Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR1. ÁGÚST 1996 C 5 099 ATLANTA '96 CARL Lewls fagnar eftlr að hafa teklö á móti sínum níunda gullpenlngi. QBEJDB Reuter í kistuna. Móðir hans, Evelyn, dró hann afsíðis nokkrum andartökum síðar eftir að hún hafði jafnað sig og spurði hvort hann væri alveg viss um að þetta væri það sem hann vildi. „Hafðu ekki áhyggjur, mamma. Ég á eftir að vinna ann- an." Enda sagðist Lewis hafa lofað föður sínum, skömmu áður en hann lést, að vinna annað gull í þessari grein. Hann hafði lög að mæla og hefur reyndar unnið fleiri en einn og fleiri en tvo síðan. Alls fimm gull hafa bæst í safnið/Eftir 100 m hlaupið á heimsmeistaramótinu í Róm 1987 gerði Lewis sér reynd- ar grein fyrir að erfitt gæti orðið að standa við loforðið. Ben Johnson frá Kanada stakk hann þá af og setti heimsmet og það sama gerð- ist í Seoul í Kóreu árið eftir. Lew- is kom annar í mark, Kanadamað- urinn setti heimsmet og Lewis bandarískt met en Johnson féll á lyfjaprófi eins og frægt varð og Lewis hreppti eftirsóttasta verð- launapeninginn. „Þegar ég hljóp yfir endalínuna sagði ég: Fyrir- gefðu pabbi," rifjaði Lewis upp síðar en hann þurfti ekki að skammast sín þegar upp var staðið. Fernan 1984 Lewis var 22 ára er leikarnir fóru fram 1984 í Los Angeles sem fyrr segir. Stefnan var sett á fern gullverðlaun; að endurtaka ótrú- legt afrek Jesse Owens frá því í Berlín 1936. Lewis keppti í sömu greinum og byrjaði á því að vinna gull í 100 metra hlaupinu. Síðan kom hann fyrstur í mark í riðlinum í fyrstu tveimur umferðum 200 metra hlaupsins. Hann gerði allt svo auðveldlega, að því er virtist, að sérfræðingar fóru að spá því að hann myndi bæta hið ótrúlega heimsmet Bobs Beamons í lang- stökkinu frá því á ÓL í Mexíkó (8,90 m). Hann stökk 8,54 m í fyrstu tilraun, gerði ógilt í næstu og sleppti síðustu fjórum. Var 30 sentimetrum á undan næsta manni og vildi spara kraftinn fyr- ir úrslitahlaupið í 200 metrunum og boðhlaupið. Áhorfendur voru ekki ánægðir og bauluðu á Lewis fyrir að stökkva ekki meira, en hann varð að hugsa um heildina. í ljós kom að það hafði borgað sig að eyða ekki of miklu púðri í langstökkið. Lewis setti ólympíu- met í 200 metra hlaupinu (19,80) og geystist síðan síðasta sprettinn í 4x100 metra boðhlaupinu. Bandaríska sveitin hljóp á 37,83 sek. sem var eina heimsmetið í frjálsíþróttakeppni leikanna. Um leið og Lewis kom í mark í boðhlaupinu þyrptust samherjar hans í sveitinni (Sam Graddy, Ron Brown og Calin Smith) að honum ásamt ýmsum úr mótherjaliðunum, hófu gullkálfmn á loft og gengu með hann heiðurshring. Honum hafði tekist það ótrúlega; þrátt fyrir ungan aldur og gífurlegan utanaðkomandi þrýsting hélt hann sínu striki. Goðsögn Lewis hafði ekki gengið sérstak- lega vel í ár fyrir Olympíuleikana. Var þriðji og síðastur til að tryggja sér sæti í langstökkslandsliðinu á úrtökumótinu sem fyrr segir og mistókst þar að komast í liðið í 100 og 200 metra hlaupi. En enn einu sinni stóðst hann álagið þegar á hólminn var komið og sigraði. Þessi maður er snillingur. Goðsögn í lifanda lífi. Hrifsarnýi eyðimerkur- prinsinn kórónu Morceli? SILFURMAÐURINN í 1500 metrunum frá HM í Gautaborg ífyrra, Marokkómaðurinn Hic- ham el-Guerroudj, hef ur vaxið mjög sem hlaupari í sumar og á raunhæfa möguleika á að stöðva sigurgöngu Noureddine Morceli frá Alsír er þeir mæt- ast í 1500 metra hlaupinu í Atlanta. Morceli, heimsmethafi og tvö- faldur heimsmeistari á vegalengdinni, mistókst herfilega í Barcelona. Brást hann í taktískri keppni og spurning er hvort hann hafi ekki slævt keppnisfærni sína enn frekar á þessu ári með því að forðast skæðustu mótherjana, el- Guerroudj og Venuste Niyongabo frá Búrúndí, eins og heitan eld. Hefur hann valið sér slakari mót- herja og í stað þess að keppa um sigur hefur hann í staðinn kosið að hlaupa alltaf eins, á jöfnum hraða á eftir sömu hérunum mót eftir mót. El-Guerroudj er aðeins 21 árs og þreytti frumraun á vettvangi þeirra fremstu í fyrra. Honum hefur farið mjög fram í ár og sýndi með stór- hlaupi Grand Prix- móptinu í Stokkhólmi í síðasta mán- uði, þar sem hann sigraði á 3:29,59 min., að hann er þess megnug- ur að vinna Noureddine Morceli. Tíminn er sá þriðji besti frá upphafi, að- eins Morceli (3:27,37) og Said Aouita (3:29,46), goðsögn frá Marokkó, hafa gert bet- ur. El-Guerro- udj varð heimsmeist- ari innanhúss í Barcelona í fyrra og silf- urmaður HM í Gauta- borg, en þá beið hann lægri hlut fyrir Morceli. Hann hefur verið nefndur nýi eyðimerk- urprinsinn en spurningin er hvort hann hrifsar kon- ungstign af Morceli í Atl- 1500 M HLAUP KARLA El-Guerroudj hefur að bera allt sem þarf að prýða úrvals- hlaupara, gott úthald, hraða, vöðvastyrk og sprengihröðun anta. Hann þykir hafa til að bera allt sem þarf að prýða úrvals- hlaupara, gott úthald, hraða, vöðvastyrk og sprengihröðun, sambland af eiginleikum sem fáir kapphlauparar búa yfir. Hvert stórhlaupið af öðru á stigamótum sumarsins sýna að keppnisfærni hans er mikil. ¦ Ólympíumetið, 3:32,53, Sebast- ian Coe, sett í Los Angeles 1984. NOUREDDINE Morcell frá Alsír, helmsmethafi og tvöfaldur helmsmelstari, mlstökst herfllega í Barcelona - brást hann í taktískri keppni í 1500 m hlaupl. l-h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.