Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1996 C 9 Q9P ATLANTA '96 JOHNSON OG OWENS: TVEIR STORHLAUPARAR, SAMI STILLINN Undraverd hugarorka auðveldar honum að halda slökún, hámarkshraða og úthaldi. Hann er sagður lljðtur að llleinka sér Muti og helur framúrskarandi næmni .,.±4 hraða og áreynslu. Gangráðar Johnsons. Miktu styttri og hraðari handahreyf- ingar og minna hom milli fram-' og upphandleggja en hjá keppi- nautunum, auðveldar honum að halda mjðg skilvirkum ' 'aupastíl þegar þreytan ) mest.j RFRrr-rrcAíViT Sú slökun sem Johnson fie/tf|t f vel þjálfuðum efri líkama erf lykillinn að velgengmhanx leiðir tilhrynjandi, og orkuhagkvæmrí, á sama tfma og aðrir líða þjáningar. Vegna langs búks eru fótleggir Johnsons styttri en hjá mörgum keppinauta hans en vegna lóðréttrar lilaupatækni og ligmarks hnélyítu erskreftíð. Þóskrelið virðist krappt og kippðtt ' er það blekkjandi. Fætur stlga í brautina beint undir likamanum og hann réttir fyllilega úr fótleggnum einsog hetðbundni stíllinn gerir ráð fyrir. Upprétt hlaupatækni og stuttskrelastíll Michaels Johnsons er oltlega borinn saman við hlaupatækni stórgarpsins Jesse Owens. Johnson hetur hins vegar þótt óþægilegt að vera /afnað vfð þann mann sem margir vilja halda fram að sé mestur allra ólympíumeistara. „Það er ekki hægt að bera árangur nokkurs íþráttamanns seinni tíma við það sem hann afrekaði - það er komið tramvið okkur eins og menn ídag", segir Johnson. Owens vann fern gullverðlaun. í 100m, 200m, langstökki og boðhlaupi, á hakakrossleikum Hitlers 1936 og erþað afrek talið æðsti sigur mannsandans yfir blindum fordómum. Á hreinan íþróttalegan mælikvarða væriþó hægt að segja að Johnson hefði unnið jafngott afrek og Owens vinni hann hina ótrúlegu tvennu, 200 og 400 metra hlaupin, iAtlanta. Ólympíugullið eru einu verðlaunin sem þennan fínasta alhliða spretthlaupara vantar í safnið. f Barcelona fór atlagan að 200 metrunum ívaskinn vegna matareitrunar. MichaelJohnson Tilbúinn að setj- ast í há- MICHAEL Johnson hefur fallið í skugga Carls Lewis síðan sá síðar nefndi sigraði í Iangstðkki á Olympíuleik- unum í Atlanta og sagðist í kjölfarið vera tilbúinn að hlaupa í 4x100 metra boð- hlaupssveit Bandaríkjanna á laugardag. Þar er talið að bandaríska sveitin sé nánast örugg'með sigur og yrði Lewis í sigursveit yrði hann fyrsti frjálsíþrótta- maður sögunnar til að vinna til 10 gullverðlauna á Ólympíuleikum. „Ég held að ég hlaupi jafn vel og hver annar," sagði hann eftir árangurinn í lang- stökkinu en Erv Hunt, yfir- þjálfari landsliðs Banda- ríkjanna í frjálsíþróttum, sagðist hafa valið Jon Drummond, Leroy Burrell, Mike Marsh og Dennis Mitc- hell í sveitina auk þess sem Tim Montgomery hlypi fyr- ir Marsh í fyrstu umferð. Lewis hefur stolið sen- unni og Johnson, sem sigr- aði með yfirburðum í 400 metra hlaupi og á mikla möguleika á að verða fyrst- ur til að sigra í 400 og 200 metra hlaupi á sömu Ólymp- íuleikum, er allt annað en ánægður með það. „Hann er á útleið," sagði hlaupar- inn. „Einhver þarf að koma í hans stað og setjast í há- sæti frjálsíþrótta. Ég er í stöðu til að vera sá maður." Grænir „badmin- ton- bananar" SPÁMAÐUR hefur ráð- lagt badminl onmönnum frá Malasíu sem keppa í tvíliðaleik að taka með sér góðan skammt af grænum bönunum á vöil- inn þegar þeir keppa um gullverðlaun á Olympiu- leikunum. Cheah Soon Kit og Yap Kim Hock, sem eru eina von Malas- iumanna um að vínna tíl gullverðlauna á leikun- um, keppa á móti Rexy Mainaky og Ricky Su- bagja frá Indónesiu í dag. „Kaupið slatta af grænum böiuinum og farið með þá á völlinn þegar þið spil- ið," sagði spámaðurinn Richard Yong, en hann sendi símbréf til umsjón- armanns badmintonliðs Malasíu. Yong útskýrði ekki hvernig bananarnir yrðu að gagni. Yong skrifar sigörnuspá í dag- blað í Malasíu. Ekki fylgdi sögunni hvort bönun- unum skyldi koma fyrir á vallarhehningi andstæð- inganna eður ei. Daninn Hoyer- Larsen leikur um gullið Susi Susanti frá Indónesíu náði ekki að verja ólympíutitilinn í einliðaleik kvenna því hún tapaði fyrir Bang Soo-hyun frá Suður-Kóreu í undanúrslitum, 11-9 og 11-8. Landi hennar, heims- meistarinn í einliðaleik karla, Heryanto Arbi, BADMIIMTON Reutcr POUL-ERIK Hoyer-Larsen frá Danmörku fagnar hér slgrl á móti Heryanto Arbl frá Indónesíu í undanúrslitum í einliða- leik karla og um leið sæti sínu í úrslitaleiknum. fór sömu leið, tapaði fyrir Dan- anum Paul-Erik Hoyer-Larsen. Mia Audina, 16 ára frá Indó- nesíu, hefur slegið í gegn á leikunum. Hún vann Kim Ji-hyan frá Suður-Kóreu í undanúrslitum, 11-6 og 11-9, og leikur því til úrslita um gullið við Bang Soo-hyun í dag. Susanti náði sér aldrei á strik gegn Bang Soo-hyun. „Ég gerði allt of mörg mistök og get ekki kennt neinum um nema sjálfri mér," sagði Susanti. „Bang lék frábærlega. Tapið þýðir ekki heimsendi fyrir mig því sigur og tap er hluti af þessari íþrótt." Audina, sem varð önnur á Opna Hong Kong-mótinu og Opna þýska Susanti náði ekki að verjatitilinníeinliða- leik kvenna meistaramótinu á síðasta ári, sagð- ist tileinka móður sinni sigurinn gegn Kim í undanúrslitum, en móðir henn'ar liggur á sjúkrahúsi í Indónesíu. í úrslitum í' einliðaleik karla leika Hoyer-Larsen og Kínverjinn Dong Jiong. Daninn byrjaði ekki vel á móti Arbi í uhdanúr- slitum því hann lenti undir 4-9 í fyrri lotunni. Eftir það tók hann völdin á vellinum, vann 15-11 og 15-6. Sigurinn var sæt hefnd fyrir Larsen því hann tapaði fyrir Arbi í undanúrslitum á HM í Sviss í fyrra. Dong Jiong þurfi að hafa aðeins meira fyrir sigrinum í hinum undanúrslitaleiknum á móti Rashid Sidek frá Malasíu. Dong vann fyrri lotuna nokkuð örugglega 15-6 en síðari fór 18-16. Kínversku stúlkurnar Ge Fei og Gu Jun sigruðu í tvíliðaleik kvenna í gær. Þær unnu Gil Young Ah og Jang Hye Ock frá Suður-Kóreu í úrslitum 15-5 og 15-5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.