Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Q9P ATLANTA ’96 Reuter RÚSSINN Andrej Tsjemerkin sést hér setja nýtt og glæsilegt heimsmet í jafnhöttun í +108 kílógramma flokki. Enn falla heimsmetin Gwen náði áttum GWEN Griffiths, hlaupakona frá Suður-Afríku, missti meðvitund þegar þegar hún rann og datt á steinsteypt gólf við upphitun fyrir 3.000 metra hlaup kvenna. Hún var flutt á sjúkrahús og missti vitaskuld af hlaupinu. Griff- iths var þó ekki lengi að jafna sig og tók þátt i 1.500 metra hlaupinu í gær. Hún varð í sjötta sæti og komst í undan- úrslit. Fornar- lamb sprengju hitti „Drauma- liðið" DÓTTIR konunnar sem lét lífið þegar sprengja sprakk í Ólympíugarðinum í Atlanta fékk að fara af sjúkrahúsinu á þriðjudag og heimsækja bandaríska „Draumaliðið“ í körfuknattleik. Stúlkan heit- ir Fallon Stubbs, en hún var með móður sinni í Ólympíu- garðinum aðfaranótt laugar- dags. Hún fékk sprengjubrot í fætur og hendur. Andlit hennar ljómaði aftur á níóti af gleði þegar hún var kynnt fyrir Charles Barkley á hót- eli „Draumaliðsins“. Barkley gaf henni æfingatreyjuna sína og margir aðrir leik- menn liðsins gáfu henni körfuknattleiksskó, áritaða bolta og létu taka af sér myndir með henni. Fallon var boðið sem gesti á leik liðsins gegn Brasilíu aðfara- nótt miðvikudags. Eftir leik- inn lagðist hún aftur inn á sjúkrahús. Mannréttinda- frömuðurinn Jesse Jackson heimsótti Fallon á sjúkrahús- ið og sagði að hún ætti ólympíugull skilið fyrir allan þann sársauka og meiðsli sem hún hefur mátt þola. Rússinn Andrej Tsjemerkin fagnaði sigri í +108 kílóg- ramma flokki í ólympískum lyfting- um á Olympíuleikunum í Atlanta á þriðjudag en ekki er hægt að segja annað en að hann hafi þurft að hafa mikið fyrir sigrinum. Eftir keppni í snörun mátti Rúss- inn gera sér að góðu að verma þriðja sætið eftir að hafa lyft 197,5 kílógrömmum því bæði þeir Ronny Weller frá Þýskalandi og Stefan Botev frá Ástralíu höfðu lyft 2,5 kílógrömmum betur. Var næst komið að jafn- höttuninni og lyfti Weller þá hvorki meira né minna en 255 kílógrömmum og bætti þar með heimsmet Tsjemerk- ins um 1,5 kílógrömm og fagnaði ógurlega í kjölfarið, kastaði skónum sínum upp í áhorfendapallana og bjuggust nú flestir við að sigurinn væri í höfn. Rússinn Tsjemerkin var þó á öðru máli - sýndi að hann er með „stáltaugar" - og lét bæta fimm Franski hnefaleikakappinn Christophe Mendy var dæmdur úr keppni fyrir að hafa kýlt andstæð- ing sinn fyrir neðan beltisstað. Mendy var talinn líklegur til að kom- ast á verðlaunapall í þungavigt, en á ekki lengur möguleika eftir að hafa verið dæmdur úr leik í baráttu sinni við Kanadamanninn Defiag- bon. „Þetta er hneyksli," sagði Mendy. „Allir vita að hann var að ieika þetta.“ Höggið kom þegar ein mín- úta og ein sekúnda var liðin af þriðju lotu og var Kanadamaðurinn yfir, 10:9, en virtist vera að þreytast. „Þetta högg var ekki fyrir neðan belti,“ sagði þjálfari bandaríska hnefaleikaliðsins, Jesse Ravelo, og studdi þar með frásögn Mendys. Mendy sagðist hafa kýlt í mjöðmina kílógrömmum til viðbótar á slána, gerði sér lítið fyrir og lyfti því upp, með erfíðleikum þó, og setti þar með nýtt og glæsilegt heimsmet í jafnhöttun, 260 kílógrömm. Engum tókst að gera betur en Tsjemerkin, sem fagnaði sigri, en Weller hinn þýski getur þó vel við unað því þetta eru þriðju verðlaun hans á Olympíuleikum og lyfti hann á þriðjudag 12,5 kílógrömm- um meira en hann hefur nokkurn tímann áður gert. Mikla athygli vakti hins vegar að Hvít-Rússinn Alexander Kurlovich, sem sigraði í þessari grein á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og Barcelona 1992 og á heimsmetið bæði í snörun og sam- anlögðum árangri, náði sér engan veginn á strik og hafnaði í fimmta sæti og mistókst þar með að verða annar maðurinn í sögunni, á eftir Tyrkjanum Suleymanoglu, til þess að vinna til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. á Defiagbon og þá hefði Kanada- maðurinn hafíð leikþáttinn. Margir aðrir sem horfðu á atvikið á mynd- bandi sannfærðust einnig um að höggið hefði ekki verið fyrir neðan belti. Forseti Alþjóða hnefaleikasam- bandsins, Anwar Chowdhry, vildi ekki tjá sig um atvikið en sagði að franska liðið hefði lagt fram kæru. Úrskurðar tækninefndar hnefaleika- sambandsins var vænst í gær. „Ég vildi ekki sigra á þennan hátt,“ sagði Defiagbon. „Mig lang- aði til að vinna á stigum. Eg tók ekki þessa ákvörðun, það var dóm- arinn. Ég er dálítið svekktur fyrir hans hönd.“ Kanadamaðurinn á nú möguleika á ólympíugulli, en hann komst í undanúrslit með sigrinum á Mendy. LYFTIIMGAR Rússinn Tsjemerkin sýndi að hann er með „stáltaugar" Fyrir neðan beltisstað Maður hinna stóru augnablika Það er mánudagur 29. júlí 1996. Klukkan er um hálf tíu að kvöldi í Atlanta. Konungur frj áls- íþróttanna síðasta áratug liggur afslappaður í grennd langstökks- gryijunnar > upphitunargalla sín- um og fylgist með keppinautum sínum reyna hvað þeir geta til að jafna eða bæta árángur hans. Krón- prinsinn geys- ist þá framhjá í 400 metra hlaupinu í átt að fyrra gull- inu af tveimur sem hann stefnir að. Reiknað var með að þetta kvöld yrði sögulegt; að nú myndi krónprins- inn, Bandaríkjamaðurinn Michael Johnson, sem er 28 ára, taka við krúnunni af landa sínum Carl Lew- is, sem orðinn er 35 ára og lengi talinn ókrýndur konungur. Fáein- um mínútum síðar er hins vegar ljóst að „gamla manninum“ verður ekki velt úr sessi þetta kvöld. En sögulegt varð það: Hann tryggir sér gull í langstökkinu á fjórðu Ólympíuleikunum í röð og sá yngri sigrar með yfirburðum og setur Ólympíumet. Hlýtur ekki að vera pláss fyrir báða þessa menn á toppnum? Jú, annað getur ekki verið. Segja má að hvor sé konung- ur í sínu ríki. Johnson langbestur á sínu sviði, en því má ekki gleyma að þetta var fyrsta ólympíugull hans í einstaklingsgrein. Sá gamli Atlanta Carl Lewis hefur verið sannkallaður konungur frjálsíþrótta um langa hríð. Skapti Hall- grímsson sá hann bæta níunda Ólympíugullinu í safnið á mánudags- kvöldið og rifjar hér upp feril þessa stórkostlega íþróttamanns. hljóp beint í gryfjuna í fyrstu til- raun - atrennan passaði ekki, stökk þokkalega í annarri tilraun en þriðja stökkið tryggði honum gullið. Hann koma á harðaspretti eftir atrennubrautinni, sveif glæsi- lega í átt að gryfjunni og um leið og hann lenti í sandinum leit hann til hægri á mælistikuna og fagnaði mjög er hann sá að hvíta flaggið fór á loft. Stökkið var löglegt. Og fögnuðurinn margfaldaðist er lengdin var gefin upp. 8,50 er ekki mjög langt og það stysta sem Lew- is hefur þurft að stökkva til að ná gullunum fjórum, en það dugði nú og gullið er það sem skiptir máli þegar upp er staðið. Ekki hve langt hann stökk. Heldur ekki að heims- methafinn Mike Powell var meidd- ur og náði sér ekki á strik eða að Ivan Pedroso, heimsmeistari frá því í fyrra, var líka meiddur og á hins vegar níu, þó ekki séu nema átta í fórum hans. En nánar um það síðar. Góður á réttum tíma Lewis er maður hinna stóru augnablika. Þegar mest á ríður nær hann nauðsynlegum árangri. Hann stökk 8,50 metra á mánu- dagskvöldið og það er einmitt lengsta stökk hans (nema í þunnu lofti, hátt yfir sjávarmáii) síðan - já, á Ólympíuleikunum í Barcelona fyrir íjórum árum. Dæmigert fyrir þennan snilling, sem oftsinnis hef- ur verið afskrifaður. Hann missti mikið úr síðustu þrjú ár vegna meiðsla og veikinda en kom endur- nærður til leiks í ár. Hann breytti um mataræði, æfði meiri lyftingar en áður og ákvað að reyna að hafa eins gaman af verkefni sínu og mögulegt væri. Lewis varð þriðji í langstökkinu á bandaríska úrtökumótinu í júní og komst naumlega í úrslit um helgina; var í 15. sæti fyrir síðasta stökkið í undanrásunum en með því þriðja flaug hann í úrslitakeppnina. Það sama var upp á teningnum í úrslitunum á mánudag. Hann komst ekki áfram eftir þrjú stökk í úrslitakeppninni. Ég vinn annan Árið er 1987. Þtjú ár eru liðin síðan Carl Lewis, ungur maður frá Houston í Texas sló í gegn á Ólympíuleikunum í Los Angeles, 22 ára gamall. Faðir hans er nýlát- inn úr krabbameini, sextugur að aldri og kistulagningin er erfið stund fyrir ú'ölskyldumeðlimina. Ekki síst Carl, því faðir hans var hans mesti stuðningsmaður. Skömmu fyrir athöfnina hafði Carl einmitt sest niður og horft á sjón- varpsupptöku af Bill Lewis, þar sem hann brosti út að eyrum og réði sér ekki fyrir kæti er sonur hans sigraði í 100 metra hlaupinu í Los Angeles. í þann mund sem presturinn hugðist loka kistunni gekk Carl fram, stakk hendinni í vasa sinn og náði í verðlaunapen- inginn sem hann hafði fengið fyrir áðurnefnt 100 m hlaup. Peningn- um stakk hann í hönd föður síns og „það var eins og hann gripi peninginn," sagði Lewis síðar. Fjölskyldan undraðist að Lewis skyldi vilja sjá á eftir peningnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.