Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 47 FRÉTTIR Upplýsingamiðstöð umferðarmála um verslunarmannahelgina • • Okumenn blandi ekki saman akstri og áfengisneyslu UMFERÐARRÁÐ starfrækir í sam- starfi við lögreglu um allt land upp- lýsingamiðstöð á skrifstofu ráðsins um verslunarmannahelgina. Þar verður safnað saman upplýsingum um umferðina, um ástand vega og annað það sem ætla má að geti orðið ferðafólki að gagni. Útvarp Umferðarráðs verður með útsend- ingar á öllum útvarpsstöðvum um helgina eftir þörfum. Upplýsingamiðstöðin verður opin föstudaginn 2. ágúst kl. 9-22, laug- ardaginn 3. ágúst kl. 10-19 og mánudaginn 5. ágúst kl. 12-19. í frétt frá Umferðarráði segir: „Nauðsynlegt er fyrir ökumenn að hafa ýmis atriði sérstaklega í huga þegar lagt er af stað út á þjóðveg- ina. Jafn og góður hraði skiptir þar miklu máli. Hann dregur úr fram- úrakstri og minnkar streitu, sem stundum gerir vart við sig hjá sum- um ökumönnum. Þeir sem draga eftirvagn fara eðlilega hægar en aðrir og þurfa sífellt að hliðra til og hleypa öðrum framúr, hvar sem færi gefst. Ef eftirvagninn er breið- ur þarf að setja aukna hliðarspegla á bílinn. Umferðarráð skorar á alla ökumenn að virða yfirborðsmerk- ingar sem gefa til kynna að ekki megi aka framúr, þ.e. óbrotnar lín- ur á blindhæðum, við beygjur og víðar. Þá er sérstök ástæða til að hvetja ökumenn til að sýna varúð þar sem malarvegir taka við af vegum með bundnu slitlagi, þar verður að draga úr hraða ef ekki á illa að fara. Um verslunarmannahelgina eru margir að skemmta sér og því fylg- ir oft áfengisneysla. Þeim ein- dregnu tilmælum er beint til öku- manna að blanda alls ekki saman akstri og áfengisneyslu. Það er lífs- hættulegt. Almenn varúð og tillitssemi verð- ur að vera í hávegum höfð um helg- ina. Ef allir leggja sig fram, aukast líkur á að vel gangi. Síðast en ekki síst. Spennum bíl- beltin hvar sem við sitjum í bílnum. Umferðarráð óskar öllum ferða- mönnum góðrar ferðar og ánægju- legrar heimkomu." Sálin saman á ný HLJÓMSVEITIN Sálin hans Jóns míns hefur ekki verið mik- ið á ferðinni það sem af er ár- inu. Síðast lék sveitin í janúar- lok, en þá hurfu af landi brott til búsetu erlendis tveir meðlim- ir hennar. Sálarmenn hyggjast koma saman í lok mánaðarins og spila á fimin miðnæturtónleikum, um verslunarmannahelgina og helgina þar á eftir. Föstudaginn 2. ágúst leikur sveitin í Sjallan- um, Akureyri, laugardaginn 3. ágúst í Miðgarði, Skagafirði, sunnudaginn 4. ágúst á Vopna- firði. Síðan er förinni heitið í höfuðborgina, hvar troðið verður upp í Ingólfscafé föstudagskvöld- ið 9. ágúst. Síðustu tónleikamir verða svo á Hótel Selfossi laugar- dagskvöldið 10. ágúst. Á Akur- eyri og Selfossi munu Sálveijar hafa sér til fulltingis skifuþeytinn Stórfót. Á Selfossi treður og upp hljómsveitin Spoon. Ekki munu Sálarmenn senda frá sér nýtt efni á árinu, en tón- leikadagskráin byggist að mestu upp á fmmsömdu efni. Sálar- áhugamenn úr tölvugeiranum hafa hleypt af stokkunum heima- síðu tileinkaða Sálinni, þar sem verður að finna ýmsan fróðleik um hljómsveitina. Slóðin verður: www.islandia.is/salin. V erslunarmannahelgin Gönguferðir í Skaftafelli VEGNA mistaka við vinnslu blaðs- ins í gær féll niður hluti af texta með mynd Sigmunds. Birtist FERÐAFÉLAG íslands efnir til fjöl- margra ferða um verslunarmanna- helgina 2.-5. ágúst og er brottför í flestar þeirra föstudagskvöldið 2. ágúst. í ferðinni, Landmannalaugar - Eldgjá - Skælingar verður ökuferð í Eldgjá og hún skoðuð og gengið að sérstæðu gervigígasvæði við Skaftá er nefnist Skælingar. Góð gisting er í sæluhúsinu Laugum. M.a. er nýuppgerður svefnsalur og eldhúsið hefur verið stækkað um meira en helming og eldunaraðstaða hefur batnað að mun. í ferð í Þórsmörk og á Fimmvörðu- háls er gist í Skagfjörðsskála, Langadal. Hægt er að dvelja í Mörk- inni við gönguferðir, eða fara dags- göngu yfir Fimmvörðuháls á laug- ardeginum. Heimkoma er á sunnu- degi eða mánudegi eftir vali. Næg tjaldstæði eru á svæðum Ferðafélagsins, bæði í Langadal, sem er aðalsvæðið, og í Stóra- og Litla- myndin hér aftur með þeim texta sem átti að fylgja henni. enda en á öllum stöðum er mjög góð hreinlætisaðstaða. í ferðinni Austurdalur - Hildarsel er farinn Sprengisandur, gist í Nýjad- al, ekið um Vesturdal yfír að Austurd- al og gengið að sæluhúsi Ferðafélags Skagfirðinga, Hildarseli. Þetta er spennandi óbyggðaferð þar sem m.a. er farið á slóðir Bólu-Hjálmars í tilefni þess að 200 ár eru frá fæðingu hans. Ferðin Álftavatn -Fjallabaksleið syðri er eina helgarferðin með brottfór á laugardagsmorgninum 3. ágúst. Gist er í sæluhúsinu við Álftavatn. Famar verða göngu- og skoðunarferðir um fjölbreytt flallasvæði. Af dagsferðum eru á sunnudaginn 4. ágúst kl. 13 Djúpavatn - Spákonu- vatn - Grænavatn og mánudaginn 5. ágúst er gönguferð á Esju kl. 10.30 og kl. 13 farið um Haukaíjöll og að Tröllafossi. í dagsferðimar þarf ekki að panta en upplýsingar og farmiðar í aðrar ferðir fást á skrifstofunni Mörk- inni 6. DAGSKRÁ í þjóðgarðinum í Skafta- felli um verslunarmannahelgina verður með svipuðu sniði og aðrar helgar, þótt nokkuð sé aukið við gönguferðir og barnastundir. Á laugardag kl. 10 verður gengið inn í Morsárdal að Bæjarstaðar- skógi. Gangan tekur 6-7 klst. og á leiðinni verður rætt um náttúrufar og sögu svæðisins. Nauðsynlegt er að vera vel skóaður og að hafa með sér nestisbita. Kl. 13 hefst 1 Vi klst. plöntuskoð- unarferð inn Auraslóð að Skaftafell- sjökli. Auk þess að skoða plöntur verður rætt um gróður og gróðurfar í þjóðgarðinum. Kl. 17 verður gengið út á varnar- garða Skeiðarár og rætt um vatn sem landmótandi afl og áhrif þess á búsetu fólks í Skaftafelli. Gangan tekur um IV2 klst. Kl. 17 hefst einnig Barnastund fyrir 5-8 ára börn. Farið verður í stutta náttúruskoðun, spjallað o.fl. skemmtilegt og komið til baka um kl. ,18. Á sunnudag kl. 11 verður gengið inn í Bæjarstað. Gangan tekur um 6-7 klst. svo góður skófatnaður og nesti er nauðsynlegt. SAGNA- og hagyrðingakvöld verður haldið í íþróttahúsinu á Vopnafirði í kvöld klukkan 20:30 og er yfírskrift dagskrárinnar „Með íslenskuna að vopni“. Þar koma fram hagyrðingamir Hákon Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, Kristján Stefánsson frá Gilhaga og Ósk Þorkelsdóttir frá Húsavík. Verslunarmannahelgina 2.-5. ág- úst verður haldið að Þórisstöðum í Svínadal sumarmót AA og Al-anon félaga, ALANÓ ’96. Aðgangur er kr. 2.500 fyrir 16 ára og eldri en ókeypis fyrir 15 ára og yngri. Innifal- Kl. 16 er barnastund fyrir alla hressa krakka á aldrinum'9-12 ára. Náttúran verður skoðuð, spjallað og gengið í u.þ.b. D/2 klst. Kl. 17 verður sögustund í Selinu, bænum á Skaftafellsheiðinni sem Þjóðminjasafnið hefur gert upp. Mæta gestir þangað uppeftir, rætt verður um byggð í Skaftafelli og sambúð ábúenda við landvættina. Kl. 17 hefst ganga upp Gömlu tún, með Eystragili og niður Vestrag- il í Lambhaga. Á leiðinni er rætt um sögu þjóðgarðsins frá fornu fari til okkar daga. Tekur gangan um 2'/2 klst. Á mánudag kl. 17 verður gengið með Giljum upp að gamla Selbænum og rætt um búskap að fornu og nýju, náttúruna og breytingar á henni. Tekur gangan um 2'h klst. Á þriðjudag kl. 16 verður plöntu- skoðunarferð inn Auraslóð að Skaftafellsjökli. Rætt verður um náttúrufar, gróður og framvindu hans. Tekur gangan um 2 klst. Gönguferðir byija í porti við þjón- ustumiðstöðina í Skaftafelli, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Þátttaka er öllum heimil, án endur- gjalds. Sagnamenn verða Hrafn Jökulsson, ritstjóri, Jón Thoroddsen, heimspek- ingur, Jón Kristjánsson, alþingismað- ur, Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. menntamálaráðherra, og Einar Njáls- son, bæjarstjóri á Húsavík. Einnig mun Kristján Stefánsson leika á harmóníku. Stjómandi kvölds- ins verður Hallgrímur Helgason. ið í miðaverði er veiðileyfí í Þóris- staðavatni og aðgangur að níu holu golfvelli staðarins. Að sjálfsögðu er öll neysla áfengis og annarra vímuefna stranglega bönnuð. Skólasýning- in á ný í Ar- bæjarsafni í TENGSLUM við opnun Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkurborgar endurvekur Árbækjarsafn skóla- sýningu safnsins. Á kvistlofti læknisbústaðarins frá Kleppi er innréttuð gömul kennslustofa frá aldamótum og má þar meðal ann- ars finna gamla muni úr Miðbæjar- skólanum. Sýningin verðu opnuð í dag, fimmtudaginn 1. ágúst. ♦ ♦ ♦--- Með amfetamín í garðinum FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík handtók á fimmtudag í síðustu viku tæplega tvítugan pilt í Garðabæ. í garði við heimili hans fundust 50 grömm af amfet- amíni. Pilturinn var á föstudag úr- skurðaður í gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í gær. Málið er talið upplýst. ----4—♦—♦--- LEIÐRÉTT Húsmóðir Þau mistök urðu við kynningu á Sigurlaugu Sveinsdóttur með grein hennar, „Oft var þörf en nú er nauð- syn“ í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, að hún var sögð starfsmaður Geð- hjálpar. I kynningu átti að standa húsmóðir. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Váá, við fáum nóg til að kaupa hús handa nýja forsetanum okk- ar, aðra milljón handa Viggu, getum hækkað kaupið enn meira hjá Olafi G., Dóri getur verið árið í útlandinu, og svo margar, margar happaþrennur fyrir afganginn... Ferðafélag íslands Ýmsar ferðir um versl- unarmannahelgi Með íslenskuna að vopni á Vopnafirði Sumarmót í Svínadal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.