Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 B 7 ESB og Þjóðverj- ar deila um ríkis- styrki til VW Löng og hatrömm þræta í uppsiglingu Briissel. Reuter. HÖRÐ og langvinn deila virðist hafin milli framkvæmdastjórnar ESB og Þjóðveija um ríkisstyrki til Volkswagen bílaverksmiðjanna og er talið trúlegast að deilan muni koma til kasta dómstóla. Stjórn ESB hefur brugðizt ókvæða við þeirri ákvörðun þýzka fylkisins Saxlands að greiða 141.9 milljónir marka til VW 1996 í trássi við þann úrskurð framkvæmda- stjórnarinnar í júlí að hluti styrksins sé ólöglegur. „Framkvæmdastjórnin útilokar ekki tafarlausar ráðstafanir,“ sagði talsmaður samkeppnisstjóra ESB, Karel van Miert, á blaðamanna- fundi. „Alvarlegar afleiðingar" í bréfi til þýzku ríkisstjórnarinnar varar van Miert við „alvarlegum afleiðingum" saxnesku ákvörðunar- innar og leggur áherzlu á þann „staðfasta ásetning" framkvæmda- stjórnarinnar að beita öllum tiltæk- um ráðum, meðal annars með því að vísa málinu til dómstóla og krefj- ast' þess að hinn ólöglegi styrkur verði endurgreiddur. í yfirlýsingu frá framkvæmda- stjórninni er bent á að þýzka sam- bandsstjórnin sé henni sammála í málinu. Reiði framkvæmdastjórnarinnar hafði lítil áhrif, því að saxneska fyikisstjórnin tilkynnti síðan að nýir styrkir yrðu greiddir 1997. í júní samþykkti framkvæmda- stjórnin alls 540 milljóna marka ríkisstyrki vegna margra ára fjár- festingaráætlunar Volkswagens í borgunum Mosel og Chemnitz í Saxlandi. Hins vegar kom stjórn ESB í veg fyrir annan 240 milljóna marka styrk á þeirri forsendu að VW hefði ekki lokið við fjárfestingu þá sem upphaflega hefði verið leyft að styrkja. Ákvörðunin sætti harðri gagn- rýni VW og fylkisstjórnar Sax- lands, sem benti á að 23.000 störf væru í hættu. Volkswagen mótmælti þeirri nið- urstöðu framkvæmdastjórnarinnar að fyrirtækið hefði ekki staðið við íjárfestingaáætlunina og sagði að hún hefði aðeins tafizt. Ákvörðun Saxa um að veita styrkinn leiðir sennilega til þess að málið muni koma til kasta Evrópu- dómstólsins og getur málarekstur- inn tekið nokkur ár. Áfrýjað til ESB-dómstóls Saxar hafa þegar áfrýjað ákvörð- un framkvæmdastjórnarinnar frá í júní til ESB dómstólsins í Lúxem- borg. Fyrr á þessu ári var fram- kvæmdastjórninni að miklu leyti kennt um gjaldþrot skipasmíðafyr- irtækisins Bremer Vulkan. Ur- skurði framkvæmdastjórnarinnar hefur hins vegar aldrei verið mót- mælt eins kröftuglega og nú. uðum. Þau fyrirtæki sem sinna fræðslu- og þjálfunarþætti starfs- fólks munu standa uppi sem sigur- vegarar í samkeppninni um við- skiptavinina. Starfsfólk er mikilvæg- asta auðlind fyrirtækja og er því velgengi fyrirtækja því mjög háð því starfsfólki sem það hefur innan sinna raða, viðhorfi þess og hæfni. Ráðningar eru því mikilvægur þátt- ur, ekki aðeins til að sjá til þess að fyrirtækið hafi ávallt nóg starfsfólk, heldur einnig að rétt starfsfólk sé ráðið á rétta staði. Hvetjandi boðmiðlun Eitt af því allra mikilvægasta við innri markaðssetningu er miðlun upplýsinga. Ef innra upplýsinga- steymi er lélegt, er hætt við að starfsfólk hafí ekki næga þekkingu til að sinna starfi sínu og veita góð- ar upplýsingar um fyrirtækið, vörur þess og þjónustu.. Því miður virðist víða misbrestur vera á upplýsinga- streymi innan fyrirtækja. Boðmiðlun hefur með fólk að gera. Þegar fólk semur sín á milli og ræðir saman, þá miðlar það upplýsingum. Árangur boðmiðlunarinnar fer eftir því hversu vel við getum stjórnað þessum sam- skiptum. Þegar umhverfið er ekki stillt inn á góð samskipti, er hætta á því að upplýsingastreymið verði erfitt og lélegt. Ásamt því að beita hvetjandi stjórnunaraðferðum, hafa skýra starfsmannastefnu og góða boðmiðl- un þurfa stjórnendur sífellt að leita leiða til hvatningar, þar sem hvatn- ing er veigamikill þáttur innri mark- aðssetningar. Það má segja að það sé ekki til nein ein formúla fyrir hvatningu og þörfin fyrir hvatningu getur verið mjög mismunandi frá einum starfsmanni tii annars. Niðurlag Hér hefur verið stiklað á stóru um innri markaðssetningu. Innri markaðssetning fjallar um það að skapa þekkingu hjá starfsfólki. Þekkingu á stefnu fyrirtækisins og framtíðaráætlunum. Þannig fá stjórnendur fyrirtækja starfsfólk til að treysta á sig sjálft og í kjölfarið skila betri vinnu og meiri afköstum. Þessi þekking gerir starfsfólk að betri talsmönnum fyrirtækisins og viðskiptavinir munu frekar laðast að því. Samhliða þessari þekkingu þarf stöðugt að vera með hvatningu til starfsfólks. En hvorki þekking né hvatning nær fyllilega markmiði sínu ef boðmiðlun er ábótavant innan fyrirtækisins. Allir þessi þættir hanga því saman í óijúfanlegri keðju og eru háðir hver öðrum. Góð tenging innri og ytri mark- aðssetningar er mjög mikilvæg. Ef þessi tenging er ekki fyrir hendi, er hætta á að væntingar viðskiptavina samræmist ekki væntingum starfs- fólks, sem getur orsakað óánægju hjá báðum þessum aðilum. Með því að selja vörur eða þjónustu fyrst innan fyrirtækisins og síðan utan þess, má vænta góðs árangurs í heildarmarkaðsetningu þess. Höfundur er rekstrarráðgjafi hjá VSÓ-Rekstrarr&ðgjöf. AGRESSO i Hafóu samband vió AGRESSO ráðgjafana hjá Skýrr hf. Síminn er 569 5100. /rr hf. og AGRESSO amstarf sem skilar þér árangri Þjóðbraut upplýsinba Fáðu Moggann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fyígist með í allt sumar. PlorövvnFXaíiiti - kjarni ntáMns) Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaósins og fá blaöiö sent á eftirfarandi sölustaö á tímabilinu frá____________________________ til_ Hvert viltu fá blaðið sent? Merktu við. □ Esso-skálinn, Hvalfiröi □ Ferstikla, Hvalfiröi □ Hyrnan í Borgarnesi □ Baula, Stafholtst., Borgarfiröi □ Munaöarnes, Borgarfiröi □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarfiröi □ Sumarhóteliö Bifröst □ Hreöavatnsskáli □ Brú í Hrútafiröi □ Staöarskáli, Hrútafiröi □ Varmahlíö, Skagarfiröi □ Illugastaöir □ Hrísey □ Grímsey □ Grenivík □ Reykjahlíö, Mývatn NAFN____________________________ KENNITALA_______________________ □ Laufiö, Hallormsstaö □ Söluskálar, Egilsstööum □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Víkurskáli, Vík í Mýrdal □ Hlíöarlaug, Úthlíö, Biskupstungum □ Laugarás, Biskupstungum □ Bjarnabúö, Brautarhóli □ Verslunin Hásel, Laugarvatni □ Minni Borg, Grímsnesi □ Verslunin Grund, Flúðum □ Árborg, Gnúpverjahreppi □ Þrastarlundur □ Ölfusborgir □ Shellskálinn, Stokkseyri □ Annaö_______________________ SUMARLEYFISSTAÐUR___________________________________ PÓSTNÚMER______________________SÍMl_________________ Utanáskriftin er: Morgunblaöiö, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.