá Kassagerð Reykja- víkur en kenndi teikningu á kvöld- in. Eftir það urðum við vinir og nú koma margar góðar stundir upp í hugann frá fundum okkar á liðnum árum. Hringur fór seint til útlanda og hann heimsótti okkur bara einu sinni. Af einhverjum ástæðum hafði hann orðið að bíða í tvo tíma á Kastrup-flugvelli. Hann notaði tím- ann til þess að teikna og kom með heila breiðu af myndum sem hann lagði á gólfið. Þau hjónin gistu eina nótt og um morguninn spurði hann hvaða mynd mér fyndist best. Hana vildi Hringur gefa okkur fyrir næt- urgreiðann, rétt eins og hann skuld- aði okkur eitthvað. Þetta var honum mjög líkt. Ég sagði honum frá og sýndi honum myndir eftir danska málara, þá Lundbye, Ring og Ham- mershöj. Hann hreifst af myndun- um og sagðist koma aftur til að stúdera þessa sniilinga. En nú kem- ur hann ekki úr þessu og þá eigum við þetta bara saman í huganum. Forvitni Hrings var mikil og hann var margfróður. Hann spurði oft: „Hvað er að frétta frá Köben?“ Og það var margt sem hann vildi vita. Hann var sérlega hjálpsamur og Guðbjörgu, f. 1953. Eysteinn er kvænt- ur Lilju Haralds- dóttur og eiga þau tvö börn, Ingi- björgu Elsu og Jón Torfa. Halla er gift Hirti Jónssyni og eiga þau þrjú börn, Arnar, Jóhönnu Gyðu og Perlu Osk. Seinni mann sinn, Jón Helgason, missti Gyða 1987. Frá 1952 til 1987 bjó Gyða að Skál- ará í Blesugróf en eftir það í Engihjalla 1 í Kópa- vogi. Lengst af starfsævinnar vann Gyða við saumaskap. Fyrst hjá Fötum hf. en lengst- um hjá Saumastofu Karnabæj- ar og Sólinni. Útför Gyðu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. samverustunda í sumarbústaðnum við Þingvallavatn, þar sem Gyða og Jón höfðu lagt ómælda vinnu og eljusemi í að gera bústaðinn sem notalegastan, sem og nánasta um- hverfi hans. Best líkaði Gyðu, þeg- ar sem flestir komu í heimsókn, þá naut hún sín best. Hátindi jólahátíða og páska var jafnan náð þegar fjölskyldan sat að veisluborði hjá Gyðu. Hún var sannkallaður höfðingi heim að sækja og var ein af þeim, sem aldrei láta sitt eftir liggja og gefa alltaf meira en þeir þiggja. Barnabörnunum sínum fimm unni hún heilshugar og sóttu þau mikið til hennar. Nú er skarð fyrir skildi þar sem „Gyða amma ráðagóður í sambandi við sýninga- hald okkar vina sinna. Mjög lunk- inn í gagnrýni á verkin og hvernig best mátti standa að málunum. Hringur hafði geysilegt sjónminni og kom, að því að manni fannst, með ferskar minningar af löngu afstöðnum sýningum listamanna í Reykjavík. Það sem þó einkenndi Hring mest var sá guðdómlegi eiginleiki hans að finna alltaf eitthvað ljóð- rænt í næsta nágrenni. Það var afskaplega gaman að sjá hálfklár- aðar myndir hans í Haga fyrir tveim árum. Þá sá maður hvaða sjónræna starfa hann var að fást við, með sinni frábæru tækni og einlægni. Einlægni og kunnátta, samofnar lífsgleði og forvitinni leit, voru ein- kenni Hrings. Sennilega hugsaði hann lítið um það hve persónulegur og frumlegur hann var. Vonandi verður væntanleg yfirlitssýning á verkum hans með haustinu til þess að enn fleiri megi njóta þess skáld- skapar sem kom frá þessum góða dreng. Ég þakka Hring vináttu og tryggð og lærdómsríka viðkynn- ingu. Við Gerður sendum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Tryggvi Ólafsson. í 26 ár höfum við Hringur Jó- hannesson hist nokkrum sinnum á vetri hveijum. Við kvöddumst á vorin þegar hann hélt norður í Aðal- dal og fundi var fagnað að hausti, þegar hann kom til baka. Alltaf var jafn skemmtilegt að hitta Hring og þiggja góð ráð hans og leiðbeining- ar. Ég fann á okkar síðasta fundi í vor hversu fyrirhuguð sýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum næsta vetur var honum ofarlega í huga. Hann var sem fyrr stæltur og hvikur á fæti, þegar við kvödd- er farin til Guðs“. Þær eru nær óendanlega margar góðu minning- arnar sem í hugann koma þegar ég kveð þig nú, Gyða mín, mína hinstu kveðju með þakklæti fyrir samfylgdina. Hjörtur Jónsson. Nú er ég kveð þig í hinsta sinn, elsku frænka, þá er margs að minn- ast. Til dæmis leikhúsferðanna sem þú fórst með mér, Arnari og systur- syni Jóns. Alltaf var jafn gott að koma til þín hvort heldur í Skálará eða Engihjallann. Jóladags- og páskadagsboðin voru eins og þér einni var lagið, allt svo gott og fínt. Á aðfangadag beið maður með eft- irvæntingu, því þá var pakkaskipti- dagur og þegar við pabbi komum til þín beið eftir okkur kaffl, gos, smákökur og sælgæti. Gyða og Jón áttu sumarbústað á Þingvöllum, þangað var gaman að koma. Fór Jón þá oft með okk- ur Arnar að veiða en ekki fékkst alltaf fiskur, en það var aukaatr- iði, næst á eftir var haldið heim í bústað og þar fengum við góðar kræsingar eftir alla útiveruna. Eft- ir að ég sjálf eignaðist börn fórum við stundum til Gyðu frænku en börnin kölluðu hana Gyðu ömmu. Það lýsir því best hversu góð hún var við okkur. Fyrir ca. 4-5 árum tókum við upp á því að fara eina helgi í úti- legu eða í sumarhús og komu þá systkinin Gyða, Inga, Gísli, börn og barnaböm saman. Þessar helgar eru ógleymanlegar, svo skemmti- legar voru þær. Elsku Steini, Halla og ijölskyld- ur, missir ykkar er mikill og vil ég biðja algóðan Guð að varðveita og styrkja ykkur í sorginni. Minningin um þig, elsku frænka, mun lifa áfram í hjörtum okkar. Guð blessi ykkur öll. Helga Kristín og fjölskylda. umst, eftir að hafa sammælst um að taka á ný upp þráðinn að hausti. Aldrei hafði orðið af því að ég heimsækti Hring í vinnustofu hans í Haga. Nú skyldi upphaf ferðar til Vopnafjarðar verða heimsókn til hans. Degi áður en lagt var af stað hringdi ég, en enginn svaraði. Kom- inn norður yfír Sprengisand var enn á ný hringt, en það sama endurtók sig. Ekki frétti ég fyrr en tveim dögum síðar, að Hringur hefði lát- ist sama dag og ég hugðist hitta hann hressan og kátan á heimaslóð- um. Það var mikið lán að fá notið leiðsagnar Hrings Jóhannessonar í myndlist. Hann var frábær kennari og gjörsamlega laus við alla for- dóma. Hann hafði ótrúlega mikinn áhuga á því sem aðrir myndlistar- menn voru að gera, en það er frem- ur fágætt meðal listamanna. Mynd- minni hans var einstakt. Alltaf mundi hann hvaða myndir ég hafði sýnt honum áður. Ógleymanleg er hjálpsemi hans og smekkvísi við skipulag og uppsetningu sýninga. Frábærar sýningar á myndum barna, sem Iðnaðarbankinn stóð fyrir í Hafnarfirði, Akureyri, Sel- fossi og Reykjavík hefðu ekki orðið sem raun varð á nema fyrir hans atbeina. Minningin um Hring Jóhannes- son hinn góða dreng og mikla lista- mann mun lifa í hugum þeirra, sem honum kynntust á lífsleiðinni. Lengur munu þó verk hans lifa, ólík öðrum myndum, haglega gerð og gædd seiðmagni. Jóhannes Kjarval opnaði mönnum skilning á fegurð hrauns og mosa, en Hringur lauk upp augum manna fyrir feg- urð hins smágerða. í höndum hans öðlaðist biðukollan upphafið gildi og gömul amboð fagran þokka. Til þess að ná þessum árangri þarf frábæra kunnáttu og hæfileika, en meira þarf tii, og það hafði Hring- ur. Hann unni og bar djúpa virðingu fyrir viðfangsefninu, þessum smá- vinum fögru, sem verðskulduðu at- hygli og aðdáun. Blessuð sé minn- ing Hrings Jóhannessonar. Bragi Hannesson. GYÐA JÓHANNSDÓTTIR HRINGUR JÓHANNESSON GUÐMUNDA JÓNASDÓTTIR + Guðmunda Jón- asdóttir fædd- ist í Tröð í Súðavík 29. janúar 1919. Hún lést 23. júlí síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Karitas El- ísabet Kristjáns- dóttir og Jónas Sig- urðsson frá Súða- vík. Hún var þriðja í röð níu systkina sem komust upp, þijú dóu ung. Guð- munda kom sem ráðskona að Set- bergi vorið 1949 með dóttur sína Sigríði Burny, fædd 15. ágúst 1945, sem nú býr í Reykjavík, hún á 2 dætur og 2 stjúpsyni frá fyrra hjóna- bandi. Sambýlismaður hennar er Guðmundur Sveinsson. Guð- munda giftist Gísla Jónatani Einarssyni 7. júní 1952. Hann lést 27. feb. 1977. Fóstursonur þeirra er Kjartan Björnsson, fæddur 14. okt. 1934. Kona hans er Guðlaug Guðmundsdóttir, eiga þau þijú börn. Börn Guðmundu og Gísla eru: 1) Þóra Bryndís, fædd 31. ágúst 1951. Maður henn- ar er Gunnar Vífill Karlsson, eiga þau 3 börn. 2) Karitas Jóna, fædd 30. maí 1953. Maður henn- ar er Helgi Stein- þórsson, eiga þau 4 syni. 3) Páll, fæddur 7. ágúst 1955. Kona hans er Ósk M. Guð- mundsdóttir, eiga þau 4 börn. 4) Svanfríður Guðrún, fædd 17. nóv. 1961. Maður hennar er Karl Samúelsson, eiga þau 3 syni. Útför Guðmundu fór fram frá Hvalsneskirkju 31. júlí. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Okkur langar til að kveðja hana Mummu ömmu okkar með nokkr- um orðum. Það var alltaf gott og notalegt að koma til ömmu og afa á Setbergi. Alltaf gott að vera hjá þeim í sveitinni. Og síðan hjá henni ömmu eftir að afi dó. Og nú er hún komin til hans. Hún var svo nýkomin af heimaslóðum að vestan og því sjálfsagt aldrei ánægðari að kveðja okkur en nú. Við minn- umst þín alltaf hressrar og kátrar með stóran og hlýjan faðm. Og við þökkum fyrir allar góðu stundirnar með þér og fjölskyldum okkar. Guð geymi þig, elsku amma. Ingilaug og Kristín. Þriðjudagurinn 23. júlí var ósköp venjulegur dagur, þar til við feng- um þær sorglegu fréttir að amma okkar hefði yfirgefið þennan heim. Það er ótrúlegt hvað okkur finnst sjálfsagt að hafa ömmu hjá okkur. Maður býst ekki við því að einhver svo nákominn hverfi frá sér svo snögglega. Maður heldur að amma sem alltaf hefur verið til staðar, og maður alltaf haft hjá“* sér, geti ekki horfið frá manni, heldur sé eilíf og verði alltaf hjá okkur. En öll vitum við að okkur er öllum ætlað að deyja. En aldrei er nokkur þó viðbúinn slíkum missi. Amma var mjög barngóð og voru barnabörn hennar og bama- barnabörn henni mikils virði. Hún vildi gera allt fyrir alla og var sjálf ávallt mjög þakklát ef einhver gerði eitthvað fyrir hana og sýndi hún það með mikilli hlýju. Hún vár~ mjög örlát og óeigingjöm kona og vildi hún ekki láta hafa mikið fyr- ir sér. Það var alltaf jafn gott að koma til ömmu og fá mjólkursopa og nýbakaðar kökur og emm við systkinin mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og notið hennar svo lengi. Elsku amma, takk fyrir allt sam- an, við vitum að þú hefur það gott á þeim stað sem þú ert á núna. Elsku pabbi okkar, Sigga, Þóra, Kaja og Svanna, megi góður Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í þessum mikla missi. Fanney, Svavar, María og Gísli. Erndiykkjur Glæsileg kalíi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HIÍTEL UIFTLEIDIH GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek LE6STEINAR Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró r Islensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavik simi: 587 1960-fax: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.