Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA QRP flbwgtmlifaMto 1996 FIMMTUDAGUR 1.ÁGUST BLAÐ c Jón Arnar á góðu róli Jón Arnar Magnússon, tugþrautar- maður, var í 13. sæti eftir fjórar greinar í tugþrautarkeppninni á Ólymp- íuleikunum í gærkvöldi en keppni var ekki hafinn 400 m hlaupi þegar Morgun- blaðð fór í prentun. Jón Arnar hafði hlotið 3.396 stig fyrir greinarnar fjórar en þegar hann setti íslandsmetið, 8.248 stig, í Talence í Frakklandi í fyrra var hann með 3.381 stig eftir fjórar grein- ar. Þrátt fyrir að missa tæp 100 stig, miðað við að hann hefði stokkið svipað og þegar hann setti íslandsmetið í tug- þraut, er hann með 15 stigum meira en fyrir ári og hann er einnig yfir ár- angri Svíans Henriks Dagárd þegar hann setti Norðurlandametið árið 1994, en þá var hann með 3.357 stig eftir fjórar greinar. Jón Arnar stökk 1,95 m í hástökk- inu, vippaði sér yfir þá hæð í fyrstu tilraun, en felldi síðan 1,98 þrívegis. I fyrstu tveimur tilraununum virkaði hann þungur en í þriðju tilraun var hann vel yfir ránni en felldi á niðurleið og var óhress með það, klappaði saman höndum og öskraði ógurlega. Heimsmeistarinn og heimsmethafinn, Badaríkjamaðurinn Dan O'Brien, stökk 2,07 metra í hástökkinu í gærkvöldi og var því í fyrsta sæti eftir fjórar greinar með 3.625 stig en þegar hann setti heimsmetið í Talence árið 1992 var hann með 3.835 stig eftir fjórar grein- ar. Annar eftir fjórar greinar var Tom- as Dvorak frá Tékklandi með 3.527 stig. Á myndinni sést Jón Arnar brosa góðlátlega eftir þriðja stökkið í lang- stökkinu, en það var misheppnað, aðeins 5,88 metrar, en Jón Arnar sá samt spaugilegu hliðina á þessu öllu saman og brosti. ¦ NánarC6,C7ogCl1. Morgunblaðið/Kristinn Strug fær milljón ádag KERRl Strug, hetia bandarísku kvenna- sveitarinnar i fím- leikum, hefur akveðið að hafna boði um fria skóla- vist við Kaliforníu- Iiáskóla í Los Ang- eles(UCLA)svo hún geti þénad á iþrótt sinni. Strug, sem er 18 ára, hlaut mikla frægð er hún tryggði bandarisku sveitinni gullverð- laun með þvi að stokkva á hestí illa tognuð á ökkla. Varð að bera hana á verðlaunapallinn. Hún hafði inarg- sagt fyrir Attanta- leikana, að draum- ur hennar væri að fá skólavist við UCLA.TOboðum um skólasty rk i hef- ur rignt yfir hana eftír keppnina. Hef• ur hún í staðinn ákveðið, að sögn þjálfarans Bela Ka- rolyi, aðgangalil Mðs við sýningarhóp ogeráætlaðað tekjur hemiar af þvi getí nuinið fimm milljónum dollara, jafnvirði 350 millj- óna króna, á einu ári. Fyrir aðeins háifum mánuði lýsti hún undrun sinni í blaðaviðtali yfir þeirri ákvörðun liðssystur sinnar, Amöndu Borden, að gerast atvinnumað- ur. Heims- meistari úr leik HEIMSMEISTAR- INN í dýfingum kvenna af stökk- brettí, kinverska stulkan Tan Shup- ing, féllúrkeppni. Hinl9áragamla stúlka, semerþre- faldur heimsmeist- ari, byrjaði vel í gær og eftír fyrstu umferðina var hún i fyrsta sæti, Önnur . dýfa hennar var allt í lagi og sú þriðja misheppnaðist og þar með var hún úr leik. ;»í ,tij; ¦nni '8^ Tveir af þremur bestu stangar- stökkvurum heims, sem hafa stokkið yfir sex metra, eru úr leik og keppa ekki um gull í Atlanta. Sergei Bubka, sem hefur „átt" stangarstökkið í meira en áratug, hefur bætt heimsmetið hvað eftir annað, ákvað að hætta keppni þeg- ar hann fann í upphitun að hann gat ekki hlaupið. Bubka hefur verið meiddur mestan hluta ársins. Suð- ur-Afríkumaðurinn Okkert Brits náði aftur á móti ekki að stökkva yfir 5,60 m í þremur stökkum. Þess- ir tveir menn ætluðu sér að slást um gullið í Atlanta. „Þetta er martröð. Ég meiddist 12. apríl og reyndi allt mögulegt til að vinna á þeim meiðslum. 12. júní meiddist ég svo á hægri fæti. Ég fékk tvær sprautur fyrir stang- arstökkskeppnina, fann strax í upp- hitun að ég gat ekki hlaupið. Þessi meiðsl, sérstaklega þau síðustu, eru sönnun þess að Ólympíuleikarnir eru ekki ætlaðir mér," sagðu Bubka, sem varð fyrir áfalli á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, sem hafa lengi angrað hann. Bubka varð ólympíumeistari í Seoul 1988, en felldi byrjunarhæð sína í úrslitum í Barcelona. Brits gekk grátandi af velli. „Ég ætla ekki að fara að kenna meiðslum um þetta, ég náði ekki að einbeita mér fullkomlega. Það er þó engin afsökun," sagði Brits. ¦ Áfalliö / B8 SPRETTHLAUP JOHNSONS: AFSTYRMIÐ ORÐIÐ AÐ FYRIRMYND / C8, C9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.