Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk TE5, MAAM..I5THIS A I BE6 5P0RT5 MEPICINE PLACE? YOUR ELBOW HURT5 FR0M PARU0N? PITCHIN6 8A5EBALL.. '—r ffsl 5HE WANT5 TO KNOIa) A80UT 'fOUR'HMO'...ANP DO YOU HAVE A REFERRAL FROM VOUR PRIMARV CARE PHY5ICIAN? Já, frú ... er þetta sjúkra- Hvað Hún vill vita hvort þú ert með M átt við mömmu mína? skýli? Mér er illt í olnbogan- segirðu? tilvísun frá skólalækninum? um eftir að kasta í homa- bolta... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Simi 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Um fáfræði og fordóma íslenskra kotkarla og kerlinga Frá Svavari Knúti Kristinssyni: KÆRU lesendur. Undanfarna mán- uði hef ég fylgst með þeirri um- ræðu sem staðið hefur yfir um stöðu samkynhneigðra í sköpunarverki almættisins. Svo virðist mér á öllu að Guð hafi hreinlega ekki skapað „hýra fólkið" heldur hafi Kölski sjálfur sett þau á jörðina til að gera okkur hinum; eðlilega, fallega, góða, gagnkynhneigða, ljóshærða og bláeyga fólkinu, lífið leitt. Virð- ist mér sem Jesús Kristur sjálfur, boðberi umburðarlyndis og ástar- kærleiks vesturheims, horfi með vanþóknunaraugum á þessi vil- luráfandi afstyrmi og óski þeim einskis heitar en eilífðardvöl í víti- seldi. Þau eiga sér hvergi viðreisnar von nema þau snúi aftur af þessum hræðilegu þyrnum stráðu villigöt- um. Samkynhneigðir eru hreinlega skömm heimsins og þeim verður að útrýma ef við hin hreinu, fal- legu, ljóshærðu og bláeygu lömb Guðs ætlum að eiga einhverja von á himnavist. Ekkert pláss í Himna- ríki fyrir mórauða sauði eða svarta. Já, fagrar eru hugsjónir þessara réttsýnu og sannkristnu manna, sem bera, hvert sem þeir fara, kynd- il umburðarlyndis og bræðrakær- leiks. Já, þessi tískubylgja kynvill- unnar verður að enda. Hommarnir skulu frelsast eða farast ella. En hver er sá Guð sem þetta boðar? Þetta hlýtur að vera sami Guð og sá sem fyrir u.þ.b. 200 árum hélt því fram að svertingjar væru óæðri kynstofn og þá skyldi þrælka og réttlætti með sínu orði að brenna fólk á báli fyrir hina fjölbreyttustu fjölkynngi. Líklega líka sami Guð og nú hvetur Serba til að tortíma Múslímum í Bosníu í hinni nýju krossferð. Þetta er guðinn okkar. Guðinn sem lýsir eina tegund ástar annarri æðri. En það er ekkert nýtt, í fyrstu mósebók, sem stórir hlutar vestrænnar siðmenningar taka ennþá fram yfir þróunarkenn- ingu Darwins, lýsir Guð einmitt yfir andúð sinni og vanþóknun á því að neyta og rækta grænmeti og ávexti en velþóknun sinni á slátr- un sauðkindar og annarra húsdýra. Hann mismunar sonum sínum og veldur þannig bróðurmorði Kains á Abel. Þetta er svei mér góður Guð. Ég fell hreinlega í stafi yfir gæsku hans og réttlæti. Mér sýnist þó frek- ar að misgóðir menn hafi lagt hon- um Guði orð í munn. Haukur Már Helgason skrifaði réttilega í grein sinni þ. 12. maí sl. að siðferðisvit- und okkar verði að standa á sterk- ari grunni en mörg þúsund ára gömlum sögubókum og Guðs lamb- ið Árni Hilmarsson skrifar honum réttilega til baka að vestræn sið- menning standi einmitt á þessum brauðfótum bókmenntanna. Þar sannar Árni Hilmarsson einmitt til- gátu Hauks. Því siðferði þjóðfélags- ins í dag stafar minnst hætta af ást á milli karl- og kvenmanna, heldur vaxandi ofbeldi og stríðum í nafni trúarinnar. Biblían elur ein- mitt á því að við skulum tortíma óvinum okkar, reyni þeir að halda sinni trú. Nei, vestrænu samfélagi stafar lítil hætta af „hýra fólkinu". Því stafar hætta af Biblíunni sjálfri og þeim fordómum sem hún eiur á. Gefið mér frekar þjóðfélag byggt upp á sammanlegum skilningi og skynsemi. Þá getum við öll lifað hamingjufyllra lífi. Með kveðju, yðar einlægur. SVAVAR KNÚTUR KRISTINSSON, nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð. Landmælingar Islands Frá Guðjóni Þorkelssni: FLESTIR stjórnmálaflokkar hafa verið með það á stefnuskrá sinni að flytja ríkisstofnanir út á land. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði flutn- ing ríkisfyrirtækja út á land í stjórn- arsáttmála sínum. Núverandi ríkis- stjórn hefur lýst þeirri stefnu sinni að dreifa ætti ríkisstofnunum um landið. Það ætti því ekki að koma á óvart að Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra, hafi ákveðið, í samráði við ríkisstjórn íslands, að flytja Landmælingar íslands, en fyrir starfsmenn Landmælinga get- ur þessi ákvörðun skiljanlega verið erfið. Akranes var sá staður sem varð fyrir valinu og tel ég gott stað- arval þó svo ekki skipti öllu hvar á landinu stofnunin sé staðsett því allstaðar eru myndsendar, tölvur og símar sem þarf til að dreifa upplýsingum milli staða. Flestir landsmenn búa á höfuð- borgarsvæðinu. Engu að síður verða borgarbúar að taka fullt tillit til þess að landið allt þarf á fjöl- breytni í atvinnustarfsemi að halda og Reykjavík er ekki sjálfkosin til að halda hjá sér störfum sem öll þjóðin á hlutdeild í. Það er von mín að full sátt verði um þessa ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar umhverfismálaráðherra og að hún verði rökrétt framhald af vilja stjórnvalda til að sýna fullt jafnræði með öllum þegnum þessa lands. GUÐJÓN ÞORKELSSON, Þúfusel 1, Reykjavík. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.