Morgunblaðið - 01.08.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.08.1996, Qupperneq 2
2 C FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 QRP ATLANTA ’96 MORGUNBLAÐIÐ Vinnið gull og veðsetjið Þ AÐ er allt htegt í Ameriku og þeir sem sigra á Ólympíu- Ieikunum geta veðsett gullpen- inginn á staðnum. Maður nokk- ur sem vill að fólk veðsetji hjá sér er með auglýsingu úti í glugga hjá sér þar sem stendur ritað: „Vantar þig reiðufé? Veðsettu þá guUverðlaunin hjá mér!“ Að sögn eigandans hefur ekki verið mikið að gera hjá þeim til þessa og enginn íþróttamaður hefur komið til að veðsetja verðlaunapening sinn. „Það myndi líða yfir mig ef einhver kæmi og þegar ég rankaði við mér myndi ég gruna manninn um græsku og rannsaka peninginn gaumgæfi- lega,“ sagði eigandinn. Rúnar tryggði Örgryte sigur RÚNAR Kristinsson skoraði sigurmark Örgryte í 2:1 sigri liðsins á Umeá i sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu i gær. Rúnar er um þessar mundir markahæstur í deildinni með sjö mörk ásamt Andreas Andreasen hjá Gautaborg. Ör- gryte situr nú í íjórða sæti sænsku deildarinnar með 21 stig, sjö stigum á eftir Helsing- borg og Gautaborg, sem gerðu 1:1 jafntefli. 2. DEILD Þór í topp- baráttunni Knattspyrnan er kyndug íþrótt og oft á tíðum óútreiknanleg. Eigi alls fyrir löngu burstaði Fram lið Þórs 8:0, nokkru síðar lá Fram Hfyrir FH, 1:5. í Stefán Þór gærkvöld tóku Sæmundsson Þórsarar á móti FH skrífarfrá og unnu 4:0. Þetta Akureyri eru SVeiflur og hleypa lífi í toppbaráttu 2. deild- ar. Eftir sigurinn í gær eru Þórsar- ar komnir í þriðja sæti með 18 stig eins og Skallagrímur, einu stigi á eftir Fram. Sigurinn var sanngjarn, leikmenn Þórs léku á köflum prýðilega knattspyrnu í fyrri hálfleik og uppskáru þá þrjú mörk. Þór fékk þrjú færi fyrsta stundarfjórðunginn en hvörf urðu í leikrium á 22. mínútu þegar Árni Þór Ámason lék gegnum vörn FH með Davíð Garðarsson sér við hlið. Hann átti aðeins Daða markvörð Lárusson eftir sem kastaði sér fyr- ir hann. Ari Þórðarson dæmdi víta- spyrnu og sýndi Daða rauða spjald- ið. Birgir Þór Karlsson skoraði örugglega úr vítinu, fram hjá Andrési varamarkverði Andrés- syni. FH-ingar léku því einum færri til leiksloka. Á 36. mín. vann Páll Gíslason knöttinn á vinstri væng og sendi umsvifalaust fyrir á Árna Þór sem stakk sér fram og skoraði. Staðan 2:0 og á 45. mín. skoraði Árni Þór aftur. Hann fékk boltann inn í víta- teig eftir þunga sókn, sneri sér snyrtilega við og skoraði. Skömmu áður höfðu Árni Þór og Hreinn fengið þokkaleg færi. Þórsarar virtust sáttir við 3:0. Kæruleysi gerði vart við sig en í blálokin bættu Þórsarar við fjórða markinu. Hreinn Hringsson fékk sendingu frá Birgi Þór og gaf sér nægan tíma til að snúa sér og leggja boltann fyrir sig áður en hann skoraði með þrumuskoti. FH-ingar voru á hælunum í þessu leik, sannarlega ekki þeirra dagur, en Þórsarar áttu góða spretti. Hemmings hlaut gull á nýju meti Jamæska stúlkan Deon Hemm- ings varð þjóðhetja á tæpri mín- útu í gærkvöldi er hún varð óvænt ólympíumeistari í 400 metra grinda- hlaupi á nýju ólympíumeti, 52,82 sekúndum. Heimsmeistarinn Kim Batten Bandaríkjunum varð önnur á 53,08 sek. og landa hennar, Tonja Bu- ford-Bailey, þriðja á 53,22. Fjórða varð landa Hemmings, Debbie Parris, á 53,97, fimmta Heike Meissner Þýskalandi á 54,03, Ros- ey Edeh, Kanada, sjötta á 54,39, Ionela Tirlea Rúmenaíu sjöunda á 54,40 og áttunda Silvia Rieger Þýskalandi á 54,57 sek. Stúlkurnar í 4.-7. sæti settu allar persónuleg met. Hemmings hljóp hratt af stað og tók strax forystu. Buford-Baily vann á hana og komu þær jafnar út úr beygjunni er 100 metrar voru eftir. Þá skaust Hemmings fram úr og Batten bætti við sig og komst fram úr löndu sinni. Tími Hemmings í gærkvöldi er fimmti besti tími sögunnar í grein- inni. Batten á heimsmetið frá HM í fyrra, 52,61 sekúndur, en þá varð Buford-Bailey önnur, einum hundr- aðasta úr sekúndu á eftir Batten. Hemmings hefur tekið miklum framförum, átti best 54,12 sekúnd- ur fyrir leikana, frá árinu 1993, en sigraði svo í öðru undanúrslita- hlaupinu í Atlanta á mánudag á 52,99 sekúndum sem var ólympíu- met þar til hún bætti það í gær- kvöldi. Hún varð sjöunda á leikun- um í Barcelona 1992 á 55,58 sek- úndum. Brasilíumenn úr leik HEIMSMEISTARAR Brasilíu- manna í knattspyrnu töpuðu mjög óvænt fyrir Nígeríumönn- um í undanúrslitum knatt- spyrnukeppni Olympíuleikanna í Atlanta í gær. Staðan var 3:3 að loknum níutíu mínútum en á fjórðu mínútu framlengingar tryggðu Afríkubúarnir sér sig- urinn með laglegu marki. Níger- íumenn mæta Argentínumönn- um í úrslitaleik keppninnar á laugardag. VEBJ0RN Rodal frá Noregi vann stórglæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í Atlanta í nótt á nýju ólympíu- og Noregsmeti, 1.42,58 mín. Gamla metið átti Brasilíu- maðurinn Joaquim Cruz, 1.43,00. Annar varð Suður- Afríkumaðurinn Hezekiel Sepeng á 1:42,74, þriðji David Kiptoo Kenýu á 1.42,79 og fjórði Kúbumað- urinn Norberto Tellez á 1.42,85. Deon Hemmings fagnar sigri í 400 metra grindahlaupl á nýju ólympíumeti. Sigur Spánveija á elleftu stundu Mikil spenna ríkti í viðureign Spánverja og Egypta í hand- knattleikskeppni Ólympíuleikanna í Atlanta í gær því fyrir leikinn höfðu bæði þessi lið sex stig í B-riðli og var þar af leiðandi um hreinan úr- slitaleik um sæti í undanúrslitum keppninnar að ræða. Þegar einungis tvær mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 19:19, en glæsilegt mark frá hinum geysiöfluga Talant Dujshebaev kom Spánverjum yfir og þurftu því Egyptar að nota síðustu sekúndurn- ar vel og freista þess að jafna met- in. Egyptum gekk hins vegar illa að finna glufu á firnasterkri vörn Spánveijanna og það voru því þeir síðarnefndu sem stigu trylltan sig- urdans að leik loknum, þeir munu leika gegn Svíum um sæti í úrslita- leik keppninnar en Egyptar sitja eftir með sárt ennið. Heimsmeistarar Frakka tryggðu sér hins vegar efsta sætið í B-riðli þrátt fyrir að hafa beðið lægri hlut fyrir Þjóðveijum í gær, 23:24, í jöfn- um og æsispennandi leik en komu þau úrslit mörgum handknattleiks- áhugamanninum vafalítið mjög á óvart því Frakkarnir hafa hingað til sigrað nokkuð örugglega í öllum sínum viðureignum og leikið oft og tíðum frábæran handknattleik. Margir eru nú þegar farnir að spá úrslitaleik milli Frakka og Svía en Frakkar eiga þó eftir að mæta Króötum í undanúrslitunum og er nokkuð víst að sá leikur verður Frökkunum ekki auðveldur. Króatamir biðu að vísu í gær lægri hlut fyrir Svíum, sem náð hafa að sýna svo um munar í Atl- anta hvers þeir eru megnugir þrátt fyrir allar hrakspár um lé- legt gengi, í hreinum úrslita- leik um efsta sætið í A-riðli, 27:18, en Króat- amir eru engu að síður með mjög gott lið, sem er án efa til alls líklegt á leikunum. Óvænt áfall Rússa Mikla athygli hefur hins vegar vakið í Atlanta að tækifæri Rússa, sem fögnuðu sigri á Ólympíu- leikunum í Barcelona fyrir fjórum árum, þá undir merkjum Samveld- isins, til þess að verja ólympíu- meistaratitil sinn gekk þeim úr greipum strax á mánudag. Þeir biðu þá nauman ósigur fyrir Króöt- um í hörkuspennandi leik þar sem markvörður Króata gerði sér lítið fyrir og varði vítakast frá Torga- vanov hinum rússneska á lokasek- úndum leiksins með þeim afleið- ingum að Króat- arnir geystust fram og skoruðu sigurmarkið þremur sekúnd- um fyrir leikslok. Rússar náðu að vísu að leggja Svisslendinga nokkuð örugglega að velli í gær, 30:23, en sá sigur kom allt of seint og verða Rússar því að bíta í það súra epli að leika um fimmta sætið gegn Egyptum. I undanúrslitum keppninnar munu því mætast annars vegar Frakkar og Króatar og hins vegar Svíar og Spánveijar en þó flestir hallist að því að hin sterku lið Frakka og Svía muni beijast um ólympíugullið skyldi aldrei afskrifa Króata og Spánveija því þeir geta verið harðir í horn að taka og eru örugglega ekki búnir að segja sitt síðasta orð á Ólympíuleikunum í Atlanta. Óvæntur sigur Astrala Silfurhafarnir í körfuknattleik frá því á Ólympíuleikunum í Barcel- ona fyrir fjórum árum, Króatar, féllu mjög óvænt úr keppni á leikunum í Atlanta á þriðjudag þegar þeir biðu ósigur fyrir Áströlum 71:73 Ástralir komu Króötum nokkuð á óvart með mikilli baráttu á fyrstu mínútum leiksins og virtist sem Króatarnir væru örlítið slegnir út af laginu við þessa miklu mótspyrnu Ástrala. í undanúrslitum keppninnar munu Ástralir svo mæta hinu geysi- öfluga bandaríska „Draumaliði“, sem lagði Brasilíumenn að velli í 8-liða úrslitunum á þriðjudag 98:75. HANDKNATTLEIKUR í undanúrslitum mætast Frakkar og Króatar, Svíar og Spánverjar foém FOLK ■ LINFORD Christie komst ekki í undanúrslit í 200 metra hlaupi sem fram fer í dag. Christie varð fjórði í sínum riðli í milliriðlum í gærkvöldi og tími hans var það slakur að hann náði ekki uppbótar- sæti í undanúrslitum. ■ ÁKVEÐIÐ verður eftir æfingar í dag hvort Butch Reynolds hlaupi til úrslita í bandarísku sveitinni í 4x400 metra boðhlaupi á laugar- dag. Hann varð að hætta vna krampa í hömlungum í úrslitum 400 metra hlaupsins sl. sunnudag. ■ IRV Hunt þjálfari sagði að gæti Reynolds beitt sér á fullu á æfingu fengi hann að hlaupa, ann- ars ekki. Auk hans eru allar líkur á að sveití Ósló a, sem hleypur úrslita, skipi þeir Michael John- son, Lamont Smith og Alvin Harrison. ■ IRSKA hlaupadrottningin Son- ia O’Sullivan fer tómhent heim frá Atlanta þar sem hún komst ekki áfram í milliriðla í 1500 metra hlaupi_ í gær. ■ BÚIST hafði verið við því að O’Sullivan ynni jafnvel tvennu, 5km og 1500 metra en hún lauk ekki fyrri greininni vegna maga- kveisu og hefur líklega ekki verið búin að jafna sig í gær. Varð hún 10. í sínum riðli á 4:19,77 en hljóp á 3:59,91 í Ósló fyrir fjórum vikum. ■ ENN er aukinn þrýstingur á að Carl Lewis fái að hlaupa til úrslita í 4x100 metra boðhlaupi. Ekki er Dennis Mitchell, sem varð fjórði í 100 metra hlaupinu, hrifinn af þeirri hugmynd. „Þá þyrfti ein- hver okkar hinna að víkja. Sveitin ætlar að klára dæmið eins og hún er nú skipuð,“ sagði hann. ■ ANNAR liðsmaður sveitarinn- ar, John Drummond, tók í sama streng og sagði sveitina ekki þurfa á Lewis að halda til að vinna gull- verðlaun. ■ ÁSTRALSKI spretthlauparinn Dean Capobianco sem féll á lyfja- prófi en hefur ekki verið settur í bann vegna lagaflækju, komst áfram í aðra umferð eftir riðla- keppnina í 200 metra hlaupi í gærmorgun. Hann hljóp á 20,76 sek. ■ FJÖRTÍU kappar hófu keppni í tugþraut í gær en eftir að kúlu- varpinu var lokið höfðu fimm þeirra helst úr lestinni. Ástæðan var sú að þeir fengu annað hvort ekki gilt stökk í langstökki eða gilt kast í kúluvarpi. ■ DEZSO Szabo er einn þeirra sem varð að bíta í það súra epli að draga sig í hlé, en hann í 34. sæti heimslistans frá upphafi, 8.436. Hann gerði ógilt í lang- stökki. Annar þekktur kappi, An- drei Nazarov frá Eistalndi hefur pakkað saman og hætt keppni. ■ VASILIY Bubka bróðir heims- meistarans í stangarstökki, Sergei Bubka, varð að sætta sig við að fara sömu leið og bróðirinn í undankeppni stangarstökksins í gær. Vasiliy fór ekki yfir byijunar- hæð. ■ HIN knáa hlaupakona frá Mós- ambík, Maria Mutola, hefur ekki náð sér að kvefi sem háð hefur henni að undanförnu því hún hætti við þátttöku í 1500 metrunum í gær. Fer hún því heim með ein bronsverðlaun en stefndi að því að vinna bæði 800 og 1500. ■ FAÐIR breska hlauparans Curtis Robb varð af möguleika á að vinna sér inn 100.000 pund, 10 milljónir, króna er sonurinn ákvað að keppa í 800 metra hlaupi í Atlanta í stað 1500. Fyrir sjö árum veðjaði Alex Robb 200 pund- um í hlutfallinu 500-1 á að piltur ynni gull í Atlanta, í 1500 metra hlaupi. Það gekk ekki eftir og féll Robb úr 800 í undanúrslitum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.