Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 889 ATLAIMTA ’96 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 C 3 Frakkaraldrei sigursælli á Ólympíuleikunum, en lægð hjá Bretum Opinber stuðningur skiptir miklu máli Heimsmethafinn varð fjórði BRETIIMIM Colin Jackson er heims- methafi í 110 metra grindahlaupi og sigraði í greininni á Ólympíu- leikunum í Barceiona 1992 en varð að sætta sig við fjórða sæt- ið í Atlanta. Hann er hér í hlaup- inu til hægri en fremstur er bandaríski sigurvegarinn Allen Johnson sem setti ólympíumet og Emilio Valle frá Kúbu tii vinstri sem varð í fimmta sæti. MARGT argt bendir til þess að sigurganga Frakka verði meiri á Ólympíuleikunum í Atlanta en nokkru sinni fyrr í 100 árá sögu nútímaleikanna. Hins vegar mega Bretar muna sinn fífil fegurri og er mikill munur á velgengni íþróttamanna þessara þjóða. Að loknum 10 keppnisdög- um höfðu Frakkar fagnað 13 gullverðlaunum og 31 sinni stigið á pall en Bretar höfðu aðeins sigrað í einni grein og samtals unnið til níu verðlauna. Olympíuleikarnir fóru fram í París 1900 og þá fengu Frakkar 27 gullverð- laun en keppnisþjóðir voru aðeins 14 í samanburði við 197 í Atlanta. Met Frakka frá því í París 1924 er í hættu en þá sigruðu þeir í 13 grein- um og unnu samtals til 38 verðlauna. Árangur Frakka í Atlanta hefur komið þeim sjálfum mest á óvart. „Ég veit ekki hvers vegna árangur okkar hefur verið svona góður,“ sagði Patrick Cluzaud, for- svarsmaður frönsku hjól- reiðamannanna eftir að þeir höfðu unnið til verðlauna í sex af átta greinum og þar af sigrað í fjórum greinum. Mikil hjólreiðahefð er í Frakklandi og Frakkar halda árlega helstu hjólreiðakeppni heims, Tour de France, en engu að síður hafa þeir ekki verið í sviðsljósinu á Ólymp- íuleikum. Besti árangur til þessa var fimm sigrar 1948 og 1968. „Áður höfðum við aðeins þrjá keppendur í fjór- um greinum en nú eru þeir fimm,“ sagði Cluzaud og lagði áherslu á að breiddin hefði mikið að segja. Metnaðurinn að standa sig vel- hefur líka verið ríkjandi. „Þegar ég sá alla hina vinna til verðlauna sagði ég við sjálfa mig að ég yrði að gera það líka,“ sagði Nathalie Even-Lancien eftir óvæntan sigur. Frakkar hafa einkum skarað fram úr í hliðargrein- um í Atlanta, sigrað í þremur greinum í júdó og þrisvar stigið á verðlaunapall í skylmingum, en þetta eru vinsælar íþróttir í Frakk- landi. ,-í hverju frönsku þorpi er kirkja, bar og júdófélag," sagði Jean-Luc Rouge, fyrr- um heimsmeistari. Auk fyrrnefndra ástæðna fyrir velgengni hefur verið bent á að umtalsverður ríkis- styrkur frá 1945 hefur gert Frökkum mögulegt að upp- götva og fylgja ungum og efnilegum íþróttamönnum eftir. Guy Drut, íþróttamála- ráðherra Frakklands, sem sigraði í 110 metra grinda- hlaupi á Ólympíuleikunum í Montreal 1976, lagði áherslu á fyrir leikana í Atlanta að franski keppnishópurinn yrði tilkynntur eins snemma og mögulegt væri til að íþrótta- fólkið gæti undirbúið sig sem best. Hins vegar eru blikur á lofti því vilji er innan ríkis- stjórnarinnar til að breyta styrkjakerfinu með það í huga að lækka opinber út- gjöld. Verði það að veruleika óttast margir að Frakkar hafi náð hápunkti á Ólympíu- leikum og aðra sögu verði að segja frá leikunum í Sydn- ey 200. Bretum hefur ekki gengið eins illa á Ólympíuleikum og nú í 40 ár. Ræðarinn Steven Redgrave, sem sigraði í para- keppni á þriðju Ólympíu- leikunum í röð og hefur fagn- að sigri á fernum leikum í- röð, sagði ljóst að alménning- ur vildi sigurvegara. „Ef menn ætla á Ólympíuleika verða þeir að æfa markvisst í fjögur ár,“ sagði Matthew Pinsent, gullfélagi hans, fyrir leikana í Atlanta. „Það þýðir ekki lengur að æfa í klukku- stund á dag til að vera í hópi þeirra bestu,“ bætti hann við og sagði að félagarnir hefðu byijað að hugsa um Atlanta áður en kom að úrslitum í Barcelona og æft um 24 stundir vikulega í 46 vikur á ári undanfarin fjögur ár. „Það verður að fjárfesta," sagði Roger Black, sem var ánægður með að vera í öðru sæti á eftir Michael John- sons, „Superman", eins og hann kallaði hann, í 400 metra hlaupinu í Atlanta. „Ekki er hægt að fá eitthvað fyrir ekki neitt,“ bætti hann við og lagði áherslu á að opinber stuðningur skipti mjög miklu máli. Dick Palmer, fram- kvæmdastjóri bresku ólymp- íunefndarinnar, tók í sama streng. „Aðrar þjóðir einblína á afreksmenn sína en það gerum við ekki. Ef ríkis- stjórnin útvegar ekki meira fjármagn svo bestu þjálfar- arnir geti undirbúið besta íþróttafólkið drögumst við enn frekar aftur úr.“ Síðan beindi hann orðum síðan beint til forsætisráðherrans: „Ég hef skilaboð til John Mayors en ég held að þessir leikar hafi sagt honum þau. Við þurfum peninga." Palmer sagði að breska íþróttahreyfingin fengi um 620 milljónir punda til að fjármagna starfið en aðstoðin væri tilviljunarkennd. Hann sagði ennfremur að áætlun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá á liðnu ári, um að efla íþróttir í skólum og koma á íþróttaakademíu væri of seint á ferðinni en fyrirhugað er að láta 100 milljónir punda af hagnaði vegna lottós og annarra ríkishappdrætta renna í akademíuna. Virginia Bottomley, sem fer með málefni breskrar arfleifðar í ríkisstjórninni, sagðist vera tilbúin að hlusta á nýjar hugmyndir um fjár- mögnun íþrótta en áréttaði að ríkisstjórnin væri treg til að taka beinan þátt í henni. Iain Sproat, íþróttamála- ráðherra, sagðist ekki vilja fara eins að og aðrar þjóðir. „Við vitum að sumar þjóðir leggja mjög mikla áherslu á íþróttir til að sanna að þær séu betri en aðrar þjóðir. Við viljum ekki fara þá leið og margt má læra af því sem við höfum séð í Georgíuríki undanfarnar tvær vikur.“ Reuter Tugþraut AllantalW Tugþrautin er ein erfiðasta grein sem keppt er í. Keppnin stendur í tvo daga og er keppt í fimm greinum hvorn dag. Keppendur fá 30 mínútna hvíld milli greina og hér á kortinu má sjá hversu mikiö álag er á þeim. Kortið er yfirfært á aðstæður sem fólk þekkir úr daglegu lífi. ► Fynni dagur^ •f ___ m 100 metra nlaup: ■ Sprettur meðfram blokkinni á tæpumll sekúndum. ► Síðari dagur Langstökk: ■ Stokkið yfir þrjú og hálft bílastæði Kúiuvarp: ■ Rúmlega 7 kg rafgeymi kastað yfir sjö bíla sem lagt er hlið við hlið. Hástökk: ■ Stokkið yfir meðalháa hurð með tilhlaupi. 400 metra hlaup: ■ Hlaupið hringinn í kring um blokkina á tæpum 50 sek. X%.. 110-metra grind: ■ Hlaupið meðfram blokkinni á tæpum 14 sek og hoppað yfir ■ 10 ruslatunnurá leiðinni. Kringlukast: ■ Hér þarf að þeyta tveggja kílógramma diski um 45 metra. r Utfærsla ■ Stig eru reiknuð útfrá tíma og vegalengd. Mikilvægt er að ná sem bestum árangri í sem flestum greinum til að fá sem flest stig. ■ Keppendur reyna að fá sem flest stig, sérstaklega taka þeir á í bestu greinum sínum en í hinum gera þeir sitt besta. ■ Til að sigra samanlagt er ekki nauðsynlegt að vinna flestar greinar. KRT Stangarstökk: ■ Stokkið innum glugga á annari hæð með hjálp stangar. Tugþraut / sergrein Spjótkast: 1,500 metra hlaup: ■ Nú þarf að þeyta ■ Hlaupið rúma fjóra um tveggja metra hringi um blokkina á löngu spjóti um 60 4 mín og 30 sek. metra. Tugþrautarmenn eru góðir í flestum greinum en fáir tugþrautarkappar komast nærri heimsmeti í viðkomandi grein. Hér má bera árangur ólympíumeistarans frá því í Barcelona árið 1992, Roberts Zmelik frá Tékkóslóvakíu, saman við ólympíumet í viðkomandi grein. Zmelik fékk 8,847 stig í Barcelona en Jón Arnar Magnússon á best 8.247 stig. sem hefði dugað í 4. sætið í Barcelona. Zmelik Sérgreinar 100 metrar 10,78 sek 9,84 sek Langstökk 7,87 m 8,90 m Kúluvarp 14,53 m 22,47 m Hástökk 2,06 m 2,39 m 400 metrar 48,65 sek 43,49 sek 110 m grind 13,95 sek 12,95 sek Kringlukast 45,00 m 68,82 m Stangarstökk 5,10 m 5,90 m Spjótkast 59,06 m 85,66 m 1,500 metrar 4.27,21 sek 3.32,53 sek. i Sjöþraut Konur keppa í sjöþraut og stendur keppnin í tvo daga. Fyrri daginn er keppt í fjórum greinum en seinni daginn í þremur. k Fynri dagur 1.100 metra grind 2. Hástökk 3. Kúluvarp 4. 200 metra hlaup ► Síðari dagur 5. Langstökk 6. Spjótkast 7.800 metra hlaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.