Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1.ÁGÚST1996 49 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Glæsilegur forseti Frá Þorvaldi Geirssyni: FYRIR augum mínum líður viðtal við Forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur yfir sjónvarpsskjá- inn og það er ekki laust við að í huga mér og hjarta tendrist þjóð- ernisrækni, sem ég er að vísu ekki ókunnugur, en í þetta skiptið fylgja henni ljúfar og minnisstæðar minn- ingar um forseta sem er senn á förum eftir gæfuríkt og farsælt tímabil í stóli forseta íslensku þjóð- arinnar. I minningunni sé ég frú Vigdísi við móttöku erlendra þjóðhöfðingja, í ferðum og heimsóknum erlendis, við opnanir á sýningum, á hátíðum og merkisviðburðum sem þátttak- andi með þjóðinni af heilum hug umfram starfsskyldur. En vænst þykir mér um þær minningar sem ég á af frú Vigdísi þegar hún sæk- ir þjóðina heim og heimsækir fólkið í landinu. Þar sé ég hana heim- sækja háa sem lága, sjúka sem heilbrigða og af glampanum í aug- unum má auðveldlega ráða að þarna fer persóna af heilum hug. í þessum minningum er frú Vigdís oftar en ekki að gróðursetja eitt og annað og er það vel. í mínum huga lítur þetta þannig út að frú Vigdís hafi í starfi sínu heiðrað bæði land og þjóð og borið á hönd- um sér gætilega og án drambs þjóð- ararfinn á þann hátt að til eftir- breytni er. Þegar hér er komið sögu hefur þjóðin kosið eftirniann frú Vigdísar í embætti forseta íslands, og er það von mín að herra Ólafur Ragnar Grímsson verði ekki eftirbátur frú Vigdísar þó svo að efasemdir sæki á um það og er þar í engu vegið að persónu Ölafs en miklu fremur að aðstæðum og bakgrunni en einn- ig því að þó svo að ég hafi ekki upplifað nema tvo forseta, þá læð- ist að mér sá grunur að þar standi frú Vigdís fremst í flokki okkar annars glæsilegu forseta liðinna tíma, að því gefnu, að forseta ís- lands ber að gæta sérstaklega að því að stíga ekki á neinn þótt byrð- arnar séu þungar í þessu ábyrgð- armikla og vandasama starfi. Þar sem ég sit og velti fyrir mér hvað framtíðin ber í skauti sér þá hugsa ég um það hvað við megum vera þakklát fyrir það sem við höf- um og í huganum birtist mynd af frú Vigdísi Finnbogadóttur þar sem hún er fulltrúi minn innanlands sem utan og ég fyllist stolti yfir því að eiga tignarlegt land, lifa með dug- legri þjóð og eiga glæsilegan for- seta sem frú Vigdísi, megi svo verða raunin um þá er þessu embætti gegna í framtíðinni. Frú Vigdís. Þegar þér nú látið af embætti vona ég af heilum hug að í framtíðinni lánist yður jafn vel og þegar íslenska þjóðin eignaðist yður að forseta. Heill yður. ÞORVALDUR GEIRSSON, Melási 9, Garðabæ. Heimsókn í anda kærleika Leikfangaútsala Maarud flögur 129 kr. 1 Kippa af kók 698 kr iJúmbó samlokur 129kr. I Ef þig vantar eitthvað til að láta börnin maula í bílnum, þá er Hrís frá Freyju rétta svarið. Svo er líka rosalega gott að smakka sjálfur á því. Nú er leikfangaútsala á Shellstöðvunum. Þú ættir að prófa Mini Mate spilin sem henta vel í bílinn og kosta aðeins 98 kr. I langri og strangri útilegu jafnast fátt á við það að setjast niður og fá sér eina Ijúffenga samloku frá Júmbó. Hvað getur verið betra en að liggja ofan í svefnpoka og borða brakandi gott Maarud snakk? Sumir segja að flögurnar séu þær bestu í bænum. Einn lítri er rétta stærðin af kók í ferðalagið. Ef þú kaupir kippu á næstu Shellstöð geturðu hugsanlega lengt fríið og farið til Bahama. I útilegunni eru grillkol jafn ómissandi og gott veður. Við getum engu lofað um veðrið, en ódýr og góð grillkol færðu á næstu Shellstöð. Viltu hafa ferðalagið spennandi? Taktu þá með þér Trópí tríó. Hreinn safi úr blöndu af appelsínu, gúava og passíu aldinum. fyrir fólk á faraldsfæti Aður en þú heldur af stað í ferðalag um verslunar- mannahelgina ættirðu aö líta við á næstu Shells Þar færðu allt fyrir ferðalagið og meira til. □ liell í næsta nágrenn n 1i u % Frá Ingveldi Jónu Árnadóttur: UM DAGINN eins og svo oft áður var hringt dyrabjöllunni hjá mér og fyrir utan stóðu ungur maður og fullorðin kona. Þau vildu kynna mér frið á jörðu sem þau töldu að væri hægt að koma á með því að fá mennina til að hugsa og sýna hver öðrum meiri kærleika. Voru þar mættir Vottar Jehóvar sem ég taldi mig vera búna að af- greiða og láta vita að mér hentaði betur að fá frið á mínu heimili með mína trú sem ég hef fullan rétt á. En í þetta sinn stóð kona fyrir utan sem ég hafði kynnst örlítið á öðrum vettvangi og þegið af henni mörg góð ráð og hafi hún mikla þökk fyrir það. Eg gaf mér því meiri tíma til að hlusta í þetta sinn og skjóta inn mínum sjónarmiðum og trú. En það hentaði þeim greinilega ekki skoðunarmunur okkar. Þau komu inn á þetta með heimsendi sem er fastur liður hjá þeim en ég get ekki séð að það sé neinum til góðs eða vellíðunar að hafa það alltaf yfir höfði sér enda er þetta fólk að mínu mati frekar sorgbitið á svipinn. Þau minntust m.a. á að maðurinn ætti eftir að verða eilífur á jörðunni sem ég taldi frekar ótrúlegt en ég befði meiri trú að maðurinn endur- fasddist á jörðina. Þau vitnuðu eðli- !ega alltaf í Biblíuna og sagði ég þeim að ég væri ekki mjög fróð um það sem þar stæði en ég fletti henni þó annað slagið. Og hvað lestu var spurt? Svar: Eitthvað uppbyggilegt °g sem verkar vel á mig t.d. 23. Davíðssálm. Þá var mér tilkynnt að ég læsi bara um það sem ég vildi heyra en ekki um sannleikann. En þau sem sagt bönkuðu upp á hjá mér til að upplýsa mig um frið á jörðu og náungakærleika en kvöddu mig með þeim ágætu orðum að ég yrði að fá að vera í minni trúarvillu og fylgja kalli Satans. Takk fyrir. Ég gat brosað þegar ég lokaði hurðinni en til er viðkvæmt fólk og sjúkt sem þetta „kærleiksríka fólk“ hefði getað lent á. Hvað þá? Ég legg til að þetta fólk leggi niður þessar heimsóknir sínar því það getur ekki gert neinum gott, frekar skaðað. Svo vona ég að þetta fólk sé sælt í sinni trú og ég í minni og bið Guð að hjálpa því. Virðingarfyllst, INGVELDUR JÓNA ÁRNADÓTTIR, Blikahólum 6, Reykjavík. UMFERÐAR RÁÐ í verslunum 66°N er mikið úrval af regnfatnaði, flísfatnaði og kuldagöllum fyrir krakka á öllum aldri. Einnig vettlingar, húfur og hárbönd. Komið í verslanir okkar og skoðið úrvalið. SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425 OG FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600 ÚTILÍF, 66°N AKUREYRI, ÍSAFIRÐI OG VESTMANNAEYJUM. M G fl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.