Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐID + Q89 ATLANTA '96 Skegg Jóns Arnars vekur heimsathygli HIÐ litskrúðuga skegg Jóns Arnars vakti mikla athygli hjá fjölmiðlum í gær á Ólympíuleikvanginum í Atl- anta. Sjónvarpsstöðvar sýndu oft nærmynd af hon- um og fyrsta myndin sem var send út frá tugþrautar- keppninni á Reuter-frétta- stofunnl. Gísli og Birg- ir mótmæltu GÍSLI Sigurðsson þjálfari og Birg- ir Guðjónsson læknir ráku augun í það i gær að búið var að færa síðustu grein fyrri dags tugþraut- arinnar, 400 m hlaupið, aftur ura eina og hálfa klukkustund. Frá kl. 21.10 til 22.40. Enginn hafði gert sér grein fyrir þessu og félagarnir raótmæltu breytingunni harðlega. Þá var sagt að um niistök hefði verið að ræða og greinin færð til upprunalegs tíma. Ótrúlegt Kúluvarpskeppni tugþrautarinnar fór líka langt fram úr áætlun, enda sagði Gísli að vitað mál hefði verið að allt of stuttur tími hefði verið áætlaður fyrir hana. „Mér finnst ótrúlegt að klukkustund sé áætluð í langstökk þar sem 20 manns fara þrjár tilraunir. Það er vitað mál að svona keppni tekur tvær klukkustundir." 1.000 STiG Gísli mjög ánægður GÍSLI Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars, var mjög ánægður þegar þremur greinum var lokið í tug- þrautinni i gær. „100 metra hlaup- ið var mjög gott hjá honum, ég er mjög ánægður með að hann skuli hlaupa á 10,65 í þraut. Það er rétt, startið var ekítí alveg nógu gott en hann hefur svo sem aldrei verið mjög góður startari. Ekki farið vel af stað í hlaupum. En þrátt fyrir að byrjunin væri ekki góð var hlaupið í heild í góðu Iagi, það tókst mjög vel." Gísli var vita- skuld ekki eins ánægður með lang- stökkið. „Það eina sem skiptir máli er að gera fyrsta stökkið gilt og hann gerði það. Hann náði svo einhvern veginn ekki meira út úr þessu. Þessi grein var því svona og svona hjá Jóni en ég minni á að hann stökk líka 7,28 í Evrópu- bikarkeppninni heima í fyrra og þá liljóp hann 100 metrana reynd- ar á 10,65 - nánast sama tíma og núna." Þjálfarinn var svo himinlif- andi með kúluvarpið, eins og nærri má geta. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson JÓN ARNAR Magnússon í keppni viö Dirk Achim Pajonk, Þýskalandi (1568), og Frakkann Christian Plaziat (2416) i 100 m hlaupi. Besta 100 m hlaup Jóns í tugþraut Fékk 935 stig, 27 stigum meira en þegar hann setti Islandsmetið í Talence ífyrra, og var einn af fáum sem var nálægt sínu besta Jón Arnar Magnússon birtist umheiminum "™meöpsifröveT^ skegg er tugþrautar- keppni Ólympíuleikanna hófst í gær. Skapti Hallgrímssoh var á staðnum og fylgdist með íslandsmethafan- um etja kappi við þá bestu í erfiðustu grein frjálsíþróttanna. Jón Arnar byrjaði mjög vel í gær- , morgun. Hljóp 100 metrana á 10,67 sekúndum og var í sjötta SFF>ti pftir fvrstn crrpin jnamt I>i'nrt- 100 M HLAUP *• 2Íti; m Vi' Árangur Fyrstu menn í 100 m hlaupi: 1. ChrisHuffms...........10.47 2. DanO'Brien.............10.50 3. Frank Busemann......10.60 4. Tomas Dvorak..........10.64 5. ErkiNool..................10.65 6. Jón Arnar.................10.67 Dirk-AchimPajonk ..10.67 8. Eugenio Balanque ....10.71 9. VictorHouston.........10.76 10. RobertZmelik..........10.83 verjanum Dirk-Achim PajönK en þeir hlupu einmitt hlið við hlið í 4. riðli og komu hnífjafnir í mark. Besti tími Jóns Arnars í 100 metra hlaupi til þessa er 10,65 sek. en þegar hann setti núgildandi ís- landsmet sitt í tugþraut í september í fyrra, í Talence í Frakklandi, byrj- aði hann á því að hlaupa 100 metr- ana á 10,79 sekúndum. Fékk fyrir það 908 stig en í gær fékk hann hins vegar 935 stig og var einn af fáum sem hljóp nálægt sínum besta tíma. Enginn þeirra efstu bætti sig en Þjóðverjinn ungi, Frank Buse- mann, sem er aðeins 21 árs (og Evrópumeistari ungl- inga í 110 m grindahlaupi þar sem hann á 13,55 sek.), hljóp á 10,60 en á best 10,59. Keppendur virkuðu frek- ar taugastrekktir í byrjun og talsvert var um þjóf- stört. Tvívegis var til dæmis þjófstartað í riðli Jóns Arn- ars. Fyrst Uzbekistinn Oleg Veretelnikov á fimmtu braut, við hlið Jóns Arnars, sem var á sjöttu, og síðan Kamil Damasek frá Tékk- landi á þriðju braut. í þriðju tilraun var svo allt eins og það átti að vera. Jón Amar virtist reyndar ekki byrja alveg nógu vel en var öruggur með sig eftir örfáa metra og hljóp þá af miklum krafti. Hélt vel út og kastaði sér vel fram á árklínunni op- var hnífiafn Þióð ^Banaaríkí; llftl tliífYÍipillTli Uhns rluttms, s 2. Dan O'Brien 975 6. Jón Arnar 935 STAÐAN Staðan eftir 1. grein, 100 m hlaup: 1. Chris Huffins (Bandaríkjunum) ......982 2. Dan O'Brien (Bandaríkjunum)........975 3. Frank Busemann (Þýskalandi)........952 4. Tomas Dvorak (Tékklandi) .............942 5. Erki Nool (Eistland)........................940 6. Jón Arnar Magnússon (íslandi).......935 Dirk-Achim Pajonk (Þýskalandi) ....935 8. Eugenio Balanque (Kúbu)...............926 9. Victor Houston (Barbados) .............915 10. Robert Zmelik (Tékklandi)..............899 11. Ramil Ganiyev (Uzbekistan) ...........897 12. Eduard Hámálainen (H-Rússl.).......894 Lev Lobodyn (Úkraínu)...................894 Christian Plaziat (Frakklandi).........894 Peter Winter (Ástralía) ...................894 16. Kamil Damasek (Tékklandi) ...........892 SandarikjamaOunnn Chris Huffíns^ sercT hlaupið hefur 100 m á besta tíma allra tug- þrautarmanna frá upphafi - 10,22 sek. á bandaríska úrtökumótinu fyrr í sumar - stóð undir nafni og náði besta tímanum. Hann var í 4. riðli með Jóni og hljóp mjög vel. Fékk 982 stig fyrir að hlaupa á 10,47 sek. en annar eftir þessa fyrstu grein var heimsmethafinn Dan O'Brien sem hljóp á 10,50 sek. og fékk 975 stig. Þjóðverjinn Busemann varð annar á eftir O'Brien f fimmta riðli, á 10,60 sek. sem fyrr segir, og fékk 952 stig, Tomas Dvorak frá Tékklandi þriðji í sama riðli á 10,64 (942 stig) og fjórði í fimmta riðli var Eistinn Erki Nool á 10,65 sek. sem færði honum 940 stig og fimmta sæti eftir fyrstu grein. Síðan komu svo Jón Arnar og Pajonk, 47 stigum á eftir fyrsta manni og 40 stigum á eftir O'Brien í öðru sætinu. Aðstæður voru góðar í gærmorgun. Skýjað og ekki sami hroðalegi hitinn í Ólympíuborg- inni og daginn áður. 23 gráður voru á celsius- kvarðanum, rakinn sagður 91% meðan fyrstu riðlarnir fóru fram en 87% eftir það. Og vindur blés úr suðvestri, skv. upplýsingum sem dreift var til blaðamanna, ef það skiptir einhvem máli. Vindurinn var reyndar nokkuð misjafn, skv. sömu heimildum, því í fyrsta riðli var meðvindur 1 metri á sekúndu, í öðrum riðli mótvindur 0,4 m/sek, meðvindur 0,8 m/sek í þriðja riðli, meðvindur 1,8 m/sek er Jón og keppinautar hans sprettu úr spori í fjórða riðli og er O'Brien og félagar hlupu í fimmta riðli var meðvindur 0,7 m/sek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.