Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 1
BÍLASKODUN Bitist um bílana/3 f FANCAVINNA Brotist úr hlekkjum hugarfarsins/4 TORGID Rót á verö- bréfamarkaöi/8 C Ð E F G VIDSKIPri/AIVINNUlJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1996 BLAÐ B Spariskírteini Engu tilboði var tekið í útboði á verðtryggðum spariskírteinum til 10 og 20 ára og 10 ára árgreiðslu- skírteinum hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Alls bárust fimm gild tilboð í spariskírteini að fjárhæð 228 milljónir króna að söluverðmæti, en ekkert þeirra var nægilega hagstætt. Þýsk-íslenska Kristín S. Hjálmtýsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska verslunarráðsins frá 1. september. Kristín, sem er hagfræðingur að mennt, mun gegna fullu starf i frá og með þeim tíma en undanfarna mánuði hefur hún starfað fyrir ÞÍ V í hálfu starfi. Heilsa og sport Vörusýningin Heilsa og sport '96 verður haldin í Kaplakrika frá 29. ágúst- l.sept.Þarerætluninað kynna ýmsar vörur tengdar heilsu og íþróttaiðkun. Sigurjón Sigurðs- son, framkvæmdastjóri sýningar- innar, segir að allir aðilar sem komi að íþrótta- og heilsuræktar- starfsemi geti leigt bása undir starfsemi sína á sýningunni, en um 90 sýningarbásar verða leigðir út. |S> Plastpi ^^ Milliuppgjör 1996 rei Itl Jan.-júní if. Breyting Jan.-júní RekStur MiHjónir króna 199^ 1995 m.ára Rekstrartekjur Rekstrargjöld 490,0 466,3 +5% 418,1 394,1 +6% Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélags 4,2 0 Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta 76,1 72,2 +5% Fjármagnsliðir (20,5) (12,9) +58% Hagnaður lyrir skatta 55,6 59,2 -6% Reiknaðir skattar Hagnaður tímabilsins 8,0 0 47,6 59,2 -20% Eigiöté HHWBi Sjóðstreymi Hreint veltufé frá rekstri 70,7 65,0 +9% Handbært fé frá rekstri 91,8 51,4 +78% Kennitölur Hagnaður sem hlutfall af tekjum 9,7% 12,7% Veltufjárhlutfall 2,08 1,59 Eiginfjárftlutfall 35% 19% Langtímaskuldir / Heildareignir 40% 52% Afkoma Plastprents hf. fram úr áætlun á fyrri árshelmingi Hagnaður nam 48 milljónum PLASTPRENT hf. skilaði alls um 48 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins og er það töluvert betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gert var ráð fyrir að hagnaður- inn yrði um 36 milljónir í áætlunum fyrir þetta tímabil. Hins vegar er afkoman heldur lakari en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaður nam um 59 milljón- um. Lakari afkomu má rekja til þess að skattar voru engir í fyrra en 8 milljónir á tímabilinu nú í ár, en auk þess naut fyrirtækið gengishagnað- ar af erlendum lánum í fyrra. Afkoma af rekstri, þ.e. fyrir fjár- magnsliði og skatta en að teknu til- liti til hlutdeildarfélagsins, batnaði um 5,5%. Nam rekstrarhagnaðurinn 76 milljónum samanborið við 72 milljónir í fyrra. Mikið framboð SIF-bréfa FRAMBOÐ hlutabréfa í Sölusam- bapdi íslenskra fískframleiðenda (SÍF) á Opna tilboðsmarkaðnum hefur farið vaxandi að undanförnu á sama tíma og hlutafjárútboð stendur fyrir dyrum hjá fyrirtæk- inu. í gær var hlutafé að nafnvirði um 30,5 milljónir til sölu á mark- aðnum eða sem svarar til um 6,5% af heildarhlutafé. Eftir því sem næst verður komist standa bæði saltfiskframleiðendur og fjárfestar að þessum sölutilboð- um, en margir þeirra keyptu bréfin fyrir einu til einu og hálfu ári á genginu 1-1,5. Þeir bjóða nú bréfin á genginu 3,1-3,4. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins eru sumir þeirra ánægðir með þá ávöxtun sem bréfin hafa skilað og vilja selja bréf- in af þeim ástæðum. Óánægðir hluthafar vilja selja Hins vegar gætir einnig nokkurr- ar óánægju meðal sumra þessara aðila með gang mála hjá SÍF. Telja þeir að upplýsingar skorti um til- gang yfirstandandi hlutafjárútboðs, sem er að nafnvirði 122 milljónir. Þá hafi SÍF ekki viljað sækja um skráningu á Verðbréfaþingi og upp- fylla þannig ákveðnar skyldur um upplýsingagjöf. Loks er bent á að stjórnarformað- ur félagsins eða aðili tengdur hon- um hafi selt sín bréf á genginu 3,45 daginn áður en tilkynnt var um hlutafjárútboðið. í útboðinu eigi hins vegar að selja ný bréf á 3,1. SÍF hafi síðan keypt hlutabréf í félaginu sjálfu af Copesco Sefrisa og selt þau að nýju áður en útboðið hófst án þess að gera hluthöfum grein fyrir því. Heildarvelta fyrirtækisins nam alls um 490 milljónum fyrstu sex mánuðina og jðkst um 5% frá sama tíma í fyrra, eins og sést á meðfylgj- andi töflu. Útlit og horfur í rekstri Plastprents eru góðar og bendir allt til þess að áætlanir standist fylli- lega. Eftirspurn eftir þjónustu fyrir- tækisins hefur aukist til muna og er nú unnið á vöktum allan sólar- hringinn til að anna henni, að því er segir í frétt. Eysteinn Helgason, forstjóri Plastprents hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil gróska hafi verið í framleiðslu fyrir sjávarútveg og samkeppnisiðnað að undanförnu. Þannig hefði t.d. orðið mikil aukning á framleiðslu á umbúðum vegna fullvinnslu á sjávarafurðum. „Auk þess hefur útflutningurinn gengið betur en við höfðum gert ráð fyrir. Það eru framundan miklar annir í framleiðslu vegna útfiutn- ings. Verkefnin í júlí og ágúst eru að stórum hluta litgreind prentun fyrir erlendan markað," sagði Ey- steinn. Gengi hlutabréfa hefur hækkað um 85% Fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur styrkst til muna á síðustu misserum. Þannig var eiginfjárhlutfall 19% í lok júní 1995, um síðustu áramót var það 27%, en var komið í 35% í lok júní sl. Gengi hlutabréfa Plastprents var 3,25 10. apríl sl. þegar viðskipti með bréfm hófust á Opna tilboðsmarkaðn- um. Gengið hefur nú hækkað í 6,0 eða um tæplega 85% á þessu tíma- bili. Hluthafar eru nú 375 talsins. 0 LANDSBREFHF. 7^ffa-> Löggilt verðbréfafyrirtæki. Adili að Verdbréfaþingi íslands. • Vextir 6,75% til 8,25% • Hagkvæm endurfjármögnun styttri og óhagkvæmari lána • Lægri fjármagnskostnaður • Lægri greiðslubyrði áhvílandi lána • Auðveldari fjármögnun nýrra fjárfestinga • Betri veltufjárstaöa Lán eru veitt gegn fasteignaveði á höfuðborgarsvæðinu. Veðsetningarhlutfall skal ekki fara yfir 55% af söluverði eignar. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum í öllum útibúum Landsbanka íslands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK. SIMI 588 9200. BRÉFASÍMI 588 8598

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.