Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 12
JWi>r0iiíWil>!teliító Vicario og Davenport berjast um gullið SPÆNSKA stúlkan Arantxa Sanchez Vicario, sem er í 4. sæti á styrkleikalista heims- ins, tryggði sér rétt til að leika um gullverðlaun ítenni- skeppni Ólympíuleikanna í gær, en hún bar sigurorð af Jönu Novotnu frá Tékklandi; 6-4,1-6 og 6-3. Vicario réð sér ekki af gleði þegar leikn- um lauk og hljóp upp íáhorf- endastúku til föður síns. Nov- otna var ekki alls kostar ánægð með framkomu Vic- ario í leiknum. Arantxa dró dóma línuvarðanna stöðugt í efa og kvartaði sáran undan þeim. „Slíkt á ekki að sjást hjá svona sterkum tennisleik- ara," sagði Novotna eftir leik- inn. „Fólk gæti haldið að allir atvinnumenn gerðu þetta." Fyrsta settið í leiknum var frekar dauft, en Vicario sigraði í því. Næsta sett var mun líflegra og í því sýndi Novotna snilldarleik - vann 6-1. Novotna hélt áfram að spila vel í lokasettinu og leiddi um tíma, 3-2. Hún var þegar farin að fagna sigri, en ákefðin minnkaði þegar Vicario komst yfir og sigraði að lokum. Vicario, sem hreppti bronsverðlaun í Barcelona 1992, mætir Lindsay Davenport í úrslita- leiknum á föstudag. Vinkonurnar Lindsay Davenport og Mary Joe Fernandez mættust í hinum undanúrslitaleiknum í gær, en Davenport LANGSTOKK ARANTXA Sanchez Vicario kyssir netið eftlr að hafa skorað stig gegn Jönu Novotnu. Reuter Agassi og Bruguera komnir í undanúrslit karla sigraði nokkuð örigglega; 6-2 og 8-6. Hún er nú í 10. sæti heimslistans en Mary Joe í því áttunda. Andre Agassi var svo gott sem búinn að tapa í 8-manna úrslitum þegar hann reif sig upp og sigraði Wayne Ferreira frá Suður-Afríku; 7-5, 4-6 og 7-5. Agassi var undir 5-4 í þriðja setti og Ferreira átti möguleika að gera út um leikinn, en Agassi, sem var dyggilega studdur af tólf þúsund áhorfendum, sneri leiknum við á elleftu stundu. Einnig munaði litlu að Ferreira sigr- aði þegar Agassi var refsað fyrir að bölsótast í áheyrn áhorfenda meira en góðu hófi gegnir. Eftir leikinn gagnrýndi Agassi dómarann fyrir röð rangra dóma á mikilvægu tímabili í leiknum. Agassi, sem talinn var sigur- stranglegastur fyrir keppnina, átti harma að hefna fyrir leikinn gegn Suður-Afríkumanninum því Agassi og MaliVai Washington töpuðu í tvíliðaleik gegn Ellis og Wayne Ferreira í 8-liða úrslitum. Sigurinn var því sætur fyrir Bandaríkja- manninn. „Áhorfendurnir veittu mér mikinn styrk," sagði Agassi. „Ólympíuleikarnir eru langstærsti íþróttaviðburður heims og þegar áhorfendurnir lifa sig svona mikið inn í leikinn reyn- ir maður að kafa dýpra og dýpra eftir sigri." Ferr- eira sagði að Ag- assi hefði átt að tapa leiknum vegna blótsyrða sinna, en Agassi svaraði um hæl: „Það var eini möguleiki hans á að knýja fram sigur." Indverjar geta nú glaðst yfir góðum árangri á tennisvellinum. Leander Paes frá Indlandi, sem er í 126. sæti á heimslistanum, sigraði ítalann Rezo Furlan. Furlan komst í 8-manna úrslit eftir að Svisslend- ingurinn Marc Rosset, núverandi ólympíumeistari, hætti keppni vegna veikinda í leiknum gegn hon- um. Indveriinn sigraði Furlan í tveimur settum, 6-1 og 7-5. Paes hefur ekki sigrað í móti síðan hann var í fyrsta sæti á heimslista ung- linga. „Það sem mig hefur alltaf dreymt um er að fá verðlaunapen- ing á Ólympíuleikum eins og pabbi," sagði Paes, en hann mætir Andre Agassi í dag. Félagi Agassis í tvíliðaleik, MaliVai Washington, féll úr keppni, beið lægri hlut gegn Spánverjanum Sergi Bruguera; 10-8, 4-6 og 7-5. Bruguera mætir Brasilíumanninum Fernando Meligeni í undanúrslitum í dag, en Meligeni sigraði Andrei Olhovskiy frá Rússlandi; 7-5, 7-5 og 6-3. Kínversku ólympíu- meistar- arnir úr leik Kínverjarnir Wang Tao og Lu Lin, sem hafa haft mikla yfir- burði í tvíliðaleik karla í borðtenn- is síðustu ár, náðu ekki að komast í úrslit og hafa nú ákveðið að leika ekki saman framar. Þeir töpuðu fyrir löndum sínum, Kong Linghui og Liu Guoliang, í undanúrslitum, 21-8 13-21 21-19 21-11. „Þaðtek- ur okkur sárt að hafa tapað, sér- staklega venga þess að þetta eru síðustu Olympíuleikarnir okkar," sagði Lu. „Það er þó huggun fyrir okkur að við töpuðu fyrir kínversku pari." Wang og Lu hafa leikið sem par síðan 1989. Þeir unnu gullverð- launin í Barcelona fyrir fjórum árum og urðu heimsmeistarar bæði 1993 og 1995. Lu sagði að nú væri keppnisferlinum lokið hjá honum og Wang gæti nú einbeitt sér að einliðaleik þar sem hann er númer tvö á heimslistanum. „Wang heldur áfram, en þetta var í síðasta sinn sem við leikum sam- an," sagði Lu. Wang er kominn í undanúrslit í einliðaleik karla eftir sigur á Vladimir Samsonov í átta manna úrslitum. Chen Jing frá Tævan sigraði Qiao Hong frá Kína í undanúrslit- um í einliðaleik kvenna, 3:0 (21-9 23-21 21-17). Jing, sem er land- flótta Kínverji mætir fyrrum löndu sinni, Deng Yapin, í úrslitum. „Kín- verjar eru svo góðir í borðtennis að það er nauðsynlegt að einhver annar komi og veiti þeim harða keppni. Það gerir íþróttina meira spennandi," sagði Chen. Qiao Hong, sem þegar hefur varið titilinn frá því 1992 í tvíliða- leik kvenna ásamt Deng Yapin, sagðist ekki vonsvikin yfir að kom- ast ekki í úrslit í einliðaleiknum. „Ég er ekki vön að tapa fyrir Chen Jing og því má segja að þessi úr- slit hafi komið á óvart. Ég hef unnið ein gullverðlaun hér í Atl- anta og get verið sátt við það," sagði hún. Crespo hetja Argentínumanna Argentínumenn báru í fyrrinótt sigurorð af Portúgölum 2:0 í fyrri undanúrslitaleik knattspyrnukeppni Ólympíuleik- anna í Atlanta og hafa þar með tryggt sér farseðilinn í úrslitaleik- inn sjálfan, sem fram fer á laugar- dag. Nokkuð jafnræði var með liðun- um í fyrri hálfleik en hvorugur aðili náði þó að skapa sér nein umtalsverð marktækifæri og það var því ekki fyrr en á tíundu mín- útu síðari hálfleiks að fyrsta mark- ið leit dagsins ljós. Var þar að verki markahrókurinn mikli hjá Argentínu, Hernan Crespo, sem skoraði með fallegum skalla eftir sendingu frá Claudio Lopez. Crespo, sem leikur með Parma á ítalíu, var svo aftur á ferðinni aðeins sex mínútum síðar en heið- urinn af því marki átti hins vegar KNATTSPYRNA hinn geysiöflugi miðvallarspilari, Ariel Ortega. Ortega átti glæsi- lega sendingu fyrir mark Portúg- alanna þar sem Crespo var á rétt- um stað, sendi knöttinn örugg- lega framhjá Nuno í markinu og er þar með orð- inn markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna með fimm mörk í jafnmörgum leikj- um. Eftir mörkin tvö var róðurinn orðinn fullþungur fyrir Portúgali, sem reyndar voru óheppnir að ná ekki að minnka muninn þegar þrumuskot Vidigals small í þverslá argentíska marks- ins en að sama skapi heppnir þeg- ar Ortega hinn argentíski misnot- aði tvö mjög góð marktækifæri fyrir framan mark þeirra. Fleiri urðu mörkin því ekki og eru marg- ir nú þegar farnir að spá Argent- ínumönnum ólympíumeist- aratitlinum en greinilegt er á öllu að liðið smellur vel saman undir stjórn hins góðkunna Daniel Pasa- rellas. Argentínu- menn hafa ekki átt lið í úrslitaleik Ólympíuleika síðan 1928 þegar þeir biðu ósigur fyrir Ungverjum en þeir hafa alla burði til þess að fagna ólympíugullinu í ár og munu án efa mæta ákveðnir til leiks í úrslitaleiknum á laugardag. Lið þeirra er að smella saman undir stjórn Daniel Pasa- rellas VIKINGALOTTO: 11 12 16 30 40 44 + 2 27 48

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.