Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 10
10 C FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Ásgeir Elíasson spáir í 1. deildina Valsmenn betrienég átti von á |enn hafa gert það til gamans undanfarin ár að láta leik- menn, þjálfara og forráðemenn lið- anna í 1. deild spá fyrir um loka- stöðuna. Miðað við spána í vor eru það Valsmenn sem hafa komið hvað mest á óvart en þeim var spáð átt- unda sæti en eru nú í því fjórða. Á hinum endanum hafa Blikar valdið mestum vonbrygðum því þeim var spáð fimmta sæti en eru í tíunda og neðsta sæti. Ásgeir Elíasson, fyrrum lands- liðsþjálfari og núverandi þjálfari Fram í 2. deild, segist hafa fylgst nokkuð með keppninni í 1. deild. „Miðað við spána í vor þá hefur Leiftur komið mér mest á óvart. Liðið hefur ekki náð að sýna eins mikið og menn hefðu mátt búast við. Ólafsfírðingar fengu góðan lið- styrk en það hefur ekki alveg skilað sér ennþá," segir Ásgeir. Um Breiðablik sagði Ásgeir: „Þrátt fyrir að Breiðabliksliðinu hafi gengið vel í vorleikjunum, og verið spáð fimmta sæti, átti ég ekki von á að það yrði fyrir ofan miðja deild. Liðið lék vel í vorleikj- unum en eins og stundum áður hefur ekki tekist að halda því fram í deildarkeppnina." „Valsmenn hafa staðið sig betur en ég bjóst við. Vorleikirnir bentu til þess að þeir myndu eiga erfitt uppdráttar í deildinni í sumar, en Sigurður [Grétarsson] hefur náð að berja liðið vel saman og strákarnir hafa náð að spila ágætlega. Það vantar aðeins ógnun hjá þeim, en þeir hafa náð sér í stig." Hann sagði að staða efstu liða kæmi sér ekki á óvart. „Ég hélt reyndar að Leiftursmenn næðu að stríða KR og ÍA meira og einnig Vestmanneyingar. Samt hélt ég að þeir myndu ekki standa sig eins vel og í fyrra. Þeir hafa fengið menn og nú eru meiri væntingar til liðs- ins. í fyrra fóru þeir Jangt á sterkri vörn og hraðaupphlaupum en í ár er ætlast til að þeir stjórni leiknum meira og það hefur ef til vill ekki gengið sem skyldi." Um stöðuna eins og hún er núna sagðist Ásgeir varla treysta sér til að segja til um hvort röðin myndi riðlast mikið. „Maður veit aldrei hvað gerist á botninum. „Grindvík- ingar hafa staðið sig betur en menn áttu von á. Baráttan verður hörð á botninum og það má ekki mikið bera útaf til að röðin riðlist. Það er nóg eftir af mótinu og því getur allt gerst. Ég held samt að KR og Akranes verði aðeins á undan hin- um liðunum en ég er samt viss um að bæði lið eiga eftir að tapa stig- um. Það var erfitt fyrir KR að missa Guðmund, því hann var búinn að vera mjög heitur í sumar og liðinu mikilvægur." Ásgeir sagðist varla vera fær um að taka einhverja ákveðna leikmenn útúr, til þess hefði hann hvorki séð nógu marga leiki né séð þá með þeim augum að hann væri að velta frammistöðu einstakra leikmanna fyrir sér. „Það sem ég hef séð get ég þó nefnt ungan strák í Val, Gunnar Einarsson. Hann lék sér- staklega vel gegn KR í bikamum og hefur verið nokkuð stöðugur í sumar," sagði Ásgeir. Hagi til Tyrklands RÚMENSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Gheorghe Hagi samdi við tyrkneska liðið Galatasaray, að sögn umboðsmanns hans. Hann sagði aðeins að Hagi hefði gert mjög hagstætt samkomulag við Tyrkina. Tyrkneskir blaðamenn sögðu að hinn sókndjarfi miðjumað- ur fengi 1,3 milljónir bandaríkjadala á ári, en samningurinn gildir til þriggja ára. Til samanburðar má geta'þess að Barcelona greiddi Hagi u.þ.b. 800 þúsund dollara á ári. uppskeran \» hingað til LIÐIN í HEILD LIÐ • P-fiöldi Leikir Meðaltal KR 91 10 9,1 íleik IA 76 10 7,6 íleik 0 KNATTSPYRNA Staða Spáin í í deild upphafi Leiftur ÍBV Stjarnan Valur Grindavík Fylkir Keflavík Breiðablik 63 51 54 52 51 45 32 38 10 9 10 10 10 9 8 10 6.3 íleik 5.7 ileik 5.4 íleik 5,2 íleik 5,1 ileik 5,0 íleik 4,0 íleik 3.8 íleik 1. 2. 3. 5. 7. 4. 6. 9. 8. 10. 1. 2. 4. 3. 6. 8. 10. 5. LEIKMENN Guðmundur Benediktsson, KR Baldur Bjarnason, Stjörnunni Haraldur Ingólfsson, ÍA Einar Þór Daníelsson, KR Ólafur Þðrðarson, ÍA Gunnar Oddsson, Leiftri Helgl Björgvinsson, Stjömunni Albert Sævarsson, Grindavik Kristján Finnbogason, KR Heimir Guðjónsson, KR Brynjar Gunnarsson, KR Bjarni Guðjðnsson, ÍA Zoran Ljubiclc, Grindavík Hermann Hreibarsson, ÍBV Jón Grétar Jónsson, Val 11 11 11 10 10 9 9 9 8 MARKAHÆSTIR Guðmundur Benediktsson, KR Ríkharður Daðason, KR Bjarni Guðfónsson, ÍA Mihaljó Bibercic, ÍA Einar Mr Daníelsson, KR Haraldur Ingólfsson, ÍA Ratislav Lazorlk, Leiftrí Kjartan Einarsson, Breiðabliki Þðrhallur Dan Jðhannsson, Fylki Tryggvi Guðmundsson, ÍBV Baidur Bragason, Lelftri 7 leikmenn hafa skorað Morgunblaðð/Golli KR-INGAR og Skagamenn eru efstlr í deildlnni og í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins. Hér eigast Ólaf ur ÞórAarson og Elnar Þór Daníelsson við, en þelr hafa báðir fengið 10 emm í einkunnagjöf. 20 með 7 emmeða fleiri KEPPNI i 1. deild karla Í knatt- spyrnu er rétt liðlega hálfnuð, 11. umferðin verður leikin í kvöld. Að venju hefur Morgun- blaðiðgefið leikniönuuni ein- kunn fyrir frammistððu sína og má sjá efstu menn á kortinu hér að ofan ásamt samanburði á einkunnum liðanna, stöðuna í deildinni og spá forráðamanna liðanna í vor. Fimm leikmenn eru með sjii emm, mtu*kverðirnir Ólafur Gottakálksson úr Keflavik, Friðrik Friðriksson úr ÍBV og Lárus Sigurðsson úr Val og þeir Sigþór Júlíusson úr Val og Ratislav Lazorik úr Leiftri. Fylkismennirnir Finnur Kol- beinsson og Kristinn Tómasson auk Hajreudin Cardaklija hjá Blikum eru allir með sex emm. Drengir til Noregs Gústaf Björnsson, þjálfari dren- gjalandsliðsins, hefur valið lið íslands sem tekur þátt í Norður- Iandamótinu í Noregi 5.-11. ágúst. ísland íeikur í riðli með Dönum, Svíum og Englandingum. Mark- verðir eru Gunnar Björn Helgason, Selfossi og Stefán Logi Magnús- son, Víkingi. Aðrir leikmenn: Matt- hías Guðmundsson, Val, Daði Guð- mundsson, Fram, Indriði Sigurðs- son og Auðunn Jóhannsson, KR, Helgi V. Daníelsson, Fylki, Olafur P. Snorrason, Fjölni, Marel Bald- vinsson, Breiðabliki, Ólafur Gunn- arsson, Stjörnunni, Benedikt Árnason, FH, Jón Fannar Guð- mundsson, Grindavík, Þórarinn Kristjánsson og Hjórtur Fjeldsted, Keflavík, Emil Sigurðsson, Skalla- grími og Kristján Sigurðsson, Völsungi. FOLK ¦ HRISTO Bonev var á þriðjudag ráðinn þjálfari búlgarska landsliðsins í knattspyrnu en hann hefur á undan- förnum árum þjálfað Apoei Nicosia á Kýpur með góðum árangri. Dimit- ar Penev, fyrrverandi landsliðsþjálf- ara, var sagt upp störfum í kjölfar Evrópukeppninnar á Englandi en segjast forráðamenn búlgarska knattspyrnusambandsins binda mikl- ar vonir við hinn nýja þjálfara. ¦ SVISSNESKA knattspyrnusam-. bandið leysti á þriðjudagskvöld landsliðsþjálfarann Artur Jorge frá Portúgal undan samningi sínum, sem gilda átti til ársins 1998. ¦ JORGE hefur þjálfað svissneska landsliðið síðan í desember síðastliðn- um og mun eftir þetta taka við þjálf- un portúgalska landsliðsins. ¦ EVRÓPSKA knattspyrnusam- bandið, UEFA, úrskurðaði í gær tvo leikmenn og þjálfara Neftchi Baku frá Aserbaídsjan í keppnisbann fyr- ir óíþróttamannslega framkomu. Ayidin Alekberov fær fimm leikja bann fyrir að hrækja á andstæðing, Rasim Abusev fær fjögurra leikja bann fyrir mjög gróft og algjörlega tilgangslaust leikbrot og þjálfarinn, Asif Aliev, fær tveggja leikja bann fyrir að fara niðrandi orðum um dómara. ¦ RÚMENSKI varnarmaðurinn, Anton Dobos, er á leiðinni frá sínu gamla félagi Steaua Búkarest yfir til AEK Aþenu á Grikklandi. Dob- os, sem leikið hefur sex landsleiki fyrir hönd Rúmeniu, þykir gríðar- lega sterkur leikmaður og er hann án efa kærkominn styrkur í herbúð- um Grikkjanna. ¦ JEAN-PIERRE Papin, fram- herjinn sókndjarfi hjá Bayern Mtinchen, er á leiðinni til Bordeaux í Frakklandi. „Samningar hafa náðst og það á aðeins eftir að skrifa undir. Eg hef verið eitt ár hjá þjálfar- anum Otto Rehhagel og er grein- lega ekki inn í myndinni hjá hon- um," sagði Papin. Hann mun skrifa undir tveggja ára samning við franska félagið, sem mun greiða Bayern 45 milljónir króna fyrir kappann. Papin er 32 ára gamall og átti um langt skeið fast sæti í franska landsliðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.