Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ QS6> ATLANTA '96 Afallið í Barcelona situr enn í Bubka STANGARSTOKK Sergei Bubka hefur „átt" stangarstökkið í meira en áratug, hefur bætt heims- metið hvað eftir annað og unnið til allra helstu verð- launa en áfallið á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 er enn að angra hann. Hann ætlaði sér stóra hluti í Atlanta en gekk af velli í undankeppninni í gær án þess að stökkva. Meiðsl á ökkla komu í veg fyrir það. Bubka hefur sigrað á öllum fimm heimsmeistaramótunum, heimsmetin eru 35, 40 sinnum hefur hann svifið yfir sex metra - hæð sem aðeins þrír aðrir hafa farið yfir - en enn er Úkraínumaðurinn úr leik. Bubka varð ólympíumeistari í Seoul 1988 en felldi byrjunarhæð sína í Barcelona og varð af verð- launasæti. Hann segist hafa sett markið of hátt 1992. „Ég ætlaðist til of mikils. Ég vildi setja heimsmet á Ólympíuleikunum en það mikil- vægasta á Ólympíuleikum er að sigra, ekki heimsmet. Þegar gullið er í höfn er fyrst hægt að hugsa um met en ekki fyrr." Hann sleppti fyrstu umferðunum í Barcelona en byrjaði að reyna við 5,70 metra og mistókst í tveimur tilraunum. Hann sleppti þriðju til- raun til að geta einbeitt sér betur, skipti um stöng og beið eftir að hækkað hafði verið í 5,75. Hann hafði reynslu af þvíað verða að fara yfir ákveðna hæð. í Seoul fór hann yfír 5,90 í síðustu tilraun og tryggði sér þar með gullið en hefði hann Henry setti ólympíumet B ANDARÍ SKIlyftingakapp- inn Mark Henry settí heldur óvenjulegt ólympí umet þegar hann á þriðjudag tók þátt í keppni! +108 kflógramma flokki í ólympískum lyftingum á leikunum í A tlauta. Henry er nefnilega þy ngs ti þátttak- andinn í þessari grein frá upp- hafi iiútímaólympíuloika og vegur hann hvorki meira né minna en 184,92 kQógrömm. Henry var þó ekki í barátt- unni um ólympíugullið á þriðjudag því hann lenti i 14. sætienþessmátilgamans geta að á leikunum í Barcel- ona fyrir fjórum árum var kappinn einnig þyngsti þátt- takandinn í ólympiskum lyfi- ingum, þá „aðeins" 166,4 . kflógrSmm. Halilou undir stönginni LYFTINGAKAPPINN Igor Halilou frá Úsbekistan varð fyrir því óláni í keppni í +108 kílógramma flokki í ólympísk- um lyf tingum á þriðjudag að missa jafnvægið þegar hann reyndiaðlyfta 182,5 kílógrömmum í snorunmeð þeim afleiðingum að hann féll á fjóra fætur og stöngin ofan á hann. Haiilou mun ekki hafa orðið meint af óhappinu en hann lauk þó ekki keppni og hugsar sig áreiðanlega tvisvar um næst áður en hann ræðst i að lyfta sömu þyngd. „Á ekki að hugsa um heimsmet á Ólympíuleikum,, fellt hefði hann ekki fengið verðlaun. Á HM í Tókýó fór hann yfír byrjunarhæð sína í þriðju til- raun. En reynslan skil- aði sér ekki í Barcelona - Bubka komst ekki yfir 5,75 og var úr leik keppninautunum til mikillar gleði. Þeir hófu keppni með það fyrir augum að berjast um silfrið en allt í einu var möguleiki á gulli. Rússinn Maksim Tarasov fagnaði sigri en hann er sá eini sem hefur sigrað Bubka í keppni sl. áratug. Bubka hefur verið í sviðsljósinu síðan 1983 þegar hann varð meist- ari á HM í Helsingi, 20 ára gam- all. Sovétmenn sniðgengu Ólympíuleikana í Los Angeles 1984 og því fékk Bubka ekki tæki- færi til að ná ólympíugulli. „Ég gat ekkert við þessu gert," sagði hann. „Ég var vel undirbúinn og auðveldara hefði verið að sigra þá en nú. En það að sniðganga leik- ana var slæm ákvörðun sem kom niður á mörgu íþróttafólki." Bubka er 33 ára. „Ólympíuleik- arnir í Sydney 2000 eru ef til vill of langt i burtu en vel getur verið að ég haldi áfram þangað til." Afstyrmið ordið að fyrirmynd Johnson og Owens: Tveir stórhlauparar með sama hlaupastö HLAUPASTILL Michaels John- sons er frábrugðinn hlaupa- tækni annarra hlaupara og stíl- brigði af hans tagi er hvergi að finna í kennslubókum í frjálsíþróttum. í byrjun þótti hann sem afstyrmi á hlaupa- brautinni. Fótleggir sýndust stuttir, skref ið stíft og hann virtist tæta með fótunum svo að hreyfingin rann út í eitt í stað þess að skrefa fram og hátt að hefðbundnum hætti. Spekingar sögðu í öndverðu að hann yrði stórhlaupari ef hann breytti frá „þessum hræðilega stíl". Ærði það Clyde Hart, þjálfara hans, óstöðugan. Fræðingar sögðu rétt til um að Johnson yrði mesti 200 og 400 metra hlaupari heims og hann gæti ugglaust unnið í báðum greinum á Olympíuleikum. STANGARSTOKK Framgangur keppninnar • Dómarar tilkynna byrjunar- hæðina fyrir hverja umferð áður en keppnin hefst. Konur hafa ekki keppt (stöng á ÓL. •Stöngin er hækkuð a.m.k. um 5 sm á milli umferða. • Keppandi heldur áf ram að stökkva þartil hann hefur feilt þrisvar f röð. Hraði og þyngd keppanda sklptlr miklu j máli til að fá sem mestan kraft í stðngina Stangarstökk samanstendur af mörgum þáttum. f aðhlaupinu reyna stökkvararnlr að ná sem mestum hraða sem færlst síðan yfir í stöngina, sem bognar og togar stökkvarlnn slg upp í handstöðu. Þegar stöngin er orðln lóðrétt eru þeir komnir í hand- stöðu og ýta sér yfir/ rána. %r •Snertir jörðina eða dýnuna með elnhverjum hluta líkamans, eða með stönginni áður en hann fer yfir rána. • Fellirrána. • Færir neðri hðndina upp fyrir þá efri eftir að hann lyftir sér frá jörðu. Hann má ekki heldur færa efri höndina olar. Það telsl okki ógilt slökk brotrít stöngin Gripflötur Venjuleg stöng Endi - 4.90 metrar - REUTER Stílnum breytti Hart ekki. „Það er leyndardómur- inn," segir Hart. Eftir að hafa horft á gamlar kvikmyndir . af Jesse Owens seg- ist hann hafa tek- ið eftir því að hlaupastíll þeirra Johnsons var svipaður. „Það efaðist enginn um stíl Owens," segir hann. Hart segir tíma til kominn að hlaupafræðingar játi að Johnson er ekki afstyrmi heldur ætti hann að vera tæknileg fyrir- mynd. Rannsóknir sem gerðar hafa ver- ið í Finnlandi, Rússlandi og Banda- ríkjunum hafa nefnilega leitt í ljós, að skilvirkasta spretthlaupstæknin sé nákvæmlega sú sama og Johnson er í blóð borin; uppréttur bolur og afslappaður stíll með einbeitingu á skreftíðni fremur en skreflengd. Þegar Ralph Mann, silfurhafi í 400 grind í Munchen 1972 og sér- fræðingur í hreyfiaflsfræði vöðva, greindi kapphlaup Johnsons í tölvu og gerði samanburð við hlaup ann- arra stórhlaupara fyrr og síðar var niðurstaða hans sú, að stíll John- sons væri næst fullkomnun. Hart segir, að hæfileiki Johnsons til að slaka á án þess að missa hraða sé lykillinn að stöðugu samræmi stíls og líkamsástands. Stíllinn virð- ist samur út í gegn, skreflengd og hnélyfta stöðug, breytist ekki í lokin þegar lúi leggur aðra að velli. Aukin hröðun Johnsons breikki ekki bilið milli hans og annarra í lokin; miklu fremur hægi hann minna á sér en aðrir hlauparar sem ekki búa yfir sömu hreyfíhagkvæmni og hann. Johnson er sagður hafa þjálfað Iupp óvenjumikið kraftúthald með því að einbeita sér að miskunnar- lausum lyftingaæfingum fremur en SPRETTHLAUP Hæfileiki Johnsons til að slaka á án þess að missa hraða er lykillinn að stöðugu samræmi stfls og líkams- ástands hraðaæfmgum. Getur hann lyft 100 kílóum í bekkpressu dag- langt en segist aldrei hlaupa 200 metra hrað- ar en á 24 sek- úndum á æfingu. Æfingar hans hafa skilað lík- lega besta alhliða spretthlaupara sögunnar. Ný- verið setti John- son heimsmet í 200 metra hlaupi, 19,66 sekúndur, og heimsmetið í 400 metr- um er bráðfeigt, en þá hefur hann hlaupið á 43,39 sek. Þótt hann eigi aðeins 10,09 í 100 metrum bendir tími hans á beygjunni í 200 metra methlaupinu, 10,10 fyrri 100 metr- ana, til þess að það búi í honum að geta hlaupið undir 10 á 100 metrum ef hann tæki þá grein alvarlega. Það sem gerir Johnson þó athygl- isverðan hlaupara er afburðafærni hans í tveimur greinum sem fara þó lítt saman. Hann virðist byggður fyrir 200 metra, er 1,85 á hæð og 79 kíló. Samkvæmt hefðinni hafa 400 metrarnir legið betur við skref- löngum hlaupurum en Johnson hef- ur þó verið ósigrandi í greininni í sex ár. Og það sem meira er; virð- ist óvinnandi. Frankie Fredericks batt þó endi á tveggja ára sigurgöngu Johnsons í 200 metra hlaupi í Ósló fyrir tæp- um mánuði. Er það vísbending um veikleika? Skömmu áður er hann var spurður um hvert yrði hið fullkomna kapphlaup svaraði hann af agnarlít- illi sjálfsánægju: „Mér hefur verið tjáð að það væri þegar þeir mættust í keppni Michael Johnson og Micha- el Johnson." Nú þegar hann veit að það gæti orðið milli þeirra Frankie Fredericks segir Hart, þjálfari John- sons, hann vera ákafari en fyrr að hlaupa. Þá verður hulunni svipt af því besta, að sögn Harts. Ólympíumet Sergei Bubka (Sovétrfkjunum) 5,90m (1988) Heimsmet Sergei Bubka (Úkraínu) 6,14m (1994) SNILLINGURINN Michael Johnson er hér ásamt foreldrum sínum, Ruby og Paul Johnson, eftlr sigurinn í 400 m hlaupi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.