Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 5
4 B FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aukin þörf á atvinnu • Léleg vinnuaðstaða í flestum fangelsum # Brot bætt á táknrænan hátt • Af plánun nýtt til skynsamlegra verka AANNAÐ hundrað fangar afplána refsidóma í íslensk- um fangelsum allan ársins hring. Jafn- framt er töluvert um það að þeir sem hafa hlotið dóma afpiáni þá með samfélags- þjónustu eða hjá félagasamtökun- um Vernd. í ársbyrjun 1995 færðust fjár- mál alls fangelsiskerfisins frá dómsmálaráðuneyti til Fangelsis- málastofnunar. Við þessa breyt- ingu var ráðinn fjármálastjóri til Fangelsismálastofnunar þannig að fjármál allra fangelsa landsins eru á einni hendi ásamt atvinnumálum fangelsanna. Eftir breytingarnar hefur verið lögð mikil áhersla á að leita nýrra verkefna fyrir fanga, meðal annars vegna þess hversu mikla íjármuni það sparar ríkinu. Á síðasta ári var ný fangelsis- bygging tekin í notkun á Litla- Hrauni og jókst fangarými við það úr 52 fangaklefum í 88. Samfara stækkuninni varð brýnni þörf á auknum atvinnutækifærum í fangelsinu. Á Litla-Hrauni er starfrækt hellusteypa sem framleiðir gang- stéttarhellur og kantsteina. Þar vinna 8 fangar og fer framleiðslan fram allt árið. I ár hafa starfsmenn hellusteypunnar einnig steypt und- irstöður undir girðingu fyrir fang- elsið. Þrír fangar vinna við bílnúmera- gerð og límingar á öskjum fyrir stofnanir og ráðuneyti. Á Litla-Hrauni eru starfrækt trésmíða- og járnsmíðaverkstæði. Þar starfa um 10 manns við ýmis verkefni, en vel er hægt að bæta við verkefnum þar. Á síðasta ári skapaðist aukin vinna á trésmiða- verkstæði vegna nýju fangelsis- byggingarinnar við smíði á rúmum, hillum og borðum. Yfir sumartímann vinna 10-15 fangar við viðhald tækja, lóðar og húsa auk þess sem 10 fangar starfa við ræstingar. Frá því í maí hafa fangar á Litla-Hrauni séð um þvotta fyrir fangelsið en áður var hann sendur í Kópavogsfangelsið. Á næstunni verður lokið við smíði nýs 253 fm vinnuskála sem gefur möguleika á að skipuleggja Á Litla-Hrauni er meiri vinna fyrir fanga en í Kópavogi og fleiri langtímaverkefni. Samt sem áður er hluti vinnufærra fanga án at- vinnu. Að sögn fanga á Litla- Hrauni fylgja vinnunni ýmis fríð- indi. Þeir hafa möguleika á að stunda líkamsrækt í miklu meira mæli en hinir sem ekki vilja eða geta unnið og útivistartíminn eykst einnig. „Ekki spillir fyrir að hafa meira fé til umráða og því reynum við að komast í vinnu sem er betur borguð þrátt fyrir að hún sé mun erfiðari.“ Þór Hafdal Ágústsson, deildar- stjóri á Litla-Hrauni, segir að fang- ar sem eru lausir við vímuefni gangi fyrir með vinnu. Fangaverðir skoða fangaklefa reglulega ásamt því að teknar eru þvagprufur. Þeir fangar sem verða uppvísir að vímu- efnanotkun eru sviptir vinnu og þeim fríðindum sem henni fylgja. „En það er mjög sjaldgæft að fang- arnir neyti vímuefna þegar þeir hafa fengið vinnu því flestir eru ákafir í að hafa hana því þeir fá borgað fyrir vinnuna og hún dreif- ir huganum.“ Sparar ríkinu fjármuni Frá árslokum 1994 hafa dómþol- ar getað sótt um vist á áfangaheim- ili Verndar um stundarsakir eða allan refsitímann. Annars vegar er hér um að ræða vistun dómþola sem hafa afplánað nokkurn tíma, sýnt af sér fyrir- myndarhegðun í refsivistinni og hafa hvorki framið mjög alvarleg afbrot né verið taldir síbrotamenn. Hins vegar er um að ræða þá sem hafa hlotið skemmri dóma, eru í fastri vinnu eða námi en hafa ekki afplánað nema skamman tíma. Helstu skilyrði fyrir vistun eru þau að dómþoli stundi viðurkennda atvinnu eða nám á afplánunartím- anum og eiga atvinnurekendur eða skólar að skila inn skriflegri stað- festingu á ástundun. Auk þess má síðasti dómur fanga ekki vera fyrir brot sem telst alvarlegt. í ársskýrslu Fangelsismálastofn- unar ríkisins fyrir 1995 segir að kostnaður vegna dómþola á meðan vistun á áfangaheimili varir sé greidd af þeim sjálfum. Með því fyrirkomulagi spari ríkið umtals- Morgunblaðið/Sverrir Samkvæmt íslenskum lögum eiga vinnufærír fangar að stunda atvinnu meðan á afplánun stendur. Erfitt hefur reynst að framfylgja lögunum vegna aðstöðuleysis og skorts á hentugri vinnu í fangelsunum. Guðrún Hálf- dánardóttir kynnti sér vinnu í fangelsum. Nýr vinnuskáli Sólmundur Már Jónsson, fjár- málastjóri Fangelsismálastofnun- ar, segir að vinnumál fanga séu vandamál hér á landi líkt og víða erlendis. „Hérlendis hefur verið gert töluvert átak í þessum málum á síðastliðnu ári. Vinnuaðstaða í fangelsunum er af skornum skammti fyrir utan Kvíabryggju og Litla-Hraun, þar sem verið er að ljúka byggingu á vinnuskála sem eykur möguleika á atvinnu- starfsemi þar. Aftur á móti er enga vinnu að hafa í Hegningarhúsinu, enda er lítil aðstaða til vinnu þar, og sama gildir um fangelsið á Akureyri. Þar er hægt að vinna við pökkun á smávöru eða samsetn- ingu á smávöru ef atvinnutækifæri skapast." Samkvæmt 13. gr. laga nr. 48 frá árinu 1988 á að vera aðstaða og tæki til fjölbreyttrar vinnu í fangelsum. Ljóst er að þessum lög- um er ekki hægt að framfylgja í öllum fangelsum landsins og í raun einungis á Litla-Hrauni og Kvía- bryggju. ný verkefni í samstarfi við fyrir- tæki þar sem engar innréttingar eru komnar í húsnæðið, sem gefur mikla möguleika á fjölbreyttri framleiðslu. „Stefna Fangelsismálastofnunar er að leita eftir samstarfi við fyrir- tæki um framleiðslu. Því að fyrir- tækin búa yfir markaðs- og tækni- þekkingu en fangelsin hafa vinnu- afl og aðstöðu. Við viljum miklu frekar samstarf við fyrirtæki held- ur en samkeppni. Því vonumst við til að fyrirtæki hafi áhuga á að nýta sér þá aðstöðu sem skapast með nýju vinnuaðstöðunni og von- andi verður hægt að útvega öllum vinnufærum föngum vinnu. Sam- starf við ýmis fyrirtæki hefur verið gott en það má efla og auka. Á Litla-Hrauni gætu fyrirtæki t.d. sett upp og átt framleiðslutæki sem fangar myndu vinna við. Það hlýtur að vera skynsamlegra að fangar nýti afplánunartíma til nytsamlegra verka, læri að vinna og afli sér tekna og séu þar með betur í stakk búnir að takast á við lífið þegar afplánun lýkur. Ásamt því að með vinnu fanga aukast tekjur fangelsa sem lækkar kostn- að ríkisins,“ segir Sólmundur. Tíminn Iíður hraðar í Kópavogsfangelsi, sem er eina fangelsið sem vistar bæði kven- og karlfanga, er vinnuaðstaða af skomum skammti þrátt fyrir 12 fangapláss. Þar er lítið þvottahús þar sem 2 fangar hafa vinnu 3-4 daga í viku við að þvo þvotta fyrir fangelsin á Reykjavíkursvæðinu. Auk þess eru þar þvegin teppi fyr- ir lögregluna. Að sögn fangavarðar er vel hægt að bæta við verkefnum enda er þvottahúsið hvergi nærri fullnýtt. Ýmis smáverkefni fyrir fyrirtæki hafa einnig verið unnin í Kópavog- inum, s.s. barmmerkjagerð, pökkun og flokkun á fatnaði. Kvenfangi, sem blaðamaður ræddi við, sagði að flestir fanganna í Kópavoginum vildu vinna meira en boðið væri upp á. „Ég er búin að vera hér í rúmlega hálft ár, þar af var ég án vinnu í 1-2 mánuði. Undanfarið hef ég unnið 3 daga í viku í þvottahúsinu, en ég vil gjarn- an vinna meira því að þá líður tíminn hraðar og andrúmsloftið verður allt annað meðal fanga í fangelsinu. Þegar engin vinna er í gangi, verður iítið um umræðuefni annað en að rifja upp gamlar sögur úr fíkniefnaheiminum og afbrotum. Fangaverðirnir eru fínir hér og gera sitt til að við höfum eitthvað að gera þegar enga vinnu er að fá, t.d. kaupa þær fyrir okkur handa- vinnu og föndurvörur.“ Lögum samkvæmt fá fangar greitt fyrir vinnu sína og reglu- bundið nám kemur í stað vinnu- skyldu. í stærsta fangelsi landsins, Litla- Hrauni, er rekinn skóli þar sem fangar geta lokið prófum í náms- greinum sem kenndar eru í Fjöl- brautarskóla Suðurlands. Auk þess hafa verið haldin vinnuvélanám- skeið þar og fangar lokið minni skipstjórnarprófum. Fríðindi fylgja vinnu Tímakaup fanga er á bilinu 175-250 krónur. Tekið er mið af vinnuhæfni fanga og arðsemi vinn- unnar við ákvörðun launa. Dagpen- ingar greiðast þeim föngum sem ekki er hægt að útvega vinnu eða eru óvinnufærir að mati fangelsis- lækna. Dagpeningar nema 300 krónum á dag samkvæmt reglu- gerð dómsmálaráðuneytis. Að sögn Sólmundar eru um 90% fanga í afplánun í eitt ár eða skem- ur og jafnvel einungis í nokkrar vikur. „Því er yfirleitt ekki tími til að þjálfa menn upp í sérhæfð störf. Störfin þurfa því að vera frekar einföld. Aðrir eru í lengri tíma og því er æskilegt að þeir geti unnið fjölbreyttari störf.“ Sérstaða Kvíabryggju Eitt fangelsi á íslandi hefur sér- stöðu þegar kemur að atvinnumál- um fanga. Á Kvíabryggju eru vist- aðir 14 fangar sem allir eru í vinnu. Þar er einkum unnið í akkorði við beitingu og netafellingar fyrir út- gerðir í nágrannabæjum. Nýlega er hafin framleiðsla á vörubrettum á Kvíabryggju auk þess sem við- hald eigna og lóðar er að mestu í höndum fanga. Einungis afplána vinnufærir karlmenn dóma á Kvía- bryggju. „Þegar dómþolar eru sendir í afplánun er reynt eftir megni að senda vinnufæra fanga í fangelsi þar sem vinnuaðstaða og -tækifæri eru fyrir hendi. Aftur á móti eru óvinnufærir fangar frekar sendir í fangelsi með litla atvinnu- möguleika," segir Sólmundur. verðar fjárhæðir en árið 1995 var kostnaður við afplánun hvers fanga í fangelsi í heilt ár um 3 milljónir króna. 1. júlí 1995 tóku gildi löjg um samfélagsþjónustu dómþola. I sam- félagsþjónustu felst að dómþola er gefinn kostur á að sækja um að ljúka óskilorðsbundnum refsivistar- dómi með því að vinna launalaust verkefni sem koma þjóðfélaginu að gagni og bæta þannig fyrir brot á táknrænan hátt. Miklar væntingar eru bundnar við samfélagsþjónustuna, en um er að ræða aðstoðarstörf hjá opin- berum stofnunum og félagasam- tökum, sem eru unnin í frítíma dómþola og aldrei á skemmri tíma en tveimur mánuðum. I viðtölum blaðamanns við fanga og fangaverði á Litla-Hrauni og í Kópavogsfangelsi lýstu allir yfir þörf fyrir aukin atvinnutækifæri innan veggja fangelsanna. Með því að veita vinnufærum föngum at- vinnu er bæði verið að framfylgja lögum íslenska ríkisins og gera fanga betur í stakk búna til að takast á við lífið eftir afplánun. _________________________________FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 B 5 VIÐSKIPTI USAir í mál gegn tengsl- um BA/American London. Reuter. RÁÐGERÐ samvinna flugfélag- anna British Airways og American Airlines hefur hlotið mikilvægan stuðning áhrifamikillar brezkrar þingnefndar, en núverandi sam- starfsaðili BA í Bandaríkjunum, USAir, hefur höfðað mál gegn sam- vinnunni af því að hún geti leitt til hringamyndunar. BA á óvart og andstæðingum félagsins til ánægju tilkynnti USAir að það félag hefði höfðað mál í New York á þeirri forsendu að hin nýju tengsl BA og American mundu grafa undan samkepnni á Banda- ríkja- og Bretlandsmarkaði. Virgin-flugfélag Richards Bran- sons fagnaði málshöfðuninni. „Ef samstarfsaðili BA tekur þessa af- stöðu geta eftirlitsyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum aðeins dregið þá ályktun að samruni BA og Amer- ican bijóti í bága við eðlilega sam- keppni og leiði til einokunar," sagði Branson í yfirlýsingu.. Stuðningur þingnefndar Áður hafði samgöngumálanefnd Neðri málstofu brezka þingsins lát- ið í ljós skilningi á áhyggjum af óeðlilegri samkeppni, en sagt að draga mætti úr þeirri hættu og nefndin teldi ekki að hindra ætti samningin með því að vísa málinu til brezku einokunar- og samruna- nefdarinnar (MMC). Nefndin sagði að flugfélög um allan heim væru að stofna til svip- aðrar samvinnu vegna harðnandi samkeppni á markaði, sem yrði stöðugt alþjóðlegri, og Bretar mættu ekki dragast aftur úr öðrum. „Við teljum að samvinna BA og AA geti tryggt að Bretar haldi áfram að gegna meiriháttar hlut- verki í flugmálum heimsins, Bret- landi til mikils gagns,“ sagði í skýrslu frá nefndinni. Time Warner sammála FTC um Turner- samruna New York. Reuter. TIME WARNER kveðst hafa komizt að samkomulagi í aðalatriðum við alríkisráð viðskiptamála, FTC (Fed- eral Trade Commission), Turner Bro- adcasting System og Tele-Com- munications Inc. um að halda áfram kaupum á Turner. í Washington staðfesti FTC að starfsmenn ráðsins væru í aðalatrið- um sammála tillögu um að leyfa kaup Time Warner á Turner Broadc- asting, sem kaplarisinn Tele-Com- munications á 21% í. Grundvallarsamkomulagið er háð framkvæmd endanlegs samkomu- lags allra aðila og formlegu sam- þykki FTC, að sögn málsaðila. Málsvari FTC sagði að samkomu- lag starfsmanna FTC, Time Warn- ers, Turners og TCI yrði kynnt yfir- mönnum ráðsins innan skamms. Aðalframkvæmdastjórar Time Warner og Turner Broadcasting Sy- stem, Gerald Levin og Ted Turner, hafa verið í Washington og rætt við starfsmenn FTC. Fleiri fundir eru fyrirhugaðir. Time Warner stakk upp á því að fá Turner í skiptum fyrir hlutafé, sem var áætlað um 7,5 milljarðar dollara þegar frá þessu var skýrt í septem- ber. Eftirlitsvöld hafa farið rækilega í saumana á málinu vegna uggs um ESBfrestar fjölmiðlafundi FUNDI framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins um hugmyndir um lagasetningu í því skyni að hefta yfirgnæfandi áhrif fjölmiðlajöfra á borð við Silvio Berlusconi og Rupert Murdoch hefur verið frestað. Höfundur áætlunar þar að lút- andi, stjórnarfulltrúinn Mario Monti, gerði grein fyrir henni á síðasta stjórnarfundi fyrir sumarfrí, en um- ræðum var frestað vegna tímaskorts. Áætlunin miðar að því að sam- ræma lög ESB um fjölmiðlafjölræði til að leyfa fjárfestingar þvert yfir landamæri í fjölmiðlaþjónustu. Nú er gert ráð fyrir að málið verði rætt 4. september. Búizt er við að lengri bið verði eftir endanlegri ákvörðun um áætl- unina. JAPANAR hafa kært Brasilíumenn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, vegna innflutningstolla á bíl- um og fara fram á formlegar ráðfær- ingar um málið að sögn japanskra embættismanna. Áður hafa farið fram árangurs- lausar viðræður um málið í Genf og Rio de Janeiro utan ramma WTO. Brasilíumenn hækkuðu tolla á inn- að nýtt, sameinað fyrirtæki muni ráða lögum og lofum í kaplasjón- varpsgeiranum. Time Warner á nokkur kaplasjón- varpsnetkerfi auk Warner kvik- myndaversins og tímaritanna Time, People, Sports IUustrated og Fort- une.Fyrirtækið segir að handbært fé frá rekstri kaplanetsins hafi numið 494 milljónum dollara á öðrum árs- fjórðungi, sem sé met. Flest kaplakerfi Time Warners, þar á meðal Home Box Offíce, til- heyra Time Warner Entertainment, sem Time Warner á ásamt lands- hlutasímaféiaginu US West. Time Warner sigraði nýlega í málaferlum við US West, sem hélt því fram að fyrirhuguð kaup Time Wamers á Turner Broadcasting stríddu gegn samningi um sameign- arfélag þeirra. FTC hefur einnig áhyggjur af fyr- irhuguðum. samruna vegna þess að kaplarisinn Tele-Communications á 21% í Turner, sem á Cable News Network (CNN). Eftirlitsyfirvöld hafa áhyggjur af hlutverki því sem TCI og áhrifamik- ill yfirmaður fyrirtækisins, Johns Maiones, kunna að hafa í hinu sam- eiginlega fyrirtæki. Verkföll í þýzk- um verzlunum Frankfurt. Reuter. ÞÝZKIR verzlanaeigendur, sem reyna að auka veltu með sumarútsöl- um, standa frammi fyrir nýjum verk- fallsaðgerðum verzlunarfólks, sem er orðið þreytt á seinagangi í launa- viðræðum. Eitt félag þeirra, DAG, hótar að herða á verkfallsaðgerðum á nokkr- um stórmörkuðum í Baden-Wiirttem- berg og Nordrhein-Westfalen. DAG og HBV, félag afgreiðslu- og banka- fólks, krefjast 5% launahækkunar og starfsöryggis rúmlega 2 milij. starfs- manna smásöluverzlana. Vinnuveit- endur hafa boðið 1,85% launahækk- un, sem DAG hefur hafnað. Fjögurra mánaða viðræður hafa strandað á kröfum um aukagreiðslur fyrir lengri vinnutíma vegna nýrra laga um lengri afgreiðslutíma. fluttum bílum um 70% í júní í fyrra og í desember tóku gildi nýjar regl- ur, sem heimila að framleiðendur með bækistöð í Brasilíu geti flutt inn bíla með 35% forgangstollum. Japanar selja mikið af bifreiðum til Brasilíu. Þeir kvarta yfir mismun- un og segja Brasilíumenn brjóta regl- ur WTO um opin viðskipti. Viðskipta- og þjónustu- skrá Hafn- arfjarðar komin út KOMIN er út Viðskipta- og þjónustuskrá Hafnarfjarðar, sem er dreift frítt í öll hús og fyrirtæki í Hafnarfirði. Bókin er gefin út af Aflamiðlun ehf. í samvinnu við Hafnarfjarð- arbæ og Afivaka hf. Skráin verður leiðrétt reglulega og verður endurútgefin árlega með áorðnum breytingum. Umsjón með útgáfunni hafði Steinunn Hansdóttir, en alls unnu 15 manns að henni. Nú éru allar upplýsingar til um fyrirtækin á tölvutæku formi og er hægt að fá þær keyptar, allar eða einstaka hluta þeirra, í tölvutæku formi eða á límmiðum. Bókinni er skipt niður í nokkra meginkafla þ.e. saga Hafnarfjarðar, fyrirtækjaskrá, kennitölu- og faxnúmeraskrá, húsfélagaskrá, þjónustuskrá og stjórnsýsla Hafnarfjarðar. Aflamiðlun ehf. er alhliða fjöl- miðlafyrirtæki í Hafnarfirði sem gefur út Fjarðarpóstinn í 6.300 eintökum og er dreift frítt inn á hvert heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði. Félagið gefur ennfremur út Kópavogs- póstinn sem kemur út tvisvar í mánuði í Kópavogi og starf- rækir Útvarp Hafnarfjörður, sem sendir út ýmislegt hafn- firskt efni. Loks starfrækið félagið Sjónvarp Hafnarfjörð- ur, sem sendir út staðbundnar fréttir og viðtöl í 30 mínútur tvisvar á dag fimm daga vik- unnar. Margir enn án atvinnu íJapan Tókýó. Reuter. FLEIRI voru enn án atvinnu í Japan í júní en nokkru sinni fyrr, en at- vinnutækifærum heldur áfram að fjölga. Atvinnuleysi var 3,5% í júní, annan mánuðinn í röð, og hefur ekki verið meira síðan mælingar með núverandi aðferðum hófust 1953. Þótt um met sé að ræða er lítið atvinnuleysi í Japan samanborið við önnur helztu iðnríki heims, en í sum- um þeirra eru atvinnuleysi meira en 10 af hundraði. Þótt atvinnuleysi sé enn mikið bendir margt til þess að áhrifa efna- hagsbata í Japan sé farið að gæta á vinnumarkaði þar vegna þess að at- vinnutækifærum fjölgar. Tölur vinnumálaráðuneytisins í Tókýó sýna að um 71 atvinnumögu- leika var að ræða fyrir hveija 100 Japana, sem sóttu um atvinnu í júní, samanborið við 69 í maí. Brasilía kærð fyrir bílatolla Genf. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.